Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um hunda­hald í Mos­fells­bæ.

1. gr. Al­mennt ákvæði

Hunda­hald í Mos­fells­bæ sæt­ir þeim tak­mörk­un­um sem kveð­ið er á um í sam­þykkt þess­ari.

2. gr. Skrán­ing­ar­skylda

Skylt er að skrá hund á bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en mán­uði eft­ir að hann er tek­inn á heim­ili og hvolpa eigi síð­ar en þeir verða sex mán­aða gaml­ir. Mynd af hund­in­um og vott­orð dýra­lækn­is um að hund­ur hafi ver­ið hreins­að­ur skulu fylgja um­sókn um skrán­ingu. Bæj­ar­stjórn er heim­ilt að ákveða að hund­ar skuli ör­merkt­ir.

Hund skal skrá á nafn og heim­il­is­fang lögráða ein­stak­lings.

Dvelj­ist hund­ur tíma­bund­ið í Mos­fells­bæ skal skrá hann til bráða­birgða en slík skrán­ing skal ekki gilda leng­ur en í 6 mán­uði.

Skrán­ing er háð því að hund­ur raski eigi ró íbúa bæj­ar­ins og sé hvorki þeim né öðr­um sem um bæ­inn fara til óþæg­inda með til­liti til há­vaða, óþrifn­að­ar, eyði­legg­ing­ar verð­mæta eða slysa­hættu. Við skrán­ingu hunda get­ur heil­brigðis­eft­ir­lit­ið leit­að um­sagn­ar lög­reglu telji hún ástæðu til.

Hunda­eig­anda ber að til­kynna skrif­stofu bæj­ar­ins um að­set­urs­skipti og ef hund­ur­inn drepst.

Við að­set­ur­skipti skal afla sam­þykk­is ná­granna, sbr. 5. gr. þess­ar­ar sam­þykkt­ar.

Við eig­enda­skipti skal skrá hund á nafn nýs eig­anda.

Við skrán­ingu fær eig­andi af­hent þar til gert merki með skrán­ing­ar­núm­eri sem jafn­an skal vera á hálsól hunds­ins.

3. gr. Gjald fyr­ir hunda­hald

Bæj­ar­stjórn er heim­ilt að setja gjald­skrá, að feng­inni um­sögn heil­brigð­is­nefnd­ar, til að standa und­ir kostn­aði vegna skrán­ing­ar og eft­ir­lits með hunda­haldi sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari. Ábyrgð­ar­trygg­ing skal vera innifal­in í gjaldi. Gjöld mega aldrei vera hærri en sem nem­ur kostn­aði við veitta þjón­ustu og fram­kvæmd eft­ir­lits með ein­stök­um þátt­um. Sveit­ar­fé­lag­ið skal láta birta gjald­skrána í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda. Vísa skal til sam­þykkt­ar þess­ar­ar í gjald­skránni.1

4. gr. Al­mennt um skyld­ur hunda­eig­enda

Hunda­eig­anda ber að sjá til þess að hund­ur hans sæti ekki illri með­ferð.

Hund­ur skal að jafn­aði hýst­ur á þeim stað þar sem hann er skráð­ur. Óheim­ilt er að halda hund þar sem eng­inn býr.

Hund­ur skal aldrei ganga laus á al­manna­færi held­ur vera í taumi í fylgd með að­ila sem hef­ur fullt vald yfir hon­um. Á al­manna­færi er hunda­eig­anda skylt að fjar­lægja saur eft­ir hund sinn/hunda sína á tryggi­leg­an hátt.

Hund­ar skulu færð­ir til hreins­un­ar í októ­ber-des­em­ber ár hvert. Fram­vísa skal vott­orði um hreins­un við hunda­eft­ir­lits­mann fyr­ir 1. des­em­ber ár hvert. Van­ræksla á að láta hreinsa hund eða skila hreins­un­ar­vott­orði leið­ir til þess að leyfi til að halda téð­an hund fell­ur úr gildi.

Eigi er leyfi­legt að fara með hunda inn á skóla­lóð­ir og inn í skóla, sam­komu­hús, sund­staði, barna­leik­velli, mat­vöru­versl­an­ir eða aðra op­in­bera staði þar sem mat­væli eru um hönd höfð.

Um aðr­ar tak­mark­an­ir á að­gengi hunda gilda ákvæði heil­brigð­is­reglu­gerð­ar og reglu­gerð­ar um mat­væla­eft­ir­lit og holl­ustu­hætti við fram­leiðslu og dreif­ingu mat­væla. Um að­gengi hjálp­ar­hunda fyr­ir fatl­aða gilda ákvæði heil­brigð­is­reglu­gerð­ar.

5. gr. Hunda­hald í fjöleign­ar­hús­um

Um hunda­hald í fjöleign­ar­húsi gilda ákvæði laga um fjöleign­ar­hús, nr. 26/1994, með síð­ari breyt­ing­um.

6.gr. Eft­ir­lit með hunda­haldi

Eft­ir­lits­mað­ur með dýr­um í Mos­fells­bæ ann­ast eft­ir­lit með hunda­haldi í Mos­fells­bæ und­ir eft­ir­liti og á ábyrgð heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is. Hann skal halda dag­bók um vinnu sína og gefa bæj­ar­stjórn og heil­brigð­is­nefnd ár­lega skýrslu um hunda­hald í Mos­fells­bæ og starf sitt vegna þess. Dýra­eft­ir­lits­mað­ur get­ur leit­að að­stoð­ar lög­reglu þeg­ar þörf kref­ur.

