Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um skrán­ingu á fjár­hags­leg­um hags­mun­um bæj­ar­full­trúa og trún­að­ar­störf­um utan bæj­ar­stjórn­ar.

1. gr. Til­gang­ur

Regl­um þess­um er ætlað að veita al­menn­ingi upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­lega hags­muni bæj­ar­full­trúa og vara­bæj­ar­full­trúa í Mos­fells­bæj­ar og trún­að­ar­störf þeirra utan bæj­ar­stjórn­ar og þar með auka gagn­sæi í störf­um bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

Skrán­ing upp­lýs­inga og við­hald skrán­ing­ar er á ábyrgð hvers og eins bæj­ar­full­trúa.

2. gr. Skrán­ing upp­lýs­inga

Skrán­ing sam­kvæmt regl­um þess­um er val­kvæð og skulu þeir bæj­ar­full­trú­ar sem kjósa að skrá hags­muni sína í sam­ræmi við regl­urn­ar, inn­an mán­að­ar frá því að ný­kjörin bæj­ar­stjórn kem­ur sam­an eft­ir kosn­ing­ar, gera op­in­ber­lega grein fyr­ir fjár­hags­leg­um hags­mun­um sín­um og trún­að­ar­störf­um utan bæj­ar­stjórn­ar. Það sama á við um vara­bæj­ar­full­trúa, sem taka fast sæti í bæj­ar­stjórn eða hafa set­ið fjór­ar vik­ur sam­fellt í bæj­ar­stjórn.

Þeir bæj­ar­full­trú­ar sem kjós að skrá ekki hags­muni sína upp­lýsa starfs­mann bæj­ar­stjórn­ar um það og ná ákvæði regln­anna ekki til þeirra.

Þeir bæj­ar­full­trú­ar sem kjósa að skrá sig skuld­binda sig til að við­halda skrán­ingu sinni með því að skrá nýj­ar upp­lýs­ing­ar og við­bót­ar­upp­lýs­ing­ar inn­an mán­að­ar frá því að þær liggja fyr­ir.

3. gr. Skrá um fjár­hags­lega hags­muni og trún­að­ar­störf

Þjón­ustu- og sam­skipta­deild skal halda skrá, og birta á vef Mos­fells­bæj­ar, um fjár­hags­lega hags­muni bæj­ar­full­trúa, svo og um trún­að­ar­störf þeirra utan bæj­ar­stjórn­ar.

Skrá­in er byggð á upp­lýs­ing­um sem bæj­ar­full­trú­ar sem kjósa að skrá hags­muni sína, láta sjálf­ir í té og senda inn á ra­f­ræn­an hátt. Inn­færsl­an fel­ur í sér stað­fest­ingu á skráð­um upp­lýs­ing­um og að nýj­ar upp­lýs­ing­ar verði færð­ar inn eft­ir því sem að­stæð­ur breyt­ast.

Við skrán­ingu upp­lýs­inga skal fylgja að fullu fyr­ir­mæl­um reglna þess­ara. Ekki er heim­ilt að taka inn í skrána upp­lýs­ing­ar sem falla utan regln­anna.

4. gr. Fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir

Eft­ir­far­andi fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir skulu skráð­ir:

