Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Siða­regl­ur kjör­inna full­trúa hjá Mos­fells­bæ.

1. gr. Markmið

Markmið þess­ara reglna, er að skil­greina það hátt­erni sem ætlast er til að kjörn­ir full­trú­ar sýni af sér við störf sín fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar.

Með kjörn­um full­trú­um er átt við bæj­ar­full­trúa sem og alla aðra sem kjörn­ir eru til setu í nefnd­um og ráð­um Mos­fells­bæj­ar. Gildi Mos­fells­bæj­ar um já­kvæðni, virð­ingu, fram­sækni og um­hyggju eru hluti af mark­mið­um þess­ara siða­reglna.

2. gr. Að fylgja lög­um og gæta al­manna­hags­muna

Kjörn­um full­trú­um ber að gegna störf­um sín­um af alúð og sam­visku­semi, fyr­ir opn­um tjöld­um, vera reiðu­bún­ir að axla ábyrgð á ákvörð­un­um sín­um og gæta hags­muna Mos­fells­bæj­ar. Í störf­um sín­um eru kjörn­ir full­trú­ar bundn­ir af lög­um, regl­um og sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar, sem og sann­fær­ingu sinni. (Þeir skulu í störf­um sín­um og í um­ræðu um mál­efni Mos­fells­bæj­ar stuðla að og við­hafa orð og at­hafn­ir sem sam­rýmast geta góð­um menn­legl­um sam­skipt­um.)

Kjörn­ir full­trú­ar hafa ávallt í heiðri grund­vall­ar­regl­ur góðr­ar stjórn­sýslu í störf­um sín­um, þ,m.t. gagn­sæja og upp­lýsta ákvarð­ana­töku, og fram­kvæma ekk­ert það sem er til þess fall­ið að vekja grun­semd­ir um að ann­að en lög­mæt mál­efna­leg sjón­ar­mið ráði för við stjórn Mos­fells­bæj­ar. Kjörn­ir full­trú­ar gæta þagn­ar­skyldu um það sem þeir fá vitn­esku um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einka­hags­muna eða al­manna­hags­muna sam­kvæmt lög­um eða eðli máls. Trún­að­ur­inn helst áfram eft­ir að lát­ið er af störf­um.

3. gr. Vald­mörk

Í störf­um sín­um ber kjörn­um full­trú­um að virða ákvörð­un­ar­vald, rétt­indi og verka­skipt­ingu ann­arra kjör­inna full­trúa og fara ekki út fyr­ir um­boð sitt í störf­um sín­um. Þeir mega ekki hvetja til eða að­stoða kjör­inn full­trúa við að brjóta þær meg­in­regl­ur sem hér eru sett­ar fram.
Kjörn­ir full­trú­ar virða að­gerð­ir í þágu stjórn­sýslu­eft­ir­lits hjá Mos­fells­bæ og leggja sitt af mörk­um til að slíkt eft­ir­lit nái mark­mið­um sín­um.

4. gr. Mis­beit­ing valds – bann við spill­ingu

Kjörn­ir full­trú­ar skulu eigi beita rétt­ind­um eða að­stöðu sem fylgja embætti þeirra í þágu einka­hags­muna sinna eða ann­arra í því skyni að geta not­ið óbeinna eða beinna per­sónu­legra hags­bóta af því.

Kjörn­ir full­trú­ar skulu ekki við­hafa hegð­un inn­an og utan starfa þeirra fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lags­ins sem gæti tal­ist fela í sér að veita eða þiggja mút­ur og til­kynna skulu þeir um gjaf­ir eða boð um gjaf­ir í sam­ræmi við regl­ur sem bæj­ar­stjórn set­ur.

5. gr. Hags­muna­árekstr­ar

Kjörn­ir full­trú­ar skulu forð­ast hags­muna­árekstra í störf­um sín­um. Þeg­ar kjör­inn full­trúi á óbeinna eða beinna per­sónu­legra hags­muna að gæta í máli sem eru til um­fjöll­un­ar hjá bæj­ar­stjórn, bæj­ar­ráði, nefnd­um eða ráð­um sveit­ar­fé­lags­ins, skal hann gera grein fyr­ir þess­um hags­mun­um áður en um­ræð­ur, at­kvæða­greiðsl­ur eða embætt­is­færsl­ur fara fram og ef vafi get­ur leik­ið á um hæfi hans og skal hann ekki taka þátt í um­ræð­um eða at­kvæða­greiðsl­um í mál­um ef hann er van­hæf­ur til þess, vegna eig­in hags­muna eða ná­inna vanda­manna. Um mat á hæfi fer eft­ir hæfis­regl­um sveit­ar­stjórn­ar­laga og stjórn­sýslu­laga.
Kjörn­ir full­trú­ar nýta sér ekki stöðu sína í þágu einka­hags­muna sinna eða ann­arra sem eru þeim tengd­ir, hvort sem ávinn­ing­ur af slíku kem­ur fram strax eða síð­ar, þ.m.t. eft­ir að störf­um fyr­ir Mos­fells­bæ lýk­ur.

Stjórn­sýslu­svið Mos­fells­bæj­ar held­ur skrá, og birt­ir op­in­ber­lega, um fjár­hags­lega hags­muni bæj­ar­full­trúa, svo og um trún­að­ar­störf þeirra utan bæj­ar­stjórn­ar í sam­ræmi við regl­ur þar um.

6. gr. Ábyrgð í fjár­mál­um

Kjörn­um full­trú­um ber að virða fjár­hags­áætlun og grund­vall­ar­regl­ur um fjár­mála­stjórn sem tryggja rétt­mæta og ábyrga með­ferð á al­mannafé.

Við störf sín skulu kjörn­ir full­trú­ar ekki að­hafast neitt sem get­ur fal­ið í sér mis­notk­un á al­mannafé.

7. gr. Stöðu­veit­ing­ar

Kjörn­um full­trú­um ber að gæta þess að við stöðu­veit­ing­ar hjá Mos­fells­bæ sé í hví­vetna fylgt lög­um og regl­um og að ein­ung­is mál­efna­leg­ar for­send­ur liggi að baki vali á starfs­mönn­um.

8. gr. Bann við að tryggja sér stöð­ur

Kjörn­ir full­trú­ar skulu ekki í störf­um sín­um leita eft­ir starfs­leg­um ávinn­ingi í fram­tíð­inni, til dæm­is með því að ívilna fyr­ir­tæki eða stofn­un sem þeir hafa eft­ir­lit með eða hafa stofn­að til samn­ings­sam­bands við fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lags­ins, með at­höfn­um eða at­hafna­leysi, þann­ig að fari í bága við hags­muni þess.

9. gr. Miðlun siða­reglna til kjör­inna full­trúa og al­menn­ings

Kjörn­um full­trú­um ber að til­einka sér þess­ar siða­regl­ur og lýsa því yfir að þeir séu reiðu­bún­ir til að hafa þess­ar siða­regl­ur að leið­ar­ljósi.

Siða­regl­urn­ar skulu vera að­gengi­leg­ar starfs­fólki sveit­ar­fé­lags­ins, al­menn­ingi og fjöl­miðl­um á heima­síðu sveit­ar­fé­lags­ins og ann­an þann hátt sem bæj­ar­stjórn ákveð­ur, til að þess­ir að­il­ar geti gert sér grein fyr­ir meg­in­regl­um þeirra.

Sam­þykkt á 530. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 24. fe­brú­ar 2010.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00