Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um búfjár­hald í Mos­fells­bæ.

1. gr.

Markmið bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar með sam­þykkt þess­ari er að tryggja sem best skipu­lag, stjórn og eft­ir­lit með búfjár­haldi í Mos­fells­bæ, með ákvæð­um um vörslu­skyldu og ábyrgð allra búfjár­eig­enda.

Með búfjár­haldi sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari er átt við ali­fugla-, geita-, hrossa-, kan­ínu-, loð­dýra-, naut­gripa-, sauð­fjár- og svína­hald, sbr. nán­ar 2. gr. laga nr. 46/1991 um búfjár­hald, forða­gæslu o.fl., með síð­ari breyt­ing­um. Sam­þykkt­in gild­ir um allt búfjár­hald í Mos­fells­bæ, bæði á lög­býl­um og utan lög­býla.

Um­hverf­is­nefnd og búfjáreft­ir­lits­mað­ur fara með eft­ir­lit með fram­kvæmd sam­þykkt­ar­inn­ar fyr­ir hönd bæj­ar­stjórn­ar.

2. gr.

Til búfjár­halds í Mos­fells­bæ þarf leyfi bæj­ar­stjórn­ar, nema eig­andi búfjár­ins sé ábú­andi lög­býl­is í bæn­um og með fasta bú­setu á lög­býl­inu.

Um­sókn um leyfi skal fylgja yf­ir­lýs­ing um­sækj­anda um að búfjár­hald sé að öllu leyti á ábyrgð hans og hann skuld­bindi sig til að hlíta ákvæð­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar. Í um­sókn skal m.a. gera grein fyr­ir teg­und og fjölda búfjár, sem óskað er leyf­is fyr­ir og hvern­ig vörslu og að­bún­aði þess verð­ur háttað. Ekki er heim­ilt að halda fleiri en 10 vetr­ar­fóðr­að­ar kind­ur, nema á lög­býl­um þar sem ábú­andi er með fasta bú­setu. Um­sókn, ásamt um­sögn búfjáreft­ir­lits­manns, skal lögð fyr­ir um­hverf­is­nefnd til um­sagn­ar áður en leyfi er veitt.

Leyfi er veitt með því skil­yrði að húsa­kost­ur og að­staða sé full­nægj­andi fyr­ir góða með­ferð og að­bún­að búfjár­ins og full­nægi skil­yrð­um við­kom­andi laga og reglu­gerða. Það er skil­yrði leyf­is að far­ið sé vel með bú­féð og að­bún­að­ur þess sé ávallt í sam­ræmi við þarf­ir þess.

Leyfi er veitt til allt að fimm ára í senn og er aft­ur­kall­an­legt með ákveðn­um fyr­ir­vara. Óheim­ilt er að fram­selja slíkt leyfi.

3. gr.

Lausa­ganga búfjár er bönn­uð í Mos­fells­bæ neð­an hinn­ar sam­felldu vörslugirð­ing­ar sveita­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og er búfjár­eig­end­um skylt að halda bú­fén­aði sín­um á af­girt­um svæð­um þeg­ar hann er neð­an henn­ar.

Heim­ilt er að sleppa sauð­fé til sum­ar­beit­ar inn á sam­eig­in­legt sum­ar­beiti­land ofan vörslugirð­ing­ar sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Vörslugirð­ing­in nær frá Laxá í Kjós um Stóra-Sauða­fell, nið­ur með Rjúpnagili, með Þing­valla­vegi að Leir­vogsá, vest­an Leir­vogs­vatns að Vatns­rétt, að Bringna­landi, milli Grím­manns­fells og Háa­mels, að Huldu­hóli, yfir Mið­dals­heiði og Ell­iða­kots­heiði að Suð­ur­lands­vegi ofan Fossvalla. Það­an um Fó­ellu­vötn og Öld­ur, um Hell­is­heiði norð­an Svína­hrauns, að Kol­við­ar­hóli, upp Hell­is­skarð, um Orr­ustu­hóls­hraun, að Hengla­dalaá og í Hvera­gerð­is­girð­ingu í Kömb­um. Um beit­ar­nýt­ingu á þessu sam­eig­in­lega sum­ar­beitilandi fer eft­ir fjalla­skila­sam­þykkt nr. 401/1996 fyr­ir Land­nám Ingólfs Arn­ar­son­ar.

