Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um fletti- og ljósa­skilti inn­an Mos­fells­bæj­ar.

1. gr. Markmið

Markmið með sam­þykkt þess­ari er að sam­ræma regl­ur um fletti- og ljós­skilti inn­an Mos­fells­bæj­ar.

2. gr. Skil­grein­ing­ar

  1. Ljósa­skilti: skilti þar sem hreyfi­mynd­ir, form eða texti eru mynd­uð með ljós­um eða öðr­um sam­svar­andi hætti.
  2. Flettiskilti: upp­lýst skilti sem á eru stór­ar og áber­andi aug­lýs­ing­ar þar sem mynd­flöt­ur breyt­ist á nokk­urra mín­útna fresti.

3. gr. For­send­ur leyf­is til að setja upp fletti- og ljósa­skilti

For­send­ur þess að tekin verði til um­fjöll­un­ar ósk um upp­setn­ingu fletti- og ljósa­skilt­is er að fyr­ir liggi leyfi lóð­ar­hafa og að ákvæði deili­skipu­lags lóð­ar heim­ili að sett sé upp aug­lýs­inga­skilti.

Ein­göngu fé­laga­sam­tök sem vinna að sam­fé­lags­leg­um verk­efn­um inn­an Mos­fells­bæj­ar geta feng­ið leyfi til þess setja upp ljósa­skilti í landi bæj­ar­ins sem eft­ir at­vik­um get­ur gerst í sam­vinnu við fyr­ir­tæki sem sér­hæfa sig í að eiga og reka slík skilti í sam­starfi við fé­laga­sam­tök.

Sækja skal um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir fletti- og ljósa­skilti hjá bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar með ra­f­ræn­um hætti hjá Mos­fells­bæ.

4. gr. Svæði þar sem óheim­ilt er að setja upp fletti- og ljósa­skilti

Fletti- og ljósa­skilti eru ekki leyfð á eft­ir­far­andi svæð­um:

  1. Íbúð­ar­svæð­um.
  2. Í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar.
  3. Á frið­lýst­um svæð­um, vernd­uð­um svæð­um, al­menn­um úti­vist­ar­svæð­um og leik­svæð­um.

Sam­kvæmt 90. gr. um­ferð­ar­laga nr. 77/2019 er óheim­ilt að setja upp hvers kon­ar skilti sem beint er að um­ferð nema með heim­ild veg­hald­ara. Því þarf að leggja fram um­sögn Vega­gerð­ar­inn­ar með um­sókn um leyfi skv. sam­þykkt þess­ari ef skilti er við þjóð­veg, skv. vega­lög­um nr. 80/2007.

Ljósa­skilti með blikk­andi ljós­um eða hreyfi­mynd­um sem snúa að stofn- eða tengi­braut­um eru ekki heim­il í landi Mos­fells­bæj­ar.

Aug­lýs­ing­ar á fletti- og ljósa­skilt­um mega ekki vera þann­ig út­færð­ar að þær lík­ist veg­vís­um og öðr­um um­ferð­ar­merkj­um á nokk­urn hátt eða þann­ig stað­sett að þau hindri út­sýni við gang­braut­ir og inn­keyrsl­ur. Ef breyt­ing­ar verða á um­ferða­mann­virkj­um eða nauð­syn­legt reyn­ist að breyta um­ferð­ar­merk­ing­um skulu eig­end­ur skilta færa þau þann­ig að þau upp­fylli ákvæði þess­ar­ar sam­þykkt­ar. Slík­ar nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar eru fram­kvæmd­ar á kostn­að eig­enda skilta.

5. gr. Við­mið um ljós­magn og stað­setn­ingu fletti- og ljósa­skilta

Fletti- og ljósa­skilti í Mos­fells­bæ skulu mæta við­mið­um Mos­fells­bæj­ar um ljós­magn slíkra skilta.

Að degi til er heim­ilt ljós­magn frá felli- og ljósa­skilt­um í Mos­fells­bæ að há­marki 5.000 lux og á kvöld­in að há­marki 500 lux. Ljós­magn verði þann­ig skorð­að við að það fari aldrei yfir ljós­magn dags­birtu. Þess­um við­mið­um er ætlað að draga úr ljós­meng­un og þar með hugs­an­legri truflun gagn­vart um­ferð og íbú­um.

Jafn­framt er áskil­ið að fletti- og ljósa­skilti snúi aldrei að íbúa­byggð.

6. gr. Verklag við veit­ingu leyf­is til að setja upp fletti- og ljósa­skilti

Um­sókn um leyfi til að setja upp fletti- og ljósa­skilti í Mos­fells­bæ skal leggja fyr­ir bæj­ar­ráð til sam­þykkt­ar. Að fengnu slíku sam­þykki skal bygg­ing­ar­full­trúa heim­ilt að taka til með­ferð­ar um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir skilti skv. bygg­ing­ar­reglu­gerð.

Leyfi til að setja upp fletti- og ljósa­skilti fell­ur úr gildi hafi fram­kvæmd­ir ekki haf­ist inn­an 12 mán­aða frá út­gáfu þess.

7. gr. Út­gáfa leyf­is, samn­ing­ar og stað­fest­ing á að skil­yrð­um sé mætt

Í tengsl­um við út­gáfu leyf­is til upp­setn­ing­ar á fletti- og ljósa­skilt­um skal gerð­ur samn­ing­ur sem gild­ir í til­tekin tíma þar sem m.a. er fjallað um ábyrgð­ir og skyld­ur samn­ings­að­ila.

Rekstr­ar­að­ili fletti- og ljósa­skilta skal standa straum af allri vinnu við að mæta skil­yrð­um leyf­is og sýna fram á það með gögn­um frá þriðja að­ila að ljós­magn fletti- og ljósa­skilta sé inn­an við­miða skv. þess­ari sam­þykkt.

Sam­þykkt á 1588. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar 10. ág­úst 2023.

Stað­fest á 832. fundi bæj­ar­stjórn­ar 16. ág­úst 2023.

Regína Ás­valds­dótt­ir
bæj­ar­stjóri

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00