Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.
Til­gang­ur ár­legr­ar veit­ingu fjár­fram­laga til menn­ing­ar­mála er að efla menn­ing­ar­starf­semi í Mos­fells­bæ.

2. gr.
Um­sækj­end­ur geta ver­ið ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök eða stofn­an­ir, inn­an sem utan Mos­fells­bæj­ar.

3. gr.
Hægt er að sækja um fjár­fram­lög til al­mennr­ar list­a­starf­semi og/eða um fjár­fram­lög vegna við­burða eða verk­efna í Mos­fells­bæ.

  • Fjár­fram­lög til al­mennr­ar list­a­starf­semi skulu veitt ein­stak­ling­um, list­hóp­um og fé­laga­sam­tök­um sem sann­að hafa gildi sitt í mos­fellsku menn­ing­ar­lífi eða geta með skýr­um hætti sýnt fram á gildi starfs síns, án þess þó að styrk­ir séu tengd­ir ákveðnu verk­efni.
    – Í um­sókn skal greina frá starfi, leggja fram starfs­áætlun næsta árs, birta fjár­hags­áætlun og árs­reikn­ing og upp­lýsa um að­r­ar fjár­mögn­un­ar­leið­ir vegna  ár­legr­ar starf­semi.
  • Fjár­fram­lög vegna við­burða- eða verk­efna skulu veitt ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækj­um, hóp­um og stofn­un­um sem geta með skýr­um hætti sýnt fram á gildi ein­stakra til­greindra verk­efna á sviði menn­ing­ar og lista í eða fyr­ir Mos­fells­bæ. Fjár­fram­lög vegna við­burða- og verk­efna verða ekki veitt til við­burða og verk­efna sem eru á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins eða fá fram­lög af fjár­hags­áætlun þess. Við­burða- og verk­efna­fram­lög er ekki hægt að sækja um eft­ir að verk­efni eða við­burði er lok­ið.
    – Í um­sókn skal sýnt fram á getu til að hrinda verk­efni eða við­burði í fram­kvæmd á starfs­ár­inu og leggja fram skýra fjár­hags­áætlun þar sem til­greind­ar eru fjár­mögn­un­ar­leið­ir.

4. gr.
Um­sókn­ir um fjár­fram­lög skulu vera á eyðu­blöð­um frá menn­ing­ar­mála­nefnd og skulu eyðu­blöðin vera að­gengi­leg á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar. Um­sókn­ir á um­sókn­areyðu­blöð­um skal senda ra­f­rænt í gegn­um heima­síðu Mos­fells­bæj­ar eða í sam­ræmi við upp­lýs­ing­ar þar um. Um­sókn­ir sem jafn­framt eru send­ar í pósti eða fylgigögn (ra­fræn) sem get­ið er um í um­sókn, en sendast ein­göngu í pósti, þurfa að vera póst­stimpl­að­ar eigi síð­ar en síð­asta um­sókn­ar­dag. Ra­fræn fylgigögn má einn­ig senda á Þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar, í gegn­um net­fang­ið mos[hja]mos.is merkt heiti verk­efn­is og nafni um­sækj­enda.

Með um­sókn­inni skal fylgja grein­argóð lýs­ing á verk­efn­inu með ver­káætlun og tíma­setn­ing­um, ít­ar­leg fjár­hags­áætlun (kostn­að­ar- og tekju­áætlun) og upp­lýs­ing­ar um að­stand­end­ur.

5. gr.
Um­sækj­andi ábyrg­ist að full­nægj­andi leyfi séu fyr­ir fram­kvæmd verk­efn­is og notk­un heim­ilda ef þarf, sem og öðr­um þátt­um verk­efn­is­ins.

6. gr.
Nefnd­in áskil­ur sér rétt til að sam­þykkja eða hafna um­sókn um­sækj­anda að hluta eða al­far­ið, ef ekki er færi á öðru að mati nefnd­ar. Af­greiðsla nefnd­ar­inn­ar er trún­að­ar­mál.

