Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra.

I. kafli – Al­mennt um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra

1. gr. Laga­grund­völl­ur

Í regl­um þess­um er kveð­ið á um út­færslu á þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög­um er skylt að veita, sbr. VII. og VIII. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, nr. 40/1991, og 4. og 5. tl. 8. gr. sem og IV. kafla laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.

Í regl­um þess­um er fjallað um þjón­ustu sam­kvæmt fram­an­greind­um lög­um. Orð­ið stuðn­ing­ur er í regl­um þess­um notað yfir þá þjón­ustu sem fell­ur und­ir fram­an­greind ákvæði.

2. gr. Markmið

Stuðn­ing­ur­inn er til handa for­eldr­um eða for­sjár­að­il­um við upp­eldi barna eða til að styrkja þá í upp­eld­is­hlut­verki sínu svo þeir geti búið börn­um sín­um ör­ugg og þroska­væn­leg upp­eld­is­skil­yrði. Einn­ig er stuðn­ing­ur­inn til handa börn­um og fjöl­skyld­um þeirra sem þurfa að­stoð vegna fötl­un­ar, skerð­inga, lang­vinnra veik­inda og/eða fé­lags­legra að­stæðna.

Lögð skal áhersla á að styrkja fatl­aða for­eldra við að halda heim­ili og taka þátt í sam­fé­lag­inu. Leggja ber áherslu á sér­hæfða ráð­gjöf og fé­lags­leg­an stuðn­ing til að hvetja til fé­lags­legr­ar þátt­töku.

Þeg­ar börn­um er veitt­ur stuðn­ing­ur skal hafa það að leið­ar­ljósi sem er við­kom­andi barni fyr­ir bestu og stuðl­ar að fé­lags­legri að­lög­un þess og þroska.

Stuðn­ing­ur sam­kvæmt regl­um þess­um skal ætíð koma fram í stuðn­ings­áætlun eða ein­stak­lings­bund­inni þjón­ustu­áætlun, eft­ir því sem við á hverju sinni og vera í eðli­legu sam­hengi við aðra að­stoð.

3. gr. Stuðn­ing­ur

Stuðn­ing­ur fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur er til handa þeim sem þurfa að­stoð vegna fé­lags­legra að­stæðna, skertr­ar getu, álags, veik­inda eða fötl­un­ar. Stuðn­ing­ur sam­kvæmt regl­um þess­um er veitt­ur bæði inn­an heim­il­is og utan. Stuðn­ing­ur skal ávallt met­inn í sam­hengi við heild­armat allr­ar þeirr­ar þjón­ustu sem veitt er til barns og fjöl­skyldu þess.

Við veit­ingu stuðn­ings til fjöl­skyldna skal ætíð leita eft­ir sjón­ar­miði barns eft­ir því sem ald­ur þess og þroski leyf­ir.

Um um­fang stuðn­ings skv. lið­um a, b, og c í grein þess­ari vís­ast til 26. gr. laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, nr. 40/1991, þar sem fram kem­ur að að­stoð geti num­ið sam­an­lagt allt að 15 klukku­stund­um á viku. Há­marks­stuðn­ing­ur er aldrei veitt­ur nema þeg­ar um um­fangs­mikl­ar þjón­ustu­þarf­ir er að ræða að mati fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Um er að ræða eft­ir­far­andi stuðn­ing:

a) For­eldra­fræðsla og upp­eld­is­ráð­gjöf: Markmið með for­eldra­fræðslu og upp­eld­is­ráð­gjöf er að að­stoða og leið­beina for­eldr­um eða for­sjár­að­il­um við að tryggja þroska­væn­leg upp­eld­is­skil­yrði og að­bún­að barna. Stuðn­ing­ur get­ur ver­ið veitt­ur hvort sem er inn­an eða utan heim­il­is, s.s. við skipu­lag og ráð­gjöf. All­ur stuðn­ing­ur mið­ar að því að mæta mis­mun­andi þörf­um for­eldra og að því að vald­efla þá í hlut­verki sínu.

b) Ein­stak­lings­stuðn­ing­ur fyr­ir 6-17 ára: Markmið með ein­stak­lings­stuðn­ingi er að rjúfa fé­lags­lega ein­angr­un, efla lífs­leikni, sam­fé­lags­þátt­töku og efla börn til auk­inn­ar sjálfs­hjálp­ar. Ein­stak­lings­stuðn­ing má út­færa í formi hóp­astarfs þar sem tvö eða fleiri börn eru sam­an ef það hent­ar barn­inu bet­ur og þjón­ar þeim mark­mið­um sem unn­ið er að. Ein­stak­lings­stuðn­ing­ur get­ur num­ið að há­marki 20 klst. á mán­uði.

