Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. apríl 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
  • Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
  • Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
  • Jakob Smári Magnússon (JSM) aðalmaður
  • Guðrún Þórarinsdóttir (GÞ) áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
  • Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hlé­garð­ur. Rekst­ur húss­ins og fram­tíð­ar­sýn202301450

    Lögð fram tillaga menningar- og lýðræðisnefndar um rekstur Hlégarðs og ráðningu viðburðastjóra.

    Lögð fram til um­ræðu og sam­þykkt með fimm at­kvæð­um svohljóð­andi til­laga menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar til bæj­ar­ráðs:

    Hlé­garð­ur er mið­stöð menn­ing­ar­lífs í Mos­fells­bæ og legg­ur menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd til að Mos­fells­bær taki al­far­ið yfir rekst­ur Hlé­garðs frá og með 1. maí nk.

    Lögð er til tíma­bund­in ráðn­ing við­burða­stjóra Hlé­garðs til allt að tveggja ára. Við­burða­stjóri Hlé­garðs hef­ur einn­ig um­sjón með bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima og há­tíð­ar­höld­um vegna 17. júní og öðr­um við­burð­um á veg­um Mos­fells­bæj­ar í sum­ar.

    Áætl­að­ur kostn­að­ur vegna launa og launa­tengdra gjalda við ráðn­ingu við­burða­stjóra Hlé­garðs er 6,8 m.kr. en ekki var áætlað fyr­ir þeim kostn­aði í fjár­hags­áætlun árs­ins 2023.
    Óskað er eft­ir því að bæj­ar­ráð und­ir­búi gerð við­auka við fjár­hags­áætlun til að standa straum af kostn­aði við fram­kvæmd þess­ar­ar til­lögu.

    Til­lög­unni fylg­ir grein­ar­gerð.

    Kl. 17:20 vík­ur Arn­ar Jóns­son af fundi.
  • 2. Styrk­beiðni - Kvennakór­inn Heklurn­ar202304057

    Ósk stjórnar Kvennakórsins Heklurnar um styrk úr lista- og menningarsjóði.

    Frest­ur til að sækja um styrk úr lista- og menn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar rann út 1. mars sl. Ekki unnt að verða við styrk­beiðni Kvennakórs­ins Hekl­anna.

  • 3. Jóla­þorp í Mos­fells­bæ202304058

    Fram fara umræður um jólaþorp í Mosfellsbæ og viðburði í desember.

    Frestað.

    • 4. Við­burð­ir í des­em­ber202304059

      Lagt fram erindi Helgu Jóhannesdóttur myndlistarmanns og framhaldsskólakennara um viðburði í desember.

      Nefnd­in þakk­ar áhuga­verð­ar til­lög­ur um við­burði í des­em­ber. Hug­mynd­um um hand­verks- og/eða mat­ar- og blóma­markað verð­ur kom­ið á fram­færi við við­burða­stjóra Hlé­garðs.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45