Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr. Ra­f­ræn vökt­un og gild­is­svið

Mos­fells­bær nýt­ir ra­f­ræna vökt­un hjá stofn­un­um sín­um þar sem það er tal­ið nauð­syn­legt á grund­velli ör­ygg­is eða eigna­vörslu. Ra­f­ræn vökt­un nær bæði til vökt­un­ar þar sem per­sónu­upp­lýs­ing­ar eru geymd­ar og hugs­an­lega unn­ar frek­ar og vökt­un­ar sem fer fram í raun­tíma án þess að fram fari söfn­un mynd­efn­is eða önn­ur vinnsla per­sónu­upp­lýs­inga.

Regl­um þess­um er ætl­að að tryggja að við alla ra­f­ræna vökt­un sé gætt með­al­hófs og virð­ing­ar fyr­ir frið­helgi einka­lífs þeirra sem henni sæta.

Við ra­f­ræna vökt­un hjá stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar skal sér­stak­lega tryggt að meg­in­regl­um 8. gr. per­sónu­vernd­ar­laga sé fylgt. Þannig skal vökt­un ávallt fara fram í skýr­um og mál­efna­leg­um til­gangi og þær unn­ar með sann­gjörn­um, mál­efna­leg­um og lög­mæt­um hætti. Ein­göngu sé safn­að nauð­syn­leg­um per­sónu­upp­lýs­ing­um, þær varð­veitt­ar í tak­mark­að­an tíma og þannig að ör­yggi þeirra sé tryggt.

Regl­ur þess­ar eru sett­ar til sam­ræm­is við lög um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga, nr. 90/2018, og regl­ur Per­sónu­vernd­ar nr. 837/2006, um ra­f­ræna vökt­un og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga sem verða til við ra­f­ræna vökt­un. Regl­ur þess­ar skulu gilda um alla ra­f­ræna vökt­un hjá stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar og skulu birt­ar op­in­ber­lega.

2. gr. Um­fang ra­f­rænn­ar vökt­un­ar og til­gang­ur

Til­gang­ur með ra­f­rænni vökt­un með ör­ygg­is­mynda­vél­um er að varna að eig­ur Mos­fells­bæj­ar séu skemmd­ar, þeim sé stol­ið, að far­ið sé um bygg­ing­ar í leyf­is­leysi og til að stuðla ör­yggi á þess­um svæð­um.

Sta­f­ræn­ar mynda­vél­ar eru ein­ung­is sett­ar upp hjá stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar þeg­ar það er tal­ið nauð­syn­legt að hafa ra­f­ræna vökt­un á grund­velli ör­ygg­is og/eða eigna­vörslu. Vökt­un­in og regl­ur þess­ar eru kynnt­ar þeim sem vökt­un hef­ur áhrif á, hvort sem um ræð­ir nem­end­ur, for­eldra og/eða starfs­menn, veg­far­end­ur og aðra sem sækja þjón­ustu í stofn­un­um Mos­fells­bæj­ar, ef ör­ygg­is­mynda­vél er í al­manna­rými.

Til­gang­ur með upp­töku síma­tala er að gæta lög­mætra hags­muna Mos­fells­bæj­ar og tryggja ör­yggi starfs­manna. Þeir að­il­ar sem sæta upp­töku skulu upp­lýst­ir um að sím­tal sé eða kunni að vera hljóð­rit­að. Til­gang­ur upp­tök­unn­ar er jafn­framt að vernda hags­muni þeirra sem nýta sér þjón­ustu bæj­ar­ins t.d. með því að geta fært sönn­ur á efni sam­tala sem kunna að hafa þýð­ingu fyr­ir rétt­indi eða skyld­ur Mos­fells­bæj­ar, þjón­ustu­þega bæj­ar­ins, við­skipta­manna bæj­ar­ins eða annarra sem kunna að eiga hags­muna að gæta í sam­skipt­um sín­um við bæj­ar­fé­lag­ið. Þá er upp­tök­um á sím­töl­um einnig ætl­að að vernda starfs­menn sveit­ar­fé­lags­ins gegn hót­un­um sem þeir kunna að sæta í tengsl­um við störf sín til að tryggja ör­yggi þeirra.

3. gr. Skoð­un per­sónu­upp­lýs­inga sem verða til við ra­f­ræna vökt­un

Per­sónu­upp­lýs­ing­ar sem verða til við ra­f­ræna vökt­un eru ein­göngu skoð­að­ar ef upp koma at­vik er varð­ar eign­ar­vörslu og/eða ör­yggi ein­stak­linga, s.s slys, þjófn­að­ur, skemmd­ar­verk eða hót­an­ir, eða ef upp kem­ur ágrein­ing­ur sem varð­ar rétt­indi eða skyld­ur sveit­ar­fé­lags­ins eða þeirra sem eiga í sam­skipt­um við sveit­ar­fé­lag­ið og hafa hags­muna að gæta.

