Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um hænsna­hald utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða.

1. gr. Gild­is­svið og markmið

Sam­þykkt þessi gild­ir um hænsna­hald í Mos­fells­bæ á svæð­um öðr­um en skipu­lögð­um land­bún­að­ar­svæð­um og skráð­um lög­býl­um. Sam­þykkt­in er sett til að tryggja ör­yggi, holl­ustu­hætti, góða um­gengni og full­nægj­andi meng­un­ar­varn­ir vegna hænsna­halds í þétt­býli Mos­fells­bæj­ar.

2. gr. Leyf­is­veit­ing­ar

Sækja skal um leyfi fyr­ir hæn­ur á bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar á þar til gerð­um eyðu­blöð­um áður en hænsna­hald hefst. Telji bæj­ar­stjórn að skil­yrði til hænsna­halds séu fyr­ir hendi þá get­ur hún veitt lögráða ein­stak­lingi eða lög­að­ila leyfi til til­tek­ins tíma, að jafn­aði til 5 ára.

Skil­yrði leyf­is­veit­inga eru:

  1. Að til­skilin leyfi bygg­ing­ar- og skipu­lags­yf­ir­valda liggi fyr­ir nema að skil­yrði í g-lið í 2.3.5. gr. í bygg­ing­a­reglu­gerð nr. 112/2012 sé upp­fyllt.
  2. Að fyr­ir liggi sam­þykki sam­eig­enda ef um fjöleign­ar­hús er að ræða. Sama á við ef um er að ræða jörð eða fast­eign í óskiptri sam­eign. Sé um­sækj­andi leigj­andi skal fylgja sam­þykki leigu­sala.
  3. Ganga skal úr skugga um að hænsna­hald hafi ekki ver­ið sér­stak­lega bann­að eða þing­lýst­ar kvað­ir séu á hús­eign­um sem koma í veg fyr­ir að þar séu hald­in hænsni.

Leyfi­legt er að halda allt að sex hænsni á hverri lóð. Óheim­ilt með öllu er að halda hana.

Ekki er veitt leyfi hafi um­sækj­andi gerst brot­leg­ur við lög um vel­ferð dýra.

3. gr. Lausa­ganga

Lausa­ganga hænsna er með öllu óheim­il og ber hænsna­eig­andi fulla vörslu­skyldu. Hænsna­eig­andi er að öllu leyti ábyrg­ur fyr­ir hænsn­um sín­um og ber að koma í veg fyr­ir að hænsna­hald­ið valdi ónæði í um­hverf­inu, svo sem vegna há­vaða, ólykt­ar og hvers kon­ar óþrifn­að­ar.

Hænsna­eig­anda ber að sjá til þess að hænsna­hald­ið laði ekki að mein­dýr.

4. gr. Hand­söm­un

Sleppi hæna frá eig­anda eða um­ráða­manni, skal við­kom­andi taf­ar­laust gera ráð­staf­an­ir til að hand­sama hana. Hænsni í lausa­göngu skal færa í geymslu á veg­um Mos­fells­bæj­ar. Ef hænsna er ekki vitjað inn­an einn­ar viku frá hand­söm­un er heim­ilt að ráð­stafa þeim til nýs eig­anda eða selja fyr­ir áfölln­um kostn­aði. Að öðr­um kosti skulu hænsni af­líf­uð.

5. gr. Skil á hand­söm­uð­um fugli

Hafi hænsn­fugl ver­ið hand­samað­ur er óheim­ilt að af­henda hann fyrr en að lok­inni greiðslu áfall­ins kostn­að­ar. Sé eig­andi ekki með leyfi fyr­ir hænsna­haldi skal afla leyf­is og greiða fyr­ir það áður en hænsni fæst af­hent. Kostn­að­ur við hand­söm­un, geymslu eða af­líf­un hænsn­fugls skal að fullu greidd­ur af eig­anda.

6. gr. Ónæði

Til að koma í veg fyr­ir ónæði vegna há­vaða ber að hafa myrk­ur hjá hænsn­um frá kl. 21:00 til kl. 7:00 alla daga.

