Verklagsreglur innkaupanefndar listaverka í Mosfellsbæ.
1. gr.
Innkaupanefnd listaverka ákveður kaup listaverka og hefur það markmið að Mosfellsbær eignist gott safn listaverka, sem endurspegli listsköpun í landinu.
2. gr.
Innkaupanefnd skal skipuð einum fulltrúa úr menningar- og lýðræðisnefnd og tveimur
starfsmönnum af menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði. Í samræmi við samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar þarf að endurnýja umboð nefndarinnar við upphaf hvers kjörtímabils.
3. gr.
Fjármagn sem innkaupanefnd hefur til umráða árlega kemur úr lista- og menningarsjóði, og er ákvarðað af stjórn lista- og menningarsjóðs í byrjun hvers ár.
4. gr.
Innkaupanefnd fjallar um listaverkagjafir sem Mosfellsbæ eru boðnar og metur hvort þær skuli þegnar. Gjöf skal fylgja gjafabréf. Ekki skal taka við listaverkagjöfum sem bundin eru kvöðum.
5. gr.
Innkaupanefnd heldur fundi svo oft sem þurfa þykir en ekki sjaldnar en árlega. Ekki er
greidd þóknun fyrir setu í nefndinni.
6. gr.
Innkaupanefnd kynnir menningar- og lýðræðisnefnd listaverkakaup liðins árs samhliða skýrslu um áætlun lista- og menningarsjóðs.