Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um bein­greiðslu­samn­inga við fatlað fólk og for­sjár­að­ila fatl­aðra barna í Mos­fells­bæ.

I kafli – Al­menn ákvæði

1. gr. Grund­völl­ur bein­greiðslu­samn­inga

Regl­ur þess­ar grund­vallast á 28. gr. laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir nr. 38/2018 og taka til út­færslu á þjón­ustu sem Mos­fells­bæ er skylt að veita fötl­uðu fólki sam­kvæmt lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og lög­um um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

Þjón­usta í formi bein­greiðslu­samn­ings er háð fag­legu mati fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar um að bein­greiðslu­samn­ing­ur sé hent­ugt þjón­ustu­form til að mæta þjón­ustu­þörf við­kom­andi.

Fjöl­skyldu­svið ger­ir bein­greiðslu­samn­inga við fatlað fólk og for­sjár­að­ila fatl­aðra barna sem eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ.

2. gr. Markmið og inn­tak bein­greiðslu­samn­inga

Markmið bein­greiðslu­samn­inga er að auka val fatl­aðs fólks á formi og fyr­ir­komu­lagi að­stoð­ar. Unnt er að gera bein­greiðslu­samn­ing vegna at­hafna dag­legs lífs sem fell­ur und­ir stuðn­ings- og stoð­þjón­ustu. Um er að ræða þjón­ustu sam­kvæmt 1., 3. og 4. tl. 1. mgr. 8. gr. laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

Inn­tak bein­greiðslu­samn­ings er að þjón­ustu­þörf not­anda er met­in í til­tekn­um fjölda klukku­stunda á grund­velli reglna Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ing við börn og fjöl­skyld­ur þeirra og reglna Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ings­þjón­ustu og stoð­þjón­ustu. Sam­hliða þarf að liggja fyr­ir mat fjöl­skyldu­sviðs á að al­menn stuðn­ings- og stoð­þjón­usta sem áður hef­ur ver­ið sam­þykkt nýt­ist ekki not­anda. Er þá not­anda í sjálfs­vald sett hvern­ig þjón­ustu er háttað og hvenær tíma dags­ins hún fer fram inn­an þeirra marka sem mat á þjón­ustu­þörf set­ur. Not­anda er þó skylt að gæta að lág­marks­rétt­ind­um að­stoð­ar­fólks í starfi þeirra. Ekki er um að ræða næt­ur­þjón­ustu.

Heim­ilt er að gera bein­greiðslu­samn­ing við fatlað fólk á aldr­in­um 18 til 67 ára eða við for­eldra/for­sjár­að­ila fatl­aðs barns á aldr­in­um 6 til 18 ára í ákveðn­um til­fell­um og að upp­fyllt­um nán­ar til­greind­um skil­yrð­um, sbr. III. kafla í regl­um þess­um. Hafi fatl­að­ur ein­stak­ling­ur átt rétt á bein­greiðslu­samn­ingi fyr­ir 67 ára ald­ur á hann rétt á slíkri út­færslu á þjón­ustu eft­ir 67 ára ald­ur að upp­fyllt­um skil­yrð­um í regl­um þess­um.

II. kafli – Um­sókn og mat á þjón­ustu­þörf

3. gr. Um­sókn og fylgigögn

Um­sókn­ir um bein­greiðslu­samn­inga eru af­greidd­ar af fjöl­skyldu­sviði í kjöl­far við­tals við ráð­gjafa þar sem far­ið hef­ur ver­ið heild­stætt yfir þjón­ustu­þarf­ir um­sækj­anda. Um­sækj­andi get­ur veitt öðr­um að­ila skrif­legt um­boð til að sækja um þjón­ustu í formi bein­greiðslu­samn­ings fyr­ir sína hönd.

Með um­sókn skal leggja fram eft­ir­far­andi gögn:

a) Ör­orkumat, fötl­un­ar­grein­ingu, umönn­un­ar­mat og mat á stuðn­ings­þörf/SIS-mat um­sækj­anda, sé það til stað­ar, eft­ir því sem við á.

b) Yf­ir­lit toll­stjóra yfir greiðslu­stöðu op­in­berra gjalda.

c) Upp­lýs­ing­ar úr van­skila­skrá.

