Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur þjón­ustu­svæð­is Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps um not­end­a­stýrða per­sónu­lega að­stoð fyr­ir fatlað fólk.

I. kafli – Al­menn ákvæði

1. gr. Grund­völl­ur þjón­ustu

Regl­ur þess­ar taka til not­end­a­stýrðr­ar per­sónu­legr­ar að­stoð­ar (NPA) við fatlað fólk sem býr í Mos­fells­bæ og Kjós­ar­hreppi.

Regl­ur þess­ar grund­vallast á 11. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018, reglu­gerð um not­end­a­stýrða per­sónu­lega að­stoð nr. 1250/2018 og hand­bók fé­lags­mála­ráðu­neyt­is um NPA frá ár­inu 2019.

Til sam­ræm­is við bráða­birgða­ákvæði I í lög­um um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018 skulu Mos­fells­bær og Kjós­ar­hrepp­ur vinna að inn­leið­ingu NPA til árs­ins 2022. Fjöldi samn­inga sem gerð­ir eru mið­ast við það fjár­fram­lag sem rík­is­sjóð­ur hef­ur ákveð­ið til verk­efn­is­ins. Í ljósi þess verða þeir í for­gangi fyr­ir NPA sem hafa þarf­ir sem ekki hef­ur ver­ið hægt að koma til móts við á ann­an hátt og þar sem fyr­ir ligg­ur fag­legt mat á að NPA sé hent­ugt form til að mæta þjón­ustu­þörf­um.

2. gr. Inn­tak þjón­ustu

NPA bygg­ist á hug­mynda­fræð­inni um sjálf­stætt líf og veit­ir fötl­uðu fólki með mikla stuðn­ings­þörf aukin tæki­færi til að stjórna eig­in lífi og vel­ferð. NPA bygg­ist á því að not­end­ur ráði sitt að­stoð­ar­fólk sjálf­ir og hafi val um hvern­ig að­stoð­in er veitt, hvenær, hvar og hvaða að­stoð er um að ræða, enda er for­senda NPA sú að not­andi sé verk­stjórn­andi.

NPA fel­ur í sér að sveit­ar­fé­lag­ið greið­ir mán­að­ar­lega upp­hæð til þess sem fer með um­sýslu með samn­ingn­um, sem bygg­ist á mati á þeirri að­stoð sem not­andi þarfn­ast til að geta lifað sjálf­stæðu lífi og er greiðsl­un­um ætlað að standa und­ir launa­kostn­aði ásamt starfs­manna- og um­sýslu­kostn­aði.

II. kafli – Um­sókn­ir og af­greiðsla

3. gr. Um­sókn

Um­sókn um NPA skal vera skrif­leg og á sér­stöku eyðu­blaði. Um­sókn­areyðu­blað íbúa Mos­fells­bæj­ar má nálg­ast á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, eða hjá þjón­ustu­veri í Þver­holti 2. Um­sókn­areyðu­blað íbúa Kjós­ar­hrepps má nálg­ast á vef Kjós­ar­hrepps, kjos.is eða á skrif­stofu í Ás­garði.

4. gr. For­send­ur sam­þykk­is

Til þess að eiga rétt á þjón­ustu í formi NPA þurfa not­end­ur að upp­fylla öll eft­ir­far­andi skil­yrði og leggja fram gögn því til stuðn­ings eft­ir því sem við á:

 1. Eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ eða Kjós­ar­hreppi.
 2. Vera fatl­að­ur í skiln­ingi laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.
 3. Hafa náð 18 ára aldri.
 4. Hafa mikla og við­var­andi þörf fyr­ir dag­lega að­stoð sem nem­ur um­fram 15 tím­um á viku að jafn­aði.
 5. Hafa metna stuðn­ings­þörf sam­kvæmt SIS-mati (Supp­orts In­tensity Scale) flokk V eða hærri, eða sam­kvæmt sam­bæri­legu mati.
 6. Búa í sjálf­stæðri bú­setu. Bú­seta í sér­tæku hús­næð­isúr­ræði, á hjúkr­un­ar- eða dval­ar­heim­ili þar sem greidd eru dag­gjöld frá ríki telst ekki sem sjálf­stæð bú­seta.

