Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um fjar­vist­ir og starf­send­ur­hæf­ingu vegna veik­inda eða slysa.

1. gr.

Starfs­mað­ur skal til­kynna um fjar­vist­ir vegna veik­inda eða slyss til for­stöðu­manns eða þess að­ila á vinnu­staðn­um sem tek­ur á móti slík­um til­kynn­ing­um, áður en vinnu­dag­ur hefst. Hver og einn vinnu­stað­ur set­ur sér eig­in regl­ur um hvern­ig þess­um til­kynn­ing­um skuli háttað.

2. gr.

Til­kynn­ing­ar í gegn­um þriðja að­ila eða til­kynn­ing­ar með sms skila­boð­um eru ekki tekn­ar gild­ar nema að­stæð­ur geri það að verk­um að starfs­mað­ur sé ekki sjálf­ur fær um að ann­ast til­kynn­ing­una vegna veik­inda eða slys­fara.

3. gr.

Til að meta fjar­vist­ir vegna skamm­tíma­veik­inda starfs­fólks er not­að­ur Bra­dford kvarði þar sem ým­ist er mið­að við 52 vikna tíma­bil eða 13 vikna tíma­bil. Ef um er að ræða tíð skamm­tíma­veik­indi ber for­stöðu­manni að bregð­ast við í sam­ræmi við eft­ir­far­andi:

Mið­að við 52 vikna tíma­bil:

  • 100-499 stig: Við­tal hjá for­stöðu­manni.
  • 500-999 stig: Við­tal hjá mannauðs­stjóra og að­gerða­áætlun.
  • + 1000 stig: Við­tal hjá trún­að­ar­lækni í sam­ráði við mannauðs­stjóra og að­gerða­áætlun.

Mið­að við síð­ustu 13 vik­ur:

  • 25-124 stig: Við­tal hjá for­stöðu­manni.
  • 125-249 stig: Við­tal hjá mannauðs­stjóra og að­gerða­áætlun.
  • + 250 stig: Við­tal hjá trún­að­ar­lækni í sam­ráði við mannauðs­stjóra og að­gerða­áætlun.

4. gr.

Ef um sí­end­ur­tekin veik­indi er að ræða eða ef for­stöðu­mað­ur tel­ur ástæðu til að ganga úr skugga um hvort for­föll starfs­manns séu rétt­mæt get­ur hann far­ið fram á að starfs­mað­ur fari til trún­að­ar­lækn­is til við­tals og ráð­gjaf­ar. Kostn­að­ur í þeim til­fell­um er greidd­ur af vinnu­veit­anda.

5. gr.

Starfs­mað­ur get­ur óskað eft­ir því að fara til trún­að­ar­lækn­is til við­tals og ráð­gjaf­ar. Slík beiðni er borin upp við for­stöðu­mann.

6. gr.

Hafi starfs­mað­ur ver­ið frá vegna veik­inda leng­ur en 5 vinnu­daga sam­fleytt skal hann skila lækn­is­vott­orði til for­stöðu­manns. Ef starfs­mað­ur er óvinnu­fær í lengri tíma vegna veik­inda eða slyss skal hann skila nýju lækn­is­vott­orði til for­stöðu­manns á fjög­urra vikna fresti. For­stöðu­mað­ur get­ur kraf­ist lækn­is­vott­orðs hvenær sem þörf þyk­ir.

7. gr.

Það er mik­il­vægt að starfs­mað­ur sem er lengi fjar­ver­andi vegna veik­inda eða slyss fái stuðn­ing frá vinnu­staðn­um. Lagt er upp með að for­stöðu­menn og eft­ir at­vik­um mannauðs­stjóri séu í reglu­legu sam­bandi við starfs­mann­inn og sýni hon­um þann­ig bæði um­hyggju og já­kvæð­an stuðn­ing.

8. gr.

Hafi starfs­mað­ur ver­ið frá vinnu vegna veik­inda eða slyss í fleiri en 28 daga sam­fleytt og hygg­ur á end­ur­komu til starfa að nýju, mun for­stöðu­mað­ur boða starfs­mann á sinn fund þar sem far­ið er yfir hvern­ig end­ur­komu til vinnu skuli háttað.

9. gr.

Starfs­mað­ur sem hef­ur ver­ið frá vinnu vegna veik­inda í meira en 28 daga sam­fleytt má ekki hefja störf að nýju nema hafa skilað inn starfs­hæfni­vott­orði þar sem lækn­ir vott­ar að starfs­mað­ur hafi heilsu til að mæta til vinnu. For­stöðu­mað­ur get­ur einn­ig óskað eft­ir að starfs­mað­ur gang­ist und­ir starfs­hæfni­mat hjá trún­að­ar­lækni áður en hann kem­ur til starfa. Vott­orði um starfs­hæfni skal skilað til for­stöðu­manns áður en starfs­mað­ur mæt­ir aft­ur til vinnu.

10. gr.

Hafi starfs­mað­ur ver­ið frá vinnu vegna veik­inda eða slyss í meira en 28 daga sam­fleytt og fyr­ir­séð er að um langvar­andi veik­indi sé að ræða, eða ef for­stöðu­mað­ur tel­ur ástæðu til, hef­ur for­stöðu­mað­ur milli­göngu um að starfs­mað­ur sé boð­að­ur í End­ur­komu til vinnu (ETV) sam­tal hjá mannauðs­stjóra. Í sam­tal­inu er með­al ann­ars far­ið yfir rétt­indi starfs­manns og mögu­leika á sam­starfi við VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóð.

11. gr.

Hafi starfs­mað­ur skerta starfs­orku í kjöl­far veik­inda eða slyss og nýt­ir sér úr­ræði á veg­um VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóðs (eða önn­ur úr­ræði sem trún­að­ar­lækn­ir met­ur sam­bæri­leg) er út­bú­ið skrif­legt sam­komulag um starf­send­ur­hæf­ingu milli vinnu­veit­anda og við­kom­andi starfs­manns. Slíkt sam­komulag fel­ur í sér sam­st­arf milli vinnu­veit­anda, starfs­manns og ráð­gjafa Virk þar sem gerð er áætlun til fjög­urra vikna í senn og stöðumat tek­ið að þeim tíma liðn­um.

12. gr.

Veikist starfs­mað­ur í or­lofi skal hann til­kynna for­stöðu­manni um veik­ind­in um leið og þau hefjast. Einn­ig þarf að til­kynna for­stöðu­manni hvenær veik­ind­um lýk­ur. Ná­ist ekki í for­stöðu­mann skal til­kynna veik­ind­in til Þjón­ustu­vers Mos­fells­bæj­ar í síma 525 6700. Sá tími sem veik­ind­in vara telst ekki til or­lofs, enda sanni starfs­mað­ur með lækn­is­vott­orði að hann hafi ekki getað not­ið or­lofs. Vott­orði skal skilað til for­stöðu­manns strax að or­lofi loknu.

13. gr.

Mos­fells­bær end­ur­greið­ir kostn­að vegna lækn­is­vott­orðs og starfs­hæfni­vott­orðs.

14. gr.

Lækn­is­heim­sókn­ir á vinnu­tíma: Í sam­ræmi við 69. gr. vinnu­vernd­ar­lag­anna nr. 46/1980 verð­ur starfs­mað­ur ekki fyr­ir tekjutapi vegna heilsu­vernd­ar­eft­ir­lits, lækn­is­skoð­ana, mæl­inga eða rann­sókna. Í slík­um til­fell­um fá starfs­menn sam­þykki for­stöðu­manns fyr­ir því að fara frá og þurfa ekki að stimpla sig út á með­an.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00