Upp­rekst­ur hrossa á af­rétt­inn er bann­að­ur. Lausa­ganga sauð­fjár, sbr. 2. mgr., er heim­il á af­rétti fyr­ir ofan vörslugirð­ingu svo skjótt sem gróð­ur og að­stæð­ur leyfa, þó aldrei fyrr en 1. júní ár hvert og til fyrstu rétta. Að öðru leyti skal fylgja ákvæð­um reglu­gerð­ar nr. 59/2000 um vörslu búfjár.

4. gr.

Beit búfjár er bönn­uð í Mos­fells­bæ frá 1. janú­ar til 1. júní, þó með þeim frá­vik­um sem kveð­ið er á um í 5. gr. Beit er heim­il á af­girt­um svæð­um á öðr­um tím­um, enda sé þess gætt að land sé ekki of­beitt að mati búfjáreft­ir­lits­manns.

Hver sá jarð­ar- eða land­eig­andi, sem tek­ur búfé í haga­göngu eða á fóð­ur, skal standa búfjáreft­ir­lits­manni skil á full­nægj­andi upp­lýs­ing­um um fjölda og eig­end­ur gripa. Ef grip­ir, eru ein­göngu í haga­göngu í bæn­um og því ekki fyr­ir hendi leyfi til búfjár­halds skv. 2. gr., skal eig­andi til­kynna búfjáreft­ir­lits­manni um ábyrgð­ar­að­ila sem búfjáreft­ir­lits­mað­ur sam­þykk­ir, og skal hann vera ábyrg­ur fyr­ir vörslu og að­bún­aði grip­anna, sbr. 2. mgr. 13. gr. reglu­gerð­ar nr. 86/2000 um forða­gæslu, eft­ir­lit og taln­ingu búfjár.

5. gr.

Beit hrossa er bönn­uð í Mos­fells­bæ frá 1. janú­ar til 1. júní ár hvert, nema á lög­býl­um þar sem eig­andi hross­anna hef­ur fasta bú­setu eða þar sem eig­andi hross­anna hef­ur leyfi bæj­ar­stjórn­ar til hrossa­halds, sbr. 2. gr.

6. gr.

Bæj­ar­stjórn út­hlut­ar beit­ar­landi bæj­ar­ins til ein­stak­linga og fé­laga­sam­taka að feng­inni um­sögn um­hverf­is­nefnd­ar og búfjáreft­ir­lits­manns.

Um­hverf­is­nefnd skal setja sér­stak­ar regl­ur um beit­ar­lönd í eigu bæj­ar­fé­lags­ins.

Við út­hlut­un beit­ar­land skal beit­ar­þol þess kann­að í byrj­un og síð­an ár­lega eft­ir það. Kostn­að við beit­ar­þols­rann­sókn­ir skal leigutaki greiða. Eft­ir­lit með beit­ar­þoli og fjölda gripa í hverju beit­ar­hólfi skal vera í hönd­um búfjáreft­ir­lits­manns.

7. gr.

Bæj­ar­stjórn get­ur ákveð­ið að búfjár­eig­end­ur, sem þurfa leyfi til búfjár­halds, skuli ár­lega greiða leyf­is­gjald fyr­ir búfé sitt. Við ákvörð­un gjalds­ins skal leita stað­fest­ing­ar land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins, sbr. 12. Gr. laga nr. 46/1991 um búfjár­hald, forða­gæslu o.fl., með síð­ari breyt­ing­um.

8. gr.

