Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Frum­varp til lög­reglu­sam­þykkt­ar fyr­ir Mos­fells­bæ.

I. kafli – Gild­is­svið

1. gr.

Sam­þykkt þessi gild­ir fyr­ir lög­sagn­ar­um­dæmi Mos­fells­bæj­ar.

II. kafli – Um reglu, vel­sæmi og al­mennt ör­yggi á al­manna­færi

2. gr.

Með al­manna­færi er í reglu­gerð þess­ari átt við göt­ur, vegi, gang­stétt­ar, gang­stíga, svæði ætluð til al­menn­ings­nota og staði sem opn­ir eru al­menn­ingi, svo sem kvik­mynda­hús, leik­hús, sam­komu­hús, söfn, veit­inga­staði, versl­an­ir, leik­tækjastaði, bif­reiða­stöðv­ar, bið­skýli og sölut­urna.

Með leik­tækj­astað er átt við stað þar sem að­gang­ur er veitt­ur að leik­tækj­um, spila­köss­um, knatt­borð­um, tölv­um o.þ.h., gegn borg­un.

3. gr.

Upp­þot, áflog, óspekt­ir eða önn­ur hátt­semi sem rask­ar alls­herj­ar­reglu má ekki eiga sér stað á al­manna­færi og ekki mega menn þyrp­ast þar sam­an ef það tálm­ar um­ferð eða veld­ur veg­far­end­um óþæg­ind­um.

Eng­inn má áreita aðra á al­manna­færi eða sýna þar af sér ósæmi­lega hátt­semi.

4. gr.

Bann­að er að hafast nokk­uð að sem veld­ur ónæði eða rask­ar næt­urró manna. Á virk­um dög­um skal halda næt­urró frá kl. 24.00 til 07.00. Um helg­ar og á helgi­dög­um skal halda næt­urró frá kl. 24.00 til kl. 08.00. Rösk­un á næt­urró í al­manna­þágu, s.s. vegna snjómokst­urs á veg­um Mos­fells­bæj­ar, er heim­il frá kl. 05.00. Und­an­þágu frá reglu þess­ari veit­ir Mos­fells­bær vegna tíma­bund­inn­ar starf­semi sem telst í al­manna­þágu. Lög­reglu­stjóri get­ur bann­að notk­un hátal­ara, hljóm­flutn­ings­tækja, hljóð­færa eða ann­ars þess hátt­ar á eða við al­manna­færi ef ástæða er til að ætla að hún valdi veru­legu ónæði eða truflun.

Bæj­ar­stjórn get­ur bann­að neyslu áfeng­is á al­manna­færi á til­tekn­um tíma á til­tekn­um svæð­um í þétt­býli. Slíka sam­þykkt skal til­kynna lög­reglu­stjóra og birta al­menn­ingi.

5. gr.

Þeg­ar fjöl­menni safn­ast sam­an á al­manna­færi svo sem í eða við bið­stöðv­ar al­menn­ings­vagna og leigu­bif­reiða, miða­söl­ur, banka, veit­inga­staði, versl­an­ir eða aðra af­greiðslu­staði, skal mynda röð þann­ig að þeir sem fyrst­ir koma fái fyrst­ir af­greiðslu.

6. gr.

Hver sá sem stadd­ur er á al­manna­færi er skyld­ur til að segja til nafns síns, kenni­tölu og heim­il­is þeg­ar lög­regl­an krefst þess.

Skylt er að hlýða fyr­ir­mæl­um sem lög­regl­an gef­ur s.s. vegna um­ferð­ar­stjórn­ar eða til þess að halda uppi reglu á al­manna­færi.

7. gr.

Lög­regl­an get­ur vísað þeim mönn­um í burtu af al­manna­færi sem með hátt­semi sinni valda veg­far­end­um eða íbú­um í ná­grenn­inu ónæði.

Sama á við um þá sem valda óspekt­um, hættu eða hneyksl­an á al­manna­færi sök­um ölv­un­ar eða af öðr­um ástæð­um.

8. gr.

Með­ferð vatns við hvers kon­ar þrif ut­an­dyra er óheim­il nema í frost­lausu veðri ef það veld­ur rennsli á gang­stétt, gangstíg eða götu þann­ig að valdi hættu eða óþæg­ind­um.

Í götu­brunna og göturæsi má ekki hella meng­andi efn­um svo sem spilli­efn­um eða efn­um sem vald­ið geta meng­un eða skemmd­um í hol­ræsa­kerf­inu.

