Reglur um upptökur á fundum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
1. gr.
Með vísan til 15. gr. a. Ritun fundargerða í samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, þar sem bæjarstjórn getur ákveðið að umræður á bæjarstjórnarfundi verði hljóðritaðar eða teknar upp með öðrum hætti, samþykkir bæjarstjórn að taka skuli upp í hljóð og mynd alla fundi bæjarstjórnar, svo sem nánar er fyrir um mælt í reglum þessum.
2. gr.
Upptökur funda bæjarstjórnar skulu fara fram nema málefnalegar og/eða tæknilegar ástæður hamli.
3. gr.
Upptökur skulu hefjast um leið og forseti setur fund bæjarstjórnar og lýkur þegar forseti slítur fundi. Sé tekið fundarhlé er upptaka stöðvuð á meðan fundarhlé varir.
4. gr.
Upptökur skulu framkvæmdar af stjórnsýslu bæjarins/ starfsmönnum fundarins hverju sinni og skulu þær varðveittar í skjalasafni bæjarins á sama hátt og gildir um fundargerðir bæjarstjórnar á rafrænu formi og pappírsformi.
5. gr.
Upptökur af bæjarstjórnarfundum eru eign Mosfellsbæjar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskar vinsamlega eftir því að upptökurnar verði eingöngu notaðar í málefnalegum og lögmætum tilgangi og ekki til að afbaka eða til að gefa vísvitandi ranga mynd af þeim umræðum sem fram hafa farið á fundi bæjarstjórnar.
6. gr.
Upptökur skulu vera aðgengilegar á vef Mosfellsbæjar með sama eða sambærilegum hætti og gildir um fundargerðir bæjarstjórnar.
7. gr.
Reglur þessar um upptökur á fundum bæjarstjórnar eru staðfestar af bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 30. mars 2016 og gilda þar til þeim kann að verða breytt.
Samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar þann 30. mars 2016.
Afgreitt á 1251. fundi bæjarráðs þann 17. mars 2016.