Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um frí­stunda­sel, gjaldskrá og regl­ur tengd­ar þjón­ustu heils­dags­skóla

Þjón­usta og starfs­semi

1. gr.

Frí­stunda­sel fyr­ir 1. – 4. bekk eru starf­rækt af Grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Markmið frí­stunda­selj­anna er að mynda heild­stæða um­gjörð um skóla­dag barn­anna. Frí­stunda­sel­in bjóða upp á marg­vís­leg verk­efni, t.d. íþrótta-, tóm­stunda-, lista- og menn­ing­ar­verk­efni. Helstu áhersl­ur í starf­inu eru ör­yggi, úti­vist, hreyf­ing, fjöl­breytni, tóm­stund­ir, íþrótt­ir og vellíð­an.

2. gr.

Að öllu jöfnu eru frí­stunda­sel opin dag­lega alla daga á starfs­tíma skóla. Dag­leg­ur starfs­tími tek­ur þó mið af því hvern­ig skól­inn flétt­ar starf­ið inn í dag­lega við­veru barna í skól­an­um og get­ur því ver­ið breyti­leg­ur frá ári til árs. Í sam­ræmi við starfs­áætlan­ir grunn­skól­anna ber skóla­stjór­um að upp­lýsa for­eldra að vori um fyr­ir­komulag næsta skóla­árs.

Eft­ir­far­andi gild­ir um lok­un frí­stunda­selja á starfs­tíma skól­anna:

Frí­stunda­sel­in veita þjón­ustu í vetr­ar, jóla- og páskafrí­um að lok­inni könn­un á með­al for­eldra. Skráð þátttaka í frí­um er bind­andi og til að frí­stunda­sel sé opið þurfa að lág­marki 12 börn að vera skráð. Veita skal 8 tíma þjón­ustu þá daga sem opið er og er þá greitt fyr­ir heil­an eða hálf­an dag. Greiða skal sér­stakt auk­ið gjald í slík­um frí­um og skal þess get­ið í gjaldskrá sem stað­fest er af bæj­ar­ráði.

Frí­stunda­sel­in eru lok­uð tvisvar á vetri á starfs­dög­um grunn­skól­anna. Á þeim tíma vinn­ur starfs­fólk að skipu­lags­vinnu og end­ur­mennt­un. Skóla­stjór­ar skulu upp­lýsa for­eldra um þessa daga að hausti.

3. gr. Markmið frí­stunda­selja er að:

  • tryggja börn­um heild­stæða um­gjörð um skóla­dag­inn að af­lok­inni hefð­bund­inni kennslu og vera þann­ig hluti af sam­felld­um skóla­degi.
  • tengja sam­an tóm­stunda- og íþrótt­ast­arf við starf­semi frí­stunda­selja.
  • vera skjól og gæsla fyr­ir yngstu nem­end­ur grunn­skól­ans til hvíld­ar, af­þrey­ing­ar og tóm­stunda.
  • eiga gott sam­st­arf við for­eldra um til­boð frí­stunda­selja, m.a. með því að tryggja gott upp­lýs­inga­streymi milli for­eldra og starfs­manna og með því að upp­lýsa for­eldra um um­gjörð, markmið og skipu­lag starfs­ins.
  • gefa sem flest­um börn­um kost á að kynn­ast íþrótt­um, úti­vist og öðru tóm­stund­astarfi
    bjóða upp á fjöl­breyti­leg til­boð og sníða þann­ig starf­ið eft­ir þörf­um og áhuga hvers og eins.
    gera börn virk­ari í tóm­stund­um og tóm­stunda­leit sinni og leggja þann­ig grunn að virkni á ung­lings- og full­orð­ins­ár­um.
  • börn ljúki sem mestu af frí­stund­astarfi sínu í beinu fram­haldi af kennslu­degi grunn­skól­ans og þann­ig skap­ist drýgri tíma fyr­ir fjöl­skyld­ur til sam­veru að lokn­um venju­leg­um vinnu­degi.
  • koma á sam­starfi við frjáls fé­laga­sam­tök í Mos­fells­bæ, sem leggja rækt við barna- og ung­lingast­arf, t.d. íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög.
  • efla list­ir og menn­ingu sem hluta af frí­stund­astarfi barna.

Starfs­menn og skipu­lag

4. gr.

