Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. KAFLI Rekstr­ar­form

1. gr.

Hita­veita Mos­fells­bæj­ar er eign Mos­fells­bæj­ar, und­ir yf­ir­stjórn bæj­ar­stjórn­ar.

2. gr.

Til­gang­ur hita­veit­unn­ar er að afla, selja og veita heitu vatni um veitu­svæði sitt og reka aðra þá starf­semi sem því teng­ist.

3. gr.

Veitu­svæði hita­veit­unn­ar er lög­sagn­ar­um­dæmi Mos­fells­bæj­ar. Hita­veit­an hef­ur einka­rétt til dreif­ing­ar og sölu á heitu vatni á veitu­svæði sínu.

4. gr.

Yf­ir­stjórn hita­veit­unn­ar er í hönd­um bæj­ar­stjórn­ar en rekstr­ar­stjórn henn­ar er falin fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar er fag­nefnd veit­unn­ar. Fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs sit­ur fundi bæj­ar­ráðs þeg­ar mál­efni veit­unn­ar eru til með­ferð­ar og hef­ur þar mál­frelsi og til­lögu­rétt.

5. gr.

Verk­efni bæj­ar­ráðs er að:

  1. Hafa eft­ir­lit með því að skipu­lag hita­veit­unn­ar og starf­semi sé jafn­an í réttu og góðu horfi.
  2. Gera til­lög­ur að fram­kvæmd­um hita­veitu­mála á veitu­svæði hita­veit­unn­ar í sam­ræmi við sam­þykkt­ir og ákvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga.
  3. Semja gjaldskrá fyr­ir veit­una og leggja hana fyr­ir bæj­ar­stjórn.
  4. Und­ir­búa samn­inga um kaup og sölu á heitu vatni.
  5. Semja fjár­hags­áætlan­ir fyr­ir hita­veit­una og leggja fyr­ir bæj­ar­stjórn.
  6. Gefa bæj­ar­stjórn þær skýrsl­ur sem óskað er eft­ir.
  7. Semja nán­ari regl­ur um ein­stök fram­kvæmda­at­riði þess­ar­ar reglu­gerð­ar eft­ir því sem þörf ger­ist og leggja þær fyr­ir bæj­ar­stjórn til stað­fest­ing­ar.

6. gr.

Fag­stjóri veitna í Mos­fells­bæ ann­ast all­an dag­leg­an rekst­ur Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar í um­boði fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og skal í þeim efn­um fara eft­ir þeirri stefnu og fyr­ir­mæl­um sem bæj­ar­stjórn gef­ur.

7. gr.

Hita­veit­an skal hafa sjálf­stætt reikn­ings­hald. Reikn­ings­ár hita­veit­unn­ar er almanaks­ár­ið og skulu reikn­ing­ar henn­ar fylgja reikn­ing­um sveit­ar­sjóðs og vera end­ur­skoð­að­ir af end­ur­skoð­end­um hans.

Tekj­um hita­veit­unn­ar skal fyrst og fremst var­ið til að standa straum af nauð­syn­leg­um rekstr­ar­kostn­aði þann­ig að tryggð­ur sér ör­ugg­ur rekst­ur veit­unn­ar svo og til greiðslu af­borg­ana og vaxta af skuld­um henn­ar. Ráð­stöf­un hagn­að­ar eða jöfn­un taps skal ákveð­in af bæj­ar­stjórn að fengn­um til­lög­um tækn­i­nefnd­ar.

Við gerð gjald­skrár skal þess gætt að verð á heitu vatni sé við það mið­að að eðli­leg­ur afrakst­ur fá­ist af því fjár­magni, sem á hverj­um tíma er bund­ið í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Einn­ig skal að því stefnt að fyr­ir­tæk­ið skili nægi­leg­um greiðslu­af­gangi til þess að það geti jafn­an með eig­in fjár­magni og hæfi­leg­um lán­tök­um tryggt not­end­um sín­um nægj­an­legt heitt vatn á hag­kvæmu verði.