  1. Laun­uð störf og tekju­mynd­andi starf­semi.
   1. Laun stjórn­ar­seta í einka­rekn­um eða op­in­ber­um fé­lög­um. Staða og fé­lag skulu skráð.
   2. Laun­að starf eða verk­efni (ann­að en laun­uð störf vegna setu í bæj­ar­stjórn). Starfs­heiti og nafn vinnu­veit­anda eða verk­kaupa skulu skráð.
   3. Starf­semi sem rekin er sam­hliða starfi bæj­ar­full­trúa og er tekju­mynd­andi fyr­ir hann eða fé­lag sem hann á sjálf­ur eða er með­eig­andi í. Teg­und starf­semi skal skráð.
  2. Fjár­hags­leg­ur stuðn­ing­ur, gjaf­ir, ut­an­lands­ferð­ir og eft­ir­gjöf eft­ir­stöðva skulda.
   1. Fjár­fram­lag eða ann­ar fjár­hags­leg­ur stuðn­ing­ur frá inn­lend­um og er­lend­um lög­að­il­um og ein­stak­ling­um, þar á með­al stuðn­ing­ur í formi skrif­stofu­að­stöðu eða hlið­stæðr­ar þjón­ustu, sem fell­ur utan þess stuðn­ings sem Mos­fells­bær eða stjórn­mála­sam­tök bæj­ar­full­trúa læt­ur í té, og verð­gildi stuðn­ings nem­ur meira en 50 þús. kr. á ári. Enn frem­ur skal skráð­ur fjár­hags­leg­ur stuðn­ing­ur í formi af­slátt­ar af mark­aðs­verði og ann­ars kon­ar íviln­un­ar að verð­mæti meira en 50 þús. kr. sem ætla má að sé veitt­ur vegna setu í bæj­ar­stjórn. Skráð skal hver veit­ir stuðn­ing­inn og hvers eðl­is hann er.
   2. Gjöf frá inn­lend­um og er­lend­um lög­að­il­um og ein­stak­ling­um þeg­ar áætla verð­ur verð­mæti henn­ar yfir 50 þús. kr. og að gjöfin sé veitt út af setu í bæj­ar­stjórn. Skrá skal nafn þess sem gef­ur, til­efni gjaf­ar, hvers kyns hún er og hvenær hún er lát­in í té.
   3. Ferð­ir og heim­sókn­ir inn­an lands og utan sem geta tengst setu í bæj­ar­stjórn og út­gjöld­in eru ekki að öllu leyti greidd af bæj­ar­sjóði, stjórn­mála­sam­tök­um bæj­ar­full­trú­ans eða bæj­ar­full­trú­an­um sjálf­um. Skrá skal hver stóð und­ir út­gjöld­um ferð­ar, tíma­bil henn­ar og nafn áfanga­staða.
   4. Eft­ir­gjöf eft­ir­stöðva skuld­ar og íviln­andi breyt­ing­ar á skil­mál­um samn­ings við lán­ar­drott­inn. Skrá skal lán­ar­drott­inn og eðli samn­ings­ins.
  3. Eign­ir.
   1. Fast­eign, sem er að ein­um þriðja eða meira í eigu bæj­ar­full­trúa eða fé­lags sem hann á fjórð­ungs­hlut í eða meira, ann­að en hús­næði til eig­in nota fyr­ir bæj­ar­full­trúa og fjöl­skyldu hans og lóð­ar­rétt­indi und­ir slíkt hús­næði. Skrá skal heiti land­ar­eign­ar og stað­setn­ingu fast­eign­ar.
   2. Heiti fé­lags eða spari­sjóðs í at­vinnu­rekstri, sem bæj­ar­full­trúi á hlut í og fer yfir ein­hver eft­ir­tal­inna við­miða:
    1. Verð­mæti hlut­ar nem­ur að mark­aðsvirði meira en einni millj­ón króna mið­að við 31. des­em­ber ár hvert.
    2. Hlut­ur nem­ur 1% eða meira í fé­lagi eða spari­sjóði þar sem eign­ir í árslok eru 230 millj­ón­ir króna eða meira eða rekstr­ar­tekj­ur 460 millj­ón­ir króna eða meira.
    3. Hlut­ur nem­ur 25% eða meira af hlutafé eða stofn­fé fé­lags eða spari­sjóðs.
    4. Heiti sjálf­seign­ar­stofn­un­ar í at­vinnu­rekstri, sbr. 3. gr. laga nr. 33/1999, um sjálf­seign­ar­stofn­an­ir sem stunda at­vinnu­rekst­ur, sem bæj­ar­full­trúi á hlut í og fer yfir ein­hver þeirra við­miða sem talin eru í lið ii).
  4. Skuld­ir.
   1. Skrá skal skuld­ir, sjálf­skuld­arábyrgð­ir og að­r­ar ábyrgð­ir, sem tengd­ar eru rekstri fast­eign­ar eða at­vinnu­rekstri fé­laga, spari­sjóða eða sjálf­seign­ar­stofn­ana, sbr. 3. töl­ul. Skrá skal skuld­ir og ábyrgð­ir sem eru hærri en þing­far­ar­kaup al­þing­is­manna eins og það er á hverj­um tíma. Ekki skal skrá fjár­hæð skuld­ar eða skuld­ir eða ábyrgð­ir sem stofn­að er til í öðr­um til­gangi, svo sem vegna kaupa á íbúð­ar­hús­næði til eig­in nota eða bif­reið til eig­in nota, náms­lána eða ann­arra ráð­staf­ana sem ekki tengjast at­vinnu­rekstri. Jafn­framt skal skrá teg­und skuld­ar eða ábyrgð­ar og skuld­ar­eig­anda.
  5. Sam­komulag við fyrr­ver­andi eða verð­andi vinnu­veit­anda.
   1. Sam­komulag við fyrr­ver­andi vinnu­veit­anda sem er fjár­hags­legs eðl­is, þar á með­al sam­komulag um or­lof, launa­laust leyfi, áfram­hald­andi launa­greiðsl­ur eða fríð­indi, líf­eyr­is­rétt­indi og ámóta með­an set­ið er í bæj­ar­stjórn. Skrá skal gerð sam­komu­lags og nafn vinnu­veit­anda.
   2. Sam­komulag við fram­tíð­ar­vinnu­veit­anda um ráðn­ingu, óháð því að ráðn­ing­in taki fyrst gildi eft­ir að bæj­ar­full­trúi hverf­ur úr bæj­ar­stjórn. Skrá skal gerð sam­komu­lags og nafn vinnu­veit­anda.

