Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um hunda­hald í Garða­bæ, Hafn­ar­fjarð­ar­bæ, Kópa­vogs­bæ, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nes­bæ.

I. kafli – Meg­in­regl­ur, skyld­ur um­ráða­manns.

1. gr. Gild­is­svið og stjórn­sýsla.

Sam­þykkt þessi gild­ir um hunda­hald í Garða­bæ, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað, Kópa­vogs­bæ, Mosfells­bæ og Seltjarn­ar­nes­bæ og sæt­ir þeim tak­mörk­un­um sem fram koma í henni.

Um al­menn­an að­bún­að og vel­ferð gælu­dýra sem og um rækt­un, versl­un, geymslu og leigu hunda gilda ákvæði laga nr. 55/2013 um vel­ferð dýra og reglu­gerð nr. 80/2016 um vel­ferð gælu­dýra. Sam­kvæmt lög­um nr. 55/2013 um vel­ferð dýra fer Mat­væla­stofn­un með eft­ir­lit og fram­kvæmd þeirra laga.

2. gr. Meg­in­regl­ur og skyld­ur um­ráða­manns.

Um­ráða­mað­ur hunds er ábyrg­ur fyr­ir um­sjá hunds, sem er skráð­ur til heim­il­is á lög­heim­ili við­komandi.

Heim­ilt er að halda hund í Garða­bæ, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað, Kópa­vogs­bæ, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nes­bæ að því gefnu að um­ráða­mað­ur hunds­ins sé lögráða, hund­ur­inn skráð­ur í hunda­skrá heil­brigðis­eft­ir­lits­ins og að upp­fyllt séu þau skil­yrði sem sett eru í sam­þykkt þess­ari, sem og í lög­um og reglu­gerð­um sem gilda um dýra­hald.

Um­ráða­manni ber að tryggja góða með­ferð, að­bún­að og umönn­un hunds í sam­ræmi við teg­und, ald­ur og eig­in­leika dýrs­ins, sjá nán­ar 18. gr. reglu­gerð­ar nr. 80/2016 um vel­ferð gælu­dýra.

Um­ráða­mað­ur skal tryggja eft­ir fremsta megni að hund­ur sleppi ekki úr um­sjá hans. Strax og umráða­maður verð­ur þess var að hund­ur hafi slopp­ið skal hann gera ráð­staf­an­ir til að finna hund­inn og hand­sama.

Um­ráða­mað­ur skal gæta þess vel, að hund­ur hans valdi ekki hættu, óþæg­ind­um eða óþrifn­aði, eða raski ró fólks og dýra. Um­ráða­mað­ur skal ávallt þrífa upp skít eft­ir sinn hund.

Um­ráða­mað­ur skal gæta þess að fara ekki með hund í að­stæð­ur sem lík­legt er að ógni ró hunds­ins eða valdi hon­um van­líð­an, s.s. fjöl­menn­ar sam­kom­ur og há­vaða.

Um­ráða­manni er skylt að hafa gilda ábyrgð­ar­trygg­ingu vegna hunds vegna þess tjóns sem hund­ur­inn veld­ur þriðja að­ila. Ábyrgð­ar­trygg­ing­in skal ná til alls tjóns sem hund­ur­inn kann að valda fólki, dýr­um, gróðri og mun­um í eigu annarra en um­ráða­manns hunds­ins sjálfs. Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið ger­ir heild­ar­samn­ing við trygg­inga­fé­lag eða -fé­lög um slíka trygg­ingu sem tek­ur til allra rétti­lega skráðra hunda í Garða­bæ, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað, Kópa­vogs­bæ, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nes­bæ. Ið­gjald skal innifal­ið í ár­legu leyf­is­gjaldi, sbr. 13. gr. sam­þykkt­ar þess­ar­ar. Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið skal upp­lýsa hunda­eig­end­ur um efni hóp­vá­trygg­ing­ar­samn­ings­ins, sbr. ákvæði IX. kafla laga nr. 30/2004 um vá­trygg­ing­ar­samn­inga.