II. KAFLI Al­menn ákvæði

8. gr.

Eig­andi húsveitu eða annarr­ar veitu sem teng­ist veitu­kerfi hita­veit­unn­ar nefn­ist hús­eig­andi.

Kaup­andi heits vatns eða sá, sem ber ábyrgð á greiðslu þess nefn­ist not­andi.

9. gr.

Heitt vatn er af­hent um veitu­kerfi hita­veit­unn­ar sam­kvæmt gild­andi reglu­gerð og gjaldskrá.

Hita­veit­unni er heim­ilt að semja sér­stak­lega um sölu á heitu vatni utan al­mennra sölu­skil­mála.

Slík­ir samn­ing­ar skulu háð­ir sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar.

Notk­un bakrennslis­vatns er heim­il til upp­hit­un­ar í gróð­ur­hús­um, bíla­stæð­um og öðr­um stöð­um. Frá­gang­ur lagna og bún­að­ar vegna slíkr­ar notk­un­ar skal vera sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um hita­veit­unn­ar. Óheim­ilt er að tengja vatns­dæl­ur, varma­dæl­ur og/eða ann­an slík­an bún­að við hita­veitu­inn­tök, bakrennsli eða hita­kerfi húsa nema að fengnu sam­þykki hita­veit­unn­ar.

10. gr.

Hita­veit­an skal gefa kaup­end­um og hús­eig­end­um upp­lýs­ing­ar um þrýst­ing og hitast­ig í stof­næð­um sé þess óskað.

11. gr.

Óvið­ráð­an­leg­ar breyt­ing­ar á þrýst­ingi, hita­stigi eða magni heita vatns­ins eru án ábyrgð­ar hita­veit­unn­ar. Um breyt­ing­ar sem stafa af óvið­ráð­an­leg­um ástæð­um skal hita­veit­an til­kynna not­end­um, svo fljótt sem unnt er.

12. gr.

End­ur­sala á heitu vatni er óheim­il án sam­þykk­is hita­veit­unn­ar.

III. KAFLI Veitu­kerfi

13. gr.

Hita­veit­an legg­ur, kost­ar og á all­ar lagn­ir veitu­kerf­is­ins, að­veituæð­ar, stof­næð­ar, dreifiæð­ar, götuæð­ar og heimæð­ar og lagn­ir inn­an­húss að og með mæligrind­um ásamt til­heyr­andi bún­aði. Hún ann­ast rekst­ur og við­hald eig­in veitu­kerf­is. Við­gerð­ir og teng­ing­ar sem hafa í för með sér rösk­un á vatns­rennsli, skal til­kynna not­end­um með hæfi­leg­um fyr­ir­vara, sjá þó ákvæði í 11. gr.

14. gr.

Hús­eig­anda inn­an veitu­svæð­is hita­veit­unn­ar þar sem veitu­kerfi hita­veit­unn­ar ligg­ur, er skylt að láta tengja hús sitt við hita­veit­una. Heim­ilt er að veita und­an­þágu frá þessu ákvæði, ef til þess liggja sér­stak­ar ástæð­ur.

15. gr.

Hita­veit­an ann­ast teng­ingu eig­in veitu­kerf­is við húsveitu hús­eig­anda. Við slíka fram­kvæmd skal hita­veit­an halda raski í lág­marki og ganga þrifa­lega um. Jafn­framt skal hita­veit­an færa til fyrra horfs eins og við verð­ur kom­ið. Hita­veit­an ákveð­ur stað­setn­ingu mæla­grind­ar og inntaks. Hús­eig­andi á ekki kröfu um sér­staka greiðslu fyr­ir óþæg­indi vegna lagn­ing­ar og við­halds veitu­kerf­is­ins.

16. gr.

Hús­eig­andi greið­ir stofn­gjald sam­kvæmt gjaldskrá hverju sinni.

17. gr.

Kostn­að við breyt­ing­ar á húsveitu eða hit­un­ar­kerfi húss vegna teng­ing­ar við hita­veit­una skal hús­eig­andi ann­ast og kosta.

