Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um skamm­tíma­dvöl fyr­ir fatl­að fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

Skv. 17 gr. laga um þjón­ustu við fatl­að fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018 og reglu­gerð um starf­semi og að­bún­að á skamm­tíma­dval­ar­stöð­um nr. 1037/2018.

1. gr. Markmið og for­send­ur

Skamm­tíma­dval­ir eru fyr­ir börn og ung­menni sem vegna mik­ill­ar umönn­un­ar­þarfa um­fram jafn­aldra þurfa á skamm­tíma­dvöl að halda. Skamm­tíma­dvöl er ætl­uð börn­um sem flokk­ast í umönn­un­ar­flokka 1, 2 og 3 eins og þeir eru skil­greind­ir í 5. gr. reglu­gerð­ar nr. 504/1997 um fjár­hags­lega að­stoð við fram­fær­end­ur fatl­aðra og lang­veikra barna.

Heim­ilt er einnig að veita full­orðnu fötl­uðu fólki með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir, sem býr í foreldra­húsum, skamm­tíma­dvöl með­an beð­ið er eft­ir ann­arri þjón­ustu.

Markmið þess­ara reglna er að tryggja að starf­semi og að­bún­að­ur á skamm­tíma­dval­ar­stöð­um fyr­ir fötl­uð börn, ung­menni og full­orðna taki mið af aldri þeirra, að­stæð­um og stuðn­ings­þörf.

Skamm­tíma­dval­ir eru í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um þ.e.;

  • Móa­flöt í Garða­bæ er fyr­ir börn á aldr­in­um 6-18 ára að jafn­aði.
  • Hnotu­berg í Hafnar­firði er fyr­ir fólk frá 16 ára aldri.
  • Hrauntunga í Kópa­vogi er fyr­ir ungt fólk sem und­ir­bún­ing­ur fyr­ir sjálf­stæða bú­setu.

2. gr. Gæði þjón­ust­unn­ar

Þjón­ustu- og rekstr­ar­að­ili sem ber fag­lega og fjár­hags­lega ábyrgð á þjón­ustu skamm­tíma­dval­ar skal tryggja að að­stæð­ur mið­ist við ald­ur og getu þeirra sem þar dvelja á hverj­um tíma.

Hver og einn not­andi sem hef­ur feng­ið út­hlut­að í skamm­tíma­vist­un fær tengi­lið sem er starfs­mað­ur skamm­tíma­dval­ar­inn­ar. Hlut­verk tengils er að sam­ræma þjón­ustu með gerð ein­stak­lings­bund­inn­ar þjón­ustu­áætlun­ar ef við á. Þjón­ustu- og rekstr­ar­að­ili skal á 12 mán­aða fresti, í það minnsta, fram­kvæma mat á gæð­um þjón­ust­unn­ar og ráð­ast í gerð um­bóta­áætl­un­ar sé þess tal­in þörf. Slíkt mat skal vera að­gengi­legt al­menn­ingi.

3. gr. Um­sókn­ar­ferli og út­hlut­an­ir

Um­sókn um skamm­tíma­dvöl skal senda ra­f­rænt í gegn­um íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

Þeg­ar um­sókn hef­ur ver­ið mót­tek­in skal inn­an tveggja vikna boða um­sækj­anda og eft­ir at­vik­um að­stand­anda/tengi­lið í við­tal til að afla frek­ari upp­lýs­inga. Einnig er ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um frá fag­að­il­um, með fram­vís­un lækn­is­vott­orðs og/eða grein­ar­gerð frá við­ur­kennd­um grein­ing­ar­að­ila, þar sem fram kem­ur mat á þörf við­kom­andi fyr­ir stuðn­ing. Á grund­velli fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga er ann­ars veg­ar met­ið hvort al­menn úr­ræði sam­kvæmt lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga geta kom­ið til móts við þarf­ir um­sækj­anda eða hvort þörf sé sér­stakra stuðn­ingsúr­ræða sam­kvæmt lög­um um þjón­ustu við fatl­að fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

Um­sókn er lögð fyr­ir fund teym­is. Um­sækj­anda er til­kynnt um út­hlut­un inn­an sjö daga frá ákvörð­un. Um­sækj­andi get­ur áfrýj­að ákvörð­un inn­an fjög­urra vikna frá því hon­um barst vitn­eskja um ákvörð­un. Um­sækj­anda skal kynnt­ur áfrýj­un­ar­rétt­ur þeg­ar nið­ur­staða ligg­ur fyr­ir.

Þeg­ar losn­ar um í skamm­tíma­dvöl for­gangsr­að­ar hvert sveit­ar­fé­lag um­sókn­um um skamm­tíma­dval­ir sem síð­an eru lagð­ar fyr­ir í sam­ráðs­hópi sveit­ar­fé­laga. Í sam­ráðs­hópi sitja starfs­menn frá hverju sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig ásamt for­stöðu­manni við­kom­andi skamm­tíma­dval­ar. Hóp­ur­inn ger­ir til­lögu að út­hlut­un.

