16. janúar 2024 kl. 16:30,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Helga Möller (HM) aðalmaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) aðalmaður
- Þórarinn Snorri Sigurgeirsson (ÞSS) vara áheyrnarfulltrúi
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lista- og menningarsjóður - uppgjör 2023202401269
Lagt fram uppgjör Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2023. Fram fara umræður um auglýsingu um styrki til lista- og menningarmála.
Lagt fram uppgjör Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2023.
Samþykkt með fimm atkvæðum að frestur til að sækja um úr Lista- og menningarsjóði sé til 1. mars nk. Starfsáætlun ásamt tillögu nefndarinnar um úthlutun úr sjóði lögð fram á fundi menningar- og lýðræðisnefndar 12. mars nk.2. Menning í mars 2024202401264
Fram fara umræður um menningarhátíðina Menning í mars 2024.
Fram fara umræður um menningarhátíðina Menning í mars 2024.
3. Upptakturinn202401266
Fram fer kynning á Upptaktinum, tónsköpunarverðlauna barna og ungmenna.
Auður Halldórsdóttir forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna.
4. Hljóðvist í Hlégarði202301450
Lögð fram til kynningar skýrsla um hljóðvistaútreikninga fyrir stærri sal Hlégarðs.
Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs kynnir skýrslu hljóðvistarútreikninga fyrir aðalsal Hlégarðs. Jafnframt greindi hann frá þeim aðgerðum sem þegar hefur verið gripið til sem eru tjöld á sviði og við enda salar og fyrirhuguð kaup á leiktjöldum og myrkvunargardínum til að bæta hljóðvist og auka hlýleika.
5. Tillaga að umræðu um framkvæmd opins fundar menningar- og lýðræðisnefndar202401234
Tillaga áheyrnarfulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar um umræðu um framkvæmd opins fundar menningar- og lýðræðisnefndar 28. nóvember 2023.
Fram fara umræður um framkvæmd opins fundar menningar- og lýðræðisnefndar sem fram fór í Hlégarði 28. nóvember sl.