Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Verklags- og sam­skipta­regl­ur kjör­inna full­trúa, nefnd­ar­manna og stjórn­enda Mos­fells­bæj­ar.

Kjörn­ir full­trú­ar eru bæj­ar­full­trú­ar og vara­menn þeirra. Nefnd­ar­menn eru ein­stak­ling­ar sem eru til­nefnd­ir og kosn­ir í fag­nefnd­ir bæj­ar­ins og starfa í um­boði bæj­ar­stjórn­ar.

Kjörn­ir full­trú­ar og nefnd­ar­menn starfa sam­kvæmt:

 • Sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar á hverj­um tíma.
 • Sveit­ar­stjórn­ar­lög­um nr.138/2011.
 • Stefnu­mark­andi sam­þykkt­um bæj­ar­stjórn­ar.
 • Sam­þykkt­um fjár­hags­áætl­un­um.
 • Lög­um og regl­um sem gilda um ákveðna mála­flokka.
 • Siða­regl­um kjör­inna full­trúa hjá Mos­fells­bæ.
 • Regl­um um ábyrgð og starfs­hætti.
 • Verklags­regl­um sem í gildi eru á hverj­um tíma.

Hlut­verk kjör­inna full­trúa er að:

Móta stefnu og sam­þykkja áætlan­ir fyr­ir starf­semi Mos­fells­bæj­ar, ein­stakra deilda og stofn­ana bæj­ar­fé­lags­ins.

Setja starf­semi bæj­ar­ins regl­ur m.a. um hlut­verk, ábyrgð og starfs­hætti nefnda, kjör­inna full­trúa og stjórn­enda bæði í lög­bundn­um mála­flokk­um og öðr­um.

Ákveða stjórn­skip­an sveit­ar­fé­lags­ins og fram­kvæma ráðn­ing­ar sam­kvæmt VII kafla sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar.

Að hafa eft­ir­lit með sam­þykkt­um og ákvörð­un­um bæj­ar­stjórn­ar og nefnda og að fylgt sé lög­um og sam­þykkt­um regl­um í starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins.

Bæj­ar­stjóri og fram­kvæmda­stjórn:

Bæja­stjóri er ráð­inn sam­kvæmt 47. grein sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar og hlut­verk hans er skil­greint í 48. grein sömu sam­þykkt­ar.

Bæj­ar­stjóri er æðsti yf­ir­mað­ur starfs­liðs bæj­ar­ins. Hann skal sjá um að stjórn­sýsla sveit­ar­fé­lags­ins sam­ræm­ist lög­um, sam­þykkt­um og við­eig­andi fyr­ir­mæl­um.

Fram­kvæmda­stjór­ar fags­viða eru ráðn­ir af bæj­ar­stjórn. Þeir hafa það hlut­verk að sjá til þess að stefnu­mörk­un bæj­ar­stjórn­ar, bæj­ar­ráðs og fag­nefnda sé hrint í fram­kvæmd með skil­virk­um og mark­viss­um hætti.

Bæj­ar­stjóri skip­ar fram­kvæmda­stjórn úr hópi starfs­manna sér til fullting­is við lausn þeirra verk­efna sem hann tel­ur þörf á. Bæj­ar­stjóri hef­ur heim­ild til að velja í fram­kvæmda­stjórn þá ein­stak­linga sem hann tel­ur vera hæfa hverju sinni. Fram­kvæmda­stjór­ar sviða sem ráðn­ir eru sam­kvæmt 49. grein sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar eiga þó fast sæti í fram­kvæmda­stjórn.

Bæj­ar­stjóri ásamt fram­kvæmda­stjór­um sviða og for­stöðu­mönn­um deilda er tengi­lið­ur kjör­inna full­trúa við dag­lega starf­semi Mos­fells­bæj­ar. Kjörn­ir full­trú­ar og nefnd­ar­menn hlutast að­eins til um stefnu með sam­þykkt­um í bæj­ar­stjórn og á nefnd­ar­fund­um en hafa sem ein­stak­ling­ar ekki boð­vald yfir starfs­mönn­um bæj­ar­ins.