Þá skal um­ráða­mað­ur hunds láta orma­hreinsa hund sinn ár­lega og skal um­ráða­mað­ur hunds varð­veita hreins­un­ar­vott­orð í þrjú ár og fram­vísa til heil­brigðis­eft­ir­lits­ins ef þess er ósk­að.

3. gr. Heil­brigðis­eft­ir­lit Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs,
Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness.

Heil­brigðis­eft­ir­lit Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness í sam­þykkt þess­ari nefnt heil­brigðis­eft­ir­lit­ið, ann­ast ut­an­um­hald og um­sýslu vegna skrán­ing­ar hunda í sam­ræmi við sam­þykkt þessa. Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið sér einnig um fræðslu og upp­lýs­inga­gjöf til umráða­­manna dýra og al­menn­ings, þ.m.t. um dýra­hald í þétt­býli og þær regl­ur sem um það gilda hverju sinni.

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið sér um föng­un og vist­un hunda í óskil­um, mót­töku dýra í hremm­ing­um og sam­skipti við aðr­ar stofn­an­ir sem hafa með dýra­vel­ferð að gera, Mat­væla­stofn­un, dýra­eig­end­ur og hags­muna­sam­tök þeirra eft­ir því sem við á. Þá fer heil­brigðis­eft­ir­lit­ið með eft­ir­lit með því að sam­þykkt þess­ari sé fram­fylgt.

Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu er heim­ilt að semja við þriðja að­ila um föng­un, mót­töku, vist­un og ráð­stöfun hunds í óskil­um. Upp­lýs­ing­ar um föng­un, mót­töku, vist­un og ráð­stöf­un skal kynnt hunda­eigendum og vera að­gengi­leg­ar á heima­síðu heil­brigðis­eft­ir­lits­ins.

II. kafli – Skrán­ing­ar­skylda, um­sjón og eft­ir­lit.

4. gr. Skrán­ing­ar­skylda.

Um­ráða­mað­ur skal inn­an tveggja mán­aða frá því að hann fær hund til um­ráða skrá hann hjá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu eða á www.is­land.is. Skrán­ing tek­ur ein­ung­is til eins ákveð­ins hunds og gild­ir á með­an hann lif­ir fái hann ekki nýj­an um­ráða­mann eða flytji úr sveit­ar­fé­lag­inu. Skrán­ing hunds er bund­in við lögráða um­ráða­mann og lög­heim­ili hans. Skrán­ing hunds er ekki fram­selj­an­leg. Eftir­farandi upp­lýs­ing­ar skulu liggja fyr­ir við skrán­ingu:

  • Nafn hunds, ald­ur, kyn, teg­und, lit­ur og önn­ur ein­kenni hunds­ins.
  • Nafn, kennitala og lög­heim­ili um­ráða­manns og ann­að það sem skrán­ing­ar form tek­ur til.
  • Ör­merkja­núm­er hunds, sbr. ákvæði í reglu­gerð nr. 80/2016 um vel­ferð gælu­dýra.

Um­ráða­mað­ur skal stað­festa við skrán­ingu að hann upp­fylli öll skil­yrði fyr­ir hunda­haldi sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari, þ.m.t. að ákvæði 5. gr. séu upp­fyllt, ef um fjöleign­ar­hús er að ræða.

Þrátt fyr­ir ákvæði 1. mgr. er heim­ilt að halda hvolpa, sem vist­að­ir eru á skrán­ing­ar­stað móð­ur, án skrán­ing­ar þar til þeir verða 16 vikna.

Um­ráða­manni ber að til­kynna heil­brigðis­eft­ir­lit­inu um að­set­urs­skipti með pósti á net­fang­ið hef@heil­brigdis­eft­ir­lit.is og skal það gert eins fljótt og kost­ur er og eigi síð­ar en tveim­ur mán­uð­um frá breyt­ing­um.

Fyrr­um um­ráða­mað­ur skal af­skrá hund hjá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu eða á is­land.is ef hundur­inn fær nýj­an um­ráða­mann.

Flytji hund­ur úr sveit­ar­fé­lagi eða drep­ist skal um­ráða­mað­ur af­skrá hann.