Þrífa þarf kofa að lág­marki viku­lega. Skít skal fjar­lægja við dag­lega um­hirðu og hann má ekki safn­ast upp. Hænsna­skít skal farga eða nýta á lög­leg­an hátt. Þeg­ar mokað er úr hús­um skal koma hæsna­skít fyr­ir í lok­uð­um um­búð­um þann­ig að hann valdi ekki lykt­ar­meng­un. Þeg­ar hæsna­skít­ur er nýtt­ur sem áburð­ur skal plægja hann nið­ur þann­ig að hann liggi ekki á yf­ir­borð­inu. Ef ekki er unnt að nýta skít skal flytja hann í lok­uð­um um­búð­um á mót­töku­stöð fyr­ir líf­ræn­an úr­g­ang.

Leyf­is­hafa ber að gera ráð­staf­an­ir til að tryggja að mein­dýr kom­ist ekki í fóð­ur.

7. gr. Kof­ar fyr­ir hænsni

Á lóð­um þar sem veitt er leyfi til hænsna­halds þarf að vera hæfi­lega stór kofi sem rúm­ar þann fjölda af hæn­um sem leyfi er veitt fyr­ir. Kofi fyr­ir sex hæn­ur þarf að vera að lág­marki 3 m² að stærð. Í kring­um hænsna­kofa skal vera hænsna­helt gerði, hæfi­lega stórt fyr­ir úti­veru hænsn­anna. Hænsna­kofi og gerði skulu vera vel inn­an lóð­ar­marka við­kom­andi lóð­ar að lág­marki 3 m. Kofi skal vera mein­dýra­held­ur og fóð­ur skal geyma í mein­dýra­held­um ílát­um. Til að fyr­ir­byggja að rott­ur kom­ist í fóð­ur skulu ílát vera í a.m.k. 35 sm hæð frá jörðu og vera u.þ.b. 60 sm djúp.

8. gr. Aft­ur­köllun leyf­is

Bæj­ar­stjórn get­ur aft­ur­kallað leyfi til hænsna­halds sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari ef hænsna­hald­ið veld­ur ónæði í um­hverf­inu, of­næmi, leyf­is­hafi hef­ur gerst brot­leg­ur við lög um vel­ferð dýra eða brot­ið er gegn sam­þykkt þess­ari.

9. gr. Sjúk­dóm­ar

Komi upp sjúk­dóm­ar eða smit­hætta sem að mati sótt­varn­ar­lækn­is og yf­ir­dýra­lækn­is geta skap­að hættu fyr­ir heil­brigði manna, ber að hætta hænsna­haldi taf­ar­laust og farga fugl­um í sam­ráði við heil­brigð­is­nefnd.

10. gr. Eft­ir­lit

Eft­ir­lit með því að ákvæð­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar sé fram­fylgt er í hönd­um heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is.

11. gr. Þving­unar­úr­ræði

Um þving­unar­úr­ræði og við­ur­lög við brot­um gegn ákvæð­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar fer sam­kvæmt VI. kafla laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir.

12. gr. Gjald­taka

Bæj­ar­stjórn er heim­ilt að setja gjaldskrá í sam­ræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998, um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, til að standa straum af kostn­aði vegna fram­fylgd­ar á sam­þykkt þess­ari. Í gjaldskrá eru upp­lýs­ing­ar um leyf­is- og eft­ir­lits­gjöld og þann kostn­að sem leyf­is­hafi skal bera og kann að hljót­ast af hand­söm­un, fóðr­un og hýs­ingu hænsn­anna.

Gjöld vegna að­komu heil­brigð­is­nefnd­ar greið­ast sam­kvæmt gjaldskrá Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.

13. gr. Úr­skurð­ar­nefnd

Heim­ilt er að kæra stjórn­valdsákvarð­an­ir sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari.

14. gr. Stað­fest­ing og gild­istaka

Sam­þykkt þessi stað­fest­ist hér með sam­kvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir og öðl­ast þeg­ar gildi.

Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu, 14. októ­ber 2015.

F. h. r.
Sig­ur­björg Sæ­munds­dótt­ir

Laufey Helga Guð­munds­dótt­ir

B-deild – Út­gáfud.: 29. októ­ber 2015

Nr. 971

14. októ­ber 2015

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00