20. maí 2025 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) áheyrnarfulltrúi
- Erla Edvardsdóttir (EE) varaformaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krakka Mosó 2025202410207
Niðurstöður úr kosningu Krakka Mosó 2025 sem fram fer 20. maí 2025 kynntar.
Menningar- og lýðræðisnefnd Mosfellsbæjar fagnar niðurstöðum lýðræðisverkefnisins Krakka Mosó 2025 og lýsir ánægju með framkvæmd þess. Verkefnið er mikilvægur liður í að efla lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í bæjarfélaginu auk þess að veita börnum tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, með því að leggja fram hugmyndir og kjósa um verkefni til framkvæmdar.
Nefndin þakkar starfsfólki grunnskóla bæjarins fyrir metnaðarfulla þátttöku og þeim fjölmörgu börnum sem sýndu frumkvæði og sköpunargleði í ferlinu. Ennfremur þakkar nefndin kærlega starfsmönnum MÍL og öðrum þeim í stjórnsýslunni sem urðu til þess að verkefnið varð að veruleika. Valin verkefni munu stuðla að leik og hreyfingu og glæða þannig bæinn lífi.2. Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2024202504472
Ársskýrsla Mosfellsbæjar 2024 lögð fyrir og kynnt.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar fyrir kynningu á þeim verkefnum sem heyra undir starfssvið nefndarinnar í ársskýrslu Mosfellsbæjar 2024.
3. Listasalur Mosfellsbæjar. Sýningar 2026202505609
Lögð fram tillaga að sýningum í Listasal Mosfellsbæjar árið 2026. Maddý Hauth sýningarstjóri Listasalarins kynnir tillöguna.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir framlagða tillögu að sýningarhaldi í Listasal Mosfellsbæjar árið 2026.
Gestir
- Maddý Hauth
4. Hlégarður. Rekstur hússins og framtíðarsýn202301450
Mat á tilraunaverkefni um rekstur Hlégarðs og tillaga um framtíðar fyrirkomulag á starfsemi Hlégarðs.
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að Mosfellsbær haldi áfram að þróa rekstur Hlégarðs á þeim grunni sem þegar hefur verið lagður og farið verði í endurskoðun gjaldskráa til að stilla betur af tekjugrunn hússins.Tillögunni fylgdi greinargerð.
Tillagan er samþykkt með 5 greiddum atkvæðum.
5. 17. júní 2026202505610
Lagt fram minnisblað um hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2025, drög að dagskrá.
Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir drög að dagskrá 17. júní 2025.
6. Í túninu heima 2025202505612
Lagt fram umræðuskjal um mögulegar breytingar á uppbyggingu dagskrár í Túninu heima. Tilefnið er bókun bæjarráðs þar sem segir: „Í ljósi reynslunnar í ár (2024) og þróunar bæjarhátíðarinnar Í túninu heima frá árinu 2022 felur bæjarráð bæjarstjóra í samvinnu við menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði og menningar- og lýðræðisnefnd að meta hvort og þá hvaða breytinga sé þörf við uppbyggingu dagskrár bæjarhátíðarinnar þannig að hún styðji við markmið Mosfellsbæjar um að hátíðin sé vettvangur menningar, hreyfingar og þátttöku íbúa í öruggu umhverfi"
Fram fara umræður um mögulegar breytingar á uppbyggingu dagskrár Í túninu heima. Menningar- og lýðræðisnefnd felur starfsmönnum MÍL að vinna áfram að tillögu að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
7. Ósk um fyrirframgreiðslu styrks202502244
Lögð fram ósk aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Barnadjass í Mosó um fyrirframgreiðslu styrks sem hátíðin hlaut úr Lista- og menningarsjóði.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir að greiða strax styrk til tónlistarhátíðarinnar Barnadjass í Mosó sem haldin verður í Hlégarði 21.-22. júní í ljósi kostnaðar sem fellur til í aðdraganda tónleikanna.