Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ings­fjöl­skyld­ur fyr­ir fötluð börn.

I. kafli Al­menn at­riði

1. gr. Laga­grund­völl­ur

Í regl­um þess­um er kveð­ið á um út­færslu á þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög­um er skylt að veita sbr. 15. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.

2. gr. Markmið og ábyrgð

Fjöl­skyld­ur fatl­aðra barna skulu eiga kost á stuðn­ings­fjöl­skyldu eft­ir því sem þörf kref­ur. Verk­efni stuðn­ings­fjöl­skyldu er að taka fatlað barn í um­sjá sína í skamm­an tíma í þeim til­gangi að létta álagi af fjöl­skyldu þess og auka mögu­leika barns­ins á fé­lags­legri þátt­töku.

Hlut­verk stuðn­ings­fjöl­skyldu er að taka fatlað barn í um­sjá sína í skamm­an tíma í þeim til­gangi að létta álagi af fjöl­skyldu þess og auka kosti barns­ins á fé­lags­legri þátt­töku. Slíkri um­sjá fylg­ir ekki krafa um sér­staka þjálf­un eða hæf­ingu um­fram þá dag­legu þjálf­un sem felst í al­menn­um kröf­um sem lúta að upp­eldi barns­ins.

Stuðn­ings­fjöl­skylda ber ábyrgð á vel­ferð barns með­an á dvöl hjá henni stend­ur og skal hlúa að því í hví­vetna. Það á jafnt við í til­finn­inga­legu, heilsu­fars­legu sem og fé­lags­legu til­liti.

3. gr. Rétt­ur til þjón­ustu

Eft­ir­far­andi skil­yrði þarf að upp­fylla til að barn eigi rétt á þjón­ustu sam­kvæmt regl­um þess­um:

a. Barn­ið og for­sjár­að­il­ar þess skulu eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.

b. Barn­ið og for­sjár­að­il­ar þess skulu met­in í þörf fyr­ir þjón­ustu sam­kvæmt regl­um þess­um.

c. Barn­ið skal falla und­ir skil­grein­ingu 1. tl. 2. gr. laga nr. 38/2018 um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

Heim­ilt er, eft­ir sér­stöku mati, að veita fötl­uð­um ein­stak­ling­um kost á áfram­hald­andi þjón­ustu stuðn­ings­fjöl­skyldu eft­ir að 18 ára aldri er náð, með­an leitað er að ann­arri við­eig­andi þjón­ustu.

4. gr. Um­fang þjón­ustu

Um sól­ar­hrings­þjón­ustu er að ræða. Þörf barns fyr­ir stuðn­ings­fjöl­skyldu er alltaf met­in með for­eldr­um þess í sam­ráði við ráð­gjafa. Al­menn sam­þykkt er 2-3 sól­ar­hring­ar í mán­uði. Í sér­stök­um und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um er heim­ilt að veita þjón­ust­una að há­marki í 15 sól­ar­hringa á mán­uði, sé þörfin met­in um­fangs­mik­il.

Semja má um aðra til­hög­un en sól­ar­hrings­þjón­ustu til að koma til móts við þörf á dags­dvöl.

Ekki er heim­ilt að fela stuðn­ings­fjöl­skyldu um­sjón fleiri en tveggja fatl­aðra barna, sem dvelja í senn, nema um systkini sé að ræða.

II. kafli Um­sókn­ir og mat

5. gr. Um­sókn um stuðn­ings­fjöl­skyldu

Um­sókn um stuðn­ings­fjöl­skyldu má nálg­ast ra­f­rænt á mín­um síð­um Mos­fells­bæj­ar. Í um­sókn skulu koma fram upp­lýs­ing­ar um barn­ið, fötlun þess og ástæðu um­sókn­ar. Einn­ig skal leggja fram við­eig­andi fylgiskjöl, svo sem grein­ing­ar­gögn og gilt umönn­un­ar­mat, liggi þau ekki þeg­ar fyr­ir hjá vel­ferð­ar­sviði.

