Samþykkt fyrir Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar.
1. gr.
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar er staðsett í Mosfellsbæ og rekið, sem sérstök rekstrareining undir fjármála- og stjórnsýslusviði, af bæjarfélaginu undir yfirstjórn bæjarstjórnar. Umdæmi safnsins er Mosfellsbær.
Héraðsskjalavörður fer mеð daglega stjórn Héraðsskjalasafns.
Safnið lýtur faglegu eftirliti Þjóðskjalasafns Íslands.
2. gr.
Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar starfar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands, nr. 66/1985, og reglugerð um héraðsskjalasöfn, nr. 283/199
3. gг.
Héraðsskjalasafnið skal samkvæmt 3.-5. gr. reglugerðar um héraðsskjalasöfn annast söfnun, innheimtu og varðveislu skjala, skrásetja þau og gera aðgengileg notendum og á allan hátt leitast við аð varðveita og efla þekkingu á sögu síns umdræmis. Héraðsskjalasafnið skal m.a. varðveita skjalasöfn þeirra embætta, stofnana og félaga, sеm hér greinir, sbr. 5. gr. reglugerðar, um afhendingarskyldu:
- Bæjarstjórnar
- Sýslu- og héraðsnefnda
- Byggðasamlaga
- Hreppsnefnda
- Hreppstjóra
- Bæjar-, sýslu-, héraðs- og hreppsfyrirtækja, -stofnana og -embætta
- Sáttanefnda
- Forðagæslumanna
- Yfir- og undirskattanefnda
- Undirfasteignamatsnefnda
- Skólanefnda, barnaverndarnefnda og annarra nefnda á vegum Mosfellsbæjar
- Héraðsfunda
- Sóknarnefnda
- Sjúkrasamlaga
- Búnaðarsambanda
- Ræktunarsambanda
- Hreppabúnaðarfélaga
- Búfjárræktarfélaga
- Skógræktarfélaga
- Íþrótta- og ungmennafélaga
- Lestrarfélaga
- Slysavarna- og björgunarfélaga
- Leikfélaga og annarra menningarfélaga, þ.á m. kvenfélaga
- Annarra félaga, fyrirtækja og stofnana sem bæjarstjórn tekur ákvarðanir um
Skipi bæjarstjórn, héraðsfundir eða sóknarnefndir trúnaðarmenn eða nefndir sem ekki er getið í upptalningunni hér að framan, skulu öll skjalagögn slíkra trúnaðarmanna eða nefnda afhendingarskyld til Héraðsskjalasafnsins.
Héraðsskjalasafnið skal leitast við að eignast eftirtökur af öðrum skjölum sem varða héraðið og ekki fást í frumriti. Jafnframt safnar Héraðsskjalasafnið markverðum skjölum einstaklinga og félagasamtaka sem ekki eru skilaskyld til safnsins, auk ljósmynda, hljóð- og myndbanda sem varða sögu héraðsins eða íbúa þess á einhvern hátt.
Um túlkun á hugtakinu skjal samkvæmt samþykkt þessari, vísast til 2. mgr. 3. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands.
4. gr.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur Héraðsskjalasafninu til rekstrarfé í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun bæjarins á hverjum tíma.
Um bókald og reikningsskil Héraðsskjalasafnsins fer samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
5. gr.
Samþykkt þessi og breytingar sem kunna að verða gerðar á henni, öðlast gildi að fengnu samþykki bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Samþykktin og breytingar á henni skulu einnig lagðar fyrir þjóðskjalavörð til staðfestingar.
Samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar,10. október 2001.
Staðfest af þjóðskjalaverði, 24. október 2001.
Ólafur Ásgeirsson
þjóðskjalavörður