Stjórn­end­ur eru all­ir yf­ir­menn sviða, stofn­ana og deilda í Mos­fells­bæ. Stjórn­end­ur starfa sam­kvæmt:

 • Sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar á hverj­um tíma.
 • Sveit­ar­stjórn­ar­lög­um nr.138/2011.
 • Stefnu­mark­andi sam­þykkt­um bæj­ar­stjórn­ar.
 • Sam­þykkt­um fjár­hags­áætl­un­um.
 • Lög­um og regl­um sem gilda um ákveðna mála­flokka.
 • Regl­um um ábyrgð og starfs­hætti.
 • Verklags­regl­um sem í gildi eru á hverj­um tíma.
 • Lög­um og regl­um er varða starfs­manna­hald og rétt­indi starfs­manna.
 • Gild­andi kjara­samn­ing­um.
 • Stað­fest­um stefnu­mót­un­ar­skjöl­um nefnda.

Hlut­verk og starfs­hætt­ir stjórn­enda:

Stjórn­end­um Mos­fells­bæj­ar ber að meta hag heild­ar­inn­ar yfir hag ein­staka sviðs, deild­ar eða ein­stakra starfs­manna og að taka ákvarð­an­ir í sam­ræmi við það.

Stjórn­andi ber ábyrgð gagn­vart næsta stjórn­anda fyr­ir ofan hann í skipu­riti.

Þeg­ar stjórn­anda er fal­ið að rita um­sögn um ákveð­ið mál skal hann rita um­sögn­ina sam­kvæmt fag­legri þekk­ingu og með hags­muni heild­ar­inn­ar að leið­ar­ljósi, enda mik­il­vægt að fag­leg sjón­ar­mið ráði för í allri ákvarð­ana­töku og störf­um ein­stakra starfs­manna bæj­ar­ins. Kjörn­um full­trú­um, starfs­mönn­um eða öðr­um sem eiga hags­muna að gæta er óheim­ilt að hafa áhrif á inni­hald slíkra um­sagna.

Verði stjórn­andi eða starfs­mað­ur var við að reynt sé að hafa áhrif á inni­hald um­sagn­ar, fái fyr­ir­mæli sem eru ólög­leg eða brjóti í bága við sið­ferð­is­kennd hans og fag­leg sjón­ar­mið er hon­um skylt að láta ekki und­an slík­um þrýst­ingi og bregð­ast við. Sama á við verði starfs­mað­ur var við ólög­lega starf­semi eða ákvarð­an­ir, sem brjóta í bága við ákvarð­an­ir bæj­ar­ráðs/bæj­ar­stjórn­ar.

Að­gang­ur að gögn­um og verklag:

Bæj­ar­stjórn­ar­mað­ur á greið­an að­gang að bók­um og skjöl­um bæj­ar­ins sem liggja fyr­ir og einnig óhindr­að­an að­gang að stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um hans á af­greiðslu­tíma til upp­lýs­inga­öfl­un­ar vegna starfa sinna.

Óski bæj­ar­full­trúi upp­lýs­inga sem krefjast sér­stakr­ar vinnu starfs­manna, til dæm­is út­tekt­ir og út­reikn­ing­ar, skal hann snúa sér til bæj­ar­stjóra, fram­kvæmda­stjóra eða for­stöðu­manna deilda með slíka ósk sem verða skulu við beiðn­inni svo fljótt sem unnt er.

Sam­skipti kjör­inna full­trúa og starfs­manna:

Ein­stak­ir kjörn­ir full­trú­ar hafa ekki um­boð til að gefa starfs­mönn­um fyr­ir­mæli og skulu ekki hafa bein áhrif á störf þeirra eða ákvarð­an­ir.

Kjörn­um full­trú­um er óheim­ilt að reka er­indi bæj­ar­búa við ein­staka starfs­menn og vilji kjör­inn full­trúi koma máli í far­veg skal það gert inn­an við­kom­andi nefnd­ar eða fyr­ir milli­göngu bæj­ar­stjóra eða við­kom­andi fram­kvæmda­stjóra sviðs.

Starfs­mönn­um er óheim­ilt að leita til kjör­inna full­trúa varð­andi mál­efni er lýt­ur að launa­kjör­um og starfs­um­hverfi, enda eru kjörn­ir full­trú­ar ekki yf­ir­menn stjórn­sýsl­unn­ar.

Sam­þykkt á 649. fundi Bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 6. maí 2015.