Eig­anda eða um­ráða­manni húss er skylt að fjar­lægja af húsi sínu snjó og grýlu­kerti sem fall­ið geta nið­ur og vald­ið hættu fyr­ir veg­far­end­ur.

9. gr.

Öll­um ber að gæta þess að ganga vel um á al­manna­færi og skemma þar ekki hluti sem ætl­að­ir eru til al­menn­ings­nota eða prýði. Þetta á einn­ig við þá hluta af hús­um og öðr­um mann­virkj­um sem liggja að al­manna­færi.

Á mann­virki og hluti má ekki mála, teikna eða festa aug­lýs­ing­ar nema með leyfi eig­anda eða um­ráða­manns. Veggjakrot á fast­eign­ir í eigu bæj­ar­ins, skóla­mann­virki, um­ferð­ar­mann­virki, bekki, ljósastaura, leik­tæki, útil­ista­verk og aðra sams kon­ar muni og eign­ir bæj­ar­ins er með öllu bann­að.

Óheim­ilt er að reisa aug­lýs­inga­skilti á al­manna­færi nema með leyfi Mos­fells­bæj­ar. Mos­fells­bær skal til­kynna lög­reglu­stjóra um slík leyfi. Upp­fest­ar aug­lýs­ing­ar skulu hlut­að­eig­end­ur taka nið­ur, þeg­ar þær hafa full­nægt til­gangi sín­um, og hreinsa vel stað­inn þar sem þær voru hafð­ar. Lög­lega upp­fest­ar aug­lýs­ing­ar má eng­inn rífa nið­ur eða gera ólæsi­leg­ar á ann­an hátt.

10. gr.

Bæj­ar­stjórn get­ur sett um­gengn­is­regl­ur um skemmtigarða, leik­velli, lystigarða, tjarn­ir, kirkju­garða og önn­ur op­in­ber svæði, enda séu regl­urn­ar fest­ar upp við inn­gang­inn eða á öðr­um áber­andi stað.

Hvorki má troða nið­ur rækt­aða bletti, grasreiti, blóma­beð og lim­gerði á al­manna­færi né slíta þar upp blóm eða ann­an gróð­ur.

Eigi má gista í tjöld­um, hús­bíl­um, hjól­hýs­um og tjald­vögn­um á al­manna­færi í þétt­býli utan sér­merktra svæða.

11. gr.

Til­kynna skal lög­reglu­stjóra um fyr­ir­hug­að­ar hóp­göng­ur, úti­fundi, tón­leika og að­r­ar úti­sam­kom­ur í því skyni að hann geti gert við­eig­andi ráð­staf­an­ir varð­andi stjórn­un um­ferð­ar.

Lög­reglu­stjóri get­ur breytt göngu­leið eða sam­komu­stað telji hann það nauð­syn­legt.

12. gr.

Með­ferð skot­vopna á al­manna­færi er bönn­uð nema með sér­stakri und­an­þágu frá lög­reglu­stjóra.

Ekki má á al­manna­færi ganga með log­andi blys, kveikja í bál­köst­um né halda skotelda­sýn­ing­ar nema með leyfi lög­reglu­stjóra.

13. gr.

Enga at­vinnu sem tálm­ar um­ferð má reka á al­manna­færi.

Bæj­ar­stjórn get­ur sett sam­þykkt­ir um far­and­sölu og sölu á göt­um, torg­um og öðr­um stöð­um.

14. gr.

Óheim­ilt er að fram­kvæma eða að­hafast nokk­uð það á göt­um, gang­stétt­um, hjól­reiða­stíg­um eða opn­um svæð­um sem hindr­ar um­ferð nema að gef­in hafi ver­ið út fram­kvæmda­heim­ild af hálfu Mos­fells­bæj­ar.

Ekki má gera jarðrask, svo sem skurði í gang­stétt­ir, göt­ur eða torg né raska þeim á ann­an hátt, nema með leyfi Mos­fells­bæj­ar. Skal Mos­fells­bær við veit­ingu leyf­is setja skil­yrði sem nauð­syn­leg eru til að af­stýra hættu fyr­ir veg­far­end­ur og til­kynna leyf­is­veit­ingu til lög­reglu­stjóra. Að verki loknu skal leyf­is­hafi færa það í samt lag sem raskað var.