Hús­eig­andi kost­ar breyt­ing­ar á heimæð­um sem nauð­syn­leg­ar eru vegna fram­kvæmda hans.

Hús­eig­andi skal fyr­ir­fram sækja um leyfi til hverra þeirra fram­kvæmda, sem kunna að hafa í för með sér rösk­un á veitu­kerfi hita­veit­unn­ar.

18. gr.

Hita­veit­an hef­ur rétt til að­gangs að hús­næði því, sem veitu­kerfi henn­ar ligg­ur um til við­halds, eft­ir­lits og breyt­inga. Inn­tak hita­veitu og mæla­grind skulu alltaf vera í sama her­bergi og skal lögn að mæla­grind vera óhul­in eða í stokk, sem auð­velt er að opna.

19. gr.

Sé nauð­syn­legt, vegna bil­un­ar eða end­ur­nýj­un­ar á heimæð hita­veitu, að grafa upp heimæð­ina, er starfs­mönn­um hita­veit­unn­ar það heim­ilt.

Starfs­menn skulu færa lóð til fyrra horfs, svo sem unnt er.

Hafi hús­eig­andi (not­andi) gróð­ur­sett trjá­gróð­ur, steypt veggi eða plan yfir heimæð­ina, ell­egar lagt yfir hana snjó­bræðslu­kerfi, ber hita­veit­an ekki ábyrgð á, eða greið­ir skaða­bæt­ur, vegna þess tjóns, sem verða kann á þess­um hlut­um vegna nauð­syn­legra að­gerða hita­veit­unn­ar.

IV. KAFLI Húsveit­ur og teng­ing þeirra

20. gr.

Um lögn nýrra hit­un­ar­kerfa eða breyt­ingu á eldri kerf­um gilda ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar. Áhleyp­ingu (teng­ingu) skal sækja um til hita­veit­unn­ar um leið og greitt er fyr­ir hita­veitu­inn­tak. Eng­ir að­r­ir en um­boðs­menn hita­veit­unn­ar mega hleypa vatni úr kerfi veit­unn­ar á hita­kerfi húsa. Hita­veit­unni er heim­ilt að leggja heimæð eða sam­eig­in­lega heimæð um lóð og hús­eig­andi skal sjá fyr­ir inntaks­stað fyr­ir hita­veitu við út­vegg kjall­ara eða fyrstu hæð­ar ef hús­ið er kjall­ara­laust, ásamt nauð­syn­legu rými fyr­ir mæla­grind­ur og/eða ann­að til­heyr­andi teng­ingu við veit­una. Þar skal vera nið­ur­fall í gólfi og það hús­rými skal vera að­gengi­legt starfs­mönn­um hita­veitu.

21. gr.

Alltaf skal vera sjálf­stæð heimæð og/eða rennslis­mæl­ir fyr­ir hverja íbúð í rað­hús­um og par­hús­um, sem og fjöl­býl­is­hús­um þar sem eru 6 íbúð­ir eða færri í hús­inu.

22. gr.

Upp­drætt­ir skulu upp­fylla al­menn­ar regl­ur um hönn­un heita­vatns­lagna, loft­hit­un­ar­kerfa og loftræsti­kerfa. Enn­frem­ur skal upp­fylla ákvæði bygg­ing­ar­sam­þykkt­ar og bygg­ing­ar­skil­mála.

Sam­þykki hita­veit­unn­ar á teng­ingu húsveitu við veitu­kerfi sitt og/eða út­tekt fel­ur ekki í sér ábyrgð á hugs­an­leg­um ágöll­um við hönn­un, gerð eða frá­g­ang húsveit­unn­ar.

Rétt til að hanna hita­lagn­ir og gera af þeim upp­drætti eða ann­ast hita­lagn­ir hafa þeir ein­ir, er til þess hafa mennt­un og rétt­indi eins og al­mennt er kraf­ist. Bæj­ar­stjórn get­ur sett nán­ari fyr­ir­mæli og regl­ur og um slík rétt­indi á veitu­svæði sínu.