6. gr. Mat á stuðn­ings­þörf og af­greiðsla um­sókn­ar

Mat á stuðn­ings­þörf er fram­kvæmt í sam­starfi for­ráða­manna og ráð­gjafa. Við mat­ið er horft til ald­urs barns, eðl­is og um­fangs fötl­un­ar og umönn­un­ar­þarf­ar, fé­lags­legra að­stæðna sem og heildarað­stæðna fjöl­skyld­unn­ar. Tek­ið er til­lit til óska fjöl­skyld­unn­ar við val á stuðn­ings­fjöl­skyldu eft­ir því sem kost­ur er.

Sé nið­ur­staða mats með þeim hætti að ekki sé þörf fyr­ir stuðn­ing sam­kvæmt regl­um þess­um, eða öll­um skil­yrð­um í 3. gr. er ekki full­nægt, skal um­sókn synjað.

Sé ekki unnt að hefja þjón­ustu strax eða inn­an þriggja mán­aða frá sam­þykkt um­sókn­ar skal um­sókn sett á bið­lista. Um­sækj­andi skal upp­lýst­ur um áætl­að­an bið­tíma og hvaða þjón­usta geti stað­ið hon­um til boða á bið­tíma sbr. Reglu­gerð nr. 1035/2018 um bið­lista, for­gangs­röðun og úr­ræði á bið­tíma eft­ir þjón­ustu.

III. kafli Fram­kvæmd

7. gr. Samn­ing­ur um þjón­ustu

Dvöl barns­ins skal bund­in í þrí­hliða samn­ingi milli for­ráða­manna, stuðn­ings­fjöl­skyldu og vel­ferð­ar­sviðs og skal samn­ing­ur­inn vera tíma­bund­inn til sam­ræm­is við sam­þykkt um­sókn­ar. Í samn­ingi skulu koma fram upp­lýs­ing­ar um samn­ings­að­ila, fjölda sól­ar­hringa í mán­uði og ábyrgð allra samn­ings­að­ila auk ákvæð­is um þagn­ar­heit. Í samn­ingi skulu einn­ig vera gagn­kvæm upp­sagn­ar­á­kvæði en samn­ingi má rifta ef for­send­ur ákvörð­un­ar eða rekstr­ar­leyf­is stuðn­ings­fjöl­skyldu bresta.

Stuðn­ings­fjöl­skylda skal hafa gilt rekstr­ar­leyfi frá Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferð­ar­mála sbr. 10. gr.

Um­sókn­ir um stuðn­ings­fjöl­skyld­ur eru al­mennt sam­þykkt­ar til árs í senn. Heim­ilt er þó að sam­þykkja stuðn­ings­fjöl­skyld­ur til allt að þriggja ára sé ljóst að ekki sé að vænta breyt­inga á þörf um­sækj­anda fyr­ir þjón­ustu.

8. gr. Skyld­ur for­ráða­manna barns

Ákvörð­un um dvöl barns hjá stuðn­ings­fjöl­skyldu er á ábyrgð for­ráða­manna þess. Þeir skulu upp­lýsa stuðn­ings­fjöl­skyldu um það sem er mik­il­vægt vel­ferð barns­ins, þ.á.m. sjúk­dóma, of­næmi, óþol og slíkt.

Að­lög­un að vist hjá stuðn­ings­fjöl­skyldu skal mið­uð við þarf­ir barns­ins.

For­ráða­menn bera ábyrgð á að koma barni til og frá stuðn­ings­fjöl­skyldu.

9. gr. Eft­ir­lit og ábyrgð vel­ferð­ar­sviðs

Vel­ferð­ar­sviði er skylt að fylgjast með því að dvölin þjóni mark­miði sínu og vel­ferð barns­ins sé höfð að leið­ar­ljósi.

Vel­ferð­ar­svið skal grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana, svo sem að rifta samn­ingi um vist­un, ef umönn­un og að­bún­að­ur barns á heim­ili stuðn­ings­fjöl­skyldu er óvið­un­andi eða að­stæð­ur á heim­il­inu hafa breyst þann­ig að ekki sé sýnt að að­bún­að­ur og ör­yggi barns­ins sé tryggt.

