Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um not­endaráð þjón­ustu­svæð­is Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps um mál­efni fatl­aðs fólks.

1. gr. Um­boð

Not­endaráð fatl­aðs fólks á þjón­ustu­svæði Mos­fells­bæ og Kjós­ar­hreppi starf­ar í um­boði bæj­ar­stjórn­ar með þeim hætti sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt þess­ari, sam­þykkt Mos­fells­bæj­ar nr. 238/2014, 8. og 10. gr. laga nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga m.s.b. og 1.mgr. 7. gr., 2. mgr. 8. gr. og 5.mgr. 11. gr. laga nr. 38/2018, um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

2. gr. Skip­an

Not­endaráð um mál­efni fatl­aðs fólks er skip­að sex full­trú­um.

  • Þrír full­trú­ar og þrír til vara skulu til­nefnd­ir af sveit­ar­stjórn­um sveit­ar­fé­lag­anna að lokn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.
  • Þrír full­trú­ar og þrír til vara skulu til­nefnd­ir af hags­muna­sam­tök­um fatl­aðs fólks á þjón­ustu­svæð­inu.

Not­endaráð kýs sér sjálft formann og vara­formann. Skip­un­ar­tími þess fylg­ir kjör­tíma­bili bæj­ar­stjórn­ar. Að­al­menn boða vara­menn sína til fund­ar ef þeir for­fallast en ráð­ið get­ur einn­ig ákveð­ið að all­ir vara­menn sitji fundi ásamt að­al­mönn­um. Seta í not­enda­ráði er ólaun­uð. Starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs er starfs­mað­ur ráðs­ins og rit­ar hann jafn­framt fund­ar­gerð­ir þess.

Óskað skal eft­ir til­nefn­ing­um frá Lands­sam­tök­un­um Þroska­hjálp og Ör­yrkja­banda­lagi Ís­lands.

3. gr. Hlut­verk og markmið

Hlut­verk not­enda­ráðs er að vera form­leg­ur vett­vang­ur sam­ráðs og sam­starfs við sveit­ar­stjórn­ir á þjón­ustu­svæð­inu um hags­muni fatl­aðs fólks þar sem fjallað er um þjón­ustu við fatlað fólk, fram­kvæmd henn­ar og þró­un. Ráð­ið stuðl­ar þann­ig að skoð­ana­skipt­um og miðlun upp­lýs­inga milli fatl­aðs fólks og stjórn­valda sveit­ar­fé­lag­anna um stefnu og fram­kvæmd í mál­efn­um sem varða fatlað fólk og er þeim og fasta­nefnd­um þeirra til ráð­gjaf­ar í þeim efn­um.

Mark­mið­ið með starfi not­enda­ráðs­ins er að gera fötl­uðu fólki kleift að hafa áhrif á og taka þátt í skipu­lagi og fram­kvæmd þjón­ustu sem það varð­ar, svo og öðr­um hags­muna­mál­um sín­um.

4. gr. Verk­efni

Hlut­verk not­enda­ráðs­ins er einkum:

  • Að vera ráð­gef­andi fyr­ir stjórn­völd og hlut­að­eig­andi stofn­an­ir þjón­ustu­svæð­is­ins um hug­mynda­fræði og stefnu­mót­un í mál­efn­um fatl­aðs fólks.
  • Að fylgjast með fram­kvæmd þjón­ustu við fatlað fólk á þjón­ustu­svæð­inu í sam­ráði við not­end­ur henn­ar og tals­menn þeirra eða að­stand­end­ur. Í því felst með­al ann­ars að fjalla um ábend­ing­ar og til­lög­ur þeirra sem í hlut eiga, þó ekki þær sem varða mál­efni ein­stak­linga.
  • Að koma á fram­færi hug­mynd­um, til­lög­um og ábend­ing­um um inn­tak og til­hög­un þjón­ustu við fatlað fólk á þjón­ustu­svæð­inu.
  • Veita vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu um­sögn um þjón­ustu sem fé­laga­sam­tök, sjálfeign­ar­stofn­an­ir og að­r­ir þjón­ustu- og rekstr­ar­að­il­ar hyggjast veita sam­kvæmt ákvæð­um lagna nr. 38/2018 um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

5. gr. Starfs­hætt­ir

Not­endaráð kem­ur sam­an minnst fjór­um sinn­um á ári, en held­ur fundi þar að auki eins oft og þurfa þyk­ir.

Formað­ur not­enda­ráðs boð­ar til funda og stýr­ir þeim. Á dagskrá skulu tekin mál sem full­trú­ar í ráð­inu hafa óskað eft­ir að fjallað verði um, enda séu þau á verk­sviði ráðs­ins. Jafn­framt skulu tekin á dagskrá mál sem fasta­nefnd­ir sveit­ar­fé­lag­anna óska eft­ir að ráð­ið fjalli um.

Gert er ráð fyr­ir að fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar eigi fund með ráð­inu að minnsta kosti ár­lega. Þá er þess enn­frem­ur vænst að ráð­ið leggi fram skýrslu um og kynni starf sitt.

Fund­ir skulu boð­að­ir með a.m.k. viku fyr­ir­vara og skal dagskrá fylgja fund­ar­boði. Ra­fræn boð­un fund­ar og út­send­ing fund­ar­gagna telst full­gild boð­un. Heim­ilt er að taka mál til með­ferð­ar í ráð­inu þótt það sé ekki til­greint í út­sendri dagskrá en skylt er þá að fresta af­greiðslu þess til næsta fund­ar sé þess óskað.

Not­endaráð skal halda gerða­bók og senda eft­ir­rit fund­ar­gerða til bæj­ar­ráðs jafnóð­um. Ráð­ið ger­ir til­lög­ur eða send­ir er­indi til við­kom­andi fasta­nefnda eða beint til bæj­ar­ráðs eða bæj­ar­stjórn­ar um þau mál­efni sem það tel­ur varða hags­muni eða að­stæð­ur fatl­aðs fólks. Not­endaráð get­ur að sama skapi óskað eft­ir fundi með nefnd um mál­efni sem það tel­ur þörf fyr­ir að kynna henni. Mos­fells­bær læt­ur not­enda­ráði í té að­stöðu til fund­ar­halda og að­g­ang að þeim gögn­um sem nauð­syn­leg eru fyr­ir starf­semi ráðs­ins. Enn­frem­ur skal ráð­ið njóta að­stoð­ar starfs­manns bæj­ar­ins, t.d. við boð­un funda og til milli­göngu við ann­að starfs­fólk bæj­ar­fé­lags­ins um út­veg­un gagna vegna um­fjöll­un­ar­efna ráðs­ins.

Sam­þykkt á 741. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar 12. júní 2019.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00