Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldna fyr­ir fötluð börn og fjöl­skyld­ur þeirra.

1. kafli – Al­menn at­riði

1. Rétt­ur til þjón­ustu

Fjöl­skyld­ur fatl­aðra barna skulu eiga kost á stuðn­ings­fjöl­skyldu og skal fjöl­skyldu­svið beita sér fyr­ir því að þær sé að finna eft­ir því sem þörfin seg­ir til um. Heim­ilt er að veita þeim stuðn­ings­fjöl­skyldu sem eru fatl­að­ir, sbr. 2. gr. laga nr. 59/1992, um mál­efni fatl­aðs fólks og búa utan stofn­ana eða sér­tækr­ar bú­setu.

Liggja skal fyr­ir grein­ing frá Grein­ing­ar- og ráð­gjaf­ar­stöð rík­is­ins, geð­lækn­um eða öðr­um sér­fræð­ing­um eft­ir því sem við á.

Stuðn­ings­fjöl­skylda er veitt þeim börn­um sem flokkast í umönn­un­ar­flokka 1, 2 og 3 eins og þeir eru skil­greind­ir í 5. gr. reglu­gerð­ar nr. 504/1997 um fjár­hags­lega að­stoð við fram­fær­end­ur fatl­aðra og lang­veikra barna.

Heim­ilt er, eft­ir sér­stöku mati, að veita fjöl­skyld­um fatl­aðs fólks, 18 ára og eldra, kost á þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldu.

2. Hlut­verk og ábyrgð

Hlut­verk stuðn­ings­fjöl­skyldu er að taka fatlað barn í um­sjá sína í skamm­an tíma í þeim til­gangi að létta álagi af fjöl­skyldu þess og auka kosti barns­ins á fé­lags­legri þátt­töku. Slíkri um­sjá fylg­ir ekki krafa um sér­staka þjálf­un eða hæf­ingu um­fram þá dag­legu þjálf­un sem felst í al­menn­um kröf­um sem lúta að upp­eldi barns­ins.

Stuðn­ings­fjöl­skylda ber ábyrgð á vel­ferð barns með­an á dvöl hjá henni stend­ur og skal hlúa að því í hví­vetna. Það á jafnt við í til­finn­inga­legu, heilsu­fars­legu sem fé­lags­legu til­liti.

3. Um­fang þjón­ustu

Dvöl hjá stuðn­ings­fjöl­skyldu mið­ast alla jafna við sól­ar­hrings­þjón­ustu. Dval­ar­tími fer eft­ir að­stæð­um og er samn­ings­at­riði í hverju til­viki inn­an eft­ir­far­andi ramma: Sam­felld dvöl fari að jafn­aði ekki yfir þrjá sól­ar­hringa á mán­uði sam­an­lagt, en get­ur þó, sam­kvæmt sér­stöku mati, num­ið allt að fimm sól­ar­hring­um á mán­uði. Semja má um aðra til­hög­un en sól­ar­hrings­þjón­ustu til að koma til móts við þörf á dags­dvöl.

Ekki er heim­ilt að fela stuðn­ings­fjöl­skyldu um­sjón nema tveggja fatl­aðra barna, sem dvelja í senn, nema um systkini sé að ræða

4. Stjórn og fram­kvæmd þjón­ustu

Fjöl­skyldu­svið í um­boði fjöl­skyldu­nefnd­ar fer með stjórn á þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldna sam­kvæmt regl­um Mos­fells­bæj­ar. Áður en barn fer til dval­ar skal liggja fyr­ir sam­þykki trún­að­ar­mála­fund­ar. Sama gild­ir um leyfi til að gegna hlut­verki stuðn­ings­fjöl­skyldu.

Starfs­menn fjöl­skyldu­sviðs ann­ast fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar und­ir stjórn fram­kvæmda­stjóra sviðs­ins.

Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs met­ur þörf barns fyr­ir stuðn­ings­fjöl­skyldu á grund­velli um­sókn­ar og í sam­ráði við for­eldra. Við mat­ið er horft til ald­urs barns, eðl­is og um­fangs fötl­un­ar og umönn­un­ar­þarf­ar, sem og fé­lags­legra að­stæðna fjöl­skyld­unn­ar. Tek­ið er til­lit til óska henn­ar við val á stuðn­ings­fjöl­skyldu eft­ir því sem kost­ur er.

Dvölin skal bund­in í þrí­hliða samn­ingi milli fjöl­skyldu barns­ins, stuðn­ings­fjöl­skyldu og fjöl­skyldu­sviðs og skal samn­ing­ur­inn vera tíma­bund­inn. Fyrsti samn­ing­ur skal að jafn­aði vera fram að næstu ára­mót­um. Þá skal um­sókn met­in að nýju og samn­ing­ur fram­lengd­ur ef ástæða þyk­ir til. Um­sókn­ir um stuðn­ings­fjöl­skyld­ur eru al­mennt sam­þykkt­ar til árs í senn. Heim­ilt er þó að sam­þykkja stuðn­ings­fjöl­skyld­ur til lengri tíma, allt að þriggja ára sé ljóst að ekki sé að vænta breyt­inga á þörf um­sækj­anda fyr­ir þjón­ustu.

Fjöl­skyldu­svið skal sjá til þess að stuðn­ings­fjöl­skyld­ur und­ir­riti þagn­ar­heit varð­andi upp­lýs­ing­ar um einka­hagi barns­ins og fjöl­skyldu þess. Þagn­ar­skyld­an helst eft­ir að störf­um er lok­ið.

5. Skyld­ur for­ráða­manna barns

Ákvörð­un um dvöl barns hjá stuðn­ings­fjöl­skyldu er á ábyrgð for­ráða­manna þess. Þeir skulu upp­lýsa stuðn­ings­fjöl­skyld­una um það sem er mik­il­vægt vel­ferð barns­ins, þ. á m. ef það er hald­ið ákveðn­um sjúk­dómi.

Að­lög­un að vist hjá stuðn­ings­fjöl­skyldu skal mið­uð við þarf­ir barns­ins. Æski­legt er að for­ráða­mað­ur dvelji hjá barni sínu í upp­hafi vist­un­ar eft­ir nán­ara sam­komu­lagi við stuðn­ings­fjöl­skyldu.

6. Eft­ir­lit og ábyrgð fjöl­skyldu­sviðs

Fjöl­skyldu­sviði er skylt að fylgjast vand­lega með hög­um og að­bún­aði barns­ins og því að dvölin þjóni mark­miði sínu.

Fjöl­skyldu­sviði er skylt að fylgjast með því að leyf­is­hafi upp­fylli hverju sinni al­menn skil­yrði fyr­ir leyf­is­veit­ingu.

Fjöl­skyldu­svið skal grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana, svo sem að rifta samn­ingi um vist­un, ef umönn­un og að­bún­að­ur barns á heim­ili er óvið­un­andi eða að­stæð­ur á heim­il­inu hafa breyst þann­ig að ekki sé sýnt að að­bún­að­ur og ör­yggi barns­ins sé tryggt.

2. kafli – Um­sókn­ir

7. Um­sókn um stuðn­ings­fjöl­skyldu

Um­sókn um stuðn­ings­fjöl­skyldu skal vera skrif­leg eða ra­fræn og má nálg­ast eyðu­blað á vef Mos­fells­bæj­ar. Í um­sókn skulu koma fram upp­lýs­ing­ar um barn­ið, eðli og flokk fötl­un­ar og grein­ing­ar­að­ila. Þá skal greina frá að­stæð­um fjöl­skyld­unn­ar að öðru leyti. Einn­ig skal leggja fram vott­orð sér­fræð­ings um þörf um­sækj­anda fyr­ir þjón­ust­una og eðli og um­fang fötl­un­ar.

Í sér­stök­um til­fell­um og við end­ur­nýj­un um­sókn­ar get­ur starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs aflað þess­ara gagna skrif­lega eða með sím­tali við sér­fræð­ing, með sam­þykki for­sjár­að­ila.