7. gr. Heim­ild til að hand­sama og af­lífa hunda

Hunda sem ganga laus­ir á al­manna­færi er dýra­eft­ir­lits­manni heim­ilt að hand­sama og færa í sér­staka hunda­geymslu sem hef­ur starfs­leyfi heil­brigðis­eft­ir­lits. Sama gild­ir um óleyfi­lega hunda og hættu­lega hunda.

Sé skráð­ur hund­ur hand­samað­ur skal til­kynna eig­anda strax um hand­söm­un hans og hvað van­ræksla á að vitja um hund­inn get­ur haft í för með sér. Hafi óskráð­ur hund­ur ver­ið hand­samað­ur er óheim­ilt að af­henda hann fyrr en að skrán­ingu lok­inni og þeg­ar gjald fyr­ir hunda­hald hef­ur ver­ið greitt. Sé hunds eigi vitj­að inn­an einn­ar viku skal hon­um ráð­staf­að til nýs ábyrgs eig­anda, hann seld­ur fyr­ir áfölln­um kostn­aði eða hann af­líf­að­ur.

Hafi eig­andi ástæðu til að ætla að hund­ur hans sé grimm­ur eða vara­sam­ur skal hann sjá til þess að hund­ur hans sé ávallt mýld­ur utan heim­il­is síns. Hafi hund­ur bit­ið mann og/eða er hættu­leg­ur get­ur dýra­eft­ir­lits­mað­ur í sam­ráði við heil­brigð­is­full­trúa tek­ið ákvörð­un um að hund­ur verði af­líf­að­ur þeg­ar í stað. Óski hunda­eig­andi þess er heim­ilt að leita álits hér­aðs­dýra­lækn­is áður en ákvörð­un um af­líf­un er tek­in.

Kostn­að­ur við hand­söm­un, geymslu og af­líf­un hunda skal að fullu greidd­ur af eig­end­um, sam­kvæmt gild­andi gjald­skrá þar að lút­andi.

8. gr. Heim­ild til að aft­ur­kalla leyfi til hunda­hald

Sé um al­var­legt eða ít­rek­að brot á sam­þykkt þess­ari að ræða get­ur dýra­eft­ir­lits­mað­ur í sam­ráði við heil­brigð­is­full­trúa aft­ur­kall­að skrán­ingu ein­stakra hunda og bann­að við­kom­andi eig­anda að vera með hund í Mos­fells­bæ um lengri eða skemmri tíma.

9. gr. Frek­ari tak­mark­an­ir á hunda­haldi

Bæj­ar­stjórn get­ur, að fengn­um til­lög­um heil­brigð­is­nefnd­ar, ákveð­ið að veita ekki heim­ild til hunda­halds fyr­ir ákveðn­um hunda­teg­und­um sem tald­ar eru hættu­leg­ar.

Bæj­ar­stjórn get­ur ákveð­ið að merkja ákveð­in svæði þar sem ekki má vera með hunda. Einnig get­ur bæj­ar­stjórn ákveð­ið að láta af­marka ákveð­in svæði þar sem má sleppa hund­um laus­um. Svæði þessi skulu aug­lýst og kynnt sér­stak­lega fyr­ir hunda­eig­end­um.

Um aðr­ar tak­mark­an­ir á að­gengi hunda gilda ákvæði heil­brigð­is­reglu­gerð­ar nr. 149/1990, með síð­ari breyt­ing­um, og reglu­gerð­ar nr. 522/1994, um mat­væla­eft­ir­lit og holl­ustu­hætti við fram­leiðslu og dreif­ingu mat­væla, með síð­ari breyt­ing­um.

10. gr. Mál­skot

Ákvörð­un­um sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari er heim­ilt að skjóta til heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is. Að öðru leyti fer um mál­skot sam­kvæmt lög­um nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir.

11.gr. Við­ur­lög

Brot gegn sam­þykkt þess­ari varða sekt­um, nema þyngri refs­ing liggi við að lög­um.

Með mál út af brot­um á sam­þykkt þess­ari eða regl­um sem sett­ar eru sam­kvæmt henni, skal far­ið sem op­in­bert mál.

12. gr. Gild­istaka

Fram­an­greind sam­þykkt bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar frá 29. apríl 1998 stað­fest­ist hér með sam­kvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998, um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir til þess að öðl­ast þeg­ar gildi við birt­ingu. Jafn­framt fell­ur úr gildi fyrri sam­þykkt um hunda­hald í Mos­fells­bæ nr. 444 frá 28. októ­ber 1993.

Um­hverf­is­ráðu­neyt­inu, 8. júní 1998.

F. h. r.
Ingimar Sig­urðs­son.

Sig­ur­björg Sæ­munds­dótt­ir.

1Skv. sam­þykkt nr. 888/2000, um breyt­ingu á sam­þykkt nr. 332/1998 um hunda­hald í Mos­fells­bæ.

Nr. 332/1998