Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um könn­un og með­ferð ein­stakra barna­vernd­ar­mála eða mála­flokka hjá starfs­fólki fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

I. Al­mennt

1. gr.

Regl­ur þess­ar eru sett­ar skv. 3. mgr. 14. gr. barna­vernd­ar­laga nr. 80/2002 (bvl).

2. gr.

Starfs­fólk fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar fer með ein­stök barna­vernd­ar­mál í um­boði fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, und­ir stjórn fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

Með starfs­fólki er átt við fast­ráð­ið starfs­fólk fjöl­skyldu­sviðs og sjálf­stætt starf­andi sér­fræð­inga er taka að sér verk­efni fyr­ir nefnd­ina.

Fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs er heim­ilt að fela ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­um vinnslu mála eft­ir því sem rúm­ast inn­an fjár­hags­áætl­un­ar hverju sinni.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar fer með hlut­verk barna­vernd­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar sbr. 4. mgr. 10. gr. bvl. Þá fer fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar með hlut­verk barna­vernd­ar­nefnd­ar Kjós­ar­hrepps skv. samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og Kjós­ar­hrepps.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar skal starfa í sam­ræmi við 12. gr. bvl og sinn­ir verk­efn­um sem nefnd­inni eru falin í lög­um um ætt­leið­ing­ar nr. 130/1999 og barna­lög­um nr. 76/2003.

II. Um starfs­fólk fjöl­skyldu­nefnd­ar

3. gr.

Starfs­fólk fjöl­skyldu­sviðs kann­ar og fer með barna­vernd­ar­mál eða mála­flokka í um­boði nefnd­ar­inn­ar og í sam­ræmi við regl­ur þess­ar sem sett­ar eru í sam­ræmi við ákvæði 14. gr. bvl. Þá get­ur nefnd­in að fengnu sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar fal­ið starfs­fólki önn­ur verk­efni á sviði barna­vernd­ar.

4. gr.

Starfs­fólk skulu leggja mál fyr­ir nefnd­ina í eft­ir­töld­um til­vik­um:

  • þeg­ar ekki tekst sam­vinna um gerð áætl­un­ar um stuðn­ings­að­gerð­ir.
  • þeg­ar sam­vinna um fram­kvæmd áætl­un­ar skv. 23. gr. geng­ur ekki eft­ir.
  • þeg­ar stuðn­ing­ur felst í því að barn fari í var­an­legt fóst­ur.
  • þeg­ar um er að ræða al­var­legt barna­vernd­ar­mál eða starfs­mað­ur tel­ur ástæðu til að leggja mál sér­stak­lega fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd.
  • þeg­ar beita skal úr­ræð­um skv. 28., 29. og 37. gr. bvl.

Mál skal ætíð lagt fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd með skrif­legri grein­ar­gerð eða minn­is­blaði ef við á.

5. gr.

Starfs­fólk fjöl­skyldu­nefnd­ar sem vinna að barna­vernd­ar­mál­um skulu hafa lok­ið prófi í fé­lags­ráð­gjöf, sál­ar­fræði, upp­eld­is­fræði eða öðru sér­hæfðu námi á sviði barna­vernd­ar. Þá skal starfs­fólk hafa til­skilin rétt­indi til að starfa í við­kom­andi fagi. Starfs­fólk verð­ur að búa yfir hæfni og þekk­ingu til þess að veita for­eldr­um, stofn­un­um og öðr­um er ann­ast upp­eldi við­hlít­andi ráð­gjöf, fræðslu og leið­bein­ing­ar sam­kvæmt barna­vernd­ar­lög­um.

6. gr.

Um van­hæfi starfs­fólks til með­ferð­ar ein­stakra mála gilda hæfis­regl­ur II. kafla stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993. Starfs­mað­ur er van­hæf­ur til að fara með barna­vernd­ar­mál:

  • Ef hann er að­ili máls, fyr­ir­svars­mað­ur eða um­boðs­mað­ur að­ila.
  • Ef hann er eða hef­ur ver­ið maki að­ila, skyld­ur eða mæðg­ur að­ila í bein­an legg eða að öðr­um lið til hlið­ar eða tengd­ur að­ila með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar.
  • Ef hann teng­ist fyr­ir­svars­manni eða um­boðs­manni að­ila með þeim hætti sem seg­ir í b-lið.
  • Ef mál­ið varð­ar hann sjálf­an veru­leg­an, venslamenn hans skv. b-lið, næstu yf­ir­menn per­sónu­lega eða stofn­un eða fyr­ir­tæki í einka­eigu sem hann er í fyr­ir­svari fyr­ir.
  • Ef að öðru leyti eru fyr­ir hendi þær að­stæð­ur sem eru falln­ar til þess að draga óhlut­drægni hans í efna með réttu.