8. Um­sókn um veit­ingu leyf­is fyr­ir stuðn­ings­fjöl­skyld­ur

Þeir sem óska eft­ir að taka að sér hlut­verk stuðn­ings­fjöl­skyldu í Mos­fells­bæ skulu sækja um leyfi fjöl­skyldu­nefnd­ar/fjöl­skyldu­sviðs í heim­il­isum­dæmi sínu. Um­sókn skal fylgja:

  1. Sam­þykki allra heim­il­is­manna eldri en 18 ára fyr­ir því að fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar afli upp­lýs­inga úr saka­skrá þar sem fram komi hvort við­kom­andi hafi hlot­ið refsidóm vegna brota á ákvæð­um XXII. kafla al­mennra hegn­ing­ar­laga
  2. Upp­lýs­ing­ar um mennt­un um­sækj­anda og reynslu af starfi með börn­um
  3. Upp­lýs­ing­ar um önn­ur leyfi ell­egar verk­efni fyr­ir fötluð börn eða barna­vernd­ar­nefnd­ir.

Um­sækj­andi skal ekki vera yngri en 23 ára. Þeg­ar um er að ræða þjón­ustu stuðn­ings­for­eldra inn á heim­ili fatl­aðra barna má gera und­an­tekn­ingu frá þeirri reglu, á ábyrgð for­eldra/for­ráða­manna barns­ins. Ekki er skil­yrði að um­sækj­andi sé í sam­búð eða hjóna­bandi. Um­sókn hjóna og sam­býl­is­fólks skal vera sam­eig­in­leg.

Fjöl­skyldu­sviði Mos­fells­bæj­ar er heim­ilt að leita upp­lýs­inga um um­sækj­anda og að­bún­að á heim­ili hans frá öðr­um að­il­um, svo sem vinnu­veit­end­um, fé­lags­þjón­ustu ann­arra sveit­ar­fé­laga, heil­brigð­is­full­trúa og eld­varn­ar­eft­ir­liti, enda sé um­sækj­anda gert kunn­ugt um það.

Áður en fjöl­skyldu­svið af­greið­ir um­sókn skal starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs fara á heim­ili um­sækj­anda og skrifa grein­ar­gerð að lok­inni gagna­öflun. Um­sækj­anda skal kynnt grein­ar­gerð­in og gef­inn kost­ur á að koma að at­huga­semd­um. Að því loknu skal trún­að­ar­mála­fund­ur sviðs­ins af­greiða um­sókn­ina með bók­un.

Heim­ilt er að gera und­an­tekn­ingu á út­tekt á heim­ili stuðn­ings­fjöl­skyldu þeg­ar um er að ræða börn sem ekki fara til sóla­hrings­dval­ar eða þeg­ar þjón­ust­an er veitt inn á heim­ili barns­ins.

Stuðn­ings­fjöl­skylda skal til­kynna taf­ar­laust um breyt­ing­ar á at­rið­um sem lögð hafa ver­ið til grund­vall­ar við veit­ingu leyf­is.

3. kafli – Kostn­að­ur og þókn­un

9. Kostn­að­ur við þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldna

Ekki er inn­heimt gjald fyr­ir þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldna. For­ráða­menn barns greiða þó út­lagð­an kostn­að vegna þátt­töku þess í fé­lags­lífi með stuðn­ings­fjöl­skyld­unni.

Greiðsl­ur til stuðn­ings­fjöl­skyldna skerða ekki að­r­ar greiðsl­ur eða þjón­ustu sem fatlað barn eða að­stand­end­ur þess kunna að njóta.

Kostn­að­ur við akst­ur með barn til og frá stuðn­ings­fjöl­skyldu greið­ist af for­ráða­mönn­um þess.