Skóla­stjór­ar bera rekstr­ar­lega og fag­lega ábyrgð á starf­semi frí­stunda­selj­anna. Þeir bera ábyrgð á ráðn­ingu starfs­manna frí­stunda­selja og fela ein­um starfs­manni for­stöðu fyr­ir sel­inu. Skóla­stjór­ar geta fal­ið for­stöðu­mönn­um frí­stunda­selja að sjá um ráðn­ingu starf­manna. Skóla­stjór­ar skulu gera starfs­lýs­ingu fyr­ir starfs­fólk selj­anna í sam­ráði við þann sem veit­ir sel­inu for­stöðu.

5. gr.

Skóla­stjór­ar skipu­leggja að­komu þjón­ustu í frí­stunda­selj­um í því felst með­al ann­ars skipu­lag á sam­vinnu við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög­in.

6. gr.

Skóla­stjór­ar og for­stöðu­menn frí­stunda­selja meta starfs­manna­þörf með það í huga að starfs­manna­fjöldi sé í sam­ræmi við það starf sem er í gangi hverju sinni, fjölda nem­enda og fjölda þeirra nem­enda sem þurfa á sér­að­stoð að halda. Gert er ráð fyr­ir 15 börn­um á hvern starfs­mann að jafn­aði og skal taka mið af þeim starfs­mönn­um sem vinna í frí­stunda­selj­um og öðr­um að­il­um sem að­keypt­ir eru til gæslu, leið­bein­ing­ar, heima­náms og ann­ars upp­eld­is­starfs, ef það er í boði á veg­um frí­stunda­selja. Einn­ig skal taka mið af fjölda starfs­manna sem leið­beina í íþrótt­um og tóm­stund­um sem í boði eru fyr­ir börn í frí­stunda­selj­um sbr. 5. grein.

Áætlun um starfs­manna­þörf skal liggja til grund­vall­ar við ár­lega gerð fjár­hags­áætl­un­ar. Við gerð áætl­un­ar skal ann­ars veg­ar gera ráð fyr­ir að hægt sé að koma til móts við eft­ir­spurn eft­ir þjón­ustu og hins veg­ar að starfs­að­stæð­ur séu góð­ar og upp­eld­is­st­arf fari fram með sama hætti og í dag­legu skólastarfi. Í þessu felst með­al ann­ars að meta þörf fyr­ir stuðn­ing fyr­ir þau börn sem þess þurfa. Starfs­menn þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Gjaldskrá, um­sókn­ir og breyt­ing­ar

7 gr.

Gjald er tek­ið fyr­ir dvöl í frí­stunda­selj­um. Bæj­ar­ráð stað­fest­ir gjald­skrár frí­stunda­selja.

8 gr.

Í gjaldskrá frí­stunda­selja skal koma fram vist­un­ar­kostn­að­ur barna í frí­stunda­selj­um fyr­ir hverja klukku­st­und. Gjald er greitt fyr­ir hverja hálfa klukku­st­und sem hafin er í vist­un en lág­marks­fjöldi vist­un­ar­stunda á viku eru 4 tím­ar. Þær stund­ir sem barn­ið er í tóm­stund­astarfi sem greitt er fyr­ir á með­an á dvöl í frí­stunda­seli stend­ur, drag­ast frá gjaldi frí­stund­ar. Ekki er veitt­ur ann­ar af­slátt­ur á gjaldi Íþrótta- og tóm­stunda­skóla en systkina­afslátt­ur í frí­stunda­seli. Systkina­afslátt­ur er í sam­ræmi við regl­ur bæj­ar­fé­lags­ins þar sem fram kem­ur að ekki er veitt­ur af­slátt­ur af fyrstu 4 stund­um í viku hverri.

Systkina­afslátt­ur er veitt­ur á grund­velli upp­lýs­inga í um­sókn um frí­stunda­sel þar sem veitt­ar eru upp­lýs­ing­ar um yngri systkin. Ekki þarf að sækja um systkina­afslátt í frí­stunda­sel sér­stak­lega nema breyt­ing­ar verði á vist­un systkina.

9. gr.

Um­sókn um dvöl í frí­stunda­seli fer í gegn­um íbúagátt Mos­fells­bæj­ar og skal sækja um ár­lega. Ef bið­listi myndast ganga yngstu börn fyr­ir og skal miða við dag­setn­ingu um­sókn­ar. Um­sókn­in er jafn­framt samn­ing­ur um keypt tíma­magn á mán­uði þann vet­ur (mælt í vik­um). Sjá nán­ar gr. 14. Auka­greiðsl­ur koma til fyr­ir við­bót­ar­þjón­ustu sem veitt er í frí­um, t.d. vetr­ar, jóla- og páskafríi og skrán­ing bind­andi eins og áður hef­ur kom­ið fram.