5. gr. Af­greiðsla og mat á um­sókn

Eft­ir mót­töku um­sókn­ar skal um­sækj­andi boð­að­ur til við­tals inn­an átta vikna þar sem fram fer frek­ari upp­lýs­inga­öflun. Fjöl­skyldu­svið met­ur, í sam­ráði við um­sækj­anda, heild­stætt þörf stuðn­ings og hvern­ig best er að koma til móts við þarf­ir og ósk­ir um­sækj­anda.

Ákvörð­un um af­greiðslu um­sókn­ar er tekin af fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar og skal not­anda til­kynnt um nið­ur­stöðu fund­ar eins fljótt og unnt er.

Öll­um um­sókn­um er svarað skrif­lega. Sam­þykkt­ar um­sókn­ir rað­ast eft­ir for­gangs­röðun hverju sinni. Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs hef­ur sam­band við um­sækj­anda þar sem far­ið er yfir hvenær sam­þykkt þjón­usta get­ur haf­ist. Þjón­usta get­ur ein­göngu haf­ist með sam­þykki frá fé­lags­mála­ráðu­neyti fyr­ir hlut­deild rík­is­sjóðs í samn­ingi auk sam­þykk­is fyr­ir fjár­magni frá bæj­ar­sjóði. Sé um­sókn hafn­að eða ekki unnt að hefja þjón­ustu strax skal starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs upp­lýsa um­sækj­anda um þá þjón­ustu sem stend­ur til boða, eft­ir því sem við á, í stað­in fyr­ir NPA eða með­an á bið stend­ur.

Sé um­sókn hafn­að skal um­sækj­anda leið­beint um rétt hans til að óska eft­ir end­ur­skoð­un ákvörð­un­ar til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

III. kafli – Fram­kvæmd

6. gr. Þjón­ustu­þætt­ir

Eft­ir­tald­ir þjón­ustu­þætt­ir verða hluti af NPA og fell­ur sam­svar­andi þjón­usta veitt af hálfu fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar nið­ur við gildis­töku samn­ings.

 1. Stuðn­ings­þjón­usta, sbr. VII. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991.
 2. Stoð­þjón­usta, sbr. 1. tl. 1. mgr. 8. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.
 3. Stuðn­ings­fjöl­skyld­ur, sbr. 15. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.
 4. Skamm­tíma­dvöl, sbr. 17. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018

Sé vilji um­sækj­anda að þjón­usta sem veitt er af öðr­um kerf­um stjórn­sýsl­unn­ar (svo sem heil­brigð­is- eða mennta­kerf­is) nýt­ist inn í NPA samn­ing skal slíkt ein­göngu bjóð­ast ná­ist samn­ing­ar milli þeirra kerfa sem um ræð­ir og þann­ig verði greitt sam­svar­andi fjár­magn inn í samn­ing­inn.

Að sama skapi fell­ur þjón­usta veitt sam­kvæmt 24. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018 ekki nið­ur nema sér­stak­lega sé óskað eft­ir því. Haldi not­andi þeirri þjón­ustu er sam­svar­andi fjöldi tíma ekki met­inn inn í samn­ing­inn.

7. gr. Sam­komulag um vinnu­stund­ir

Þeg­ar um­sækj­andi hef­ur feng­ið sam­þykki fyr­ir NPA samn­ingi og þeg­ar áætlað er að þjón­usta geti haf­ist und­ir­rita um­sækj­andi og fjöl­skyldu­svið sam­komulag um vinnu­stund­ir þar sem kveð­ið er á um fjölda mán­að­ar­legra vinnu­stunda í samn­ingi.

Þeg­ar sam­komulag um vinnu­stund­ir hef­ur ver­ið und­ir­ritað hef­ur um­sækj­andi val um tvær leið­ir við um­sýslu með samn­ingi:

 1. Að gera sam­komulag við ein­stak­ling eða lög­að­ila að eig­in vali, sem hef­ur til þess starfs­leyfi, um að taka að sér um­sýslu með þjón­ustu við sig.
 2. Að ann­ast sjálf­ur um­sýslu með eig­in þjón­ustu. Skal hann þá sækja um slíkt leyfi til Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar fé­lags­þjón­ustu og barna­vernd­ar og er veit­ing leyf­is for­senda þess að þessi leið sé farin.

