Samþykkt um leikskólagjöld.
1. gr.
Í gjaldskrá skal koma fram vistunargjald barna á leikskólum bæjarins. Hægt er að sækja um 40% eða 20%, niðurgreiðslur af grunngjaldi gjaldskrár, sem eru tekjutengdar í samræmi við samþykktir um niðurgreiðslur. Systkinaafsláttur er 50 % fyrir hvert barn umfram eitt. Sækja þarf sérstaklega um viðbótarafslátt á íbúagátt Mosfellsbæjar og leggja fram umbeðin gögn. Ekki er veittur afsláttur af fæði. Í fæðisgjaldi er hádegisverður, ávextir og morgunhressing.* Fæðisgjald í hálfsdagsvistun inniheldur ýmist morgunmat og ávexti eða síðdegishressingu og ávexti.
2. gr.
Niðurgreitt leikskólagjald gildir einungis af heilsdagsgjaldi, vegna greiðslu fyrir 8 tíma vistun eða lengri vistun.
3. gr.
Leikskólagjöld eru innheimt fyrirfram og er gjalddagi 1. hvers mánaðar og eindagi 11. hvers mánaðar. Ef forráðamenn skulda meira en 2 mánuði er heimilt að segja leikskólavist barnsins upp og setja skuldina í innheimtu.
4. gr.
Forráðamenn greiða leikskólagjald frá þeim tíma sem barnið er skráð í leikskólann. Þó barnið nýti ekki skráðan leikskólatíma vegna orlofa, veikinda eða annarra aðstæðna greiðist fullt leikskólagjald samt sem áður. Fæði er hluti af leikskólagjaldinu og fellur ekki niður þó barnið sé fjarverandi.
5. gr.
Leikskólagjald lækkar ekki vegna tilfallandi lokunar s.s. vegna námskeiða, fræðslustarfs og samstarfs kennara.
6. gr.
Leikskólagjöld falla niður einn mánuð á ári vegna sumarleyfa barnsins, júlímánuð.
Samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 21. nóvember 2012.