Mannauðsdeild sinnir mannauðsmálum, launamálum og gæðamálum sem og jafnréttismálum Mosfellsbæjar.
Deildin veitir ráðgjöf og stuðning við mótun og útfærslu verklags sem lýtur að ráðningum og móttöku nýliða, starfsmannasamtölum og starfsmannakönnunum auk yfirumsjónar með túlkun og framkvæmd kjarasamninga. Deildin skipuleggur fræðslu til starfsfólks og sinnir umbótum tengdum jafnlaunakerfi Mosfellsbæjar.
Málaflokkar
- Mannauðsmál
- Kjaramál
- Launavinnsla
- Gæðamál
- Jafnréttismál
Launadeild
Launadeild og mannauðsstjóri hafa yfirumsjón með kjarasamningum, launaafgreiðslu, mannauðsupplýsingakerfum, starfsþróunaráætlunum, starfsmannakönnunum, stjórnendafræðslu og túlkun vinnuréttar, mannauðsstjórnun, mannauðsráðgjöf, stefnumótun, útfærslu og eftirliti.
Fyrirspurnir til launadeildar: launadeild[hja]mos.is
Starfsfólk
Mannauðsstefna
Starfsmannahandbók
Starfsmannahandbók Mosfellsbæjar er unnin í tengslum við mannauðsstefnu Mosfellsbæjar. Handbókinni er ætlað að nýtast starfsmönnum til leiðsagnar og upplýsingar um flest það er varðar starfsumhverfi, réttindi og skyldur starfsmanna, stefnuáherslur og samþykktir Mosfellsbæjar í málefnum starfsfólks.
Starfsmannahandbók Mosfellsbæjar er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Skjal sem þetta má alltaf bæta og er starfsfólk eindregið hvatt til þess að koma ábendingum um viðbætur við efnið eða breytta framsetningu þess á framfæri við mannauðsstjóra sem annast útgáfu handbókarinnar.
Upplýsingar fyrir nýtt starfsfólk
Starfsfólk sem hefur störf hjá Mosfellsbæ, þarf við upphaf starfstíma að skila ýmsum gögnum til launadeildar. Það sama gildir um núverandi starfsmann, hafi viðkomandi áunnið sér ríkari rétt er varðar launasamsetningu starfsmanns, svo sem er varðar viðbótarmenntun.
Öllum gögnum í frumriti þarf að skila forstöðumanni, sem kemur þeim til launadeildar.
Stefnur og áætlanir
- pdfEvrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum
- pdfJafnréttisáætlun 2019 - 2023
- pdfJafnréttisáætlun: Framkvæmdaáætlun
- pdfJafnlaunastefna
- pdfLaunastefna
- pdfLýðræðisstefna (samþykkt 2015)
- pdfLýðræðisstefna: Framkvæmdaáætlun 2020 - 2022
- pdfPersónuverndarstefna
- pdfStefnumótun Mosfellsbæjar 2017 - 2027
- pdfViðbragðsáætlun - Heimsfaraldur veirusýkinga