Hund­ar í um­sjá dýramiðl­un­ar sem sam­þykkt er af heil­brigðis­eft­ir­lit­inu eru und­an­þegn­ir skrán­ingar- og eft­ir­lits­gjöld­um á með­an unn­ið er að heim­il­is­leit fyr­ir þá. Dýramiðl­un er starf­semi hvort sem er í sjálf­boða­vinnu eða í at­vinnu­skyni sem tek­ur við og miðl­ar heim­il­is­laus­um dýr­um í vist­un eða heim­ili.

Birta skal lista á vef­síðu heil­brigðis­eft­ir­lits­ins, www.heil­brigdis­eft­ir­lit.is þar sem kem­ur fram heim­ilis­fang þar sem hund­ur er hald­inn.

Greiða skal leyf­is­gjald skv. 13. gr. í sam­ræmi við gild­andi gjald­skrá.

5. gr. Hunda­hald í fjöleign­ar­hús­um.

Um hunda­hald í fjöleign­ar­hús­um fer sam­kvæmt lög­um um fjöleign­ar­hús nr. 26/1994. Áður en hund­ur sem stend­ur til að halda í fjöleign­ar­húsi er skráð­ur ber eig­anda að tryggja að hunda­hald­ið sé í sam­ræmi við ákvæði þeirra laga og regl­ur við­kom­andi hús­fé­lags.

6. gr. Hund­ar ekki skráð­ir á svæði heil­brigðis­eft­ir­lits Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar eða Seltjarn­ar­ness.

Hund­ar, sem ekki eru skráð­ir á svæði heil­brigðis­eft­ir­lits­ins, mega dvelja í sveit­ar­fé­lög­un­um án skrán­ing­ar þar, en þó ekki leng­ur en fjóra mán­uði á almanaks­ári. Ef fyr­ir ligg­ur að hund­ur mun dvelj­ast leng­ur en fjóra mán­uði inn­an lög­sagn­ar­um­dæm­is þeirra sveit­ar­fé­laga sem til­heyra heilbrigðis­eftirlitinu, þá skal hund­ur skráð­ur hjá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu, sbr. 4. gr.

Um skamm­tíma­heim­sókn­ir hunda í hús gild­ir ákvörð­un eig­enda ein­býl­is- og fjöleign­ar­húsa hverju sinni og/eða regl­ur við­kom­andi hús­fé­lags auk laga um fjöleign­ar­hús nr. 26/1994.

7. gr. Hund­ar á lög­býl­um og þjón­ustu­hund­ar.

Hunda á lög­býl­um skal skrá en þeir eru und­an­þegn­ir ár­legu leyf­is­gjaldi fyr­ir allt að tvo hunda. Hund­ar á lög­býl­um mega vera laus­ir á landi þeirra. Að öðru leyti gilda önn­ur ákvæði samþykktar­innar um hunda á lög­býl­um.

Skrá skal þjón­ustu­hunda sem nýtt­ir eru til at­vinnu­starf­semi svo sem sér­þjálf­aða leið­sögu- og hjálp­ar­hunda, björg­un­ar­hunda, lög­gæslu­hunda og hunda í land­bún­aði. Þeir eru und­an­þegn­ir ár­legu leyf­is­gjaldi.

8. gr. Hund­ar í óskil­um og hættu­leg­ir hund­ar.

Hafi hund­ur slopp­ið frá um­ráða­manni og hann ekki náð hund­in­um eða hund­ur finnst og umráða­maður er ókunn­ur ber heil­brigðis­eft­ir­lit­ið ábyrgð á að taka við dýr­inu og vista. Sé hund­ur merkt­ur, skal um­ráða­manni til­kynnt um hand­söm­un­ina svo fljótt sem auð­ið er.

Vitji um­ráða­mað­ur ekki hunds inn­an viku frá því að hon­um var til­kynnt um hand­söm­un hans eða ef um­ráða­mað­ur finnst ekki inn­an tveggja vikna er heil­brigðis­eft­ir­lit­inu heim­ilt að ráð­stafa hund­in­um til nýs um­ráða­manns, dýramiðl­un­ar eða selja hann fyr­ir áfölln­um kostn­aði í sam­ræmi við 24. gr. laga um vel­ferð dýra. Séu fram­an­greind úr­ræði full­reynd er heil­brigðis­eft­ir­lit­inu heim­ilt að láta af­lífa hund­inn.