c) Stuðn­ings­fjöl­skylda fyr­ir 4-12 ára: Markmið með stuðn­ings­fjöl­skyldu er að styðja for­eldra eða for­sjár­að­ila í upp­eld­is­hlut­verki sínu og/eða styrkja stuðn­ingsnet barns eft­ir því sem við á og auka mögu­leika barns­ins á fé­lags­legri þátt­töku. Dvöl hjá stuðn­ings­fjöl­skyldu get­ur að há­marki ver­ið þrír sól­ar­hring­ar á mán­uði sem reikn­ast að há­marki sem 36 stund­ir á mán­uði og er veitt sam­kvæmt sér­stöku mati fjöl­skyldu­sviðs þeg­ar um um­fangs­mik­inn vanda er að ræða.

Um um­fang stuðn­ings skv. lið­um d, e, f og g í grein þess­ari vís­ast til IV. kafla laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018. Há­marks­stuðn­ing­ur er aldrei veitt­ur nema þeg­ar um um­fangs­mikl­ar þjón­ustu­þarf­ir er að ræða að mati fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

d) Ein­stak­lings­stuðn­ing­ur fyr­ir 6-17 ára: Markmið með ein­stak­lings­stuðn­ingi er að rjúfa fé­lags­lega ein­angr­un, efla lífs­leikni, sam­fé­lags­þátt­töku og efla börn til auk­inn­ar sjálfs­hjálp­ar. Ein­stak­lings­stuðn­ing má út­færa í formi hóp­astarfs þar sem tvö eða fleiri börn eru sam­an ef það hent­ar barn­inu bet­ur og þjón­ar þeim mark­mið­um sem unn­ið er að. Ein­stak­lings­stuðn­ing­ur get­ur að há­marki num­ið 20 klst. á mán­uði sem kem­ur þá til við­bót­ar þjón­ustu skv. b. lið þess­ar­ar grein­ar, sam­tals 40 klst. á mán­uði.

e) Stuðn­ings­fjöl­skylda fyr­ir 0-17 ára: Um stuðn­ings­fjöl­skyld­ur gilda regl­ur Mos­fells­bæj­ar um þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldna fyr­ir fötluð börn og fjöl­skyld­ur þeirra.

f) Skamm­tíma­dvöl fyr­ir fötluð börn og ung­menni: Um skamm­tíma­dval­ir gilda regl­ur Mos­fells­bæj­ar um skamm­tíma­dval­ir fyr­ir fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

g) Bein­greiðslu­samn­ing­ar/Not­enda­samn­ing­ar: Barna­fjöl­skyld­ur sem metn­ar hafa ver­ið í þörf fyr­ir stuðn­ings- og/eða stoð­þjón­ustu geta sótt um að þjón­ust­an sé út­færð skv. bein­greiðslu­samn­ingi/not­enda­samn­ingi. Um slíka samn­inga gilda regl­ur Mos­fells­bæj­ar um bein­greiðslu­samn­inga.

4. gr. Skil­yrði fyr­ir sam­þykkt

Eft­ir­far­andi skil­yrði skulu upp­fyllt til að um­sókn sé sam­þykkt:

 • Um­sækj­andi og barn sem um­sókn lýt­ur að skulu eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ með­an þjón­ust­an er veitt.
 • Um­sækj­andi skal hafa for­sjá barns sem um­sókn lýt­ur að.
 • Um­sækj­andi og barn hans skulu vera met­in í þörf fyr­ir stuðn­ing sam­kvæmt matsvið­mið­um 2. mgr. 6. gr. í regl­um þess­um og skal mat fram­kvæmt með barni.
 • Hafi kom­ið til könn­un­ar máls sam­kvæmt V. kafla barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002 skal henni vera lok­ið. Nið­ur­staða könn­un­ar að mati barna­vernd­ar sýni þörf fyr­ir fé­lags­leg­an stuðn­ing, en mál verði ekki unn­ið áfram á grund­velli barna­vernd­ar­laga.

lI. kafli – Um­sókn­ir og mat

5. gr. Um­sókn

Sótt er um í gegn­um þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.

6. gr. Mat á stuðn­ings­þörf

Mat á stuðn­ings­þörf er gert í sam­vinnu við um­sækj­anda og tek­ur mið af þörf­um fjöl­skyld­unn­ar. Mat á stuðn­ings­þörf get­ur far­ið fram á heim­ili um­sækj­anda eða á öðr­um vett­vangi um­sækj­anda sé þess kost­ur. Nið­ur­staða mats skal koma fram í áætlun máls. Við mat á stuðn­ings­þörf er horft til heildarað­stæðna fjöl­skyld­unn­ar og skipu­lags dag­legs lífs.