Þeg­ar fyr­ir ligg­ur hver muni fara með um­sýslu samn­ings, og um­sýslu­leyfi ligg­ur fyr­ir, und­ir­rita um­sýslu­að­ili og/eða not­andi og sveit­ar­fé­lag ein­stak­lings­samn­ing um NPA. Enn frem­ur gera um­sýslu­að­ili (eða not­andi eft­ir því sem við á) og sveit­ar­fé­lag með sér sam­starfs­samn­ing um fram­kvæmd NPA.

8. gr. Að­stoð­ar­verk­stjórn

Not­end­ur með NPA samn­ing skulu vera í verk­stjórn­ar­hlut­verki í sínu lífi. Sé það mat um­sækj­anda og fjöl­skyldu­sviðs að not­andi þurfi á að­stoð að halda við að koma á fram­færi sín­um ósk­um og þörf­um er hægt að fela að­ila úr röð­um að­stoð­ar­fólks hans að­stoð­ar­verk­stjórn sem ann­ast þá verk­stjórn í sam­vinnu við not­anda. Að­stoð­ar­verk­stjóri ann­ast skipu­lag starfs­ins fyr­ir hönd not­anda. Kostn­að­ur vegna að­stoð­ar­verk­stjórn­ar er met­inn sér­stak­lega og bæt­ist við þann tíma­fjölda sem hef­ur ver­ið sam­þykkt­ur í sam­komu­lagi um vinnu­stund­ir.

9. gr. Fjár­hæð og skipt­ing greiðslna

Fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar greið­ir þeim sem fer með um­sýslu með samn­ingi mán­að­ar­lega fyr­ir­fram um­samda fjár­hæð sam­kvæmt sam­komu­lagi um vinnu­stund­ir, ein­stak­lings­samn­ingi um NPA og gild­andi gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar um not­end­a­stýrða per­sónu­lega að­stoð. Um­sýslu­að­ila eða not­anda, eft­ir því sem við á, ber að ráð­stafa greiðsl­um í sam­ræmi við metna stuðn­ings­þörf sem kem­ur fram í sam­komu­lagi um vinnu­stund­ir.

Fjár­hæð sem greidd er skipt­ist í kostn­að vegna launa og launa­tengdra gjalda (85%), um­sýslu­kostn­að (10%) og starfs­manna­kostn­að (5%). Not­anda eða um­sýslu­að­ila er ekki heim­ilt að ráð­stafa fram­lag­inu á ann­an hátt en að fram­an grein­ir. Um­sýslu­að­ili ráð­staf­ar starfs­manna­kostn­aði beint til not­anda.

Al­mennt skal nýta greiðsl­ur í þeim mán­uði sem þær eru ætl­að­ar fyr­ir. Heim­ilt er þó að ráð­stafa launa­kostn­aði óreglu­lega milli mán­aða inn­an almanaks­árs til að mæta breyti­leg­um stuðn­ings­þörf­um. Sé upp­safn­að­ur launa­kostn­að­ur sem nem­ur þrem­ur mán­uð­um ber um­sýslu­að­ila að upp­lýsa sveit­ar­fé­lag um það og rök­styðja.

Fjöl­skyldu­sviði er heim­ilt að stöðva greiðsl­ur, tíma­bund­ið eða ótíma­bund­ið eft­ir því sem við á, ef not­andi er ekki fær um að nýta þá þjón­ustu sem sam­ið hef­ur ver­ið um, svo sem vegna and­láts eða langvar­andi sjúkra­hús­dval­ar. Fjöl­skyldu­sviði ber þó að horfa til þeirra skuld­bind­inga sem um­sýslu­að­ili hef­ur geng­ist und­ir gagn­vart að­stoð­ar­fólki not­anda.

