Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um sorp­hirðu og hreins­un op­inna svæða í Mos­fells­bæ.

1. gr.

Mos­fells­bær ann­ast sorp­hirðu (sorpeyð­ingu og sorp­hreins­un al­menns húsasorps) og hreins­un op­inna svæða í Mos­fells­bæ sam­kvæmt ákvæð­um þess­ar­ar sam­þykkt­ar. Sorp­hirða fer fram und­ir stjórn um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar og eft­ir­liti Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.

2. gr.

Verk­tak­ar sem ann­ast sorp­hreins­un sam­kvæmt samn­ingi við Mos­fells­bæ skulu hafa starfs­leyfi heil­brigð­is­nefnd­ar.

3. gr.

Sér­hverj­um hús­ráð­anda í Mos­fells­bæ er skylt að nota þær að­ferð­ir og ílát við sorp­geymslu og -hreins­un sem bæj­ar­stjórn, í sam­ráði við heil­brigð­is­nefnd, ákveð­ur.

4. gr.

Sorp­geymsl­ur skulu vera að­gengi­leg­ar fyr­ir sorp­hirðu­menn og standa sem næst að­komu að lóð. Tvær skulu stað­sett­ar sam­an ef um fjöl­býl­is­hús er að ræða. Hús­ráð­end­ur skulu halda tunn­um hrein­um og hreinsa snjó frá sorp­geymsl­um á vetr­um og halda greið­færri leið að þeim, svo unnt sé að ann­ast hreins­un.

5. gr.

Mos­fells­bær legg­ur íbúð­um til sorpílát þeg­ar breyt­ing­ar eru gerð­ar á fyr­ir­komu­lagi sorp­hirðu, sbr. 3 gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar.

Í sorpílát­in má að­eins setja neyslu­úrg­ang, þ.e. venju­legt heim­il­iss­orp, í sam­ræmi við nán­ari fyr­ir­mæli sem kunna að verða sett um flokk­un úr­gangs, sbr 3. gr. Ekki má setja í sorpílát mold, grjót, bygg­ing­ar­efni, garða­úrg­ang o.þ.h. Spilli­efni, lyf og ann­ar hættu­leg­ur úr­gang­ur má ekki fara í sorpílát. Gler­brot­um og öðr­um odd­hvöss­um hlut­um, sem hætta er á að skaði þá sem með­höndla úr­g­ang eða sorpílát, skal pakkað inn eða geng­ið frá þeim á ann­an tryggi­leg­an hátt. Gæta skal þess að fylla ekki sorpílát­in meira en svo að auð­veld­lega megi loka þeim.

6. gr.

Bæj­ar­stjórn ákveð­ur í sam­ráði við heil­brigð­is­nefnd hversu oft sorp­hreins­un fer fram á veg­um bæj­ar­ins.

7. gr.

Spilli­efn­um, hættu­leg­um úr­gangi og öll­um öðr­um úr­gangi en heim­il­iss­orpi skal skila á end­ur­vinnslu- eða söfn­un­ar­stöð, sem hef­ur starfs­leyfi heil­brigð­is­nefnd­ar. Jarð­vegs­efn­um skal kom­ið fyr­ir á sér­stök­um los­un­ar­stað fyr­ir jarð­vegs­efni sam­kvæmt ákvörð­un bæj­ar­stjórn­ar á hverj­um tíma.

8. gr.

Fyr­ir­tæki og stofn­an­ir geta sam­ið við þar til bær­an að­ila um að ann­ast sorp­hirðu á þeirra veg­um, enda greiði þau ekki sorp­hirðu­gjöld til sveit­ar­fé­lags­ins.

Mos­fells­bær get­ur tek­ið að sér að ann­ast sorp­hirðu fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir gegn greiðslu sam­kvæmt gjaldskrá sbr. 1. mgr. 9. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar (886/2000).

Frá­gang­ur og um­gengni um sorpílát, svo og flutn­ing­ur á úr­gangi frá fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um, skal vera í sam­ræmi við fyr­ir­mæli heil­brigð­is­nefnd­ar.

9. gr.

Bæj­ar­stjórn er heim­ilt að setja gjaldskrá, að feng­inni um­sögn heil­brigð­is­nefnd­ar, til að standa und­ir kostn­aði við sorp­hirðu sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari. Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nem­ur kostn­aði við veitta þjón­ustu og fram­kvæmd eft­ir­lits með ein­stök­um þátt­um. Sveit­ar­fé­lag­ið skal láta birta gjald­skrána í B-deild stjórn­ar­tíð­inda. Vísa skal til sam­þykkt­ar þess­ar­ar í gjald­skránni. 886/2000

10. gr.

Kvart­an­ir vegna sorp­hirðu á veg­um Mos­fells­bæj­ar skal bera upp við starfs­menn áhalda­húss bæj­ar­ins. Telji við­kom­andi sig ekki fá full­nægj­andi úr­lausn hjá bæj­ar­yf­ir­völd­um get­ur hann skot­ið mál­inu til heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is.

11. gr.

Brjóti hús­ráð­andi ákvæði sam­þykkt­ar þess­ar­ar um með­ferð eða geymslu úr­gangs skulu sorp­hirðu­menn til­kynna það heil­brigðis­eft­ir­liti.

12. gr.

Ekki má henda rusli, garða­úr­gangi eða sorpi á opin svæði, göt­ur, gang­stíga eða fjör­ur inn­an bæj­ar­mark­anna, eða skilja núm­ers­lausa bíla og að­r­ar vél­ar eða tæki eft­ir á þess­um stöð­um.

Starfs­menn áhalda­húss Mos­fells­bæj­ar hafa, í um­boði heil­brigð­is­nefnd­ar, eft­ir­lit með því að hlut­ir séu ekki geymd­ir þann­ig að í bága fari við heil­brigð­is- og meng­un­ar­varn­a­reglu­gerð. Þetta á t.d. við um núm­ers­laus­ar bif­reið­ar og bíl­flök, kerr­ur, báta, tæki og vinnu­vél­ar. Í um­boði heil­brigð­is­nefnd­ar er þeim heim­ilt að fjar­lægja slíka hluti að und­an­geng­inni við­vörun sem límd hef­ur ver­ið á tæk­ið. Við­vör­un­in skal auð­kennd heil­brigð­is­nefnd.

Ákvörð­un þar að lút­andi er heim­ilt að skjóta til heil­brigð­is­nefnd­ar.

13. gr.

Með brot á sam­þykkt þess­ari skal far­ið sam­kvæmt ákvæð­um laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir nr. 7/1998.

14. gr.

Sam­þykkt þessi, sem er samin af heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is og sam­þykkt af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar, stað­fest­ist hér sam­kvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir og tek­ur gildi þeg­ar við birt­ingu.

Um­hverf­is­ráðu­neyt­inu, 2. októ­ber 1998.

F. h. r.
Ingimar Sig­urðs­son

Sig­ur­björg Sæ­munds­dótt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00