Systkina­afslátt­ur er ekki veitt­ur í við­bót­ar­þjón­ustu. Á um­sókn skal koma fram dag­leg­ur dval­ar­tími sem óskað er eft­ir og skal hann skráð­ur eft­ir viku­dög­um.

10. gr.

Ef óskað er eft­ir breyt­ing­um á þátt­töku og við­veru barna í frí­stunda­seli skal senda skila­boð til for­stöðu­manns frá um­sókn á íbúagátt. Breyt­ing­ar vegna fækk­un­ar við­veru­stunda í frí­stunda­seli þurfa að berast fyr­ir 20. hvers mán­að­ar og taka gildi frá og með næstu mán­aða­mót­um þar á eft­ir. Hægt að auka við við­veru hvenær sem er mán­að­ar­ins, ef stjórn­end­ur frí­stunda­selja telja það fram­kvæm­an­legt vegna innra skipu­lags. Greiðsl­ur vegna við­bót­ar­tíma verða inn­heimt­ar með næsta greiðslu­seðli þar á eft­ir. Upp­sögn mið­ast við 1. dag greiðslu­mán­að­ar og skal berast skrif­lega. Upp­sögn skal berast í síð­asta lagi á 20. degi loka­mán­að­ar, ef hún á að taka gildi frá og með næstu mán­aða­mót­um þar á eft­ir. At­hygli er vakin á því að breyt­ing­ar sem til­heyra júní­mán­uði þurfa að berast fyr­ir 20. apríl þar sem inn­heimt er vegna júní­mán­að­ar með maí greiðsl­um sjá 11. lið hér að neð­an.

11. gr.

Gjöld vegna dval­ar í frí­stunda­selj­um eru inn­heimt fyr­ir­fram. Gjald­dagi er 1. hvers mán­að­ar og eindagi 11. hvers mán­að­ar. Greiðsla fyr­ir veru í frí­stunda­seli vegna ág­úst- og sept­em­ber­mán­að­ar ár hvert er þó á gjald­daga þann 20. sept­em­ber og eindagi þann 30. sama mán­að­ar. Greiðsla fyr­ir veru í frí­stunda­seli í júní­mán­uði er inn­heimt með maí­mán­uði.

12. gr.

Ef for­ráða­menn eiga 2ja mán­aða skuld óupp­gerða við frí­stunda­sel er heim­ilt að segja vist­un upp og setja skuld­ina í inn­heimtu og verð­ur skuld­ari þá að bera vaxta- og inn­heimtu­kostn­að af skuld sinni.

13. gr.

For­ráða­menn greiða gjald vegna veru barna í frí­stunda­selj­um frá þeim tíma sem barn­ið er skráð í við­kom­andi frí­stunda­sel. Gjald fæst ekki end­ur­greitt þó barn­ið nýti ekki skráð­an tíma sinn vegna or­lofa, veik­inda eða ann­arra að­stæðna.

14. gr.

Gjald lækk­ar ekki vegna til­fallandi lok­un­ar vegna starfs­daga / fræðslu­starfs starfs­fólks eða ef börn nýta sér ekki þjón­ustu frí­stunda­sels­ins í vetr­ar­frí­um.

Ferl­ar vegna skilagrein­ar og inn­heimtu

  • Skilagrein skal berast inn­heimtu­full­trúa fyr­ir 22. hvers mán­að­ar.
  • Skilagrein í sept­em­ber skal berast 15. sept­em­ber.
  • Skilagrein fyr­ir októ­ber skal berast fyr­ir 22. sept­em­ber.
  • For­stöðu­mað­ur frí­stunda­sels ber ábyrgð á að tíma­skrán­ing­ar og af­slætt­ir séu rétt skráð­ir í skilagrein.
  • Ef vill­ur koma fram ber for­ráða­mönn­um að snúa sér til for­stöðu­manns og óska leið­rétt­ing­ar.
  • Leið­rétt­ing­ar berast frá for­stöðu­manni til inn­heimtu­full­trúa, ef for­stöðu­mað­ur sam­þykk­ir ósk­ir for­eldra.
  • Af­slætt­ir eru ekki aft­ur­virk­ir og því á ábyrgð for­eldra að óska eft­ir þeim við for­stöðu­mann stofn­un­ar. Þeir taka gildi í næsta mán­uði eft­ir að skrif­leg beiðni berst til stofn­un­ar.

Sam­þykkt á 663. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 20. janú­ar 2016.

Sam­þykkt þessi gild­ir frá 20. janú­ar 2016.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00