10. Þókn­un til stuðn­ings­fjöl­skyldna

Mos­fells­bær greið­ir stuðn­ings­fjöl­skyldu þókn­un fyr­ir hvern sól­ar­hring sem barn dvel­ur hjá fjöl­skyld­unni. Greiðsl­ur eru stig­skipt­ar eft­ir um­fangi fötl­un­ar og umönn­un­ar­þörf og styðj­ast við umönn­un­ar­mat frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins og þá flokk­un sem fram kem­ur í reglu­gerð þar að lút­andi.1 Fjár­hæð greiðslna er til­greind í gjaldskrá vegna þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldna við fötluð börn.2

Greiðsl­ur til stuðn­ings­fjöl­skyldna eru skatta­skyld­ar verk­taka­greiðsl­ur en draga má frá kostn­að sam­kvæmt regl­um Rík­is­skatt­stjóra sem fjöl­skyldu­svið vís­ar á.

Stuðn­ings­fjöl­skyld­um er óheim­ilt að taka við greiðsl­um eða gjöf­um frá þeim sem njóta þjón­ust­unn­ar.

11. Til­hög­un greiðslna

Þeg­ar þjón­usta stuðn­ings­fjöl­skyldu hef­ur ver­ið heim­iluð send­ir starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs til­kynn­ingu um fjár­hæð greiðslna til fjár­mála­deild­ar sem sér til þess að stuðn­ings­fjöl­skyld­an fái greitt eft­ir hvern mán­uð sem þjón­ust­an hef­ur ver­ið lát­in í té. For­ráða­mönn­um barns­ins og stuðn­ings­fjöl­skyld­unni ber að til­kynna fjöl­skyldu­sviði taf­ar­laust ef breyt­ing­ar verða á þjón­ust­unni sem geta haft áhrif á greiðsl­ur.

Sveit­ar­fé­lag­inu er heim­ilt að fara fram á end­ur­greiðslu launa til stuðn­ings­fjöl­skyldu ef greitt hef­ur ver­ið fyr­ir þjón­ustu sem ekki hef­ur ver­ið veitt sam­kvæmt samn­ingi þess­um.

4. kafli – Máls­með­ferð og málskot

Máls­með­ferð sam­kvæmt regl­um þess­um fer að ákvæð­um máls­með­ferð­ar­reglna stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993.

Um­sækj­andi um stuðn­ings­fjöl­skyldu get­ur kraf­ist rök­studdra, skrif­legra svara um for­send­ur ef um­sókn er synjað. Sama gild­ir um synj­un leyf­is til að gegna hlut­verki stuðn­ings­fjöl­skyldu. Ákvörð­un­um trún­að­ar­mála­fund­ar fjöl­skyldu­sviðs um slík­ar synj­an­ir má áfrýja til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar. Skal það gert skrif­lega inn­an fjög­urra vikna.

Ákvörð­un­um fjöl­skyldu­nefnd­ar í þess­um efn­um er unnt að skjóta til úr­skurðanefnd­ar vel­ferða­mála.3

Um­sækj­andi á rétt á að kynna sér upp­lýs­ing­ar úr skráð­um gögn­um svo fremi að það stang­ist ekki á við trún­að gagn­vart öðr­um ein­stak­ling­um.

Regl­ur þess­ar eru sett­ar með hlið­sjón af lög­um um mál­efni fatl­aðs fólks nr. 59/1992, með síð­ari breyt­ing­um, og leið­bein­andi regl­um vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins fyr­ir sveit­ar­fé­lög um þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldna, dags. 3. fe­brú­ar 2016.

Sam­þykkt á 262. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar 21. nóv­em­ber 2017.

Sam­þykkt á 706. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 29. nóv­em­ber 2017.

1Reglu­gerð nr. 504/1997, með síð­ari breyt­ing­um, um fjár­hags­lega að­stoð við fram­fær­end­ur fatl­aðra og lang­veikra barna.

2Gjaldskrá sam­þykkt af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar.

3Sbr. 5. gr. a í lög­um nr. 59/1992 um mál­efni fatl­aðs fólks, með síð­ari breyt­ing­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00