3. maí 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Elín Eiríksdóttir varamaður
- Ólöf Kristín Sívertsen varamaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
- Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir Starfandi framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurnýjun skólalóða202211340
Kynning á stöðu framkvæmda við skólalóðir. Á fundinn mætir fulltrúi frá Umhverfissviði
Fræðslunefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að við hönnun á endurbótum skólalóða verði haft samráð við skólastjórnendur, starfsfólk skóla, nemendur, foreldra og foreldrafélög. Ennfremur að framkvæmdum verði forgangsraðað með tilliti til aðstæðna og ástands lóða. Þá leggur fræðslunefnd til að hafist verði handa við að undirbúa framkvæmdir við 1. og 2. áfanga á lóð Varmárskóla sem fyrst í samræmi við hönnun og framlögð gögn. Fræðslunefnd óskar eftir að verða áfram upplýst með reglulegum hætti um framgang verkefnisins. Samþykkt með fimm atkvæðum.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar
2. Tillaga B, C og S lista um hinsegin fræðslu í Mosfellsbæ202211093
Drög að samningi við Samtökin 78
Fræðslunefnd samþykkir framlögð drög og heimilar framkvæmdastjóra fræðslusviðs að ganga til samninga á grundvelli fyrirliggjandi draga. Samningnum jafnframt vísað til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2024.
Fræðslunefnd fagnar þessum áfanga sem samningur við Samtökin ´78 felur í sér og telur mikilvægt að börn og ungmenni ásamt starfsfólki grunnskóla og frístundaselja, leikskóla, félagsmiðstöðva, Listaskóla og íþróttamiðstöðva eigi nú greiðan aðgang að vönduðu fræðsluefni um málefni hinsegin fólks. Samþykkt með fimm atkvæðum.Gestir
- Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
3. Úthlutun leikskólaplássa vor 2023202304525
Upplýsingar um úthlutun leikskólaplássa vorið 2023 vegna aðlögunar haustið 2023 lagðar fram
Fyrsta þrepi úthlutunar leikskólaplássa fyrir næsta skólaár er lokið. Búið er að úthluta leikskólaplássum til barna sem fædd eru 2018 til og með ágúst 2022. Við tekur úthlutun skv. öðru þrepi og nær yfir þær umsóknir sem bárust eftir 1. mars og eftir að aðalinnritun lauk (fyrsta þrep) og eru þær umsóknir teknar fyrir frá maí til ágúst.
Gestir
- Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
4. Klörusjóður 2023202301225
Lagt fram yfirlit yfir umsóknir í Klörusjóð 2023
Alls bárust sjö umsóknir um styrk úr Klörusjóði frá kennurum og stjórnendum leik- og grunnskóla. Að þessu sinni var auglýst eftir verkefnum með áherslu á Stoðir nýrrar menntastefnu sem eru: vöxtur, fjölbreytni, samvinna.
Yfirskriftir verkefnanna eru eftirfarandi:
1. Lifandi málfræði - Varmárskóli
2. Tónlist í Kvíslarskóla - Kvíslarskóli
3. Samstarf kennara yngri barna um læsi, menningu, listir og lýðræði - Varmárskóli
4. Söngur á allra vörum - Leikskólinn Hlíð
5. Í nálægð við náttúruna - Leikskólinn Reykjakot
6. Námsefnisgerð/námskrá fyrir gróðurhús - Leikskólinn Reykjakot
7. Rafræn stærðfræðikennsla - KvíslarskóliNiðurstöður úthlutana liggja fyrir síðar í maí.
Gestir
5. Málefni leikskóla - nóvember 2022202211420
Tillaga að breyttu fyrirkomulagi í leikskóla í tengslum við verkefnið "Betri vinnutími"
Fræðslunefnd felur framkvæmdastjóra Fræðslusviðs að kynna tillöguna fyrir stjórnendum leikskóla, vinnuhópum vegna styttingu vinnuvikunnar í hverjum skóla og foreldraráðum. Að loknu því samráði komi tillagan aftur fyrir nefndina með þeim ábendingum sem ofangreindir aðilar leggja fram. Nefndin fellst á að mikilvægt sé að bregðast við til að bæta starfsumhverfi með það að markmiði að viðhalda stöðugu þjónustustigi og faglegu starfi í leikskólum Mosfellsbæjar. Samþykkt með fimm atkvæðum
6. Ráðning skólastjóra Krikaskóla 2023202303286
Ráðning skólastjóra Krikaskóla
Kynning á ferli við ráðningu.