Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt fyr­ir Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar.

1. gr.

Fjöl­skyldu­nefnd fer með mál­efni fé­lags­þjón­ustu og barna­vernd­ar eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í lög­um og í sam­þykkt þess­ari.

2. gr.

Fjöl­skyldu­nefnd er skip­uð fimm full­trú­um og fimm til vara, kosn­um af bæj­ar­stjórn. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Kjör­tíma­bil henn­ar er það sama og bæj­ar­stjórn­ar. Nefnd­in skal halda gerða­bók og skulu fund­ar­gerð­ir henn­ar send­ar bæj­ar­stjórn til stað­fest­ing­ar. Full­trú­ar í fjöl­skyldu­nefnd skulu gæta þag­mælsku um einka­mál­efni fólks sem fjallað er um á fund­um nefnd­ar­inn­ar. Full­trúi skal víkja af fundi, og kalla til varamann, teng­ist hann ein­stak­ling­um eða mál­um, sem fjallað er um í nefnd­inni, þann­ig að spillt geti óhlut­drægni hans og vald­ið tor­tryggni.

3. gr.

Fjöl­skyldu­nefnd sinn­ir hlut­verki fé­lags­mála­nefnd­ar skv. III. kafla laga nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og hlut­verki barna­vernd­ar­nefnd­ar skv. 12. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002. Hlut­verk fjöl­skyldu­nefnd­ar er því:

Skv. lög­um nr. 40/1991 að:

  1. fara með stjórn og fram­kvæmd fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
  2. leit­ast við að tryggja að fé­lags­leg þjón­usta verði sem mest í sam­ræmi við þarf­ir íbúa,
  3. gera til­lög­ur til sveit­ar­stjórn­ar um stefnu­mörk­un á sviði fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
  4. gera til­lög­ur að fjár­hags­áætlun til sveit­ar­stjórn­ar um út­gjaldaliði fé­lags­mála,
  5. vinna með öðr­um op­in­ber­um að­il­um, svo og fé­lög­um, fé­laga­sam­tök­um og ein­stak­ling­um, að því að bæta fé­lags­leg­ar að­stæð­ur og um­hverfi í sveit­ar­fé­lag­inu,
  6. veita upp­lýs­ing­ar um fé­lags­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu,
  7. veita ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um að­stoð með ráð­gjöf, fjár­hags­legri fyr­ir­greiðslu og ann­arri þjón­ustu,
  8. hafa yf­ir­um­sjón með starf­semi og rekstri stofn­ana á sviði fé­lags­þjón­ustu í um­boði sveit­ar­stjórn­ar,
  9. beita sér fyr­ir for­vörn­um sem eru til þess falln­ar að tryggja stöðu ein­stak­linga og fjöl­skyldna,
  10. stuðla að þjálf­un og mennt­un starfs­liðs, m.a. með nám­skeið­um.

Skv. lög­um nr. 80/2002:

  1. kanna að­bún­að, hátt­erni og upp­eld­is­skil­yrði barna og meta sem fyrst þarf­ir þeirra sem ætla má að búi við óvið­un­andi að­stæð­ur, sæti illri með­ferð eða eigi í al­var­leg­um fé­lags­leg­um erf­ið­leik­um.
  2. beita þeim úr­ræð­um sam­kvæmt lög­um 80/2002 til vernd­ar börn­um sem best eiga við hverju sinni og heppi­leg­ust þykja til að tryggja hags­muni og vel­ferð þeirra.
  3. fara með önn­ur þau verk­efni sem þeim eru falin í lög­um 80/2002 sem og í öðr­um lög­um. Heim­ilt er sveit­ar­stjórn að fela nefnd­inni frek­ari verk­efni sem varða að­stæð­ur barna og ung­menna í um­dæmi henn­ar.
  4. að­stoða for­eldra við að gegna for­sjár­skyld­um sín­um og grípa til við­eig­andi úr­ræða sam­kvæmt ákvæð­um þess­ara laga ef nauð­syn ber til.
  5. hafa um­sjón með hlut­verki sveit­ar­fé­lags­ins við fram­kvæmd laga nr. 38/2018 um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir, laga nr. 52/2016 um al­menn­ar íbúð­ir, laga um mál­efni aldr­aðra nr.125/1999, lög­ræð­is­laga nr. 71/1997, barna­laga nr. 76/2003 og ætt­leið­ing­ar­laga 130/1999.
  6. vera bæj­ar­stjórn að öðru leyti til ráðu­neyt­is í mál­efn­um fé­lags­þjón­ustu og barna­vernd­ar.

4. gr.

Verk­efni fjöl­skyldu­nefnd­ar eru:

  • Mál­efni tengd fé­lags­legri ráð­gjöf skv. lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991.
  • Mál­efni tengd fjár­hags­að­stoð skv. lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991.
  • Mál­efni aldr­aðra, þ.á.m. fé­lags­leg heima­þjón­usta, skv. lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og lög­um um mál­efni aldr­aðra.125/1999.
  • Mál­efni barna og ung­menna skv. barna­vernd­ar­lög­um nr. 80/2002, barna­lög­um 76/2003, lög­ræð­is­lög­um nr. 71/1997 og ætt­leið­ing­ar­lög­um 130/1999.
  • Mál­efni ung­linga skv. lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991.
  • Mál­efni fatl­aðs fólks skv. lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og lög­um um mál­efni fatl­aðs fólks með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018.
  • Hús­næð­is­mál skv. lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991. Þar á með­al um­sjón með leigu­hús­næði í eigu bæj­ar­ins og um­sjón með greiðslu sér­staks hús­næð­isstuðn­ings skv. lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og um­sjón með stofn­fram­lög­um sveit­ar­fé­lags­ins skv. lög­um nr. 52/2016 um al­menn­ar íbúð­ir.
  • Mál­efni áfeng­is­sjúkra og vímu­efna­varn­ir.
  • Mál­efni tengd fé­lags­legri heima­þjón­ustu.
  • Að vinna að öðr­um þeim verk­efn­um sem bæj­ar­stjórn fel­ur nefnd­inni á hverj­um tíma.

5. gr.

Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs sit­ur fundi nefnd­ar­inn­ar með mál­frelsi og til­lögu­rétt. Hann er ráð­gjafi nefnd­ar­inn­ar og sér um rit­un fund­ar­gerða, nema nefnd­in ákveði ann­að. Hann und­ir­býr fundi í sam­starfi við formann og fram­kvæm­ir ákvarð­an­ir nefnd­ar­inn­ar eft­ir að bæj­ar­stjórn hef­ur stað­fest þær.

Stefna Mos­fells­bæj­ar í mannauðs­mál­um gild­ir fyr­ir starf­semi nefnd­ar­inn­ar eins og við get­ur átt.

6. gr.

Séu ákvæði í lög­um eða sam­starfs­samn­ing­um um setu­rétt að­ila utan nefnd­ar­inn­ar, þeg­ar um mál þeim tengd er fjallað, skal gæta þess að þau ákvæði séu upp­fyllt. Nefnd­in skal gæta ákvæða stjórn­sýslu­laga við með­ferð mála.

Sam­þykkt á 727. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæja þann 31. 10. 2018.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar er einn­ig barna­vernd­ar­nefnd fyr­ir Kjós­ar­hrepp.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér einn­ig um fé­lags­þjón­ustu fyr­ir Kjós­ar­hrepp.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00