Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. gr.

Leggja ber áherslu á mik­il­vægi vand­aðr­ar trú­ar­bragða­fræðslu. Þætt­ir í slíkri fræðslu geta ver­ið vett­vangs­heim­sókn­ir til trú­fé­laga og að full­trú­um þeirra sé boð­ið í kennslu­st­und til að fræða um trú sína og trú­fé­lag.

Mik­il­vægt er að fræðsla þessi og heim­sókn­ir sé gerð á veg­um skól­ans og í þeim til­gangi að fræða nem­end­ur um til­tekin trú­ar­brögð, inn­tak þeirra, helgi­dóma og siði en feli ekki í sér inn­ræt­ingu til­tek­inna trú­ar­skoð­ana eða til­beiðslu.

Vett­vangs­heim­sókn­ir til trú­fé­laga og heim­sókn­ir full­trúa þeirra í skóla skulu taka mið af of­an­greindu og vera inn­an ramma að­al­nám­skrár leik-, grunn- og fram­halds­skóla.

2. gr.

Heim­sókn­ir í kirkj­ur í tengsl­um við stór­há­tíð­ir kristn­inn­ar telst hluti af fræðslu um trú­ar­há­tíð­ir og menn­ing­ar­lega arf­leifð þjóð­ar­inn­ar.

Gæta þarf þess að for­eldr­ar og skólaráð séu upp­lýst­ir tím­an­lega um námstil­hög­un, náms­efni og vett­vangs­ferð­ir. Sama gild­ir um leik- og fram­halds­skóla þar sem það á við.

3. gr.

Skóli og önn­ur upp­eld­is­starf­semi þarf að taka mið af vax­andi fjöl­menn­ing­ar­leg­um áhrif­um með því að fagna fjöl­breytni mann­lífs­ins og leggja áherslu á virð­ingu fyr­ir ein­stak­lingn­um. Skól­inn er fyr­ir öll börn, óháð and­legu eða lík­am­legu at­gervi, upp­runa, menn­ingu, kyni eða trú. Í því felst að gætt sé að jafn­ræði þar sem marg­vís­leg­ar skoð­an­ir, tján­ing um þær og mis­mun­andi þarf­ir hvers og eins séu eðli­leg­ur hluti af dag­legu skólastarfi, sem mót­ast af við­horf­um og við­móti sem stuðl­ar að vináttu, vin­semd og virð­ingu.

Um al­menna kynn­ingu eða aug­lýs­inga á starf­semi trú­fé­laga í skól­um skulu gilda sömu regl­ur og um kynn­ingu ann­arra fé­laga­sam­taka.

Sam­þykkt á 612. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 9. októ­ber 2013.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00