10. gr. Um­sókn um veit­ingu leyf­is fyr­ir stuðn­ings­fjöl­skyld­ur

Um­sækj­andi um leyfi til að gerast stuðn­ings­fjöl­skylda skal ekki vera yngri en 23 ára. Þeg­ar um er að ræða þjón­ustu stuðn­ings­for­eldra inn á heim­ili barns­ins má gera und­an­tekn­ingu frá þeirri reglu, á ábyrgð for­ráða­manna. Ekki er skil­yrði að um­sækj­andi sé í sam­búð eða hjóna­bandi. Um­sókn hjóna og sam­býl­is­fólks skal vera sam­eig­in­leg.

Um­sókn­ir um leyfi til að gerast stuðn­ings­fjöl­skylda skulu berast Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferð­ar­mála (GEV) ásamt nauð­syn­leg­um fylgigögn­um. GEV send­ir vel­ferð­ar­sviði beiðni um um­sögn og út­tekt og tek­ur ákvörð­un á grund­velli allra gagna sem fyr­ir liggja.

IV. kafli Kostn­að­ur og greiðsl­ur

11. gr. Kostn­að­ur for­ráða­manna

For­ráða­menn barns greiða út­lagð­an kostn­að vegna þátt­töku þess í fé­lags­lífi með stuðn­ings­fjöl­skyld­unni sem og kostn­að við akst­ur barns­ins til og frá stuðn­ings­fjöl­skyldu.

12. gr. Greiðsl­ur til stuðn­ings­fjöl­skyldna

Greiðsl­ur til stuðn­ings­fjöl­skyldna eru alla jafna verk­taka­greiðsl­ur og eru skil­greind­ar í gild­andi gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ings­fjöl­skyld­ur.

Mos­fells­bæ er heim­ilt að fara fram á end­ur­greiðslu greiðslna til stuðn­ings­fjöl­skyldu ef greitt hef­ur ver­ið fyr­ir þjón­ustu sem ekki hef­ur ver­ið veitt sam­kvæmt samn­ingi þess­um.

V. kafli Máls­með­ferð

Um máls­með­ferð gilda ákvæði stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993 og ákvæði XVI. og XVII. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991.

13. gr. Könn­un á að­stæð­um

Kanna skal að­stæð­ur um­sækj­anda svo fljótt sem unnt er eft­ir að um­sókn hans um stuðn­ings­þjón­ustu hef­ur borist. Sama á við ef sveit­ar­fé­lagi berast upp­lýs­ing­ar um nauð­syn á að­stoð með öðr­um hætti. Sveit­ar­fé­lag skal taka ákvörð­un í máli svo fljótt sem unnt er og tryggja að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörð­un er tekin.

14. gr. Sam­vinna við um­sækj­anda

Við með­ferð um­sókn­ar, öfl­un gagna og ákvarð­ana­töku skal leit­ast við að hafa sam­vinnu og sam­ráð við um­sækj­anda eft­ir því sem unnt er en að öðr­um kosti við að­stand­end­ur hans eft­ir því sem við á.

15. gr. End­ur­skoð­un

Rétt til stuðn­ings­þjón­ustu má end­ur­skoða hvenær sem er. Meta skal hvort um­sækj­andi stuðn­ings­þjón­ustu full­nægi skil­yrð­um reglna þess­ara og hvort breyt­ing­ar sem orð­ið hafa á að­stæð­um um­sækj­anda og/eða ann­arra heim­il­is­manna hafi áhrif á rétt hans og um­fang þjón­ustu.

16. gr. Rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar

Ef sann­reynt er við með­ferð máls að upp­lýs­ing­ar sem um­sækj­andi hef­ur veitt eru rang­ar eða vill­andi, stöðvast af­greiðsla um­sókn­ar­inn­ar á með­an um­sækj­anda er gef­ið tæki­færi á að leið­rétta eða bæta úr ann­mörk­um. Ef um­sókn um stuðn­ings­þjón­ustu hef­ur ver­ið sam­þykkt og í ljós kem­ur síð­ar að hún var byggð á röng­um eða vill­andi upp­lýs­ing­um af hálfu um­sækj­anda get­ur það leitt til aft­ur­köll­un­ar ákvörð­un­ar.

17. gr. Varð­veisla gagna, trún­að­ur og að­gang­ur að gögn­um

Máls­gögn er varða per­sónu­lega hagi ein­stak­linga skulu varð­veitt á ör­ugg­an hátt í sam­ræmi við lög um op­in­ber skjala­söfn, nr. 77/2014, skjala­vist­un­ar­áætlan­ir og regl­ur sveit­ar­fé­lags.