10. gr. Upp­gjör

Í upp­hafi hvers almanaks­árs send­ir um­sýslu­að­ili fjöl­skyldu­sviði heild­ar­upp­gjör árs­ins á und­an, eða eigi síð­ar en 20. janú­ar. Ljúki samn­ingi fyrr skal skila upp­gjöri inn­an mán­að­ar frá greiðslu síð­ustu launa. Í upp­gjöri skal koma fram sund­urlið­un á greiðslu launa og launa­tengdra gjalda og ráð­stöf­un fram­lags á um­sýslu- og starfs­manna­kostn­aði.

Óráð­stöf­uðu fjár­magni við upp­gjör skal skilað til fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en tveim­ur vik­um eft­ir að upp­gjör ligg­ur fyr­ir. Standi um­sýslu­að­ili ekki að því að skila óráð­stöf­uðu fjár­magni til fjöl­skyldu­sviðs get­ur slíkt leitt til upp­sagn­ar á samn­ingi.

Fjöl­skyldu­svið ber ekki ábyrgð á rekstr­arnið­ur­stöðu eða fjár­hags­legu tapi um­sýslu­að­ila/not­anda. Sveit­ar­fé­lag­ið get­ur óskað eft­ir að skoða bók­hald um­sýslu­að­ila/not­anda sem get­ur óskað eft­ir því að hafa end­ur­skoð­anda sinn við­stadd­an skoð­un­ina.

Um­sýslu­að­ili/not­andi skal senda fjöl­skyldu­sviði mán­að­ar­lega yf­ir­lit yfir nýt­ingu vinnu­stunda. Fjöl­skyldu­svið get­ur einn­ig óskað eft­ir árs­fjórð­ungs­leg­um skilagrein­um frá um­sýslu­að­ila/not­anda þar sem kem­ur fram hvern­ig fjár­magn hef­ur nýst.

11. gr. Ábyrgð not­anda/um­sýslu­að­ila

Not­anda er al­mennt ekki heim­ilt að ráða til sín eða ráð­stafa greiðsl­um sam­kvæmt samn­ingi til maka, ein­stak­lings sem held­ur heim­ili með hon­um eða ná­ins ætt­ingja. Heim­ilt er að víkja frá þessu í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um, ef sýnt þyk­ir að hags­mun­um not­anda sé best borg­ið með slíkri ráð­stöf­un og það sé sann­ar­lega hans vilji.

Not­andi/um­sýslu­að­ili er vinnu­veit­andi starfs­fólks og skuld­bind­ur sig til að kynna sér og fylgja ákvæð­um í regl­um þess­um sem og ákvæði þeirra laga, reglu­gerða og op­in­berra fyr­ir­mæla sem um slíka starf­semi gilda.

Not­anda ber að veita fjöl­skyldu­sviði upp­lýs­ing­ar um tíma- eða vinnu­skrár og ráðn­ing­ar­samn­inga að­stoð­ar­fólks sé eft­ir því leitað.

Not­anda/um­sýslu­að­ila ber að upp­lýsa fjöl­skyldu­svið um það án taf­ar ef erf­ið­leik­ar verða við um­sjón greiðslna. Einn­ig ber að til­kynna fjöl­skyldu­sviði um all­ar breyt­ing­ar sem verða á hög­um hans og snerta greiðsl­ur til hans inn­an sjö daga, svo sem tíma­bundna dvöl ann­ars­stað­ar en á lög­heim­ili og flutn­ing lög­heim­il­is.

12. gr. Ábyrgð fjöl­skyldu­sviðs

Fjöl­skyldu­svið ber ábyrgð á eft­ir­liti með ein­stak­lings­samn­ing­um um NPA.

Ef not­end­a­stýrð per­sónu­leg að­stoð mis­ferst eða fell­ur nið­ur skal fjöl­skyldu­svið leit­ast við að koma til móts við stuðn­ings­þarf­ir not­anda sam­kvæmt mati eins og hægt er.

Fjöl­skyldu­svið skal stöðva greiðsl­ur tíma­bund­ið ef not­andi er ekki fær um að nýta þá þjón­ustu sem fjár­magn­ið er ætlað til. Í slík­um til­vik­um þarf að taka til­lit til skuld­bind­inga sem kunna að hvíla á not­anda.