Við mat á þörf og for­gangs­röðun skal líta til eft­ir­far­andi at­riða:

 • Fé­lags­legra að­stæðna.
 • Sam­fé­lags­þátt­töku og virkni.
 • Fé­lags­legr­ar færni.
 • Styrk­leika.
 • At­hafna dag­legs lífs.
 • Heilsu.
 • Hegð­un­ar.
 • Ann­arra mik­il­vægra upp­lýs­inga.

Sé nið­ur­staða mats sú að að­stæð­ur barns og fjöl­skyldu séu með þeim hætti að ekki sé þörf á stuðn­ingi sam­kvæmt regl­um þess­um er um­sókn synjað.

7. gr. Stuðn­ings­áætlun

Áður en stuðn­ing­ur hefst skal gera stuðn­ings­áætlun eða ein­stak­lings­bundna þjón­ustu­áætlun eft­ir því sem við á. Þar skal m.a. koma fram gild­is­tími sam­þykkt­ar, hvers kon­ar stuðn­ing­ur verði veitt­ur, verk­efni og vinnu­til­hög­un. Stuðn­ing­ur­inn skal ætíð byggja á skýr­um mark­mið­um og koma skal fram hvern­ig ár­ang­ur verði met­inn.

Í þeim til­vik­um sem stuðn­ings­þörf er við­var­andi sam­kvæmt lög­um nr. 38/2018, skal 12 mán­uð­um áður en um­sækj­andi nær 18 ára aldri liggja fyr­ir áætlun um áfram­hald­andi stuðn­ing.

8. gr. For­gangs­röðun um­sókna

Ef fyr­ir­séð er að stuðn­ing­ur skv. d.-g. lið­um 3. gr. geti ekki haf­ist inn­an þriggja mán­aða skal um­sókn sett á bið­lista. Um­sækj­andi er upp­lýst­ur um áætl­aða lengd á bið­tíma og hvaða stuðn­ing­ur standi hon­um til boða á bið­tím­an­um, sbr. ákvæði reglu­gerð­ar um bið­lista, for­gangs­röðun og úr­ræði á bið­tíma eft­ir þjón­ustu, nr. 1035/2018, ef við á.

III. kafli – Fram­kvæmd

9. gr.Tími stuðn­ings

Þjón­usta sam­kvæmt regl­um þess­um er ekki veitt að næt­ur­lagi. Þó er þjón­usta stuðn­ings­fjöl­skyldu, skv. c. og e. lið 3. gr. og skamm­tíma­dvöl skv. f. lið 3. gr. al­mennt veitt all­an sól­ar­hring­inn.

10. gr. Gild­is­tími og end­ur­mat

Þeg­ar stuðn­ing­ur hefst skal gerð stuðn­ings­áætlun og stuðn­ing­ur sam­þykkt­ur til ákveð­ins tíma, í fyrsta skipti til þriggja mán­aða en að þeim tíma liðn­um skal end­ur­meta fyr­ir­komu­lag­ið með til­liti til fram­leng­ing­ar. Eigi sjaldn­ar en á sex mán­aða fresti skal ár­ang­ur met­inn, gerð­ar við­eig­andi breyt­ing­ar eða stuðn­ingi lok­ið. Þeg­ar breyt­ing­ar verða á að­stæð­um og hög­um fjöl­skyldu skal end­ur­meta stuðn­ings­þörf.

Í þeim til­vik­um sem stuðn­ings­þörf er við­var­andi sam­kvæmt lög­um um þjón­ustu við fatlað fólk, er heim­ilt að sam­þykkja þjón­ustu til tveggja ára.

IV. kafli – Máls­með­ferð

Um máls­með­ferð gilda ákvæði stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993, ákvæði XVI. og XVII. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og ákvæði VII. kafla laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.

11. gr. Könn­un á að­stæð­um

Kanna skal að­stæð­ur um­sækj­anda svo fljótt sem unnt er eft­ir að um­sókn berst. Mos­fells­bær skal taka ákvörð­un í máli án óhóf­legra tafa og tryggja að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörð­un er tekin. Þeg­ar fyr­ir­sjá­an­legt er að af­greiðsla máls muni tefjast ber að skýra að­ila máls frá því. Skal þá upp­lýsa um ástæð­ur taf­anna og hvenær ákvörð­un­ar sé að vænta.

12. gr. Sam­vinna við um­sækj­anda

Við með­ferð um­sókn­ar, öfl­un gagna og ákvarð­ana­töku skal leit­ast við að hafa sam­vinnu og sam­ráð við um­sækj­anda eft­ir því sem unnt er en að öðr­um kosti við lögráða­mann eða per­sónu­leg­an tals­mann hans eft­ir því sem við á. Leita skal eft­ir af­stöðu barns eða eft­ir at­vik­um hafa sam­ráð við það, eft­ir því sem ald­ur og þroski þess leyf­ir, þó skal starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs ávallt hitta barn­ið áður en ákvörð­un um þjón­ustu er tekin.