Þeg­ar gerð­ur er skurð­ur í gang­stétt skal sá sem verk­ið vinn­ur sjá um að tryggja ör­yggi gang­andi veg­far­enda og ann­arra, svo sem með því að sjá fyr­ir göngu­braut­um og tryggja að veg­far­end­ur séu að­var­að­ir um far­ar­tálm­ann, t.d. með ljós­um, glit­merkj­um o.þ.h. þeg­ar dimmt er. Slík verk skulu unn­in þann­ig að sem minnst­ur far­ar­tálmi verði. Sé nauð­syn­legt að loka gang­stétt vegna fram­kvæmda skal hjá­leið tryggð og af­girt frá um­ferð öku­tækja inn­an þétt­býl­is­marka og ann­ars stað­ar þar sem um­ferð er mik­il.

Mos­fells­bær get­ur bann­að um­ferð um göt­ur að nokkru eða öllu leyti með­an á verki stend­ur eða skip­að fyr­ir um hvern­ig um­ferð­inni skuli hag­að. Haft skal sam­ráð við vega­mála­stjóra þeg­ar það á við. Einn­ig get­ur Mos­fells­bær ákveð­ið að skurð­ir í göt­ur séu byrgð­ir og upp­gröft­ur fjar­lægð­ur þann­ig að um­ferð sé óhindr­uð um göt­urn­ar á þeim tíma sem ekki er unn­ið, svo sem að næt­ur­lagi og um helg­ar. Þá get­ur Mos­fells­bær, ef fram­kvæmd­irn­ar drag­ast um of, lát­ið setja í samt lag það sem raskað var, eft­ir at­vik­um á kostn­að þeirra sem ábyrgð bera á fram­kvæmd.

Setja skal upp skilti og merk­ing­ar til leið­bein­ing­ar fyr­ir öku­menn vegna fram­kvæmda sem truflað geta um­ferð. Sé fyr­ir­sjá­an­legt að fram­kvæmd­ir muni taka lengri tíma en 7 daga skal setja upp ít­ar­legri skilti þar sem fram koma upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd­ina, á hvers veg­um hún er og hvað hún muni standa lengi.

Mos­fells­bær get­ur beint þeim fyr­ir­mæl­um til öku­manna og eig­enda öku­tækja að þeir leggi ekki öku­tækj­um á til­tekn­um svæð­um svo unnt sé að fram­kvæma hvers kon­ar nauð­syn­leg­ar við­gerð­ir eða hreins­an­ir á göt­um. Til­mælin skulu til­kynnt með upp­lýs­inga­skilt­um eða öðr­um trygg­um hætti. Sé slík­um til­mæl­un­um ekki sinnt get­ur Mos­fells­bær lát­ið flytja öku­tæki á brott án frek­ari við­vör­un­ar svo við­gerð eða hreins­un geti far­ið fram. Til­kynna skal eig­anda öku­tæk­is og lög­reglu um brott­flutn­ing­inn og hvar má vitja öku­tæk­is­ins sé það ekki flutt aft­ur á sama stað eft­ir að við­gerð eða hreins­un lýk­ur.

15. gr.

Hús­eig­end­um eða um­ráða­mönn­um hús­eigna er skylt að hlíta fyr­ir­mæl­um Mos­fells­bæj­ar um frá­g­ang girð­inga o.þ.h. sem liggja að al­manna­færi. Einn­ig skal hús­ráð­end­um skylt að snyrta all­an gróð­ur, þ.m.t. trjá­gróð­ur sem ligg­ur að göt­um, gang­stétt­um og gang­stíg­um, þann­ig að um­ferð veg­far­enda sé óhindr­uð. Bæj­ar­stjórn get­ur sett nán­ari regl­ur um skerð­ingu gróð­urs. Hlíti hús­eig­andi eða lóð­ar­hafi ekki fyr­ir­mæl­um Mos­fells­bæj­ar um frá­g­ang sam­kvæmt þess­ari grein er heim­ilt að láta vinna verk­ið á hans kostn­að enda sé hon­um til­kynnt um það með hæfi­leg­um fyr­ir­vara.

Hús­ráð­end­ur skulu sjá til þess að allt laus­legt á lóð sé tryggi­lega fest ef von er á hvassviðri.

