Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt fyr­ir Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar.

1. gr.

Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar er stað­sett í Mos­fells­bæ og rek­ið, sem sér­stök rekstr­arein­ing und­ir fjár­mála- og stjórn­sýslu­sviði, af bæj­ar­fé­lag­inu und­ir yf­ir­stjórn bæj­ar­stjórn­ar. Um­dæmi safns­ins er Mos­fells­bær.

Hér­aðs­skjala­vörð­ur fer mеð dag­lega stjórn Hér­aðs­skjala­safns.

Safn­ið lýt­ur fag­legu eft­ir­liti Þjóð­skjala­safns Ís­lands.

2. gr.

Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar starf­ar sam­kvæmt lög­um um Þjóð­skjala­safn Ís­lands, nr. 66/1985, og reglu­gerð um hér­aðs­skjala­söfn, nr. 283/199

3. gг.

Hér­aðs­skjala­safn­ið skal sam­kvæmt 3.-5. gr. reglu­gerð­ar um hér­aðs­skjala­söfn ann­ast söfn­un, inn­heimtu og varð­veislu skjala, skrá­setja þau og gera að­gengi­leg not­end­um og á all­an hátt leit­ast við аð varð­veita og efla þekk­ingu á sögu síns umdræm­is. Hér­aðs­skjala­safn­ið skal m.a. varð­veita skjala­söfn þeirra embætta, stofn­ana og fé­laga, sеm hér grein­ir, sbr. 5. gr. reglu­gerð­ar, um af­hend­ing­ar­skyldu:

  1. Bæj­ar­stjórn­ar
  2. Sýslu- og hér­aðs­nefnda
  3. Byggða­sam­laga
  4. Hrepps­nefnda
  5. Hrepp­stjóra
  6. Bæj­ar-, sýslu-, hér­aðs- og hrepps­fyr­ir­tækja, -stofn­ana og -embætta
  7. Sátta­nefnda
  8. Forða­gæslu­manna
  9. Yfir- og und­ir­skatta­nefnda
  10. Und­irfa­st­eigna­mats­nefnda
  11. Skóla­nefnda, barna­vernd­ar­nefnda og ann­arra nefnda á veg­um Mos­fells­bæj­ar
  12. Hér­aðs­funda
  13. Sókn­ar­nefnda
  14. Sjúkra­sam­laga
  15. Bún­að­ar­sam­banda
  16. Rækt­un­ar­sam­banda
  17. Hreppa­bún­að­ar­fé­laga
  18. Búfjár­rækt­ar­fé­laga
  19. Skóg­rækt­ar­fé­laga
  20. Íþrótta- og ung­menna­fé­laga
  21. Lestr­ar­fé­laga
  22. Slysa­varna- og björg­un­ar­fé­laga
  23. Leik­fé­laga og ann­arra menn­ing­ar­fé­laga, þ.á m. kven­fé­laga
  24. Ann­arra fé­laga, fyr­ir­tækja og stofn­ana sem bæj­ar­stjórn tek­ur ákvarð­an­ir um

Skipi bæj­ar­stjórn, hér­aðs­fund­ir eða sókn­ar­nefnd­ir trún­að­ar­menn eða nefnd­ir sem ekki er get­ið í upp­taln­ing­unni hér að fram­an, skulu öll skjala­gögn slíkra trún­að­ar­manna eða nefnda af­hend­ing­ar­skyld til Hér­aðs­skjala­safns­ins.

Hér­aðs­skjala­safn­ið skal leit­ast við að eign­ast eft­ir­tök­ur af öðr­um skjöl­um sem varða hér­að­ið og ekki fást í frum­riti. Jafn­framt safn­ar Hér­aðs­skjala­safn­ið mark­verð­um skjöl­um ein­stak­linga og fé­laga­sam­taka sem ekki eru skila­skyld til safns­ins, auk ljós­mynda, hljóð- og mynd­banda sem varða sögu hér­aðs­ins eða íbúa þess á ein­hvern hátt.

Um túlk­un á hug­tak­inu skjal sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari, vís­ast til 2. mgr. 3. gr. laga um Þjóð­skjala­safn Ís­lands.

4. gr.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar legg­ur Hér­aðs­skjala­safn­inu til rekstr­arfé í sam­ræmi við sam­þykkta fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins á hverj­um tíma.
Um bókald og reikn­ings­skil Hér­aðs­skjala­safns­ins fer sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lög­um.

5. gr.

Sam­þykkt þessi og breyt­ing­ar sem kunna að verða gerð­ar á henni, öðl­ast gildi að fengnu sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar. Sam­þykkt­in og breyt­ing­ar á henni skulu einn­ig lagð­ar fyr­ir þjóð­skjala­vörð til stað­fest­ing­ar.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar,10. októ­ber 2001.

Stað­fest af þjóð­skjala­verði, 24. októ­ber 2001.

Ólaf­ur Ás­geirs­son
þjóð­skjala­vörð­ur

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00