Ekki skal skrá fjár­hæð eða verð­gildi þeirra þátta sem eru til­greind­ir í grein­inni.

Við mat á því hvort skrá skuli fjár­hags­lega hags­muni bæj­ar­full­trúa í fé­lagi sem hann á sjálf­ur eða er með­eig­andi í skal mið­að við skil­grein­ingu á raun­veru­leg­um eig­anda, sbr. ákvæði laga um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda nr. 82/2019.

5. gr. Trún­að­ar­störf utan bæj­ar­stjórn­ar

Skráð­ar skulu upp­lýs­ing­ar um stjórn­ar­setu og önn­ur trún­að­ar­störf fyr­ir hags­muna­sam­tök, op­in­ber­ar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og fé­lög önn­ur en stjórn­mála­sam­tök óháð því hvort þessi störf eru laun­uð. Skrá skal nafn fé­lags, hags­muna­sam­taka, stofn­un­ar eða sveit­ar­fé­lags og eðli trún­að­ar­starfs.

6. gr. Skrán­ing upp­lýs­inga

Þeir bæj­ar­full­trú­ar sem kjósa að skrá hags­muni sína, skrá upp­lýs­ing­ar á ra­f­ræn­an hátt inn­an mán­að­ar frá því að ný­kjörin bæj­ar­stjórn tek­ur sæti, þeg­ar vara­bæj­ar­full­trúi hef­ur tek­ið fast sæti bæj­ar­full­trúa eða eft­ir að vara­bæj­ar­full­trúi hef­ur set­ið fjór­ar vik­ur sam­fellt í bæj­ar­stjórn. Skrán­ing­ar­blað sem notað er skal stað­fest af bæj­ar­ráði.

Nýj­ar upp­lýs­ing­ar skv. 4. og 5. gr., þar með tald­ar upp­lýs­ing­ar um ný­fengna hluti í fé­lög­um eða breyt­ing­ar á áður skráð­um upp­lýs­ing­um, skulu skráð­ar inn­an mán­að­ar eft­ir að upp­lýs­ing­arn­ar liggja fyr­ir.