Starfs­menn eru bundn­ir þagn­ar­skyldu um mál­efni er leynt eiga að fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls. Starfs­mönn­um er óheim­ilt að rjúfa trún­að nema að fengnu sam­þykki við­kom­andi. Þagn­ar­skyld­an helst þótt lát­ið sé af starfi.

Um­sækj­andi get­ur óskað eft­ir að­gangi að fyr­ir­liggj­andi gögn­um er varða hann sjálf­an. Við mat á því hvaða gögn­um verð­ur miðlað skal með­al ann­ars lit­ið til ákvæða per­sónu­vernd­ar­laga, upp­lýs­ingalaga auk ann­arra laga og reglna sem kunna að eiga við hverju sinni. Vinnsla mála og varð­veisla gagna bygg­ist á lög­um um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga nr. 90/2018. Upp­lýs­ing­ar um vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga má finna í per­sónu­vernd­ar­stefnu sveit­ar­fé­lags­ins.

18. gr. Leið­bein­ing­ar til um­sækj­anda

Við af­greiðslu um­sókn­ar skal starfs­fólk vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar bjóða um­sækj­anda ráð­gjöf ef þörf er á og veita upp­lýs­ing­ar og leið­bein­ing­ar um rétt­indi sem hann kann að eiga ann­ars stað­ar. Þá skal starfs­mað­ur einn­ig upp­lýsa um­sækj­anda um þær skyld­ur sem kunna að hvíla á hon­um vegna fram­kvæmd­ar sam­kvæmt regl­um þess­um.

19. gr. Heim­ild­ir til ákvarð­ana sam­kvæmt regl­um þess­um

Starfs­fólk vel­ferð­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar tek­ur ákvarð­an­ir sam­kvæmt regl­um þess­um í um­boði sveit­ar­fé­lags­ins.

20. gr. Nið­ur­staða og rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar

Kynna skal nið­ur­stöðu um­sókn­ar skrif­lega svo fljótt sem unnt er. Sé um­sókn synjað skal um­sækj­andi fá svar þar sem vísað er með skýr­um hætti til við­eig­andi laga­ákvæða og/eða ákvæða í regl­um þess­um og hon­um leið­beint um heim­ild til að óska rök­stuðn­ings fyr­ir synj­un.
Upp­lýsa skal um­sækj­anda um rétt hans til að fara fram á að vel­ferð­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar taki um­sókn­ina til með­ferð­ar en slík beiðni skal berast nefnd­inni inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sækj­anda barst vitn­eskja um ákvörð­un.

21. gr. Heim­ild vel­ferð­ar­nefnd­ar til að veita und­an­þágu frá regl­um þess­um

Vel­ferð­ar­nefnd hef­ur heim­ild til að veita und­an­þágu frá regl­um þess­um skv. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga ef sér­stak­ar mál­efna­leg­ar ástæð­ur liggja fyr­ir. Að­stoð í formi stuðn­ings­þjón­ustu get­ur haf­ist á grund­velli ákvörð­un­ar vel­ferð­ar­sviðs þó að mál sé til með­ferð­ar hjá vel­ferð­ar­nefnd.
Ákvörð­un vel­ferð­ar­nefnd­ar skal kynnt um­sækj­anda svo fljótt sem unnt er og um leið skal hon­um kynnt­ur rétt­ur hans til mál­skots til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála.

22. gr. Kæra til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála

Um­sækj­andi get­ur kært ákvörð­un vel­ferð­ar­nefnd­ar til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála, sé um synj­un að ræða. Skal það gert inn­an þriggja mán­aða frá því að um­sækj­anda var kunn­gerð ákvörð­un vel­ferð­ar­nefnd­ar.

23. gr. Gild­istaka

Regl­ur þess­ar, sem sam­þykkt­ar voru í vel­ferð­ar­nefnd 22.4.2025 og stað­fest­ar í bæj­ar­stjórn 30.4.2025 taka gildi strax. Jafn­framt falla úr gildi regl­ur Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ings­fjöl­skyld­ur fyr­ir fötluð börn og fjöl­skyld­ur þeirra frá 29.11.2017 sem birt­ar voru á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00