4. gr. Þjón­ustu­þörf

Þjón­ustu­þörf um­sækj­anda er met­in í til­tekn­um fjölda klukku­stunda. Fjár­hæð sem greidd er vegna hverr­ar klukku­stund­ar í met­inni þjón­ustu er reikn­uð sam­kvæmt kostn­að­ar­for­send­um fjöl­skyldu­sviðs.

5. gr. Af­greiðsla um­sókna

Ákvörð­un um að veita þjón­ustu í formi bein­greiðslu­samn­ings skal taka á grund­velli fag­legs mats á þjón­ustu­þörf ásamt því sem öll skil­yrði 6. og 7. gr. þess­ara reglna verða að vera upp­fyllt.

III. kafli – Fyr­ir­komulag bein­greiðslu­samn­ings

6. gr. For­gang­ur til þjón­ustu

Þeir um­sækj­end­ur eru í for­gangi fyr­ir þjón­ustu í formi bein­greiðslu­samn­ings sem hafa sér­tæk­ar þarf­ir sem fjöl­skyldu­svið get­ur ekki upp­fyllt með við­eig­andi hætti, svo sem þeg­ar þjón­usta er afar sér­hæfð, veitt utan hefð­bund­ins vinnu­tíma eða í stutt­an tíma í senn. Þá þarf einn­ig að liggja fyr­ir fag­legt mat um að þjón­usta veitt sam­kvæmt bein­greiðslu­samn­ingi sé hent­ugra form til að mæta þjón­ustu­þörf­um við­kom­andi, sbr. 1. gr. í regl­um þess­um.

Ekki er heim­ilt að veita að auki sömu þjón­ustu frá fjöl­skyldu­sviði til að mæta þörf­um not­anda og sam­ið er um í bein­greiðslu­samn­ingi.

7. gr. Skil­yrði fyr­ir sam­þykkt

Grund­vall­ar­skil­yrði fyr­ir bein­greiðslu­samn­ingi er að veit­ing þjón­ustu sem not­andi á rétt á sam­kvæmt lög­um um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og lög­um um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir falli nið­ur af hálfu Mos­fells­bæj­ar. Í stað­inn fær not­andi greidda ákveðna fjár­hæð sem hann ráð­staf­ar sjálf­ur til kaupa á met­inni þjón­ustu. Sam­þykkt fyr­ir gerð bein­greiðslu­samn­ings er ávallt háð fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar hverju sinni.

Til að um­sækj­andi eigi rétt á þjón­ustu í formi bein­greiðslu­samn­ings verð­ur hann að upp­fylla skil­yrði 1. og 6. gr. í regl­um þess­um um grund­völl bein­greiðslu­samn­ings og forg­ang til þjón­ustu, ásamt öll­um eft­ir­far­andi skil­yrð­um:

a) Um­sækj­andi skal eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ með­an þjón­ust­an er veitt.

b) Um­sækj­andi skal vera á aldr­in­um 18 til 67 ára. For­eldr­ar/for­sjár­að­il­ar fatl­aðra barna, 6 ára og eldri, geta jafn­framt sótt um þjón­ustu í formi bein­greiðslu­samn­ings fyr­ir hönd barna sinna.

c) Um­sækj­andi skal teljast fatl­að­ur í skiln­ingi laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir.

d) Um­sækj­andi skal búa í sjálf­stæðri bú­setu en ekki í sér­tæku þjón­ustu- og bú­setu­úr­ræði og þar sem veitt er sam­þætt þjón­usta. Bú­seta ein­stak­lings í for­eldra­hús­um fell­ur und­ir sjálf­stæða bú­setu. Ein­stak­ling­ur sem býr á hjúkr­un­ar­heim­ili eða stofn­un og þar sem greidd eru dag­gjöld frá rík­inu á ekki rétt á þjón­ustu í formi bein­greiðslu­samn­ings.

e) Um­sækj­andi skal hafa við­var­andi og um­fangs­mikla þjón­ustu­þörf sem met­in er af fjöl­skyldu­sviði í sam­vinnu við um­sækj­anda.

f) Um­sækj­andi skal þurfa dag­lega að­stoð sem nem­ur að lág­marki 60 klst. á mán­uði, sbr. fag­legt mat á þjón­ustu­þörf um­sækj­anda skv. 5. gr. í regl­um þess­um. Fjöldi tíma í bein­greiðslu­samn­ingi ræðst af sam­þykkt sam­kvæmt regl­um Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ings- og stoð­þjón­ustu fyr­ir börn og full­orðna.

