Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. mars 2023 kl. 16:33,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
 • Helga Möller (HM) aðalmaður
 • Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
 • Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
 • Leifur Ingi Eysteinsson (LIE) varamaður
 • Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (ÞSS) varamaður
 • Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Um­sókn­ir um styrki til lista og menn­ing­ar­mála 2023202302545

  Umsóknir um styrki úr lista- og menningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2023 teknar til umfjöllunar.

  Um­sókn­ir um styrki úr lista- og menn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2023 tekn­ar til um­fjöll­un­ar. Lagð­ar eru fram um­sókn­ir um styrki úr lista- og menn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar. 15 um­sókn­ir bár­ust. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd legg­ur til að út­hlut­að verði sam­tals kr. 4.358.000 með eft­ir­far­andi hætti:

  Djass­há­tíð barn­anna 1.000.000 kr.
  Dal­rún Kalda­kvísl Ey­gerð­ar­dótt­ir vegna verk­efn­is­ins Kalda­kvísl 500.000 kr.
  Storm­sveit­in 500.000 kr.
  Sig­ur­rós Guð­björg Björns­dótt­ir 300.000 kr.
  Rósa Trausta­dótt­ir 300.000 kr.
  Tón­list­ar­fé­lag­ið Mó­gil 260.000 kr.
  Ála­fosskór­inn 250.000 kr.
  Varmár­kór­inn 250.000 kr.
  Dal­rún Kalda­kvísl Ey­gerð­ar­dótt­ir vegna verk­efn­is­ins Há­karl­ar í skóla­stof­unni 250.000 kr.
  Kvennakór­inn Stöll­urn­ar 200.000 kr.
  Sím­on Helgi Ívars­son 165.000 kr.
  Daní­el Ósk­ar Jó­hann­es­son 100.000 kr.

   Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir vík­ur af fundi kl. 16:34 vegna van­hæf­is við af­greiðslu um­sókna og Þor­björg Sól­bjarts­dótt­ir tek­ur við fund­ar­stjórn. Kristján Erl­ing Jóns­son vík­ur af fundi kl. 16:34 vegna van­hæf­is við af­greiðslu um­sókna og Krist­ín Nanna Vil­helms­dótt­ir tek­ur sæti í hans stað. Hrafn­hild­ur og Kristján Erl­ing taka sæti á fund­in­um aft­ur kl. 18:13.
  • 2. Þjón­usta sveit­ar­fé­laga 2022 - Gallup202302063

   Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2022 lögð fram til kynningar.

   Á fund­inn mætti Arn­ar Jóns­son for­stöðu­mað­ur Sam­skipta og þjón­ustu og fór yfir helstu nið­ur­stöð­ur þjón­ustu­könn­un­ar sem gerð var með­al íbúa Mos­fells­bæj­ar á ár­inu 2022. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu.

   Gestir
   • Arnar Jónsson
  • 3. Hlé­garð­ur. Rekst­ur húss­ins og fram­tíð­ar­sýn202301450

   Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála um áætlaðan kostnað við fjárfestingar og rekstur Hlégarðs á árinu 2023 lögð fram.

   Um­sögn for­stöðu­manns bóka­safns og menn­ing­ar­mála lögð fram.

   Gestir
   • Arnar Jónsson
  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55