Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Til­gang­ur ár­legr­ar styrk­veit­ing­ar til lista- og menn­ing­ar­mála er að efla menn­ing­ar­starf­semi í Mos­fells­bæ.

2. gr.

Um­sækj­end­ur geta ver­ið ein­stak­ling­ar, hóp­ar og fé­laga­sam­tök inn­an sem utan Mos­fells­bæj­ar.

3. gr.

Hægt er að sækja um styrki til al­mennr­ar list­a­starf­semi og/eða um styrki vegna við­burða eða verk­efna í Mos­fells­bæ.

  • Styrk­ir til al­mennr­ar list­a­starf­semi
    Styrk­ir til al­mennr­ar list­a­starf­semi eru veitt­ir hóp­um og fé­laga­sam­tök­um sem sann­að hafa gildi sitt í mos­fellsku menn­ing­ar­lífi eða geta með skýr­um hætti sýnt fram á gildi starfs síns, án þess þó að styrk­ir séu tengd­ir ákveðnu verk­efni.
  • Styrk­ir vegna við­burða eða verk­efna
    Styrk­ir vegna við­burða eða verk­efna eru veitt­ir ein­stak­ling­um, hóp­um og fé­laga­sam­tök­um sem geta með skýr­um hætti sýnt fram á gildi ein­stakra til­greindra verk­efna á sviði menn­ing-ar og lista í eða fyr­ir Mos­fells­bæ. Styrk­ir vegna við­burða og verk­efna verða ekki veitt­ir til við­burða og verk­efna sem eru á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins eða fá fram­lög af fjár­hags­áætlun þess. Ferða­lög, nám eða rekst­ur eru ekki styrk­hæf. Við­burða- og verk­efna­styrki er ekki hægt að sækja um eft­ir að verk­efni eða við­burði er lok­ið.

4. gr.

Um­sókn­ir um styrki skulu berast í gegn­um þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.
Í um­sókn um styrk til al­mennr­ar list­a­starf­semi skal greina frá starfi, leggja fram starfs­áætlun næsta árs, og birta fjár­hags­áætlun og árs­reikn­ing.

Með um­sókn um styrk vegna við­burða eða verk­efna skal fylgja grein­argóð lýs­ing á verk­efn­inu og leggja fram skýra fjár­hags­áætlun þar sem til­greind­ar eru helstu kostn­að­ar­lið­ir og fjár­mögn­un­ar­leið­ir.

5. gr.

Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd áskil­ur sér rétt til að sam­þykkja eða hafna um­sókn um­sækj­anda að hluta eða al­far­ið. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd veit­ir ekki rök­stuðn­ing um ákvörð­un styrkja sam­kvæmt 21. gr. stjórn­sýslu­laga.

6. gr.

Þeir sem hljóta styrk frá Mos­fells­bæ skulu láta þess get­ið í kynn­ing­ar­efni sínu og birta merki Mos­fells­bæj­ar. Mos­fells­bæ skal berast kynn­ing á verk­efni til birt­ing­ar á heima­síðu bæj­ar­ins áður en af við­burði verð­ur.

7. gr.

Greiðsl­ur fyr­ir verk­efni eða við­burð fram að afloknu verki og eru innt­ar af hendi gegn fram­vís­un reikn­ings. Um­sækj­andi get­ur óskað eft­ir greiðsl­um fyrr og þurfa þær ósk­ir og rök­semd­ir fyr­ir þeim að berast skrif­lega og tek­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd af­stöðu til þess á fundi.

8. gr.

Styrk­þeg­um ber að skila inn loka­skýrslu um fram­kvæmd verk­efn­is­ins og ráð­stöf­un styrk­fjár fyr­ir 31. des­em­ber. Eins ber að veita menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd verk­efn­is­ins og skila áfanga­skýrslu ef eft­ir því er leitað.

9. gr.

Út­borg­un fjár­fram­laga er háð skil­um á loka­skýrslu og ef ekk­ert verð­ur af verk­efni eða veru­leg­ar breyt­ing­ar verða á því eru styrk­ir aft­ur­kræf­ir. Mið­að er við að styrk­ir séu greidd­ir út inn­an árs frá út­hlut­un­ar­degi, en að öðr­um kosti mega styrk­þeg­ar gera ráð fyr­ir að styrk­ir falli nið­ur, nema um ann­að hafi ver­ið sam­ið.

Stað­fest á 851. fundi bæj­ar­stjórn­ar 22. maí 2024.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00