Fjöl­skyldu­sviði er heim­ilt að líta til þess hvort um­sækj­andi eða for­eldr­ar/for­sjár­að­il­ar séu á van­skila­skrá við af­greiðslu um­sókn­ar.

8. gr. Greiðsl­ur

Greiðsl­ur frá fjöl­skyldu­sviði til not­anda/for­sjár­að­ila (hér eft­ir nefnd­ur not­andi) hefjast við gildis­töku bein­greiðslu­samn­ings. Greiðsl­ur berast að jafn­aði 25. dag mán­að­ar­ins á und­an.

Not­andi greið­ir kostn­að sem fell­ur til vegna bein­greiðslu­samn­ings auk þess sem hann skal taka á sig þær skyld­ur sem upp­fylla þarf varð­andi um­sýslu bein­greiðslu­samn­ings. Óheim­ilt er að reikna um­sýslu­kostn­að inn í samn­ings­fjár­hæð.

9. gr. Fjár­hæð­ir og með­ferð fjár­magns

Greidd fjár­hæð vegna hverr­ar klukku­stund­ar í met­inni þjón­ustu er reikn­uð sam­kvæmt kostn­að­ar­for­send­um fjöl­skyldu­sviðs.

Not­andi ber ábyrgð á að ráð­stafa fjár­magni sam­kvæmt bein­greiðslu­samn­ingi í sam­ræmi við mat á þjón­ustu­þörf. Not­andi skal leggja fram öll nauð­syn­leg gögn til fjöl­skyldu­sviðs þar að lút­andi, sbr. 14. gr. í regl­um þess­um.

Not­anda er skylt að ráð­stafa hverri mán­að­ar­greiðslu í þeim mán­uði sem hún er greidd. Not­anda er þó heim­ilt að færa til greiðsl­ur vegna vinnu­stunda milli mán­aða inn­an almanaks­árs­ins til að mæta breyti­leg­um þjón­ustu­þörf­um. Ef upp­safn­að­ar greiðsl­ur vegna vinnu­stunda nema allt að tveim­ur mán­að­ar­greiðsl­um sam­kvæmt bein­greiðslu­samn­ingi skal not­andi leggja fram við­hlít­andi skýr­ing­ar á slíkri upp­söfn­un. Ef full­nægj­andi skýr­ing­ar verða ekki veitt­ar af hálfu not­anda er fjöl­skyldu­sviði heim­ilt að end­urkrefja um fjár­hæð­ina. Not­anda er skylt að skila af­gangs­fjár­magni til fjöl­skyldu­sviðs í lok hvers almanaks­árs. Heim­ilt er að lækka greiðsl­ur næstu mán­aða sem nem­ur þeirri fjár­hæð sem not­andi verð­ur end­urkraf­inn um.

Skil á fé og gögn­um til fjöl­skyldu­sviðs er for­senda fyr­ir því að til end­ur­nýj­un­ar samn­ings geti kom­ið.

Fjöl­skyldu­sviði er heim­ilt að stöðva greiðsl­ur tíma­bund­ið þeg­ar not­andi er ekki fær um að nýta þá þjón­ustu sem fjár­magn er ætlað til. Í þeim til­vik­um þarf þó að taka til­lit til skuld­bind­inga sem not­andi kann þeg­ar að hafa stofn­að til í tengsl­um við þjón­ust­una.

10. gr. Gild­is­tími

Í fyrsta sinn sem bein­greiðslu­samn­ing­ur er gerð­ur skal gild­is­tími hans vera þrír mán­uð­ir. Aldrei skal gera bein­greiðslu­samn­ing til lengri tíma en eins árs í senn og skal miða við almanaksár.

IV. kafli – Fram­kvæmd bein­greiðslu­samn­inga

11. gr. Form og gerð samn­ings

Ef not­andi er ólögráða ger­ir lögráða­mað­ur hans samn­ing við fjöl­skyldu­svið fyr­ir hans hönd. Skal sá að­ili ann­ast alla um­sýslu fyr­ir hönd not­anda. Not­ast skal við staðlað samn­ings­form.