Fylgi búfjár­eig­andi ekki sett­um regl­um um að­bún­að og með­ferð búfjár má svipta hann leyfi til búfjár­halds að und­an­geng­inni að­vörun, sbr. Nán­ar 15-16. gr. reglu­gerð­ar nr. 86/2000 um forða­gæslu, eft­ir­lit og taln­ingu búfjár.

Hvern þann bú­fén­að sem slepp­ur úr vörslu skal taka hvar sem til hans næst og færa í ör­ugga vörslu, sem búfjáreft­ir­lits­mað­ur sér um. Eig­anda eða ábyrgð­ar­að­ili skal til­kynna um gripi sína, eft­ir því sem unnt er og gert að sækja þá og greiða áfall­inn kostn­að, s.s. vegna tjóns sem grip­irn­ir hafa vald­ið og kostn­að við hand­söm­un þeirra. Ef eig­andi eða ábyrgð­ar­að­ili hef­ur ekki hirt um að sækja gripi eða greiða áfall­inn kostn­að inn­an 10 daga frá því að hon­um hef­ur ver­ið til­kynnt um það, er heim­ilt að svipta við­kom­andi rétti til búfjár­halds í Mos­fells­bæ. Um með­ferð þess búfjár fer þá eft­ir 15. gr. fjallskila­sam­þykkt­ar nr. 401/1996 fyr­ir Land­nám Ingólfs Arn­ar­son­ar.

9. gr.

Til að fram­fylgja þess­ari sam­þykkt, lög­um nr. 46/1991 um búfjár­hald, forða­gæslu o.fl., með síð­ari breyt­ing­um og reglu­gerð nr. 86/2000 um forða­gæslu, eft­ir­lit og taln­ingu búfjár, skal ráða búfjáreft­ir­lits­mann sem ann­ast eft­ir­lit með ásetn­ingi búfjár, fóðr­un, hirðu og vörslu bæj­ar­lands­ins. Hann skal hand­sama og skrá lausa­göngu­fén­að. Auk forða­gæslu og vörslu lands skal búfjáreft­ir­lits­mað­ur halda skrá um búfjár­eig­end­ur og fjölda búfjár af ein­stök­um teg­und­um.

Allt búfé skal ein­stak­lings­merkt eig­end­um sín­um sam­kvæmt lög­um og regl­um.

10. gr.

Brot gegn sam­þykkt þess­ari varða sekt­um eða fang­elsi, ef mikl­ar sak­ir eru. Með mál vegna brota á reglu­gerð þess­ari skal far­ið að hætti op­in­berra mála, sbr. 13. gr. laga nr. 46/1991 um búfjár­hald, forða­gæslu o.fl., með síð­ari breyt­ing­um.

11. gr.

Sam­þykkt þessi sem bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt eft­ir tvær um­ræð­ur á 329. fundi sín­um, 20. júní 2001, með heim­ild í lög­um nr. 46 frá 25. mars um búfjár­hald, forða­gæslu o.fl., með síð­ari breyt­ing­um, stað­fest­ist hér með. Jafn­framt fell­ur úr gildi reglu­gerð um búfjár­hald í Mos­fells­bæ, nr. 276, frá 16. maí 1988.

Ákvæði til bráða­birgða.

All­ir þeir sem við gildis­töku sam­þykkt­ar þess­ar­ar eiga eða hafa í um­sjá sinni búfé, sem leyfi þarf fyr­ir sam­kvæmt sam­þykkt þess­ari, skulu inn­an fjög­urra mán­aða frá gildis­töku henn­ar hafa til­kynnt um búfjár­hald sitt og sótt um leyf­ir fyr­ir því. Að öðr­um kosti fell­ur nið­ur heim­ild þeirra til búfjár­halds.

Land­bún­að­ar­ráðu­neyt­inu, 10. júlí 2001.

Guðni Ág­ústs­son.

Ingi­björg Ólöf Vil­hjálms­dótt­ir.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00