Hafi óskráð­ur hund­ur ver­ið hand­samað­ur skal hann skráð­ur, sbr. 4. gr., og af­hent­ur umráða­manni að því loknu eins fljótt og auð­ið er. Heim­ilt er að taka til­lit til þess í gjald­skrá hvort hand­samaður hund­ur sé skráð­ur hjá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu, sbr. 4. gr., eða öðru sveit­ar­fé­lagi. Um áfall­inn kostn­að vegna hand­söm­un­ar og/eða vist­un­ar vís­ast til gjald­skrár hverju sinni.

Hafi heil­brigðis­eft­ir­lit­ið ástæðu til að ætla að hund­ur sé hættu­leg­ur eða hafi vald­ið lík­ams­tjóni, s.s. með biti, get­ur heil­brigðis­eft­ir­lit­ið gert kröfu um að um­ráða­mað­ur hunds láti hund­inn undir­gangast skap­gerða­mat. Mat­ið skal fram­kvæmt af sér­fróð­um að­ila, s.s. dýra­lækni eða öðr­um að­ila sem heil­brigðis­eft­ir­lit­ið tel­ur til þess bær­an. Heim­ilt er að leita yf­ir­mats ef eft­ir því er ósk­að. All­ur kostn­aður af mat­inu skal greidd­ur af um­ráða­manni.

Leiði skap­gerð­armat í ljós að hund­ur telst hættu­leg­ur, get­ur heil­brigðis­eft­ir­lit­ið gert kröfu til þess að hund­ur verði af­líf­að­ur.

Verði um­ráða­mað­ur ekki við kröf­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit­ið ger­ir sam­kvæmt þess­ari grein, get­ur heil­brigð­is­nefnd Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness, ákveð­ið að hund­ur und­ir­gang­ist skap­gerða­mat og/eða verði af­líf­að­ur.

Bann­að er að árás­ar­þjálfa hunda nema í lög­gæslu­skyni.

III. kafli – Lausa­ganga, taum­skylda og óheim­il­ir stað­ir.

9. gr. Taum­skylda og sér­stak­ar tak­mark­an­ir.

Taum­skylda er á öllu svæði heil­brigðis­eft­ir­lits­ins nema ann­að sé tek­ið fram og skal virða hana.

Heim­ilt er að vera með hunda í taumi á göngu­stíg­um sveit­ar­fé­lag­anna, þ.m.t. almennings­görðum, í Heið­mörk, nema á brunn­svæð­um, á hest­húsa­svæð­um, en ávallt í fylgd um­ráða­manns eða einstak­lings sem ætla má að hafi vald á hund­in­um.

Óheim­ilt er að fara með hunda á úti­vist­ar­svæði á skil­greind­um varp­stöð­um fugla inn­an sveitar­félags, fólkvanga eða á frið­uðu svæði, á varp­tíma þeirra frá 1. maí-15. ág­úst.

Óheim­ilt er að láta hunda vera lausa inn­an marka þétt­býl­is, nema þjón­ustu­hunda sem nýtt­ir eru til at­vinnu­starf­semi svo sem sér­þjálf­aða leið­sögu- og hjálp­ar­hunda, björg­un­ar­hunda, lög­gæslu­hunda og hunda í land­bún­aði, þeg­ar þeir eru að störf­um í gæslu um­ráða­manns.

Sé hund­ur tjóðr­að­ur skal hann vera und­ir eft­ir­liti um­ráða­manns eða ein­stak­lings sem ætla má að hafi vald á hund­in­um. Þeg­ar hund­ur er tjóðr­að­ur á lóð, skal taum­ur­inn ekki vera lengri en svo að kom­ast megi óhindr­að fram­hjá hundi að að­al­dyr­um húss. Hund­ur skal ekki vera tjóðr­að­ur nema í skamm­an tíma í senn.

10. gr. Lausa­göngustað­ir.