12. gr. Að­stoð­ar­fólk

Not­andi skal ann­ast leit, ráðn­ingu og um­sýslu vegna að­stoð­ar­fólks. Geti not­andi ekki ann­ast það ferli án að­stoð­ar skal leit­ast eft­ir sam­þykki hans við val­ið. Not­anda er ekki heim­ilt að velja sér að­stoð­ar­mann sem býr á sama heim­ili eða er ná­inn ætt­ingi. Þó er heim­ilt að víkja frá þessu ákvæði í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um ef sýnt þyk­ir að hags­mun­um not­anda sé best borg­ið með slíkri ráð­stöf­un og það sé sann­ar­lega hans vilji. Not­andi skal gera samn­ing við að­stoð­ar­fólk sitt þar sem m.a. er kveð­ið á um rétt­indi og skyld­ur að­stoð­ar­fólks, kjör, um­fang vinnu, vinnu­fyr­ir­komulag og upp­sagn­ar­frest.

13. gr. Skil­yrði fyr­ir ráðn­ingu að­stoð­ar­fólks

Að­stoð­ar­fólk skal skila inn saka­vott­orði að beiðni not­anda og verð­ur ekki hjá því kom­ist. Sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur heim­ild til að fylgja þessu eft­ir við not­anda.

Not­anda er óheim­ilt að ráða að­stoð­ar­fólk til þess að sinna þjón­ustu við sig ef við­kom­andi hef­ur hlot­ið refsi­dóma vegna brota á ákvæð­um XXII. og XX­III. kafla al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/1940. Hafi við­kom­andi ver­ið dæmd­ur til refs­ing­ar fyr­ir brot á öðr­um ákvæð­um al­mennra hegn­ing­ar­laga eða laga um áv­ana- og fíkni­efni skal ráð­gjafi fjöl­skyldu­sviðs, í sam­ráði við not­anda, meta áhrif þess á hæfni við­kom­andi til að gegna því starfi sem um ræð­ir, m.a. að teknu til­liti til eðl­is starfs­ins og al­var­leika brots­ins.

14. gr. Eft­ir­lit og upp­lýs­inga­skylda

Stöðumat skal fara fram inn­an tólf vikna frá upp­hafi gild­is­tíma bein­greiðslu­samn­ings þar sem kann­að er hvern­ig samn­ing­ur nýt­ist not­anda og hversu vel markmið hans hafa náðst. Skal mat­ið fram­kvæmt í sam­vinnu við not­anda.

Not­andi skal skila fjöl­skyldu­sviði rekstr­ar­skýrslu eigi sjaldn­ar en á sex mán­aða fresti um fjölda vinnu­stunda sem hafa ver­ið nýtt­ar. Þá skal not­andi leggja fram öll nauð­syn­leg gögn þar að lút­andi, s.s. samn­inga við að­stoð­ar­fólk, afrit greiddra reikn­inga og önn­ur gögn sem máli kunna að skipta í sam­ræmi við beiðni fjöl­skyldu­sviðs.

Eft­ir hvert almanaksár er not­anda skylt að veita fjöl­skyldu­sviði upp­lýs­ing­ar um samn­inga, tíma­skrár og vinnu­áætlan­ir sem tengjast samn­ingi. Nota ber staðlað yf­ir­lits­blað yfir nýt­ingu fjár­magns og fram­kvæmd þjón­ustu, sem stað­fest hef­ur ver­ið af að­stoð­ar­fólki not­anda. Auk þess ber not­anda að leggja fram reikn­inga og stað­fest­ingu á greiðslu til að­stoð­ar­fólks. Einn­ig skulu af­hent öll gögn sem kveð­ið er á um í 2. mgr. þessa ákvæð­is auk skatt­fram­tals. Þá er fjöl­skyldu­sviði heim­ilt að kalla eft­ir fyrr­greind­um upp­lýs­ing­um oft­ar ef þörf er á.

End­ur­mat á þjón­ustu­þörf not­anda skal fram­kvæmt við end­ur­nýj­un samn­ings og eigi síð­ar en fjór­um vik­um áður en samn­ing­ur renn­ur úr gildi. Not­andi skal til­kynna fjöl­skyldu­sviði tím­an­lega um þær breyt­ing­ar á hög­um sín­um sem geta haft áhrif á fram­kvæmd samn­ings, þar á með­al um tíma­bundna dvöl ann­ars stað­ar en á lög­heim­ili sem og um flutn­ing lög­heim­il­is.

