Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. kafli – Al­menn­ar for­send­ur

Mos­fells­bær stefn­ir að því að al­mennt tón­list­ar­nám fari fram heima í hér­aði. Und­an­tekn­ing frá þessu er ef nám verð­ur sér­hæfð­ara en boð­ið er upp á í Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar – tón­list­ar­deild (LM) eða af öðr­um or­sök­um tal­ið hag­kæmt að nám fari fram í lista- og/eða tón­lista­skóla utan sveit­ar­fé­lags.

Nem­end­ur sem hafa ver­ið nem­end­ur í Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar – tón­list­ar­deild geta sótt um styrk til tón­list­ar­náms við ann­an tón­list­ar­skóla, ef Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar – tón­list­ar­deild get­ur ekki séð um kennslu þeirra leng­ur vegna sér­hæf­ing­ar náms­ins.

Sem dæmi má nefna jass­nám á efri náms­stig­um, sér­tækt nám í ein­söng, sér­stak­an und­ir­bún­ing fyr­ir há­skóla­nám í tónlist o.fl. þess hátt­ar.

2. kafli – Al­menn­ar regl­ur

 1. Mos­fells­bær mun greiða fyr­ir nám í tón­list­ar­skóla fyr­ir nem­end­ur, sem óska eft­ir að stunda nám í öðru sveit­ar­fé­lagi en lög­heim­il­is­sveit­ar­fé­lagi, í sam­ræmi við þær regl­ur um kröf­ur, ástund­un og fram­vindu í námi sem nán­ar er kveð­ið á í 3. kafla.
 2. Greitt er sam­kvæmt gjald­skrá sem fræðslu- og menn­ing­ar­svið set­ur í sam­vinnu við LM og skal stað­festa gjald­skrána í bæj­ar­ráði hverju sinni.
 3. Sér­hver nem­andi skal sækja um nám­svist í öðru sveit­ar­fé­lagi til sveit­ar­fé­lags­ins og fer Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar (LM) fyr­ir hönd fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs með um­boð Mos­fells­bæj­ar gagn­vart öðr­um sveit­ar­fé­lög­um vegna þess­ara greiðslna.
 4. Liggja skal fyr­ir sam­þykki þess sveit­ar­fé­lags eða þess tón­list­ar­skóla sem um ræð­ir þar sem til stend­ur að stunda tón­list­ar­nám. Ár­lega skal stað­fest sam­þykki liggja fyr­ir.
 5. Mos­fells­bær set­ur regl­ur um fram­vindu tón­list­ar­náms sem stunda á í tón­list­ar­skól­um í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um, há­marks­tíma sem nám­ið get­ur tek­ið og há­marks­nám sem er styrkt, sbr. 3. kafla hér fyr­ir neð­an.
 6. Mos­fells­bær get­ur hverju sinni tak­mark­að fjölda nem­enda sem greitt er með til tón­list­ar­skóla til sam­ræm­is við svig­rúm í fjár­hags­áætl­un hverju sinni.
 7. Ef nem­andi í tón­list­ar­skóla flyt­ur lög­heim­ili sitt í ann­að sveit­ar­fé­lag á skóla­ár­inu þá greið­ir Mos­fells­bær vegna hans fram að byrj­un næstu ann­ar frá dag­setn­ingu lög­heim­il­is­skipta.
 8. Mos­fells­bær greið­ir ekki með nem­end­um sem stunda tón­list­ar­nám á há­skóla­stigi.

3. kafli – Regl­ur um kröf­ur, ástund­un og fram­vindu

 1. Sækja þarf um styrk­veit­ingu til Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 15. apríl ár hvert.
 2. Í um­sókn nem­andans þarf að koma fram rök­stuðn­ing­ur fyr­ir því að við­kom­andi ósk­ar eft­ir að stunda nám ann­ars stað­ar en við tón­list­ar­deild Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar.
 3. Náms­ástund­un um­sækj­anda þarf að hafa ver­ið a.m.k. 80% að með­al­tali s.l. 3 skóla­ár við Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar – tón­list­ar­deild.
 4. Með­al­ein­kunn­ir s.l. 3ja skóla­ára þurfa að hafa ver­ið a.m.k 8,0 í að­al­náms­grein (hljóð­færi/ein­söng­ur) og 8,0 í tón­fræða­grein­um.
 5. Leggja skal fram af­rit af nám­s­vott­orði síð­asta skóla­árs, ásamt um­sögn kenn­ara í við­kom­andi að­al­náms­grein. Um­sögn kenn­ara er höfð til hlið­sjón­ar við mat á styrk­hæfi nem­andans.
 6. Um­sækj­andi þarf að hafa stað­ist inn­töku­skil­yrði í við­kom­andi tón­list­ar­skóla og geta fram­vís­að stað­fest­ingu þess efn­is frá skól­an­um.
 7. Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar skal setja hverj­um og ein­um nem­enda fram­vindu­kröf­ur. Í því sam­hengi skal eft­ir­far­andi haft til hlið­sjón­ar:
  1. Hve marg­ar ann­ir séu greidd­ar vegna náms í sér­hæfðu námi.
  2. Aldrei er þó heim­ilt að greiða fyr­ir fleiri en 7 ann­ir, enda skal gera ráð fyr­ir að grunn- og mið­námi hafi ver­ið lok­ið heima í hér­aði.
  3. Und­an­þága frá þessu krefst sér­stakr­ar um­fjöll­un­ar LM í sam­ráði við fræðslu- og menn­ing­ar­svið, svo leita megi fjár­heim­ilda til und­an­þágu ef rök mæla með henni.
  4. Ef LM veit­ir heim­ild til að stunda nám í tón­list­ar­skóla í öðru sveit­ar­fé­lagi á grund­velli hag­kvæmni fyr­ir LM eða vegna sér­stöðu tón­list­ar­náms, skal LM eft­ir sem áður setja fram­vindu­kröf­ur með það að leið­ar­ljósi að fram­vinda í námi sé sam­bæri­leg og al­menn­ur hluti að­al­náms­skrár tón­list­ar­skóla seg­ir til um.
  5. LM skal upp­lýsa við­kom­andi um fjölda náms­ára sem sveit­ar­fé­lag­ið skuld­bind­ur sig til að styrkja tón­list­ar­nám­ið. Hér er gert ráð fyr­ir að grunn­nám, mið­nám og fram­halds­nám taki 11 ár. Und­an­þága frá þessu krefst sér­stakr­ar um­fjöll­un­ar LM í sam­ráði við fræðslu- og menn­ing­ar­svið, svo leita megi fjár­heim­ilda til und­an­þágu ef rök mæla með henni.
  6. Í kröf­um um fram­vindu skal einnig get­ið um kröf­ur um náms­ástund­un og náms­ár­ang­ur frá ári til árs. LM skal fylgj­ast með þeirri fram­vindu og óska eft­ir vott­orði frá við­kom­andi tón­list­ar­skóla vegna þessa.
 8. Þeir nem­end­ur sem nú eru í námi í tón­list­ar­skól­um í öðr­um sveit­ar­fé­lög­um falla einnig und­ir regl­ur þess­ar og verð­ur þeim gef­inn kost­ur á að hefja nám við Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar-tón­list­ar­deild frá og með hausti 2006. Ef um sér­hæft nám er að ræða sem ekki er hægt að bjóða upp á í Lista­skól­an­um, munu nem­end­ur verða stykt­ir til náms í þeim skóla sem þeir hafa stund­að nám sitt í fram að þessu. LM skal hér einnig gera kröf­ur um náms­fram­vindu, sbr. 7. lið.