Heim­ilt er að sleppa hund­um laus­um í þar til gerð hunda­gerði og á þeim svæð­um sem skil­greind eru sem lausa­göngu­svæði af sveit­ar­fé­lög­un­um. Þá er lausa­ganga heim­il á auð­um svæð­um s.s. út­mörk utan skipu­lagðr­ar íbúð­ar­byggð­ar, utan ak­vega, reiðstíga og skipu­lagðra göngu­stíga.

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið í sam­ráði við sveit­ar­fé­lög­in get­ur heim­il­að lausa­göngu hunda utan þess­ara svæða tíma­bund­ið, t.d. í tengsl­um við sér­staka við­burði eða verk­efni.

Lausa­ganga skal alltaf vera und­ir um­sjá eig­anda eða ein­stak­lings sem ætla má að hafi vald á hund­in­um.

11. gr. Óheim­il­ir stað­ir.

Ekki má hleypa hund­um inn í hús­rými, s.s. skóla, leik­velli, íþrótta­velli eða þá staði, sem um get­ur í 1. mgr. 19. gr., sbr. fylgiskjal 3, í reglu­gerð um holl­ustu­hætti nr. 941/2002, nema í til­vik­um þar sem heil­brigð­is­nefnd hef­ur heim­il­að, sbr. 1. mgr. 19. gr. reglu­gerð­ar­inn­ar. Heim­ilt er að fara með hunda inn í íþrótta­mann­virki, heil­brigð­is­stofn­an­ir eða snyrti­stof­ur þeg­ar og þar sem starf­sem­in er sér­stak­lega ætl­uð dýr­um. Einnig eru hund­ar heim­il­að­ir í strætó og á þeim veit­inga­stöð­um sem við á, sbr. ákvæði sömu grein­ar.

Óheim­ilt er að hleypa hund­um inn í hús­næði mat­væla­fyr­ir­tækja, sbr. reglu­gerð nr. 103/2010 um gildis­töku reglu­gerð­ar Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins (EB) nr. 852/2004 um holl­ustu­hætti sem varða mat­væli, og reglu­gerð nr. 405/2004 um nátt­úru­legt öl­keldu­vatn og átapp­að lind­ar­vatn. Víkja má frá fyr­ir­mæl­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar sem banna eða tak­marka um­ferð og dvöl hunda um til­tekna staði þeg­ar um er að ræða þjón­ustu­hunda sem nýtt­ir eru til at­vinnu­starf­semi svo sem sér­þjálf­aða leið­sögu- og hjálp­ar­hunda, björg­un­ar­hunda, lög­gæslu­hunda og hunda í land­bún­aði.

12. gr. Bann­að­ar hunda­teg­und­ir.

Óheim­ilt er að halda hund í Garða­bæ, Hafn­ar­fjarð­ar­kaupstað, Kópa­vogs­bæ, Mos­fells­bæ eða Seltjarn­ar­nes­bæ af teg­und sem Mat­væla­stofn­un hef­ur bann­að inn­flutn­ing á.

IV. kafli – Gjald­taka.

13. gr.

Fyr­ir skrán­ingu hunds skal eig­andi greiða gjald sem renn­ur til heil­brigðis­eft­ir­lits­ins, ár­legt leyfis­gjald. All­ir skráð­ir hund­ar skulu vera ábyrgð­ar­tryggð­ir og skal ábyrgð­ar­trygg­ing­in vera innifal­in í ár­legu leyf­is­gjaldi, sbr. 2. gr. þess­ar­ar sam­þykkt­ar. Gjöld­um þess­um er ætl­að að standa und­ir kostn­aði heil­brigðis­eft­ir­lits­ins af hunda­haldi og fram­kvæmd sam­þykkt­ar þess­ar­ar. Sveit­ar­fé­lög­in setja gjald­skrá sam­kvæmt ákvæð­um 59. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir og mega gjöld aldrei vera hærri en sem nem­ur rök­studd­um kostn­aði við veitta þjón­ustu eða fram­kvæmd eft­ir­lits. Gjald­skrá skal birt í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda.

Leyf­is­gjald skal greitt 1. mars með eindaga 1. apríl ár hvert. Kostn­að­ur við hand­söm­un, geymslu og af­líf­un hunda skal greidd­ur sam­kvæmt gild­andi gjald­skrá hverju sinni.