7. gr.
Um­sækj­andi skal við aug­lýs­ingu á verk­efni eða við­burði geta þess að Mos­fells­bær er stuðn­ings­að­ili við verk­ið. Mos­fells­bæ skal berast um­sögn um verk­efn­ið til birt­ing­ar á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar áður en af við­burði verð­ur.

8.gr.
Greiðsl­ur fyr­ir verk­efni eða við­burð fara að öllu jöfnu fram að afloknu verki. Greiðsl­ur eru innt­ar af hendi gegn fram­vís­un reikn­ings. Um­sækj­andi get­ur óskað eft­ir greiðsl­um fyrr og þurfa þær ósk­ir og rök­semd­ir fyr­ir þeim að koma fram á um­sókn­areyðu­blað­inu og mun menn­ing­ar­mála­nefnd taka af­stöðu til þess við af­greiðslu á um­sókn­inni.

9. gr.
Um­sækj­andi skal út­fylla skilagrein eða loka­skýrslu sem fel­ur í sér lýs­ingu á fram­kvæmd og ár­angri verk­efn­is­ins og yf­ir­lit um kostn­að. Eins ber að veita menn­ing­ar­mála­nefnd upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd verk­efn­is­ins og skila áfanga­skýrslu ef eft­ir því er leitað. Um­sækj­andi skal skila skrif­legri lýs­ingu (loka­skýrslu) á fram­kvæmd og ár­angri verk­efn­is­ins fyr­ir 31. des­em­ber.

10. gr.
Út­borg­un fjár­fram­laga er háð skil­um á loka­skýrslu og ef ekk­ert verð­ur af verk­efni eða veru­leg­ar breyt­ing­ar verða á því eru styrk­ir aft­ur­kræf­ir. Mið­að er við að styrk­ir séu greidd­ir út inn­an árs frá út­hlut­un­ar­degi, en að öðr­um kosti mega styrk­þeg­ar gera ráð fyr­ir að styrk­ir falli nið­ur, nema um ann­að hafi ver­ið sam­ið.

Sam­þykkt á 172. fundi menn­ing­ar­mála­nefnd­ar 28. janú­ar 2013.

Fram­kvæmd út­hlut­un­ar

  1. Menn­ing­ar­mála­nefnd aug­lýs­ir eft­ir um­sókn­um með a.m.k. mán­að­ar fyr­ir­vara í upp­hafi árs, bæði í stað­ar­blaði, á vef Mos­fells­bæj­ar og kynn­ir Banda­lagi ís­lenskra lista­manna aug­lýst­an um­sókn­ar­tíma.
  2. Um­sókn­um skal skilað í síð­asta lagi þann 1. mars ár hvert á sér­stök­um um­sókn­areyðu­blöð­um sem hægt er að sækja á vef Mos­fells­bæj­ar.
  3. Nið­ur­stöð­ur menn­ing­ar­mála­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar munu liggja fyr­ir í apríl ár hvert og eru háð­ar sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar.

 At­riði sem þurfa að koma fram á um­sókn­areyðu­blaði

  • Heiti verk­efn­is og tíma­setn­ing.
  • Ná­kvæm skil­grein­ing á verk­efn­inu.
  • Kostn­að­ur við verk­efn­ið og upp­hæð sem sótt er um.
  • Að­r­ir styrk­ir og fjár­fram­lög sem um­sækj­andi hef­ur hlot­ið frá Mos­fells­bæ og/eða öðr­um að­il­um vegna verk­efn­is­ins.
  •  Styrk­ir og fjár­fram­lög sem um­sækj­andi hef­ur hlot­ið frá Mos­fells­bæ á und­an­förn­um 5 árum.
  • Fé­laga­sam­tök skulu gera grein fyr­ir starf­semi sinni, t.a.m. með árs­skýrslu eða sam­bæri­legri grein­ar­gerð og ein­stak­ling­ar skulu leggja fram fer­il­skrá.
  • Fé­laga­sam­tök, sem sækja um fjár­fram­lög, skulu gera grein fyr­ir fjár­hags­legri stöðu sinni með því að leggja fram árs­reikn­ing.
  • Við af­greiðslu fjár­fram­lags skuld­bind­ur styrk­þegi sig til að skila grein­ar­gerð á sér­stöku eyðu­blaði að loknu verki.
Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00