Starfs­fólki fjöl­skyldu­sviðs ber að gæta þag­mælsku og virða trún­að við not­end­ur, enda hef­ur það und­ir­ritað yf­ir­lýs­ingu þess efn­is. Öllu starfs­fólki og þjón­ustu­að­il­um ber og að sýna not­end­um virð­ingu í orði sem og í verki.

Um­sækj­andi eða not­andi á rétt á að kynna sér upp­lýs­ing­ar úr skráð­um gögn­um er varða um­sókn hans eða samn­ing, svo fremi að það stang­ist ekki á við trún­að gagn­vart öðr­um ein­stak­ling­um.

Not­andi með NPA samn­ing á áfram rétt á ráð­gjöf frá fjöl­skyldu­sviði, hvort sem er vegna at­riða tengd­um NPA samn­ingi eða öðr­um mál­efn­um á for­ræði fjöl­skyldu­sviðs.

13. gr. Eft­ir­fylgd og end­ur­mat

Eigi síð­ar en þrem­ur mán­uð­um eft­ir að nýr samn­ing­ur um not­end­a­stýrða per­sónu­lega að­stoð tek­ur gildi skal fjöl­skyldu­svið kanna hvern­ig þjón­ustu­formið nýt­ist. Jafn­framt skal kann­að hvort öðr­um skil­yrð­um samn­ings­ins sé full­nægt. Sé þess þörf leið­bein­ir starfs­fólk fjöl­skyldu­sviðs not­anda um breytta fram­kvæmd eða önn­ur úr­ræði.

End­ur­mat á stuðn­ings­þörf skal fram­kvæmt einu sinni á ári. Verði um veru­leg­ar breyt­ing­ar á stuðn­ings­þörf að ræða skal fjöl­skyldu­svið leggja mat á þörf fyr­ir þjón­ustu í sam­vinnu við not­anda. Ákvörð­un um breyt­ingu á samn­ingi er í hönd­um fjöl­skyldu­nefnd­ar að fengn­um til­lög­um trún­að­ar­mála­fund­ar fjöl­skyldu­sviðs. Ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar skal til­kynnt not­anda skrif­lega inn­an fjög­urra vikna.

14. gr. End­ur­greiðsl­ur

Fjöl­skyldu­sviði ber að gæta þess að greiðsl­um til not­anda sé ráð­stafað á til­ætl­að­an hátt og hef­ur heim­ild til að krefjast end­ur­greiðslu komi í ljós að greiðsl­um eða hluta þeirra hafi ekki ver­ið var­ið til þeirr­ar að­stoð­ar sem til­greind er í samn­ingi.

Komi til of­greiðslu ber um­sækj­anda að end­ur­greiða mis­mun­inn til fjöl­skyldu­sviðs inn­an 14 daga frá til­kynn­ingu þar að lút­andi.

15. gr. Upp­sögn samn­ings

Gagn­kvæm­ur þriggja mán­aða frest­ur er á upp­sögn samn­ings og skal upp­sögn berast skrif­lega.

Við eft­ir­lit og end­ur­mat kunna að koma fram at­vik sem leiða til rift­un­ar samn­ings. Trún­að­ar­mála­fundi fjöl­skyldu­sviðs er þá heim­ilt að leggja til við fjöl­skyldu­nefnd að samn­ingi verði rift og not­anda gert að end­ur­greiða það fjár­magn sem hon­um hef­ur ver­ið út­hlutað eða hluta af því, sé sýnt fram á eitt eða fleiri af eft­ir­far­andi:

 1. að fjár­magn­ið hafi að hluta til eða í heild ekki ver­ið nýtt til að koma til móts við skil­greind­ar þarf­ir not­anda fyr­ir stuðn­ing sam­kvæmt samn­ingi
 2. að not­andi hafi mót­tek­ið fjár­magn frá öðr­um að­ila ætlað að hluta til eða í heild til þeirr­ar að­stoð­ar sem samn­ing­ur­inn tek­ur til
 3. að ákvæð­um samn­ings­ins hafi ekki ver­ið fylgt að öðru leyti