Þeg­ar hús eða ann­að mann­virki brenn­ur eða það flutt brott, án þess að ann­að sé byggt í stað­inn, er eig­anda skylt að ganga svo frá hús­stæð­inu að ekki stafi af því hætta, óþrifn­að­ur eða óprýði. Sama gild­ir um hús sem standa yf­ir­gef­in.

Þeg­ar hús er byggt, rif­ið, end­ur­byggt eða flutt er eig­anda og/eða verktaka skylt að haga sér eft­ir þeim fyr­ir­mæl­um sem Mos­fells­bær gef­ur til að forð­ast far­ar­tálma, hættu eða óþæg­indi fyr­ir veg­far­end­ur og skal hann setja upp skilti til leið­bein­ing­ar eft­ir því sem við á. Við flutn­ing húsa skal eig­andi og/eða verktaki kalla til lög­reglu eft­ir því sem um­ferð­ar­lög kveða á um.

Girð­ing­ar sem hafa ver­ið reist­ar vegna mann­virkja­gerð­ar skal fjar­lægja þeg­ar þeirra er ekki leng­ur þörf.

Um ör­yggi á vinnusvæð­um við al­manna­færi gilda ákvæði skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga auk reglu­gerða sem sett­ar eru sam­kvæmt þeim og ákvæði laga um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um ásamt regl­um sett­um á grund­velli þeirra.

Nauð­syn­leg­ar spreng­ing­ar vegna mann­virkja­gerð­ar má að­eins fram­kvæma með sér­stöku leyfi lög­reglu­stjóra og Mos­fells­bæj­ar.

16. gr.

Eng­inn má án leyf­is hús­ráð­anda láta fyr­ir berast á lóð­um hans eða landi. Auk þess get­ur lög­regl­an bann­að mönn­um að hafast þar við ef hún tel­ur að það geti vald­ið óþæg­ind­um eða hættu.

Ekki má fara í hí­býli manna í sölu­er­ind­um ef hús­ráð­andi legg­ur við því bann.

17. gr.

Eng­inn má fleygja rusli eða öðru þess hátt­ar á al­manna­færi nema í þar til gerð ílát. Eng­inn má fleygja rusli eða öðru þess hátt­ar á lóð eða land ann­ars manns. Hver sem það ger­ir skal flytja óhrein­ind­in taf­ar­laust í burt á sinn kostn­að.

Ekki má ganga örna sinna eða kasta af sér þvagi á al­manna­færi eða á lóð eða land eða hí­býli ann­ars manns. Hver sem það ger­ir skal hreinsa upp eft­ir sig.

III. kafli – Um öku­tæki, um­ferð o.fl.

18. gr.

Á al­manna­færi má ekki leggja eða setja neitt það sem hindr­ar um­ferð.

Á göt­um má ekki hindra um­ferð með skemmt­un­um eða leikj­um nema með leyfi lög­reglu­stjóra.

Bann­að er að leggja öku­tæki á gang­stétt­um. Lög­reglu­stjóri get­ur, að fengn­um til­lög­um Mos­fells­bæj­ar, veitt und­an­þágu frá of­an­greindu.

Vöru­bif­reið­um sem eru 5 tonn að leyfðri heild­ar­þyngd eða meira og fólks­flutn­inga­bif­reið­um sem flytja mega 10 far­þega eða fleiri má ekki leggja á göt­um eða al­menn­ings­bif­reiða­stæð­um nema þau séu til þess ætluð. Bann þetta gild­ir einn­ig um hvers kon­ar vinnu­vél­ar og drátt­ar­vél­ar án til­lits til þunga þeirra. Mos­fells­bær get­ur veitt und­an­þágu frá banni þessu og skal þá af­marka og merkja sér­stak­lega þá staði þar sem und­an­þága hef­ur ver­ið veitt. Óheim­ilt er að gang­setja öku­tæki og vél­ar sem lagt hef­ur ver­ið á stæð­um ætl­uð­um slík­um öku­tækj­um og vél­um á tíma­bil­inu frá kl. 23 – 7 ef slíkt hef­ur í för með sér ónæði fyr­ir íbúa.

Lög­reglu­stjóri get­ur bann­að stöðu eft­ir­vagna og tengi­vagna, s.s. hesta­flutn­inga­vagna, hjól­hýsa, drátt­ar­kerra, báta og þess hátt­ar tækja sem og hús­bíla, á göt­um og al­menn­um bif­reiða­stæð­um sem þykja valda óþæg­ind­um, óþrifn­aði eða hættu.

