Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt fyr­ir Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar

1. gr.

Fræðslu­nefnd fer með fræðslu­mál bæj­ar­ins eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í lög­um og í sam­þykkt þess­ari.

2. gr.

Fræðslu­nefnd er skip­uð fimm full­trú­um og fimm til vara, kosn­um af bæj­ar­stjórn. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann. Kjör­tíma­bil henn­ar er það sama og bæj­ar­stjórn­ar. Nefnd­in skal halda gerða­bók og skulu fund­ar­gerð­ir henn­ar send­ar bæj­ar­stjórn til stað­fest­ing­ar. Full­trú­ar í fræðslu­nefnd skulu gæta þag­mælsku um einka­mál­efni fólks sem fjallað er um á fund­um nefnd­ar­inn­ar. Full­trúi skal víkja af fundi, og kalla til varamann, teng­ist hann ein­stak­ling­um eða mál­um sem fjallað er um í nefnd­inni, þann­ig að spillt geti óhlut­drægni hans og vald­ið tor­tryggni.

3. gr.

Hlut­verk fræðslu­nefnd­ar er að:

  • gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um stefnu í fræðslu­mál­um og hafa eft­ir­lit með að stefna bæj­ar­yf­ir­valda á hverj­um tíma sé hald­in.
  • hafa eft­ir­lit með stofn­un­um, sem vinna að fræðslu­mál­um, og fylgjast með að þær vinni að sett­um mark­mið­um, í sam­ræmi við lög og veiti góða þjón­ustu.
  • leggja mat á þá þjón­ustu sem veitt er á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins í fræðslu­mál­um með tölu­leg­um upp­lýs­ing­um og könn­un­um á með­al bæj­ar­búa. Einn­ig að fjalla um þær kvart­an­ir sem berast vegna þjón­ust­unn­ar.
  • fara yfir til­lög­ur for­stöðu­manna að fjár­hags­áætlun hvers árs hvað varð­ar þá liði sem falla und­ir verksvið nefnd­ar­inn­ar og gæta þess í ákvörð­un­um sín­um að halda áætlan­ir þeg­ar að fram­kvæmd­um kem­ur.
  • vera bæj­ar­stjórn að öðru leyti til ráðu­neyt­is í fræðslu­mál­um.

4. gr.

Verk­efni fræðslu­nefnd­ar eru að:

  • fara með þau verk­efni sem skóla­nefnd eru falin sam­kvæmt lög­um um grunn­skóla.
  • fara með verk­efni sem leik­skóla­nefnd eru falin sam­kvæmt lög­um um leik­skóla.
  • fara með mál­efni Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar, sbr. lög um fjár­hags­leg­an stuðn­ing við tón­list­ar­skóla.
  • fara með mál­efni fram­halds­skóla sam­kvæmt lög­um um fram­halds­skóla.
  • veita leyfi til dag­gæslu barna í heima­hús­um og hafa eft­ir­lit með rekstri gæslu­valla fyr­ir börn.
  • hafa heild­ar­y­f­ir­sýn yfir dag­vist­un fyr­ir börn í sveit­ar­fé­lag­inu og sjá til þess að íbú­ar geti feng­ið að­gengi­leg­ar upp­lýs­ing­ar um þau mál.
  • vinna að öðr­um þeim verk­efn­um sem bæj­ar­stjórn fel­ur nefnd­inni á hverj­um tíma.

5. gr.

For­stöðu­mað­ur fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs sit­ur fundi nefnd­ar­inn­ar með mál­frelsi og til­lögu­rétt. Hann er ráð­gjafi nefnd­ar­inn­ar og sér um rit­un fund­ar­gerða, nema nefnd­in ákveði ann­að. Hann und­ir­býr fundi í sam­starfi við formann og fram­kvæm­ir ákvarð­an­ir nefnd­ar­inn­ar eft­ir að bæj­ar­stjórn hef­ur stað­fest þær.

Um starfs­manna­mál fer eft­ir starfs­manna­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

6. gr.

Séu ákvæði í lög­um eða sam­starfs­samn­ing­um um setu­rétt að­ila utan nefnd­ar­inn­ar, þeg­ar um mál þeim tengd er fjallað, skal þess gætt að þau ákvæði séu upp­fyllt.

Nefnd­in skal gæta ákvæða stjórn­sýslu­laga við með­ferð mála

Sett með heim­ild í 54. og 55. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar og fund­ar­sköp bæj­ar­stjórn­ar nr. 428/2000.

Sam­þykkt á 374. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 21.05.2003.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00