Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um um­gengi og þrifn­að í hest­húsa­hverf­inu á Varmár­bökk­um.

1. gr. Gild­is­svið

Sam­þykkt þessi gild­ir um hest­húsa­hverf­ið á Varmár­bökk­um (þ.m.t. opin svæði, tamn­ing­ar­gerði og hólf, svo og gerði við hvert hús).

2. gr. Um­sjón með fram­kvæmd

Um eft­ir­lit með fram­kvæmd sam­þykkt­ar þess­ar­ar fer sam­kvæmt lög­um um holl­ustu­hætti og heil­brigðis­eft­ir­lit og reglu­gerð­um sett­um sam­kvæmt þeim.

3. gr. Út­lit húsa og gerða

Hús­un­um skal vel við hald­ið, bæði hvað varð­ar máln­ingu og ann­an frá­g­ang ut­an­húss.

Jarð­veg­ur inn­an gerða, og utan eft­ir því sem við á, skal vera mal­ar­bor­inn og ávallt hald­ið snyrti­leg­um.

4. gr. Al­menn um­gengni

Þeir, sem nota hest­hús í hverf­inu, skulu ganga vel um um­hverfi sitt. Bann­að er að skilja eft­ir hvers kon­ar rusl eða ann­að óvið­kom­andi ut­an­húss, s.s. sag­poka, heyrúll­ur og rúllu­baggaplast, timb­ur og verk­færi.

Í hverju hest­húsi skal vera við­ur­kennt sorpílát og skulu hest­húsa­eig­end­ur kosta upp­setn­ingu þess og tæm­ingu. Urð­un úr­gangs­efna í hest­hús­inu og öll brennsla er bönn­uð. Hættu­leg­um úr­gangi skal halda að­skild­um frá öðr­um úr­gangi og skila inn til mót­töku­stöðva fyr­ir spilli­efni.

Óheim­ilt er að geyma hey og spón ut­an­dyra á svæð­inu, svo og að dreifa spóni og heyi um svæð­ið.

Lausa­ganga hesta er bönn­uð. Eig­end­ur bera ábyrgð á leigj­end­um sín­um hvað varð­ar alla um­gengni í hest­húsa­hverf­inu.

5. gr. Tað­þrær

Tað­þrær skulu vera þann­ig úr garði gerð­ar að þær valdi ekki meng­un. Sér­stak­lega skal þess gætt að ekki geti lek­ið úr þeim. Hreinsa skal tað­þrær reglu­lega og skulu eig­end­ur hest­húsa bera kostn­að við hreins­un­ina ef ein­hver er.

Bann­að er að setja ann­að í tað­þrærn­ar en hrossatað og moð og gæta skal þess að þær yf­ir­fyll­ist ekki.

Gæta skal fyllsta ör­ygg­is svo börn­um stafi ekki hætta af þrón­um.

6. gr. Rot­þrær og safn­þrær

Eig­end­ur hest­húsa skulu ganga frá teng­ing­um og öðr­um út­bún­aði, svo sem sal­ern­um, rot­þróm og safn­þróm. Þetta á við hvort sem um er að ræða þeg­ar upp­sett­an eða nýj­an bún­að og skulu fram­kvæmd­ir fara fram inn­an hæfi­legs frests sem heil­brigð­is­full­trúi og bygg­ing­ar­full­trúi ákveða.

Hreins­un þróa skal fram­kvæmd reglu­lega eða áður en þær yf­ir­fyll­ast.

7. gr. Hesta­kerr­ur, vinnu­vél­ar, bíl­ar, gám­ar o.fl.

Bann­að er að geyma ógang­færa eða núm­ers­lausa bíla, gáma, vinnu­vél­ar, óskráð­ar kerr­ur, palla eða hlið­stæða hluti á svæð­inu. Skráð­ar kerr­ur og léttikerr­ur skal geyma á þar til gerðu kerru­stæði.

8. gr. Hunda­hald á svæð­inu

Gæta skal þess að hund­ar á svæð­inu valdi ekki slysa­hættu, fæli hesta eða valdi ná­grönn­um ónæði. Hund­ar eiga alltaf að vera und­ir eft­ir­liti eig­anda, sbr. sam­þykkt um hunda­hald í Mos­fells­bæ.

Komi í ljós að eig­andi hafi ekki stjórn á hundi sín­um hvað þessi at­riði varð­ar skal hætta að koma með hund­inn inn á svæð­ið.

9. gr. Notk­un hest­húsa

Ekki er heim­ilt að nota hest­hús fyr­ir ann­að en hesta, hey, fé­lags­að­stöðu og ann­að sem hesta­mennsku við­kem­ur.

10. gr. Brot og við­ur­lög

Með brot á sam­þykkt þess­ari og um valdsvið, þving­unar­úr­ræði, máls­með­ferð, úr­skurði og við­ur­lög fer sam­kvæmt lög­um um holl­ustu­hætti og heil­brigðis­eft­ir­lit, nr. 81/1988, með síð­ari breyt­ing­um.

11. gr.

Sam­þykkt þessi, sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fund­um sín­um 2. októ­ber 1996 og 19. fe­brú­ar 1997, stað­fest­ist hér með sam­kvæmt 18. gr. laga um holl­ustu­hætti og heil­brigðis­eft­ir­lit, nr. 81/1988, með síð­ari breyt­ing­um, til að öðl­ast þeg­ar gildi og birt­ist til eft­ir­breytni öll­um þeim sem hlut eiga að máli.

Um­hverf­is­ráðu­neyt­inu, 7. apríl 1997.

F.h.r.
Ingimar Sig­urðs­son.

Sig­ur­björg Sæ­munds­dótt­ir.

Nr. 238/1997

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00