Heim­ilt er að und­an­geng­inni við­vörun, t.d. með álím­ing­ar­miða með að­vör­un­ar­orð­um, að flytja burtu og taka í vörslu sveit­ar­fé­lags öku­tæki sem standa án skrán­ing­ar­núm­era á lóð­um við al­manna­færi, göt­um og al­menn­um bif­reiða­stæð­um. Sama gild­ir um öku­tæki sem skilin eru eft­ir á opn­um svæð­um og um eft­ir­vagna og tengi­vagna sem standa um­fram þrjá daga sam­fellt á göt­um og al­menn­um bif­reiða­stæð­um utan einka­lóða. Til­kynna skal skráð­um eig­anda og/eða um­ráða­manni um flutn­ing­inn og skal hann bera kostn­að vegna flutn­ings og vörslu öku­tæk­is­ins.

19. gr.

Vél­ar kyrr­stæðra bif­reiða og vinnu­véla sem ekki eru í notk­un er óheim­ilt að hafa í gangi eða skilja eft­ir í gangi leng­ur er nauð­syn­legt er, svo kom­ast megi hjá meng­un og há­vaða á al­manna­færi og ann­ars stað­ar þar sem ætla má að slíkt valdi óþæg­ind­um.

20. gr.

Lög­reglu­stjóri get­ur að fengn­um til­lög­um Mos­fells­bæj­ar, tak­markað eða bann­að um­ferð stór­virkra vinnu­véla, vöru­bif­reiða eða ann­arra öku­tækja á ein­stök­um göt­um ef slík um­ferð er álit­in hættu­leg eða til sér­stakra óþæg­inda fyr­ir aðra um­ferð eða íbúa.

All­ur akst­ur tor­færu­tækja, s.s. véls­leða og tor­færu­hjóla, er bann­að­ur inn­an þétt­býl­is. Mos­fells­bær get­ur þó heim­ilað und­an­þágu frá þessu ákvæði á af­mörk­uð­um svæð­um og skal sú ákvörð­un til­kynnt lög­reglu­stjóra.

21. gr.

Á og við göt­ur eða vegi eða þar sem hætta staf­ar af má ekki gera renni­braut­ir, renna sér á skíð­um, hjóla­skaut­um, hjóla­brett­um, skaut­um, sleð­um eða iðka leiki, skemmt­an­ir eða íþrótt­ir þann­ig að hætta eða um­ferð­ar­truflun geti hlot­ist af. Einn­ig er bann­að að hanga í bif­reið­um, drátt­ar­vél­um, vögn­um eða öðr­um far­ar­tækj­um sem eru á ferð eða festa við þau sleða, hand­vagn eða ann­að sem óþæg­ind­um eða hættu get­ur vald­ið.

Lög­reglu­stjóri get­ur heim­ilað skíða-, sleða- eða renni­braut­ir á vegi í al­fara­leið og skulu þeir veg­ir sér­stak­lega merkt­ir sem slík­ir. Þar mega ekki að­r­ir fara með öku­tæki en íbú­ar gatn­anna eða menn í er­ind­um þeirra og skal þá ýtr­ustu var­úð­ar og til­lits­semi gætt.

22. gr.

Ef ís á sjó eða vötn­um þyk­ir ekki nógu traust­ur get­ur lög­reglu­stjóri bann­að alla um­ferð um hann.

23. gr.

Þeir sem flytja farm um göt­ur Mos­fells­bæj­ar skulu gæta þess vand­lega að ganga þann­ig frá farm­in­um að ekki valdi óþrifn­aði eða hættu. Nota skal yf­ir­breiðsl­ur þeg­ar farm­ur er það fín­gerð­ur að hætta er á að hann fjúki og alltaf skal nota gafl og vör við flutn­ing inn­an bæj­ar­mark­anna. Ef eitt­hvað hryn­ur nið­ur við flutn­ing, ferm­ingu eða af­ferm­ingu á al­manna­færi er stjórn­anda flutn­ings­tæk­is­ins skylt að hreinsa það upp þeg­ar í stað, að öðr­um kosti er bæn­um heim­ilt að gera það á kostn­að flytj­anda eða þess sem ábyrgð ber á flutn­ingi.

Fram­kvæmdarað­il­ar og verk­tak­ar sem aka frá fram­kvæmda­svæði og inn á gatna­kerfi bæj­ar­ins skulu gæta þess að hreinsa flutn­ings­tæki sín og hjól­barða bif­reiða sinna og vinnu­véla áður en þeir fara inn á mal­bik­að­ar göt­ur.