Sá starfs­mað­ur sem er van­hæf­ur til með­ferð­ar máls má ekki taka þátt í und­ir­bún­ingi, með­ferð eða úr­lausn þess.

7. gr.

Starfs­fólki ber við störf sín að gæta fyllstu hlut­lægni. Þau mega ekki skýra óvið­kom­andi að­il­um frá því er þau verða vís­ari í starfa sín­um um einka­mál manna eða heim­il­is­háttu. Ber þeim að vanda störf sín og gæta fag­legra vinnu­bragða, eft­ir því sem best þyk­ir á hverj­um tíma.

Trún­að­ar­skylda helst þótt starfs­mað­ur láti af störf­um.

Starfs­fólk skulu leit­ast við að eiga góða sam­vinnu við börn og for­eldra/for­sjár­að­ila og sýna þeim og öðr­um er tengjast máli fyllstu nær­gætni og virð­ingu, er þeir kanna og fara með mál.

8. gr.

Starfs­fólki ber að skrá mál sem koma til með­ferð­ar á kerf­is­bund­inn hátt og varð­veita öll gögn með tryggi­leg­um hætti sbr. ákvæði 39. gr. bvl. og 22. og 23. gr. upp­lýs­ingalaga nr. 50/1996.

III. Máls­með­ferð hjá starfs­fólki

9. gr. Móttaka til­kynn­inga

Starfs­fólk skal taka á móti til­kynn­ing­um er varða grun um að lík­am­legri eða and­legri heilsu barns eða þroska geti ver­ið hætta búin vegna van­rækslu, van­hæfni eða fram­ferð­is for­eldra, áreitni eða of­beld­is af hendi ann­arra eða eig­in hegð­un­ar þess. Starfs­fólk skulu einn­ig taka á móti til­kynn­ing­um um að þung­uð kona stofni heilsu eða lífi ófædds barns í hættu. Skulu þau gæta þess að skrá ná­kvæm­lega efni til­kynn­inga og ann­að er máli kann að skipta.

Starfs­fólk skal vekja at­hygli til­kynn­anda, al­menn­ings sbr. 16. gr. á því að hon­um er heim­ilt að óska nafn­leynd­ar sbr. 19. gr. gagn­vart öðr­um en fjöl­skyldu­nefnd. Það á þó ekki við ef um er að ræða til­kynn­end­ur sem hafa stöðu sinn­ar og starfa vegna af­skipti af mál­efn­um barna, sbr. 17. og 18. gr. bvl. Starfs­fólk skal veita til­kynn­anda al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um máls­með­ferð vegna til­kynn­inga. Til­kynn­end­ur skv. 17. og 18. gr. skulu fá senda skrif­lega stað­fest­ingu á mót­töku til­kynn­ing­ar og máls­með­ferð.

10. gr. Ákvarð­ana­taka

Þeg­ar til­kynn­ing berst eða upp­lýs­ing­ar með öðr­um hætti um að að­bún­aði barns sé ábóta­vant, þann­ig að lík­am­legri eða and­legri heilsu þess eða þroska geti ver­ið hætta búin vegna; van­rækslu, van­hæfni eða fram­ferð­is for­eldra/for­sjár­að­ila, áreitni eða of­beld­is af hendi ann­arra eða eig­in hegð­un­ar barns­ins skal taka ákvörð­un án taf­ar og eigi síð­ar en inn­an sjö daga frá því að til­kynn­ing barst, um hvort ástæða sé til að hefja könn­un á mál­inu. Ákvörð­un um að hefja könn­un skal ekki tekin nema rök­studd­ur grun­ur sé um að til­efni sé til sbr. Til­kynna skal for­eldr­um/for­sjár­að­il­um að til­kynn­ing hafi borist og um ákvörð­un í til­efni af henni. Ein­ung­is er heim­ilt að fresta til­kynn­ingu til for­eldra vegna ríkra rann­sókn­ar­hags­muna.

Þeg­ar tekin hef­ur ver­ið ákvörð­un um að hefja könn­un máls skal þeg­ar taka af­stöðu til þess hvort þörf sé á að skipa barni tals­mann.

Að jafn­aði skal ákvörð­un um könn­un máls tekin á barna­vernd­ar­mála­fundi. Ef brýn nauð­syn ber til hef­ur starfs­fólk, að höfðu sam­ráði við deild­ar­stjóra eða fram­kvæmda­stjóra, heim­ild til að hefja könn­un án þess að barna­vernd­ar­mála­fund­ur hafi fjallað um mál­ið.

Komi í ljós við könn­un máls að ekki er talin ástæða til frek­ari af­skipta er barna­vernd­ar­mála­fundi heim­ilt að sam­þykkja lok­un máls.

