Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Grunn­skól­ar Mos­fells­bæj­ar eru hverfa­skipt­ir að því leiti að börn eiga rétt á skóla­göngu á sínu skóla­svæði sem þýð­ir að þau hafa forg­ang í skól­ann á sínu svæði.

Krika­skóli til­heyr­ir ekki sér­stöku skóla­svæði líkt að að­r­ir grunn­skól­ar í Mos­fells­bæ og að öllu jöfnu byrja börn í leik­skóla­deild skól­ans. Börn með lög­heim­ili í Mos­fells­dal eiga Helga­fells­skóla sem sitt skóla­svæði.

*Sjá kort sem sýn­ir skipt­ingu skóla­svæða (pdf) grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar og upp­lýs­ing­ar um skóla­akst­ur á vef Varmár­skóla.

Inn­rit­un sex ára nem­enda fer fram í mars og skulu for­eldr­ar sækja um skóla í sam­ræmi við of­an­greint. Inn­rit­un fer fram á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar. For­eldr­ar bera ábyrgð á að inn­rita börn sín í skóla.

2. gr.

For­eldr­ar/for­ráða­menn geta óskað eft­ir því að nem­andi stundi nám í öðr­um grunn­skóla inn­an sveit­ar­fé­lags­ins en bú­seta ger­ir ráð fyr­ir. Skal um það sótt til skóla­stjóra við­kom­andi skóla fyr­ir 1. maí ár hvert og skulu skóla­stjór­ar leit­ast við að koma til móts við þær ósk­ir.

Við­mið við inn­rit­un:

Verði eft­ir­spurn eft­ir skóla­vist í ein­um skóla meiri en skóli get­ur ann­að, þarf að gæta jafn­ræð­is og sann­girni þeg­ar af­staða er tekin til um­sókna. Börn á skóla­svæði eiga ávallt forg­ang í grunn­skóla þess svæð­is.

Eft­ir­far­andi við­mið­un­ar­regl­ur gilda þyngst þeg­ar skólaum­sókn er met­in:

  • Lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.
  • Mörk skóla­svæða.
  • Heild­ar­fjöldi nem­enda mið­að við fjölda í hverj­um skóla.
  • Systkini stunda nám í skól­an­um.
  • Skól­inn hef­ur betri for­send­ur en að­r­ir til að sinna þörf­um barna.
  • Að­r­ar per­sónu­lega að­stæð­ur barna og/eða fjöl­skyldna.

Ákvörð­un skóla­stjóra um skóla­vist nem­enda er stjórn­sýslu­ákvörð­un og skal ágrein­ingi um af­greiðslu vísað til fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

3. gr.

For­eldr­ar/for­ráða­menn eru ábyrg­ir fyr­ir flutn­ingi barna sinna til og frá skóla ef þau sækja skóla utan síns skóla­svæð­is.

Sam­þykkt á 742 fundi bæj­ar­stjórn­ar, 26. júní 2019.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00