Slík ákvörð­un skal tekin af fjöl­skyldu­nefnd, rök­studd og til­kynnt not­anda form­lega. Not­andi get­ur óskað eft­ir end­ur­skoð­un ákvörð­un­ar­inn­ar og skal það gert inn­an fjög­urra vikna frá því að hon­um barst til­kynn­ing um hana. Trún­að­ar­mála­fund­ur fjöl­skyldu­sviðs legg­ur þá til við fjöl­skyldu­nefnd að ákvörð­un­in verði end­ur­skoð­uð. Sú ákvörð­un er end­an­leg.

Sé samn­ingi rift stöðvast greiðsl­ur frá fjöl­skyldu­sviði sam­stund­is. Fjöl­skyldu­svið skal þá sjá til þess að lög­bund­in þjón­usta við not­anda hefj­ist eins fljótt og unnt er til að tryggja not­anda sem minnstri rösk­un.

Sé sýnt fram á svik eða ólög­legt at­hæfi af hálfu um­sækj­anda eða þriðja að­ila sem varð­ar með­ferð út­hlut­aðs fjár­magns sam­kvæmt samn­ingi að­ila er trún­að­ar­mála­fundi heim­ilt að leggja til við fjöl­skyldu­nefnd að rifta samn­ingn­um án fyr­ir­vara og taka upp fyrra eða ann­að þjón­ustu­form. Nefnd­in get­ur þá tek­ið slíka ákvörð­un, enda séu máls­at­vik óyggj­andi.

16. gr. End­urupp­taka

Um­sækj­andi eða not­andi get­ur óskað eft­ir því að mál hans sé tek­ið til með­ferð­ar á ný ef af­greiðsla fjöl­skyldu­sviðs eða fjöl­skyldu­nefnd­ar á um­sókn hans eða breyt­ing­um á samn­ingi hef­ur byggst á ófull­nægj­andi eða röng­um upp­lýs­ing­um um máls­at­vik ell­egar ákvörð­un hef­ur byggst á að­stæð­um sem breyst hafa veru­lega frá því að hún var tekin.

Ósk um end­urupp­töku skal beina til fjöl­skyldu­nefnd­ar inn­an þriggja mán­aða frá birt­ingu ákvörð­un­ar. Telji nefnd­in að for­send­ur séu fyr­ir end­urupp­töku skal er­indi þar að lút­andi vísað til trún­að­ar­mála­fund­ar fjöl­skyldu­sviðs til frek­ari máls­með­ferð­ar. Trún­að­ar­mála­fund­ur bein­ir til­lögu sinni til fjöl­skyldu­nefnd­ar til end­an­legr­ar ákvörð­un­ar.

Sé um­sækj­andi ekki sátt­ur við ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar er hon­um heim­ilt að kæra hana til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála inn­an þriggja mán­aða frá því hon­um barst til­kynn­ing um ákvörð­un­ina skv. 1. mgr. 35. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk.

IV. kafli – Gild­is­tími

17. gr. Gild­is­tími

Samn­ing­ar um NPA eru tíma­bundn­ir, þó aldrei leng­ur en til 31. des­em­ber 2022. Samn­ing­ur skal í upp­hafi aldrei gerð­ur leng­ur en til eins árs.

Afla skal starfs­leyf­is vegna þeirra samn­inga sem voru í gildi fyr­ir gildis­töku þess­ara reglna. Gilt starfs­leyfi er skil­yrði fyr­ir end­ur­nýj­un samn­inga.

18. gr. Gild­istaka

Sam­þykkt á 752. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 22. janú­ar 2020 og á 210. fundi hrepps­nefnd­ar Kjós­ar­hrepps þann 10. mars 2020. Regl­ur þess­ar öðl­ast gildi við birt­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um og jafn­framt falla regl­ur um not­end­a­stýrða per­sónu­lega að­stoð fyr­ir fatlað fólk frá 26. sept­em­ber 2012 úr gildi sem birt­ar voru á vef Mos­fells­bæj­ar.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00