Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um katta­hald í Mos­fells­bæ.

1. gr.

Sam­þykkt þessi er gerð til að stuðla að því að eig­end­ur og um­ráða­menn katta fari vel með ketti og tryggi þeim góða vist og sjái jafn­framt til þess að þeir séu ekki á flæk­ingi og af þeim stafi ekki ónæði og óþrifn­að­ur.

2. gr.

Ef kött­ur veld­ur ná­grönn­um eða öðr­um ónæði, óþrif­um eða tjóni, þá ber eig­anda eða for­ráða­manni að leita leiða til að koma í veg fyr­ir slíkt. Katta­eig­end­ur eru ábyrg­ir fyr­ir því tjóni sem kett­ir þeirra sann­an­lega valda. For­eldr­ar eru ábyrg­ir fyr­ir kött­um ólögráða barna sinna.

3. gr.

Alla ketti skal merkja með ól um háls­inn, eða á ann­an sam­bæri­leg­an hátt, þar sem fram koma upp­lýs­ing­ar um eig­anda, heim­il­is­fang og síma­núm­er.

4. gr.

Eig­end­um og for­ráða­mönn­um katta ber að taka til­lit til fugla­lífs á varp­tíma, með því að hengja bjöllu á ketti og tak­marka úti­veru katta.

5. gr.

Ketti skal orma­hreinsa reglu­lega, þ.e.a.s. einu sinni á ári eða oft­ar eft­ir þörf­um. Eig­end­ur katta skulu halda til haga vott­orð­um um reglu­lega orma­hreins­un katta. Hvatt er til reglu­legra bólu­setn­inga katta gegn helstu smit­sjúk­dóm­um þeirra.

6. gr.

Ef kött­ur hverf­ur frá heim­ili sínu skal eig­andi eða um­ráða­mað­ur gera ráð­staf­an­ir til að finna kött­inn. Heil­brigð­is­nefnd, heil­brigð­is­full­trúi eða að­ili sem hef­ur sér­stakt um­boð þeirra get­ur hand­sam­að ketti. Hafi katt­ar­ins ekki ver­ið vitj­að inn­an einn­ar viku skal hon­um ráð­staf­að til nýs ábyrgs eig­anda eða hann af­líf­að­ur. All­ur kostn­að­ur greið­ist af eig­anda.

7. gr.

Bæj­ar­stjórn skal gera ráð­staf­an­ir til út­rým­ing­ar á villikött­um. Slík­ar að­gerð­ir skulu aug­lýst­ar á áber­andi hátt með a.m.k. einn­ar viku fyr­ir­vara.

8. gr.

Eig­end­ur katta skulu sæta skrif­legri áminn­ingu fyr­ir brot á sam­þykkt þess­ari. Bæj­ar-stjórn er heim­ilt að banna eða tak­marka rétt við­kom­andi til að halda kött ef fyr­ir liggja skrif­leg­ar áminn­ing­ar um ónæði eða hættu sem kött­ur­inn er sann­an­lega vald­ur að.

9. gr.

Mos­fells­bær ann­ast eft­ir­lit með katta­haldi, sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari, und­ir yf­ir­stjórn Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is. Leita má að­stoð­ar lög­reglu­yf­ir­valda ef þörf kref­ur.

10. gr.

Sam­þykkt þessi, sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um 26. júní 1996. stað­fest­ist hér með sam­kvæmt 18. gr. laga um holl­ustu­hætti og heil­brigðis­eft­ir­lit nr. 81/1988 til þess að öðl­ast gildi við birt­ingu.

Nr. 146/1997

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00