Um­sækj­anda er til­kynnt um út­hlut­un inn­an sjö daga frá ákvörð­un.

4. gr. Þjón­ustu­tími

Þjón­ustu­tími skamm­tíma­dval­ar get­ur ver­ið allt frá ein­um upp í 14 sól­ar­hringa á fjög­urra vikna tíma­bili.

Sé tal­in þörf fyr­ir þjón­ustu í meira en 90 sól­ar­hringa í 26 vik­ur sam­fleytt skal unn­in ein­stak­lings­bund­in þjón­ustu­áætlun um aukna að­stoð á heim­ili not­and­ans. Þurfi not­andi ann­ars kon­ar og meiri þjón­ustu en unnt er að veita á heim­ili fjöl­skyldu hans sam­hliða skamm­tíma­dvöl skal vísa mál­efni hans til sér­fræð­ingat­eym­is skv. 20. gr. laga nr. 38/2018.

Dvelji not­andi í skamm­tíma­dvöl í sam­tals 90 sól­ar­hringa á ári eða leng­ur skal gert ráð fyr­ir að dvöl­in verði hluti af einstak­lings­bundinni þjón­ustu­áætlun við­kom­andi svo unnt sé að tryggja gæði þjón­ust­unn­ar og sam­ráð við fjöl­skyldu og aðra þjón­ustu­að­ila.

5. gr. Há­marks­fjöldi not­enda á skamm­tíma­dval­ar­stað

Fjöldi not­enda á hverj­um skamm­tíma­dval­ar­stað skal, alla jafna, ekki vera fleiri en sex sam­tím­is. Við mat á há­marks­fjölda not­enda á hverj­um tíma skal tek­ið mið af ein­stak­lings­bundn­um þörf­um hvers og eins og að­stæð­um á skamm­tíma­dval­ar­stað hverju sinni.

6. gr. Kostn­að­ar­þátt­taka

Þjón­usta í skamm­tíma­dvöl er not­end­um að kostn­að­ar­lausu. Þeir skulu þó standa straum af kostn­aði vegna frí­stunda og ferða sinna á með­an á skamm­tíma­dvöl stend­ur. Not­end­ur skamm­tíma­dval­ar skulu ekki bera kostn­að vegna þátt­töku starfs­manna í frí­stund­a­starfi með þeim.

Not­end­ur eldri en 18 ára skulu standa straum af kostn­aði vegna fæð­is með­an á dvöl stend­ur og greiða sam­kvæmt gjald­skrá hverju sinni. Gjald­skrá mið­ast við neyslu­við­mið Stjórn­ar­ráðs Ís­lands ár hvert.

7. gr. Starfs­manna­hald

For­stöðu­mað­ur skamm­tíma­dval­ar skal hafa há­skóla­próf á sviði fé­lags-, heil­brigð­is- eða mennta­vísinda og reynslu sem nýt­ist í starfi. Jafn­framt skal að minnsta kosti einn ann­ar starfs­maður með fag­mennt­un vera til stað­ar á vöku­tíma. Starfs­menn skulu hafa grunn­þekk­ingu í þjón­ustu við fatl­að fólk og upp­eldi barna ef við á.

Rekstr­ar­sveit­ar­fé­lag tek­ur á sig ábyrgð á ráðn­ingu starfs­manna. Óheim­ilt er að ráða starfs­mann sem hlot­ið hef­ur refsi­dóm fyr­ir brot á ákvæð­um XXII. kafla eða 211. og 218. gr. al­mennra hegn­ing­arkafla nr. 19/1940. Hafi starfs­mað­ur ver­ið dæmd­ur til refs­ing­ar fyr­ir brot á öðr­um ákvæð­um al­mennra hegn­ing­ar­laga skal meta áhrif þess á hæfi við­kom­andi til að gegna því starfi sem um ræð­ir, m.a. að teknu til­liti til eðl­is starfs­ins og al­var­leika brots­ins.

8. gr. Ábyrgð

Sveit­ar­fé­lag ber ábyrgð á að að­bún­að­ur og þjón­usta á skamm­tíma­dval­ar­stað sé í sam­ræmi við gild­andi lög og reglu­gerð­ir. Sú ábyrgð nær jafnt til þeirr­ar þjón­ustu sem veitt er á veg­um sveitar­félags og annarra að­ila sem veita þjón­ustu á grund­velli samn­inga við sveit­ar­fé­lag­ið.

9. gr. Eft­ir­lit

Sveit­ar­fé­lag ann­ast eft­ir­lit með starf­semi skamm­tíma­dval­ar­staða, sbr. 5. gr. laga nr. 38/2018. Eft­ir­lit­ið get­ur ver­ið í formi út­tekta á gæð­um sem byggj­ast á kröf­u­lýs­ing­um, þar sem að­stæð­ur eru skoð­að­ar.

10. gr. Gild­istaka

Regl­ur þess­ar voru sam­þykkt­ar á 292. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar 17. mars 2020 og stað­fest­ar á 758. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 1. apríl 2020.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

 

net­spjall

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00