Þeir að­il­ar, sem rétt­indi hafa til hönn­un­ar og lagn­ing­ar hita­kerfa sbr. hér að fram­an, bera ábyrgð á því að verk þeirra sé í sam­ræmi við reglu­gerð þessa, nán­ari fyr­ir­mæli er kunna að verða gef­in og sam­þykkta upp­drætti. Um meist­ara­skipti fer sam­kvæmt ákvæð­um bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar.

23. gr.

Starfs­menn hita­veit­unn­ar eiga ætíð rétt til þess að hafa óhindr­að­an að­g­ang til skoð­un­ar á veit­um, jafnt full­gerð­um sem ófull­gerð­um, hvort sem er til at­hug­un­ar á ör­yggi þeirra þ.m.t. tækja, til at­hug­un­ar á mæli­tækj­um og hvort öll notk­un komi rétt til mæl­is sam­kvæmt gjaldskrá, til álestr­ar á mæli­tæki, til lok­un­ar vegna van­skila og til ann­arra þeirra að­gerða, sem nauð­syn­leg­ar eru sam­kvæmt rétt­ind­um og skyld­um hita­veit­unn­ar.

Hús­eig­anda/not­anda er skylt að láta í té upp­lýs­ing­ar um hit­un húss­ins og heitt krana­vatn sé þess óskað.

Komi í ljós að verk sé eigi fram­kvæmt sam­kvæmt ákvæð­um reglu­gerð­ar þess­ar­ar, reglu­gerð um hita­lagn­ir, eða öðr­um regl­um er sett­ar kunna að verða, get­ur hita­veit­an stöðvað verk­ið þar til úr því verð­ur bætt. Pípu­lagn­inga­meist­ari skal ann­ast próf­un hita­lagna og vera við­stadd­ur þeg­ar vatni er hleypt á hita­kerf­ið.

24. gr.

Sé húsveita tengd veitu­kerfi hita­veit­unn­ar, án heim­ild­ar get­ur hita­veit­an af­tengt húsveit­una fyr­ir­vara­laust.

25. gr.

Hús­eig­andi/not­andi ber ábyrgð á með­ferð bún­að­ar og lagna inn­an­húss sem eru í eigu hita­veit­unn­ar.

Hús­eig­anda/not­anda ber að til­kynna taf­ar­laust til hita­veit­unn­ar, ef vart verð­ur bil­un­ar á bún­aði og tækj­um henn­ar.

Hús­eig­andi/not­andi greið­ir kostn­að við við­gerð eða end­ur­nýj­un bún­að­ar sem verð­ur fyr­ir skemmd­um af þeirra völd­um.

V. KAFLI Skil­mál­ar fyr­ir heita­vatns­sölu

26. gr.

Upp­haf og lok samn­ings­ins um kaup á heitu vatni eru við skrán­ingu til­kynn­inga hjá hita­veit­unni þess efn­is.

27. gr.

Skil­yrði fyr­ir sölu á heitu vatni er að í gildi sé sam­þykkt um­sókn um teng­ingu við­eig­andi húsveitu við veitu­kerfi hita­veit­unn­ar. Hita­veit­an ber ekki fjár­hags­lega ábyrgð á tjóni sem leiða kann af rekstr­artufl­un­um er verða á veit­unni vegna frosta, raf­magnstrufl­ana, nátt­úru­ham­fara eða ann­arra óvið­ráð­an­legra at­vika. Sama gild­ir ef rennsli í vatns­æð er stöðvað um stund­ar­sak­ir vegna við­gerða eða ann­arra nauð­syn­legra fram­kvæmda veit­unn­ar. Þurfi að tak­marka notk­un á heitu vatni um lengri eða skemmri tíma ákveð­ur hita­veit­an hvern­ig hún skuli tak­mörk­uð.