Ein­ung­is for­stöðu­menn stofn­ana Mos­fells­bæj­ar eða nán­ar til­greind­ir starfs­menn út­nefnd­ir af þeim skulu hafa að­gang að ra­f­rænni vökt­un skulu hafa hann. Starfs­menn sem þurfa að hafa að­gang að vökt­un­inni skulu und­ir­rita trún­að­ar- og þagn­ar­skyldu­yf­ir­lýs­inu þar sem fram kem­ur að þeir séu bundn­ir þagn­ar­skyldu um þau at­riði sem þeir fá vitn­eskju um í starfi sínu, sbr. 57. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 45/1998.

Öll skoð­un á efni sem verð­ur til við ra­f­ræna vökt­un Mos­fells­bæj­ar skal vera skrá­sett og skulu ávallt að lág­marki tveir starfs­menn, sem hafa að­gang að vökt­un­inni, vera við­stadd­ir skoð­un­ina.

Ef upp kem­ur at­vik sem þarfn­ast skoð­un­ar og skoð­un leið­ir í ljós at­vik þar sem ólögráða ein­stak­ling­ur á í hlut, skal hafa sam­band við for­ráða­menn við­kom­andi og bjóða þeim að vera við­stadd­ir skoð­un­ina svo fremi sem kost­ur er.

Ef að­ili sem sætt hef­ur ra­f­rænni vökt­un ósk­ar eft­ir að fá að skoða gögn, skulu starfs­menn Mos­fells­bæj­ar, sem hafa að­gang að vökt­un­inni, skoða um­rædda upp­töku og ganga úr skugga um að upp­tak­an sé af við­kom­andi. Ef svo er skal verða við þeirri beiðni eigi síð­ar en inn­an eins mán­að­ar frá mót­töku henn­ar. Ef aðr­ir ein­stak­ling­ar eru per­sónu­grein­an­leg­ir á við­kom­andi upp­töku skal þeim til­kynnt um að upp­taka sem inni­held­ur mynd­efni af þeim sé til skoð­un­ar og þeim einnig boð­ið að skoða upp­tök­una.

Ef ágrein­ing­ur skap­ast um vinnslu efn­is sem safn­ast við ra­f­ræna vökt­un, t.d um lög­mæti vökt­un­ar, fræðslu eða rétt til að skoða gögn sem safn­ast, skal leita ráð­gjaf­ar per­sónu­vernd­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar. Ef enn er til stað­ar ágrein­ing­ur er skal leita til Per­sónu­vernd­ar sem get­ur lagt fyr­ir Mos­fells­bæ að varð­veita upp­tök­ur þar til nið­ur­staða henn­ar ligg­ur fyr­ir.

4. gr. Varð­veisla per­sónu­upp­lýs­inga sem verða til við ra­f­ræna vökt­un

Óheim­ilt er að varð­veita per­sónu­upp­lýs­ing­ar sem verða til við ra­f­ræna vökt­un leng­ur en í 90 daga nema að lög heim­ili það eða dóms­úrskurð­ur liggi fyr­ir. Mos­fells­bær trygg­ir því yf­ir­skrift á sta­f­ræn­um upp­tök­um áður en 90 daga varð­veislu er náð.

5. gr. Af­hend­ing per­sónu­upp­lýs­inga sem verða til við ra­f­ræna vökt­un

Upp­tök­ur og gögn sem verða til við ra­f­ræna vökt­un er al­mennt óheim­ilt að af­henda öðr­um en lög­reglu og þá ein­göngu ef um slys eða meint­an refsi­verð­an verkn­að er að ræða. Óheim­ilt er að af­henda þriðja að­ila upp­lýs­ing­ar sem afl­að hef­ur ver­ið með ra­f­rænni vökt­un nema með skýru upp­lýstu sam­þykki þess að­ila sem upp­tak­an er af eða sam­kvæmt ákvörð­un Per­sónu­vernd­ar.

6. gr. Ábend­ing­ar og and­mæli varð­andi fram­kvæmd vökt­un­ar

Hafa skal sam­band við per­sónu­vernd­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar ef ein­hverj­ar ábend­ing­ar eða and­mæli eru vegna fram­kvæmd vökt­un­ar, með því að senda tölvu­póst á per­sonu­vernd@mos.is eða í síma: 525-6700.

7. gr. Ör­ygg­is­mynda­vél­ar í Mos­fells­bæ í sam­starfi við lög­reglu og Neyð­ar­línu

Regl­ur þess­ar gilda ekki um þær ör­ygg­is­mynda­vél­ar sem hafa ver­ið sett­ar upp í sam­starfi við lög­reglu og Neyð­ar­lín­una utan stofn­ana Mos­fells­bæj­ar. Er að­koma Mos­fells­bæj­ar við þá vökt­un ein­göngu tak­mörk­uð við kaup á bún­aði, upp­setn­ingu og merk­ingu.

Sam­þykkt á 1486. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar 21.4. 2021.

Stað­fest á 782. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 5.5. 2021.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00