Fram­kvæmda­að­il­ar og verk­tak­ar á þeirra veg­um skulu einn­ig gera ráð­staf­an­ir á að­keyrsl­um fram­kvæmda­svæða þann­ig að bif­reið­ar, vél­ar og tæki beri ekki óþrif s.s. jarð­veg inn á gatna­kerfi bæj­ar­ins t.d. með hrein­um yf­ir­borðs­efn­um og/eða þvotti, að öðr­um kosti er bæn­um heim­ilt að þrífa göt­ur á kostn­að fram­kvæmda­að­ila.

Öðr­um en starfs­mönn­um og verk­tök­um á veg­um Mos­fells­bæj­ar er óheim­ilt að dreifa efni s.s. sandi, möl eða salti á göt­ur bæj­ar­ins.

Við fram­kvæmd­ir, flutn­inga og þvott á veg­um í Mos­fells­bæ skal leit­ast við að lág­marka ryk­meng­un.

IV. kafli – Um veit­inga­staði, skemmt­ana­hald o.fl.

24. gr.

Um leyfi til rekstr­ar veit­inga­staða, út­leigu sam­komu­sala í at­vinnu­skyni og leyfi til skemmt­ana­halds gilda ákvæði laga um veit­inga­staði, gisti­staði og skemmt­ana­hald og reglu­gerða sem sett­ar eru á grund­velli þeirra. Veit­inga­staði án áfeng­isveit­inga (flokk­ur I) er heim­ilt að hafa opna all­an sól­ar­hring­inn. Stafi íbú­um í ná­grenni slíks veit­inga­stað­ar ónæði af rekstr­in­um get­ur Bæj­ar­stjórn þó tak­markað af­greiðslu­tíma hans.

Ákveði Bæj­ar­stjórn ekki ann­að eru áfeng­isveit­ing­ar á um­fangs­litl­um áfeng­isveit­ing­a¬­stöð­um (flokk­ur II) heim­il­ar frá kl. 06.00 til kl. 23.00 alla daga. Með sama fyr­ir­vara eru áfeng­isveit­ing­ar á um­fangs­mikl­um áfeng­isveit­inga­stöð­um (flokk­ur III) heim­il­ar frá kl. 06.00 til kl. 23.30 virka daga og til kl. 03.00 að­fara­næt­ur laug­ar­daga, sunnu­daga og al­mennra frí­daga.

Áfeng­isveit­inga­stöð­um skal lokað þeg­ar heim­il­uð­um áfeng­isveit­inga­tíma lýk­ur og má ekki opna þá að nýju að morgni dags fyrr en a.m.k. tvær klukku­stund­ir eru liðn­ar frá lok­un. All­ir gest­ir skulu hafa yf­ir­gef­ið áfeng­isveit­ingastað eigi síð­ar en einni klukku­st­und eft­ir lok­un hans.

Af­greiðslu- eða þjón­ustu­tími versl­ana og ann­arra þjón­ustu­fyr­ir­tækja er frjáls að því marki sem heim­ilt er að lög­um er gilda á hverj­um tíma eða regl­um sem sett­ar eru sam­kvæmt þeim. Bæj­ar­stjórn get­ur þó tak­markað af­greiðslu- eða þjón­ustu­tíma hjá ein­stök­um að­il­um ef starf­sem­in veld­ur ná­grönn­um eða veg­far­end­um ónæði.

25. gr.

Hver sá sem rek­ur veit­inga- eða gisti­stað, kvik­mynda­hús, leik­hús eða ann­að sam­komu­hús eða held­ur al­menna skemmt­un eða sýn­ingu, skal sjá um að allt fari þar vel fram og starf­sem­in valdi ekki ná­grönn­um eða veg­far­end­um ónæði.

Slík starf­semi skal háð sér­stöku eft­ir­liti lög­reglu og er henni heim­ilt að fara um sam­komu­sali og önn­ur húsa­kynni sem gest­ir eiga að­g­ang að.

Á öll­um gisti­stöð­um skal hald­in ná­kvæm gesta­skrá.

26. gr.