13. gr. End­ur­skoð­un

Rétt til stuðn­ings sam­kvæmt regl­um þess­um má end­ur­skoða hvenær sem er. Meta skal hvort um­sækj­andi full­nægi skil­yrð­um reglna þess­ara og hvort breyt­ing­ar sem orð­ið hafa á að­stæð­um um­sækj­anda og/eða ann­arra heim­il­is­manna hafi áhrif á rétt hans.

14. gr. Rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar

Ef sann­reynt er við með­ferð máls að upp­lýs­ing­ar sem um­sækj­andi hef­ur veitt eru rang­ar eða vill­andi, stöðvast af­greiðsla um­sókn­ar­inn­ar á með­an um­sækj­anda er gef­ið tæki­færi til að leið­rétta eða bæta úr ann­mörk­um.

Ef um­sókn um stuðn­ing sam­kvæmt regl­um þess­um er lögð fram á grund­velli rangra eða vill­andi upp­lýs­inga af hálfu um­sækj­anda veld­ur það ógildi um­sókn­ar eða get­ur leitt til aft­ur­köll­un­ar ákvörð­un­ar.

15. gr. Varð­veisla gagna, trún­að­ur og að­gang­ur að gögn­um

Máls­gögn er varða per­sónu­lega hagi ein­stak­linga skulu varð­veitt með tryggi­leg­um hætti. Hafi starfs­menn kynnst einka­hög­um um­sækj­anda eða ann­arra í starfi sínu er leynt eiga að fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls er þeim óheim­ilt að fjalla um þau mál við óvið­kom­andi nema að fengnu sam­þykki við­kom­andi.

Um­sækj­andi á rétt á að kynna sér upp­lýs­ing­ar úr skráð­um gögn­um sem varða mál hans að svo miklu leyti sem það stang­ast ekki á við trún­að gagn­vart öðr­um.

Vinnsla mála og varð­veisla gagna bygg­ist á lög­um um op­in­ber skjala­söfn nr. 77/2014 og lög­um um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga nr. 90/2018.

16. gr. Leið­bein­ing­ar til um­sækj­anda

Við af­greiðslu um­sókn­ar skal starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar bjóða um­sækj­anda ráð­gjöf ef þörf er á og veita upp­lýs­ing­ar um rétt­indi sem hann kann að eiga ann­ars stað­ar. Þá skal starfs­mað­ur einn­ig upp­lýsa um­sækj­anda um þær skyld­ur sem kunna að hvíla á hon­um vegna fram­kvæmd­ar sam­kvæmt regl­um þess­um.

Sér­stak­lega skal gætt að frum­kvæð­is­skyldu hvað varð­ar af­greiðslu um­sókna um stuðn­ings­þjón­ustu fyr­ir fatlað fólk, sbr. 32. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.

17. gr. Heim­ild­ir til ákvarð­ana

Fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar tek­ur ákvarð­an­ir sam­kvæmt regl­um þess­um í um­boði fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

18. gr. Nið­ur­staða og rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar

Kynna skal nið­ur­stöðu um­sókn­ar með skrif­leg­um hætti svo fljótt sem unnt er. Sé um­sókn hafn­að skal um­sækj­andi fá skrif­legt, rök­stutt svar þar sem vísað er með skýr­um hætti til við­eig­andi ákvæða reglna þess­ara. Upp­lýsa skal um­sækj­anda um rétt hans til að fara fram á end­ur­skoð­un synj­un­ar­inn­ar. Um­sækj­andi get­ur skot­ið ákvörð­un fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar inn­an fjög­urra vikna frá því hon­um barst vitn­eskja um ákvörð­un.

19. gr. Málskot til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála

Ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar skal kynnt um­sækj­anda bréf­lega og um leið skal hon­um kynnt­ur rétt­ur hans til að kæra ákvörð­un­ina til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála, sé um synj­un að ræða. Synj­un fjöl­skyldu­nefnd­ar er hægt að áfrýja inn­an þriggja mán­aða frá því að um­sækj­anda var kunn­gert um ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar.

20. gr. Gild­istaka

Sam­þykkt á 307. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar þann 18. maí 2021. Stað­fest á 784. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 2. júní 2021. Regl­ur þess­ar öðl­ast gildi við birt­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um og jafn­framt falla úr gildi regl­ur Mos­fells­bæj­ar um lið­veislu frá 1. nóv­em­ber 2017 sem birt­ar voru á vef Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00