Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um frí­stunda­þjón­ustu fyr­ir fötluð börn og ung­menni, frí­stunda­klúbbur­inn Úlf­ur­inn.

1. gr. Laga­grund­völl­ur

Í regl­um þess­um er kveð­ið á um út­færslu á þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög­um er skylt að veita sbr. 16. gr. laga nr. 38/2018 um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir og tek­ur við þeg­ar al­menn frí­stunda­þjón­usta skv. 33. gr. grunn­skóla­laga nr. 91/2008 hætt­ir.

Sveit­ar­fé­lög skulu bjóða fötl­uð­um börn­um og ung­menn­um upp á frí­stunda­þjón­ustu eft­ir að reglu­bundn­um skóla­degi þeirra lýk­ur.

2. gr. Markmið

Úlf­ur­inn er frí­stunda­klúbb­ur fyr­ir fötluð börn í 5. – 10. bekk grunn­skóla og fatl­aða fram­halds­skóla­nema með víð­tæk­ar stuðn­ings­þarf­ir. Þjón­ust­an er ætluð þeim sem ekki hafa að­gengi í önn­ur frí­stunda­úr­ræði sem hæfa hag eða þörf­um þeirra. Frí­stunda­þjón­usta tek­ur við þeg­ar reglu­bundn­um skóla­degi lýk­ur, og eft­ir at­vik­um áður en dag­leg kennsla hefst og á þeim dög­um, öðr­um en lög­bundn­um frí­dög­um, þeg­ar skól­ar starfa ekki.

Í frí­stunda­klúbbn­um gefst tæki­færi til að njóta fé­lags­legra sam­skipta, í gegn­um leik og skap­andi starf. Markmið frí­stunda­klúbbs­ins er að veita þeim sem þar dvelja ör­uggt at­hvarf og bjóða þeim upp á skipu­lagt frí­stund­ast­arf við hæfi hvers og eins.

3. gr. Skil­yrði fyr­ir sam­þykkt

Úlf­ur­inn er ætl­að­ur börn­um og ung­menn­um með stað­festa fötl­un­ar­grein­ingu sem skerð­inga sinna vegna geta ekki ver­ið ein heima eft­ir að skóla­degi lýk­ur.

Til þess að eiga rétt á frí­stunda­þjón­ustu Úlfs­ins þurfa not­end­ur að upp­fylla öll eft­ir­far­andi skil­yrði og leggja fram gögn því til stuðn­ings eft­ir því sem við á:

a. Eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ eða Kjós­ar­hreppi.
b. Vera barn í 5. -10. bekk grunn­skóla eða ung­menni í fram­halds­skóla.
c. Að fötlun hafi ver­ið greind hjá við­ur­kennd­um grein­ing­ar­að­il­um sem eru Ráð­gjaf­ar- og grein­ing­ar­stöð, Barna og ung­linga­geð­deild eða Þroska- og hegð­un­ar­stöð.
d. Mat á stuðn­ings­þörf (SIS) frá Ráð­gjaf­ar- og grein­ing­ar­stöð, flokk V eða hærri.
e. Að mat á heild­rænni þjón­ustu­þörf sýni þörf barns­ins fyr­ir þjón­ust­una.

4. gr. Um­sókn

For­eldr­ar eða ung­menni geta sótt um í Úlf­inn að upp­fyllt­um inn­töku­skil­yrð­um. Um­sókn skal berast ra­f­rænt til fjöl­skyldu­sviðs í gegn­um þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar.
Al­menn­ur um­sókn­ar­frest­ur fyr­ir kom­andi skóla­ár er 20. maí ár hvert.
Gjald fyr­ir þjón­ust­una er tek­ið sam­kvæmt gild­andi gjaldskrá hverju sinni.

5. gr. For­gangs­röðun um­sókna

Sam­þykkt­ar um­sókn­ir rað­ast eft­ir for­gangs­röðun hverju sinni. Sé ekki unnt að hefja stuðn­ing strax og um­sókn er sam­þykkt skal til­kynna um­sækj­anda um ástæð­ur þess og hvenær áætlað er að þjón­ust­an geti haf­ist.

Heim­ilt er að horfa til þess við sam­þykkt um­sókn­ar hvort um­sækj­andi hafi trygg­an að­g­ang að frí­stunda­þjón­ustu í gegn­um sinn sér­skóla.

6. gr. Nið­ur­staða og rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar

Kynna skal nið­ur­stöðu á af­greiðslu um­sókn­ar með skrif­leg­um hætti svo fljótt sem unnt er. Sé um­sókn synjað skal um­sækj­andi fá skrif­legt svar þar sem vísað er með skýr­um hætti til við­eig­andi ákvæða reglna þess­ara.

Upp­lýsa skal um­sækj­anda um rétt hans til að fara fram á end­ur­skoð­un synj­un­ar. Um­sækj­andi get­ur áfrýjað synj­un fjöl­skyldu­sviðs til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar inn­an fjög­urra vikna frá því hon­um barst vitn­eskja um ákvörð­un.

7. gr. Málskot til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála

Ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar skal kynnt um­sækj­anda skrif­lega og um leið skal hon­um kynnt­ur rétt­ur hans til að kæra ákvörð­un­ina til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála, sé um synj­un að ræða. Skal það gert inn­an þriggja mán­aða frá því að um­sækj­anda var kunn­gerð ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar.

8. gr. Gild­istaka

Sam­þykkt á 318. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar þann 19.4.2022. Stað­fest á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 4.5.2022. Regl­ur þess­ar öðl­ast gildi við birt­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00