11. gr. Barna­vernd­ar­mála­fund­ir

Barna­vernd­ar­mála­fund­ir eru viku­leg­ir fund­ir starfs­manna í barna­vernd með deild­ar­stjóra barna­vernd­ar- og ráð­gjaf­ar­deild­ar. Á fund­un­um er fjallað um til­kynn­ing­ar sem berast og ákvörð­un tekin um hvort hefja skuli könn­un máls. Við ákvörð­un um að hefja könn­un er mál­inu út­hlutað til vinnslu hjá starfs­manni. Á fund­um eru einn­ig tekn­ar ákvarð­an­ir um vinnslu mála, s.s. nið­ur­stöð­ur kann­ana, efni með­ferðaráætl­ana, vist­an­ir utan heim­il­is o.fl.

12. gr. Neyð­ar­ráð­stöf­un

Starfs­mað­ur hef­ur um­boð til að fram­kvæma nauð­syn­leg­ar ráð­staf­an­ir til að tryggja ör­yggi barns sbr. 31. gr. bvl en skal hafa sam­ráð við formann fjöl­skyldu­nefnd­ar ef unnt er.

13. gr. Könn­un máls

Leit­ast skal við að könn­un fari fram í sam­ráði og sam­vinnu við for­eldra/for­sjár­að­ila þar sem starfs­mað­ur og for­sjár­að­ili/ar und­ir­rita áætlun um fram­kvæmd könn­un­ar. Starfs­mað­ur skal afla upp­lýs­inga frá þeim, er um mál­ið geta bor­ið og frá þeim sér­fræð­ing­um sem við þyk­ir eiga. Aflað skal sem gleggstra upp­lýs­inga um hagi barns­ins svo sem and­legt og lík­am­legt ásig­komulag þess. Að jafn­aði skal aflað um­sagn­ar skóla barns eða annarr­ar stofn­un­ar þar sem barn dvel­ur, heim­ilis­að­stæð­ur kann­að­ar, rætt við for­eldra/for­sjár­að­ila. Þá skal að jafn­aði aflað upp­lýs­inga frá heil­brigð­is­yf­ir­völd­um um heilsu­far barns­ins.

14. gr. Lög­reglu­rann­sókn

Ef grun­ur leik­ur á að al­var­legt refsi­vert brot hafi ver­ið fram­ið gegn barni skal barna­vernd­ar­mála­fund­ur fjalla um mál­ið og að jafn­aði óska lög­reglu­rann­sókn­ar. Leita skal sam­þykk­is for­sjár­að­ila sem hef­ur barn í sinni um­sjá og haft sam­ráð við barn eft­ir at­vik­um. Ef sam­þykki ligg­ur ekki fyr­ir er unnt að óska lög­reglu­rann­sókn­ar ef grun­ur leik­ur á að vel­ferð, lífi eða heilsu barns eða ann­arra sé stefnt í veru­lega hættu.

Þeg­ar mál hef­ur ver­ið nægi­lega kann­að skal starfs­mað­ur taka sam­an grein­ar­gerð þar sem lýst er nið­ur­stöð­um könn­un­ar, til­tek­ið hverra úr­bóta sé þörf og sett­ar fram til­lög­ur að heppi­leg­um úr­ræð­um ef því er að skipta.

Grein­ar­gerð skal liggja fyr­ir að jafn­aði inn­an þriggja mán­aða og eigi síð­ar en fjór­um mán­uð­um eft­ir að ákvörð­un var tekin um að hefja könn­un.

15. gr. Áætlun um með­ferð máls

Leiði könn­un í ljós að að­bún­aði barns sé áfátt eða barn stefni heilsu sinni eða þroska í hættu með hegð­un sinni og þörf er á beit­ingu úr­ræða sam­kvæmt ákvæð­um barna­vernd­ar­laga, skal starfs­mað­ur, í sam­vinnu við for­eldra/for­sjár­að­ila gera skrif­lega áætlun um með­ferð máls. Hið sama á við um barn sem hef­ur náð 15 ára aldri. Áætl­un­in skal miða að því að bæta að­bún­að eða hegð­un barns sem í hlut á. Í áætlun skal koma fram hvaða úr­ræð­um og að­gerð­um skal beitt í þeim til­gangi og í áætlun skal jafn­framt koma fram hvað for­eldr­um/for­sjár­að­il­um barns beri að gera í þessu skyni og hvaða að­stoð þau fá. Áætlun skal mark­að­ur ákveð­inn tími og tím­an­lega áður en áætlun renn­ur út skal í sam­vinnu við að­ila meta ár­ang­ur og hvort þörf er á beit­ingu frek­ari úr­ræða.

16. gr. Mál lagt fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd

Ef ekki tekst sam­vinna um gerð eða fram­kvæmd áætl­un­ar um beit­ingu úr­ræða skal starfs­mað­ur ein­hliða semja áætlun um fram­vindu máls og leggja fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd sbr. 4. gr. regln­anna.