Breyt­ing­ar á að­stæð­um not­anda sem áhrif hafa á þarf­ir hans fyr­ir stuðn­ing geta leitt til end­ur­mats á þjón­ustu­þörf.

V. kafli – Lok samn­ings

15. gr. Upp­sögn samn­ings

Um­sýsla vegna bein­greiðslu­samn­inga skal fara í öllu að gild­andi lög­um, reglu­gerð­um, op­in­ber­um fyr­ir­mæl­um sem við eiga sem og al­menn­um regl­um vinnu­rétt­ar eft­ir því sem við á.

Gagn­kvæm­ur upp­sagn­ar­frest­ur samn­ings­að­ila er einn mán­uð­ur og skal til­kynna gagn­að­ila um upp­sögn með skrif­leg­um hætti svo unnt sé að skipu­leggja þjón­ustu við not­anda frá fjöl­skyldu­sviði.

16. gr. Vanefnd­ir og rift­un samn­ings

Fjöl­skyldu­svið get­ur kraf­ist þess að not­andi bæti úr vanefnd­um á samn­ingi á eig­in kostn­að. Meinta vanefnd ber þó ávallt að til­kynna til not­anda með sann­an­leg­um hætti og gefa hon­um kost á að gefa skýr­ing­ar eða bæta úr inn­an hæfi­legs frests. Fjöl­skyldu­svið skal setja hæfi­leg­an tíma­frest fyr­ir því hvern­ig stað­ið skuli að úr­bót­um vanefnda. Séu úr­bæt­ur ekki gerð­ar inn­an þess tíma sem fjöl­skyldu­svið til­grein­ir, get­ur það kraf­ist þess að not­andi greiði þann kostn­að sem af hlýst til að koma að nauð­syn­leg­um úr­bót­um.

Verði uppi ágrein­ing­ur milli fjöl­skyldu­sviðs og not­anda skal leit­ast við að jafna þann ágrein­ing. Ef um veru­leg­ar vanefnd­ir er að ræða geta að­il­ar rift samn­ingi fyr­ir­vara­laust.

17. gr. Við­brögð vegna rift­un­ar

Í þeim til­vik­um sem samn­ingi er rift stöðvast greiðsl­ur frá fjöl­skyldu­sviði til not­anda þeg­ar í stað.

Fjöl­skyldu­sviði er heim­ilt að krefja not­anda um end­ur­greiðslu fjár, í heild eða að hluta, sem hon­um hef­ur ver­ið út­hlutað sam­kvæmt samn­ingi ef sýnt er fram á að eitt­hvert eft­ir­tal­inna til­vika eigi við:

a) Féð hef­ur að hluta til eða í heild ekki ver­ið nýtt til að koma til móts við skil­greind­ar þarf­ir not­anda fyr­ir stuðn­ing sam­kvæmt áætlun.

b) Ákvæð­um bein­greiðslu­samn­ings hef­ur ekki ver­ið fylgt.

Í þeim til­vik­um sem bein­greiðslu­samn­ingi er rift ber fjöl­skyldu­sviði að tryggja að ekki verði rof á þjón­ustu við not­anda og að lok samn­ings valdi not­anda eins lít­illi rösk­un og óþæg­ind­um og mögu­legt er.

VI. kafli – Máls­með­ferð

18. gr. Ákvörð­un

Fjöl­skyldu­svið met­ur þjón­ustu­þörf um­sækj­anda eins fljótt og unnt er eft­ir að um­sókn hef­ur borist út frá þeim gögn­um sem liggja fyr­ir. Öfl­un gagna og upp­lýs­inga skal fara fram í sam­vinnu við um­sækj­anda eft­ir því sem unnt er. Að öðr­um kosti skal hafa sam­vinnu og sam­ráð við per­sónu­leg­an tals­mann hans, sbr. ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 88/2011 um rétt­inda­gæslu fyr­ir fatlað fólk.

Fjöl­skyldu­svið skal taka ákvörð­un í máli svo fljótt sem unnt er og tryggja að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörð­un er tekin.