V. kafli – Stjórn­sýsla, kæru­heim­ild­ir, refsi­við­ur­lög og laga­til­vís­an­ir.

14. gr. Heil­brigðis­eft­ir­lit Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs,
Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness.

Heil­brigð­is­nefnd Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness fer með mál­efni hunda og hunda­halds sam­kvæmt lög­um nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir og hef­ur eft­ir­lit með fram­kvæmd sam­þykkt­ar þess­ar­ar. Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið fer með fram­kvæmd sam­þykktar þess­ar­ar í um­boði heil­brigð­is­nefnd­ar og ber ábyrgð á þeim verk­efn­um sem því eru fal­in skv. þess­ari sam­þykkt.

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið fer með mál­efni heil­brigð­is­nefnd­ar skv. lög­um nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, sbr. 3. mgr. 37. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 og sam­kvæmt sam­þykkt­um um heil­brigðis­eft­ir­lit fyr­ir Garða­bæ, Hafn­ar­fjörð, Kópa­vog, Mos­fells­bæ og Seltjarn­ar­nes.

Stjórn­valdsákvarð­an­ir sem heil­brigðis­eft­ir­lit­ið tek­ur á grund­velli þess­ar­ar sam­þykkt­ar, laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir og reglu­gerða settra sam­kvæmt þeim eru kær­an­leg­ar til úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála, sbr. 65. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­unarvarnir.

15. gr. Að­stoð lög­reglu.

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið get­ur, ef þörf kref­ur, leit­að at­beina lög­reglu við að fram­fylgja sam­þykkt þess­ari og ákvörð­un­um tekn­um á grund­velli henn­ar.

Heil­brigðis­eft­ir­lit­inu ber að leit­ast eft­ir sam­starfi við lög­reglu um fram­kvæmd sam­þykkt­ar þess­ar­ar, eft­ir því sem við á.

16. gr. Þving­unar­úr­ræði og aft­ur­köll­un leyfa.

Um valdsvið og þving­unar­úr­ræði fer sam­kvæmt ákvæð­um laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir.

Sveit­ar­stjórn er heim­ilt að aft­ur­kalla skrán­ingu dýra ef van­höld verða á trygg­ing­um eða greiðslu leyf­is­gjalds sem og ef eig­andi hef­ur brot­ið gegn sam­þykkt þess­ari. Einnig er heim­ilt að aft­ur­kalla all­ar skrán­ing­ar telji sveit­ar­fé­lag­ið það nauð­syn­legt í þágu holl­ustu­hátta og ör­ygg­is. Jafn­framt get­ur sveit­ar­fé­lag­ið, telji það og hér­aðs­dýra­lækn­ir brýna þörf á, af sömu ástæðu bann­að eða tak­mark­að gælu­dýra­hald í dreif­býli.

Ef skráð­ur eig­andi eða um­ráða­mað­ur hunds van­ræk­ir skyld­ur sín­ar eða brýt­ur ít­rek­að gegn ákvæð­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar eða öðr­um regl­um sem gilda um hunda­hald get­ur sveit­ar­stjórn bann­að við­kom­andi að halda hund og lát­ið fjar­lægja hund­inn. Skráð­um eig­anda dýrs er skylt að greiða kostn­að sem leið­ir af brot­um á sam­þykkt þess­ari.

17. gr. Laga­heim­ild.

Sam­þykkt þessi stað­fest­ist hér með skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­unarvarnir til þess að öðl­ast gildi við birt­ingu. Frá sama tíma falla úr gildi sam­þykkt um hunda­hald í Bessastaða­hreppi, Garða­bæ, Hafnar­firði og Kópa­vogi nr. 154/2000, sam­þykkt um hunda­hald í Seltjarn­ar­nes­kaup­stað nr. 579/2008 með síð­ari breyt­ing­um og sam­þykkt um hunda­hald í Mosfells­bæ nr. 332/1998 með síð­ari breyt­ing­um.

Um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­neyt­inu, 21. nóv­em­ber 2022.

F. h. r.
Íris Bjarg­munds­dótt­ir.
Trausti Ág­úst Her­manns­son.

B deild – Út­gáfud.: 5. des­em­ber 2022