Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um greiðslu kennslu­kostn­að­ar vegna tón­list­ar­náms í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um.

Al­mennt

Mos­fells­bær stefn­ir að því að al­mennt tón­list­ar­nám fari fram í Listaskóla Mosfellsbæjar sem starfar samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Und­an­tekn­ing frá þessu er ef tónlistarnám verð­ur sér­hæfð­ara en boð­ið er upp á við Lista­skóla Mos­fellsbæjar eða af öðrum or­sök­um tal­ið hag­kvæmt fyrir Mosfellsbæ að nám fari fram í tón­lista­skóla utan sveit­ar­fé­lags.

1. kafli – Forsendur

  1. Nem­end­ur sem stunda tónlistarnám við Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar geta óskað eftir greiðslum kennslukostnaðar vegna tón­list­ar­náms við ann­an tón­list­ar­skóla ef Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar get­ur ekki séð um kennslu þeirra leng­ur, m.a. vegna sér­hæf­ing­ar náms­ins.
  2. Nemendum sem flytja lögheimili til Mosfellsbæjar og hafa stundað tónlistarnám í öðru sveitarfélagi er bent á að sækja um nám við Listaskóla Mosfellsbæjar.
  3. Nemendur sem flytja til Mosfellsbæjar eiga aðeins kost á áframhaldandi námi utan sveitarfélags ef þeir fá ekki inngöngu í Listaskóla Mosfellsbæjar eða ef ekki er boðið upp á sambærilegt tónlistarnám þar.
  4. Ef nemandi uppfyllir skilyrði 7. gr. reglugerðar um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, gefst honum kostur á að sækja tónlistarnám í öðru sveitarfélagi.
  5. Afgreiðsla umsókna um tónlistarnám í öðrum tónlistarskólum en Listaskóla Mosfellsbæjar er á vegum Listaskólans fyrir hönd fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar og fer Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar fyr­ir hönd fræðslu- og frístunda­sviðs með um­boð Mos­fells­bæj­ar gagn­vart öðr­um sveit­ar­fé­lög­um vegna þess­ara greiðslna.

2. kafli – Almennar reglur

  1. Mos­fells­bær greiðir einungis fyr­ir nám í tón­list­ar­skóla fyr­ir nem­end­ur sem óska eft­ir að stunda nám í öðru sveit­ar­fé­lagi en Mosfellsbæ, í sam­ræmi við þær regl­ur um kröf­ur, ástund­un og fram­vindu í námi sem nán­ar er kveð­ið á um í 3. kafla.
  2. Greiðsla samræmist því kennslumagni sem nemandi fengi sem og kennslukostnaði við Listaskóla Mosfellsbæjar og getur aldrei orðið hærri.
  3. Sækja þarf um nám­svist í tónlistarskóla í öðru sveit­ar­fé­lagi til sveit­ar­fé­lags­ins (Mosfellsbæjar) í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar fyrir 1. júní vegna komandi skólaárs.
  4. Ef nem­andi í Listaskóla Mosfellsbæjar flyt­ur lög­heim­ili sitt úr Mosfellsbæ í ann­að sveit­ar­fé­lag á skóla­ár­inu þá er nemandanum heimilt að ljúka yfirstandandi önn sem hafin er. Óski nemandi að halda námi áfram hjá Listaskóla Mofellsbæjar þarf að liggja fyrir samþykki greiðslu kennslukostnaðar frá lögheimilissveitarfélagi.
  5. Framlög vegna nemenda á framhaldsstigi sem og miðstigi í söngnámi heyra undir reglur um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
  6. Mos­fells­bær áskilur sér rétt að tak­mark­a fjölda nem­enda sem greitt er með til tón­list­ar­skóla í öðrum sveitarfélögum til sam­ræm­is við svig­rúm í fjár­hags­áætl­un hverju sinni.
  7. Mos­fells­bær greið­ir ekki með nem­end­um sem stunda tón­list­ar­nám á há­skóla­stigi. Ekki er greitt með yngri en 6 ára nemendum og ekki er greitt með nemendum eftir að þeir hafa náð 20 ára aldri.

3. kafli – Reglur um kröfur, ástundun og framvindu

  1. Sækja þarf um nám­svist í tónlistarskóla í öðru sveit­ar­fé­lagi til sveit­ar­fé­lags­ins (Mosfellsbæjar) í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar fyrir 1. júní vegna komandi skólaárs.
  2. Í um­sókn nem­andans þarf að koma fram rök­stuðn­ing­ur fyr­ir því að við­kom­andi ósk­ar eft­ir að stunda tónlistarnám ann­ars stað­ar en við Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar.
  3. Liggja skal fyr­ir sam­þykki þess sveit­ar­fé­lags eða þess tón­list­ar­skóla þar sem til stend­ur að stunda tón­list­ar­nám í, með útlistun á því námi og námshlutfalli, einkatímum eða hóptímum sem nemandi óskar eftir ásamt staðfestingu frá viðkomandi skóla um fyrirhugaðan kennslukostnað vegna námsins.
  4. Náms­ástund­un um­sækj­anda þarf að hafa ver­ið a.m.k. 80% að með­al­tali s.l. 3 skóla­ár við Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar eða sambærilegan tónlistarskóla.
  5. Leggja skal fram afrit af námsvottorði síðasta skólaárs, ásamt umsögn kennara í viðkomandi aðalnámsgrein sem mun haft til hliðsjónar við mat á styrkhæfi nemandans. Ef umbeðin gögn fylgja ekki umsókn áskilur Mosfellsbær sér rétt til þess að hafna umsókninni.
  6. Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar skal setja hverj­um og ein­um nem­enda fram­vindu­kröf­ur. Í því sam­hengi skal eft­ir­far­andi haft til hlið­sjón­ar:
    a) Ef veitt er heimild til að stunda nám í öðru sveitarfélagi, skal eftir sem áður setja framvindukröfur með það að leiðarljósi að framvinda í námi sé sambærileg og almennur hluti aðalnámskrár tónlistarskóla segir til um. Hér er gert ráð fyrir að grunnnám, miðnám og framhaldsnám taki samtals 10 ár.
    b) Í kröfum um námsframvindu eru einnig kröfur um námsástundun og námsárangur frá ári til árs. Viðkomandi skólar skulu skila vottorði vegna þessa.

Samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 1. mars 2023.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00