Tak­mörk­un­in hef­ir ekki áhrif á greiðslu fasta­gjalds (fasts afl­gjalds eða mæligjalds).

Hita­veit­unni er ekki skylt að greiða bæt­ur eða veita af­slátt vegna tak­mörk­un­ar á af­hend­ingu vatns og/eða lækk­un­ar á hita­stigi.

28. gr.

Hita­veit­an ákveð­ur stærð og gerð rennslis­mæla og skulu þeir inn­sigl­að­ir. Starfs­menn hita­veit­unn­ar inn­sigla mæl­ana.

Ef rof­ið er inn­sigli á bún­aði hita­veit­unn­ar varð­ar það refs­ingu sam­kvæmt al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um.

Ef not­andi ósk­ar að mæl­ir sér próf­að­ur skal hann senda skrif­lega beiðni þar um til hita­veit­unn­ar. Komi í ljós við próf­un að um meira en 5% skekkju í mæl­ingu er að ræða skal hita­veit­an setja upp nýj­an mæli, án end­ur­gjalds og leið­rétta reikn­ing kaup­anda við nið­ur­stöð­ur henn­ar, þó ekki fyr­ir lengra tíma­bil en tvo mán­uði, nema kaup­andi eða hita­veita, eft­ir því sem við á, geti sann­að að um lengra tíma­bil hafi ver­ið að ræða, þó lengst fjög­ur ár.

29. gr.

Not­andi skal greiða hita­veit­unni fyr­ir heitt vatn sam­kvæmt gild­andi gjaldskrá.

Við breyt­ing­ar á gjaldskrá skal reikn­ings­færa notk­un í beinu hlut­falli við gild­is­tíma hverr­ar gjald­skrár á því tíma­bili, sem reikn­ing­ur­inn tek­ur til.

Hita­veit­an má byggja orku­reikn­inga á áætlun um vatns­notk­un kaup­anda og inn­heimta reglu­lega sam­kvæmt slíkri áætlun. Reikn­ing­ar sem byggjast á stað­reyndri vatns­notk­un nefn­ast álestr­ar­reikn­ing­ar, en reikn­ing­ar sem byggjast á áætl­aðri vatns­notk­un nefn­ast áætl­un­ar­reikn­ing­ar.

Raun­veru­lega vatns­notk­un skal stað­reyna að jafn­aði eigi sjaldn­ar en á 12 mán­aða fresti. Þeg­ar vatns­notk­un hef­ir ver­ið stað­reynd, skal hún reikn­ings­færð og gerð upp fyr­ir tíma­bil milli álestra og koma þá áætl­un­ar­reikn­ing­ar til frá­drátt­ar.

Kaup­andi get­ur þó jafn­an óskað auka­álestra og upp­gjörs mið­að við stað­reynda notk­un. Enn­frem­ur get­ur hann óskað eft­ir breyt­ingu á áætlun um vatns­notk­un vegna nýrra for­sendna.

Ef mæl­ir bil­ar eða vatns­kaup eru leyfð tíma­bund­ið án mæl­is, áætl­ar hita­veit­an selt vatns­magn með hlið­sjón af hita­þörf húss­ins, og ber hús­eig­anda/not­anda að greiða sam­kvæmt þeirri áætlun.

Reikn­inga skal senda kaup­anda á notk­un­ar­stað eða ann­an stað sem hann til­tek­ur.

