Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Al­menn­ar regl­ur um birt­ingu gagna með fund­ar­gerð­um í ráð­um og nefnd­um Mos­fells­bæj­ar.

1. gr. Til­gang­ur

Regl­um þess­um er ætlað að tryggja að íbú­ar Mos­fells­bæj­ar hafi greið­an að­g­ang að öll­um gögn­um sveit­ar­fé­lags­ins, fyr­ir­tækja þess og sam­taka sem það á að­ild að, sem lögð eru fram í ráð­um og nefnd­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins, eft­ir því sem lög og reglu­gerð­ir heim­ila í sam­ræmi við lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

2. gr. Gild­is­svið

Regl­ur þess­ar skulu gilda þeg­ar tekin er ákvörð­un um hvort birta skuli gögn sem lögð eru fyr­ir ráð og nefnd­ir Mos­fells­bæj­ar á vef sveit­ar­fé­lags­ins.

3. gr. Meg­in­regl­an um birt­ingu gagna

Birta skal öll gögn með op­in­ber­um hætti á vef Mos­fells­bæj­ar, www.mos.is, sem lögð eru fyr­ir ráð og nefnd­ir sveit­ar­fé­lags­ins, nema und­an­tekn­ing­a­regl­ur 4. og 5. gr. reglna þessa eða lög hindri slíka birt­ingu.

4. gr. Gögn sem óheim­ilt er að birta

Eft­ir­far­andi gögn er óheim­ilt að birta:

  • Gögn um einka- eða fjár­hags­mál­efni ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og lög­að­ila sem sann­gjarnt er og eðli­legt að leynt fari.
  • Bréfa­skipti við sér­fróða að­ila til af­nota í dóms­máli eða við at­hug­un á því hvort slíkt máli skuli höfð­að.
  • Vinnu­skjöl og innri minn­is­blöð til eig­in nota.
  • Gögn er tengjast mál­efn­um ein­stakra starfs­manna.
  • Gögn sem þagn­ar­skylda skal gilda um.
  • Gögn sem máls­að­ili ósk­ar sér­stak­lega eft­ir að verði ekki birt.

Ef rétt­mæt­ur vafi er á því hvort lög heim­ili birt­ingu gagna skulu gögn að jafn­aði ekki birt.

5. gr. Gögn sem ekki er skylt að birta

Ekki er skylt að birta eft­ir­far­andi gögn ef sér­stak­ar ástæð­ur mæla gegn slíkri birt­ingu:

  • Gögn er varð­ar til­lög­ur eða við­ræð­ur við rík­ið um fjár­hags­mál­efni sveit­ar­fé­laga.
  • Gögn er varða fjár­hags- eða við­skipta­hags­muni sveit­ar­fé­lags­ins.
  • Önn­ur gögn sem falla und­ir und­an­þágu­ákvæði upp­lýs­ingalaga.

6. gr. Upp­lýs­inga­rétt­ur

Að öðru leyti en hér er kveð­ið á um fer um upp­lýs­inga­rétt al­menn­ings eft­ir ákvæð­um upp­lýs­ingalaga nr. 140/2012, stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993 og eft­ir at­vik­um laga um per­sónu­vernd nr. 77/2000.

Sam­þykkt á fundi 1209. fundi bæj­ar­ráðs 22. apríl 2015.

Stað­fest á 649. fundi bæj­ar­stjórn­ar 6. maí 2015.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00