Eng­inn má reka leik­tækj­astað eða þess hátt­ar starf­semi gegn borg­un nema með leyfi lög­reglu­stjóra að feng­inni um­sögn Mos­fells­bæj­ar. Leyfi skal ekki veita til lengri tíma en fjög­urra ára í senn. Það skal bund­ið við nafn leyf­is­hafa og rekst­ur á til­tekn­um stað. Ef leyf­is­hafi brýt­ur gegn ákvæð­um grein­ar þess­ar­ar eða rekst­ur­inn þyk­ir ekki fara vel úr hendi get­ur lög­reglu­stjóri svipt hann leyf­inu enda hafi leyf­is­hafi ekki sinnt áminn­ingu um úr­bæt­ur.

Börn­um yngri en 14 ára er ekki heim­ill að­gang­ur að slík­um leik­tækja­stöð­um nema í fylgd með for­ráða­mönn­um. Miða skal ald­ur við fæð­ingarár en ekki fæð­ing­ar­dag.

27. gr.

Óheim­ilt er að halda nekt­ar­sýn­ing­ar eða að­r­ar sýn­ing­ar af kyn­ferð­is­leg­um toga.

V. kafli – Um götu­spjöld og hús­núm­er

28. gr.

Bæj­ar­stjórn ákveð­ur nöfn á göt­um og læt­ur festa upp skilti með þeim, þar sem þurfa þyk­ir, svo sem við gatna­mót og á fast­eign­ir.

Hús­eig­end­ur skulu merkja hús sín með hús­núm­eri og eft­ir at­vik­um bók­stöf­um, á götu­hlið eða öðr­um áber­andi stað, veg­far­end­um og þjón­ustu­að­il­um til glöggv­un­ar.

VI. kafli – Um úti­vist­ar­tíma barna og ung­menna

29. gr.

Um úti­vist­ar­tíma barna og ung­menna og eft­ir­lit með sýn­ing­um eða skemmt­un­um ætl­uð­um börn­um gilda ákvæði barna­vernd­ar­laga og reglu­gerða sem sett­ar eru á grund­velli þeirra.

VII. kafli – Um dýra­hald

30. gr.

Um dýra­hald fer eft­ir sér­stök­um sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar, s.s. sam­þykkt um búfjár­hald í Mos­fells­bæ, sam­þykkt um hunda­hald í Mos­fells­bæ, sam­þykkt um katta­hald í Mos­fells­bæ og sam­þykkt um hænsna­hald í Mos­fells­bæ utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða.

Um­ferð reið­hesta er bönn­uð inn­an þétt­býl­is­marka ann­ars stað­ar en á merkt­um reiðstíg­um nema með sér­stöku leyfi eða sam­kvæmt sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar.

VIII. kafli – Um refs­ing­ar, kostn­að, gildis­töku o.fl.

31. gr.

Ef ein­hver læt­ur það ógert sem hon­um er skylt að gera sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari get­ur lög­reglu­stjóri lát­ið fram­kvæma það eða gert að­r­ar nauð­syn­leg­ar ráð­staf­an­ir til að hindra að van­ræksl­an valdi tjóni. Kostn­að­ur sem leið­ir af fram­kvæmd­um og ráð­stöf­un­um lög­reglu­stjóra greið­ist af þeim er ábyrgð ber á van­ræksl­unni.

32. gr.

Brot gegn sam­þykkt þess­ari varða sekt­um sbr. 6. gr. laga nr. 36 18. maí 1988 um lög-reglu­sam­þykkt­ir nema þyngri refs­ing liggi við sam­kvæmt öðr­um lög­um eða reglu­gerð­um.

Mál sem varða brot gegn ákvæð­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar skal fara með að hætti laga um með­ferð op­in­berra mála.

33. gr.

Lög­reglu­sam­þykkt þessi sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­ið og sam­þykkt og sett er sam­kvæmt heim­ild í 2. gr. laga nr. 36 18. maí 1988, um lög­reglu­sam­þykkt­ir, öðl­ast þeg­ar gildi.

Lög­reglu­sam­þykkt þessi kem­ur í stað reglu­gerð­ar um lög­reglu­sam­þykkt nr. 1127/2007 sem gilt hef­ur fyr­ir Mos­fells­bæ.

Dóms- og kirkju­mála­ráðu­neyt­inu, 2017.

Sam­þykkt á 1266. fundi bæj­ar­ráðs 7. júlí 2016.

Sam­þykkt eft­ir tvær um­ræð­ur á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar 31. ág­úst 2016.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00