19. gr. Sam­vinna við not­anda

Við með­ferð um­sókn­ar, öfl­un gagna og ákvarð­ana­töku skal leit­ast við að hafa sam­vinnu og sam­ráð við not­anda eft­ir því sem unnt er, en að öðr­um kosti við að­stoð­ar­mann/um­boðs­mann not­anda eft­ir því sem við á.

20. gr. Varð­veisla gagna, trún­að­ur og að­gang­ur að gögn­um

Máls­gögn er varða per­sónu­lega hagi not­anda skulu varð­veitt með tryggi­leg­um hætti. Hafi starfs­menn kynnst einka­hög­um not­anda eða ann­arra í starfi sínu er leynt eiga að fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls er þeim óheim­ilt að fjalla um þau mál við óvið­kom­andi nema að fengnu skrif­legu sam­þykki þess sem í hlut á.

Not­andi á rétt á að kynna sér upp­lýs­ing­ar úr skráð­um gögn­um sem varða mál hans að svo miklu leyti sem það er í sam­ræmi við lög og stang­ast ekki á við trún­að gagn­vart öðr­um.

21. gr. Leið­bein­ing­ar til not­anda

Við af­greiðslu um­sókn­ar skal starfs­mað­ur fjöl­skyldu­sviðs bjóða not­anda ráð­gjöf og veita upp­lýs­ing­ar og leið­bein­ing­ar um rétt­indi sem hann kann að eiga ann­ars stað­ar. Þá skal starfs­mað­ur einn­ig upp­lýsa not­anda um þær skyld­ur sem kunna að hvíla á hon­um vegna bein­greiðslu­samn­ings og leið­beina hon­um um að leita upp­lýs­inga um það hjá við­eig­andi yf­ir­völd­um, s.s. vegna skatt­skila og upp­lýs­inga til Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins.

22. gr. Rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar

Bein­greiðslu­samn­ing­ur sem gerð­ur er á grund­velli rangra eða vill­andi upp­lýs­inga af hálfu not­anda fell­ur þá þeg­ar úr gildi og get­ur fjöl­skyldu­svið end­urkraf­ið not­anda um þá fjár­hæð sem út­hlutað hef­ur ver­ið sam­kvæmt al­menn­um regl­um kröfu­rétt­ar. Fjöl­skyldu­svið Mos­fells­bæj­ar skal þó sjá til þess að ekki verði rof á þjón­ustu.

Ef sann­reynt er við vinnslu máls að upp­lýs­ing­ar sem not­andi hef­ur veitt eru rang­ar eða vill­andi stöðvast af­greiðsla um­sókn­ar­inn­ar á með­an not­anda er gef­ið tæki­færi á að leið­rétta eða bæta úr ann­mörk­um.

23. gr. Nið­ur­staða, rök­stuðn­ing­ur synj­un­ar og málskot til fjöl­skyldu­nefnd­ar

Kynna skal um­sækj­anda nið­ur­stöðu fjöl­skyldu­sviðs skrif­lega svo fljótt sem unnt er. Synj­un skal alltaf fylgja rök­stuðn­ing­ur. Sé um­sókn synjað í heild eða að hluta skal um­sækj­anda kynnt­ur rétt­ur hans til að skjóta ákvörð­un­inni til fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til end­ur­skoð­un­ar. Beiðni um end­ur­skoð­un skal koma fram inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sækj­anda barst vitn­eskja um ákvörð­un­ina.

24. gr. Málskot til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála

Um máls­með­ferð fer skv. XVII. kafla laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga nr. 40/1991 og stjórn­sýslu­lög­um nr. 37/1993. Það fel­ur með­al ann­ars í sér að um­sækj­andi get­ur skot­ið ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála. Kæru­frest­ur er þrír mán­uð­ir frá því að til­kynn­ing barst um ákvörð­un­ina. Kæra telst fram komin inn­an kæru­frests ef bréf sem hef­ur hana að geyma hef­ur borist úr­skurð­ar­nefnd­inni eða ver­ið af­hent póst­þjón­ustu áður en frest­ur­inn er lið­inn.

24. gr. Gild­istaka

Regl­ur þess­ar voru sam­þykkt­ar á fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar þann 21. des­em­ber 2021 og á fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 12. janú­ar 2022 og öðl­ast gildi við birt­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um.

Mos­fells­bæ, 19. janú­ar 2022

Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir
Fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00