Út­send­ing heita­vatns­reikn­inga skal fara fram eigi sjaldn­ar en árs­fjórð­ungs­lega. Hita­veit­an hef­ur heim­ild til að skipta reikn­ingi vegna vatns­kaupa, fleiri en eins not­anda, um einn mæli. Skal þá mið­að við stærð­ar­hlut­fall hverr­ar eign­ar í rúm­metr­um, af heild­ar­stærð við­kom­andi húss, nema fullt skrif­legt sam­komulag sé milli allra að­ila, sem hlut eiga að máli, um aðra skipt­ingu. Sé það gert bera kaup­end­ur um þann mæli all­ir fyr­ir einn og einn fyr­ir alla ábyrgð á greiðslu hvers reikn­ings. Verði vanskil á greiðslu eins eða fleiri reikn­inga er hita­veit­unni heim­ilt að stöðva vatns­af­hend­ingu um hinn sam­eig­in­lega mæli sam­an­ber 1. mgr. 31. gr. Setji not­andi á sam­eig­in­leg­um mæli upp hjá sér ein­hvern þann bún­að sem hef­ur í för með sér aukna heita­vatns­notk­un, um­fram það sem teljast má eðli­leg heim­il­is­notk­un, hef­ur hita­veit­an heim­ild til að setja á slík­an bún­að sér­stak­an mæli. Þetta gild­ir t.d. um snjó­bræðslu­kerfi, heita potta, gróð­ur­hús og sund­laug­ar. Verði greiðslufall á reikn­ingi hvort sem um er að ræða áætl­un­ar- eða álestr­ar­reikn­ing, má hita­veit­an reikna drátt­ar­vexti frá gjald­daga reikn­ings hverju sinni.

30. gr.

Hita­veit­an hef­ur rétt til að stöðva af­hend­ingu á heitu vatni til húsveitu (mæl­is) kaup­anda, sem greið­ir ekki áætl­un­ar- eða álestr­ar­reikn­ing eða van­ræk­ir skyld­ur sín­ar sam­kvæmt reglu­gerð þess­ari.

Til slíkra að­gerða má þó fyrst grípa eft­ir eindaga og að und­an­geng­inni skrif­legri við­vörun, sem send­ist kaup­anda sem eigi skal vera skemmri en með þriggja daga fyr­ir­vara. Hita­veit­an ber ekki ábyrgð á hugs­an­leg­um af­leið­ing­um slíkr­ar lok­un­ar. Hita­veit­an hef­ur rétt til að krefja not­anda um greiðslu kostn­að­ar við und­ir­bún­ing að stöðvun vatns­af­hend­ing­ar, fram­kvæmd stöðv­un­ar­inn­ar, svo og opn­un veit­unn­ar á ný.

Eng­inn má af- eða end­urtengja hita­veit­una nema þeir sem hita­veit­an hef­ur veitt um­boð til þess. Sé brot­ið gegn þessu skal far­ið með það sem óleyfi­lega vatns­notk­un.

Verði upp­víst að heitt vatn hafi ver­ið notað á ann­an hátt en um er sam­ið, að raskað hafi ver­ið mæli­tækj­um eða teng­ing­um breytt þann­ig að ekki komi fram öll notk­un skal hita­veit­an áætla það vatn sem notað var óleyfi­lega. Að öðru leyti skal fara með mál út af slíku í sam­ræmi við  33. og  34. grein þess­ara reglu­gerð­ar.

31. gr.

Nú van­ræk­ir hús­eig­andi/not­andi að vinna verk sem hon­um ber sam­kvæmt reglu­gerð þess­ari, eða verk er ekki unn­ið á við­un­andi hátt, er hita­veit­unni þá heim­ilt að láta vinna það sem þörf kref­ur á kostn­að hans.

VI. KAFLI Ýmis ákvæði

32. gr.

Öll gjöld sam­kvæmt reglu­gerð þess­ari og gjaldskrá má inn­heimta með fjár­námi.

33. gr.

Brot á reglu­gerð þess­ari varða sekt­um, nema þyngri refs­ing liggi við að lög­um.

34. gr.

Með mál út af brot­um á reglu­gerð þess­ari skal far­ið að hætti op­in­berra mála.

35. gr.

Reglu­gerð þessi sem sam­þykkt er af bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar er hér með stað­fest sam­kvæmt orku­lög­um nr. 58 frá 29. apríl 1967 til að öðl­ast gildi þeg­ar í stað og birt­ist til eft­ir­breytni öll­um þeim sem hlut eiga að máli. Jafn­framt er úr gildi felld eldri reglu­gerð nr. 959 frá 20. des­em­ber 2001.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00