Þeg­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar eru skráð­ar eða eldri upp­lýs­ing­um er breytt skulu áður skráð­ar upp­lýs­ing­ar um hags­muni þing­manns geymd­ar í skjala­safni Mos­fells­bæj­ar. Nýj­ar eða breytt­ar upp­lýs­ing­ar skulu vera að­gengi­leg­ar á vef Mos­fells­bæj­ar inn­an 10 daga frá því að bæj­ar­full­trúi hef­ur til­kynnt um skrán­ingu þeirra. Heim­ilt er að fella nið­ur upp­lýs­ing­ar sem get­ið er um í 2. töl­ul. 4. gr. þeg­ar fjög­ur ár eru lið­in frá upp­haf­legri skrán­ingu þeirra. Upp­lýs­ing­ar skulu tekn­ar úr birt­ingu á vef Mos­fells­bæj­ar þeg­ar bæj­ar­full­trúi læt­ur af störf­um.

Skrán­ing að lokn­um bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um skal vera að­gengi­leg al­menn­ingi á vef Mos­fells­bæj­ar inn­an 10 virkra daga eft­ir að skrán­ing­ar­frest­ur er runn­inn út.

Upp­lýs­ing­ar skulu fjar­lægð­ar af vef Mos­fells­bæj­ar þeg­ar bæj­ar­full­trúi læt­ur af störf­um.

7. gr. Fram­kvæmd

Þjón­ustu- og sam­skipta­deild hef­ur um­sjón með skrán­ing­unni, veit­ir bæj­ar­full­trú­um leið­bein­ing­ar um fram­kvæmd skrán­ing­ar­inn­ar auk þess að veita al­menn­ar leið­bein­ing­ar eft­ir því sem til­efni er til.

Við upp­haf kjör­tíma­bils og við lok þess frests sem bæj­ar­full­trú­ar hafa til þess að skrá hags­muni sína, sbr. 1. mgr. 2. gr., skal vekja at­hygli bæj­ar­full­trúa á skyldu til þess að skrá hags­muni sína og að við­halda skránni sam­kvæmt regl­um þess­um.

Þjón­ustu- og sam­skipta­deild skal minna bæj­ar­full­trúa á skyldu til þess að skrá hags­muni sína og við­halda skrán­ingu þeirra sam­kvæmt regl­um þess­um. Skal senda þeim sem regl­urn­ar taka til til­kynn­ingu þessa efn­is í mars og októ­ber ár hvert og þeg­ar til­efni er til sam­kvæmt ákvörð­un þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

8. gr. Eft­ir­fylgni

Þeir bæj­ar­full­trú­ar sem kjósa að skrá hags­muni sína sam­kvæmt regl­um þess­um bera ein­ir ábyrgð á skrán­ingu fjár­hags­legra hags­muna sinna og trún­að­ar­starfa utan bæj­ar­stjórn­ar.

Fái þjón­ustu- og sam­skipta­deild ábend­ingu um að bæj­ar­full­trúi hafi van­rækt að skrá hags­muni sína, ekki skráð þá rétti­lega eða ekki hald­ið við skrán­ingu þeirra skal starfs­mað­ur­inn gera hon­um við­vart um slíkt.

Er­ind­um vegna hags­muna­skrán­ing­ar bæj­ar­full­trúa skal beint til bæj­ar­ráðs.

9. gr. End­ur­skoð­un fjár­hæða

Bæj­ar­stjórn skal við lok kjör­tíma­bils bæj­ar­stjórn­ar leggja mat á hvort til­efni sé til að end­ur­skoða við­mið­un­ar­fjár­hæð­ir í regl­um þess­um.

10. gr. Gild­istaka o.fl.

Regl­ur þess­ar, sem sett­ar eru með vís­an til 5. gr. siða­reglna kjör­inna full­trúa í Mos­fells­bæ og taka þeg­ar gildi. Skrán­ingu sam­kvæmt regl­um þess­um skal lok­ið inn­an mán­að­ar frá gildis­töku þeirra. Regl­urn­ar koma í stað reglna frá 24. fe­brú­ar 2010.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 31. ág­úst 2022.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00