Ef fjöl­skyldu­nefnd tek­ur við um­sjá eða for­sjá barns skal starfs­mað­ur semja skrif­lega áætlun um tryggja um­sjá barns­ins sbr. 33. gr. bvl. Í áætlun skal til­greina hvers kon­ar vist­un er fyr­ir­hug­uð og hversu lengi, markmið með vist­un, stuðn­ing við barn­ið og aðra, auk ann­ars sem máli skipt­ir.

17. gr. Boð­un á fund fjöl­skyldu­nefnd­ar

Áður en mál er lagt fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd skal starfs­mað­ur til­kynna for­eldr­um/for­sjár­að­il­um barns að mál­ið verði lagt fyr­ir nefnd­ina. Boða skal máls­að­ila bréf­lega til fund­ar­ins. Í bréf­inu skal koma fram tími og stað­setn­ing fund­ar­ins ásamt til­lögu í grein­ar­gerð.

Starfs­mað­ur skal af­henda að­il­um grein­ar­gerð, áætlun og önn­ur gögn máls­ins alla jafna eigi síð­ar en þrem­ur virk­um dög­um fyr­ir fund nefnd­ar­inn­ar.

Sé það tal­ið and­stætt hags­mun­um barns, að að­il­ar fái, að kynna sér inni­hald til­tek­inna gagna, get­ur fjöl­skyldu­nefnd úr­skurð­að um það.

Í bréf­inu skal að­il­um leið­beint um rétt þeirra til að að mæta á fund nefnd­ar­inn­ar og tjá sig þar munn­lega eða skrif­lega. Einn­ig ber starfs­manni að vekja at­hygli við­kom­andi á rétti hans til lög­manns­að­stoð­ar og mögu­lega fjár­hags­að­stoð í því skyni sbr. 47. gr. bvl og regl­um Mos­fells­bæj­ar þar um.

18. gr.

Starfs­mað­ur skal án ástæðu­lausr­ar taf­ar og með sann­an­leg­um hætti til­kynna við­kom­andi að­il­um um bók­an­ir, ákvarð­an­ir og úr­skurði fjöl­skyldu­nefnd­ar. Jafn­framt skal þá veita hlut­að­eig­andi að­ila leið­bein­ing­ar um kæru­heim­ild­ir, þeg­ar þær eru fyr­ir hendi, kæru­fresti og hvert beina skuli kæru.

19. gr.

Deild­ar­stjóri barna­vernd­ar-og ráð­gjaf­ar­deild­ar skal vinna árs­skýrslu um barna­vernd. Árs­skýrsl­an skal send Barna­vernd­ar­stofu og kynnt fjöl­skyldu­nefnd á fundi. Þá skal starfs­fólk vinna árs­fjórð­ungs­skýrslu fyr­ir nefnd­ina þar sem fram kem­ur fjöldi barna­vernd­ar­mála og staða þeirra í vinnslu.

IV. Um­sagn­ar­mál

20. gr.

Starfs­fólk ann­ast könn­un mála vegna um­sagn­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar um ætt­leið­ing­ar.

Um­sagn­ir vegna ætt­leið­ing­ar­mála skulu lagð­ar fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd með skrif­legri grein­ar­gerð þar sem m.a. koma fram upp­lýs­ing­ar um hæfi og að­stæð­ur vænt­an­legra kjör­for­eldra í sam­ræmi við ætt­leið­ing­ar­lög og gild­andi reglu­gerð.

Sé óskað um­sagn­ar skv. ákvæð­um barna­vernd­ar­laga, svo sem um hæfi verð­andi fóst­ur­for­eldra eða um leyfi til að reka stofn­un eða heim­ili fyr­ir börn, skal starfs­mað­ur ann­ast könn­un máls­ins með hlið­sjón af gild­andi reglu­gerð­um Starfs­mað­ur skal skrifa grein­ar­gerð sem lögð er fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd. Af­henda skal að­il­um grein­ar­gerð og gefa þeim kost á að gera at­huga­semd­ir munn­lega eða skrif­lega. Að­il­um skal jafn­framt boð­ið að mæta á fund nefnd­ar­inn­ar til að gera frek­ari grein fyr­ir að­stæð­um sín­um eða sjón­ar­mið­um.

VI. Gild­istaka

21. gr.

Sam­þykkt í fjöl­skyldu­efnd Mos­fells­bæj­ar 30. októ­ber 2018.

Sam­þykkt í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar 14. nóv­em­ber 2018.

Regl­ur þess­ar öðl­ast gildi við stað­fest­ingu fjöl­skyldu­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

Kynnt Barna­vernd­ar­stofu 16. nóv­em­ber 2018.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00