Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. maí 2023 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Elín Eiríksdóttir varamaður
  • Ólöf Kristín Sívertsen varamaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Ingvarsdóttir (RI) áheyrnarfulltrúi
  • Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
  • Hildur Pétursdóttir (HP) áheyrnarfulltrúi
  • Steinunn Bára Ægisdóttir (SBÆ) áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir Starfandi framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­nýj­un skóla­lóða202211340

    Kynning á stöðu framkvæmda við skólalóðir. Á fundinn mætir fulltrúi frá Umhverfissviði

    Fræðslu­nefnd legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að við hönn­un á end­ur­bót­um skóla­lóða verði haft sam­ráð við skóla­stjórn­end­ur, starfs­fólk skóla, nem­end­ur, for­eldra og for­eldra­fé­lög. Enn­frem­ur að fram­kvæmd­um verði for­gangsr­að­að með til­liti til að­stæðna og ástands lóða. Þá legg­ur fræðslu­nefnd til að haf­ist verði handa við að und­ir­búa fram­kvæmd­ir við 1. og 2. áfanga á lóð Varmár­skóla sem fyrst í sam­ræmi við hönn­un og fram­lögð gögn. Fræðslu­nefnd ósk­ar eft­ir að verða áfram upp­lýst með reglu­leg­um hætti um fram­gang verk­efn­is­ins. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Gestir
    • Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar
  • 2. Til­laga B, C og S lista um hinseg­in fræðslu í Mos­fells­bæ202211093

    Drög að samningi við Samtökin 78

    Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir fram­lögð drög og heim­il­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs að ganga til samn­inga á grund­velli fyr­ir­liggj­andi draga. Samn­ingn­um jafn­framt vísað til fjár­hags­áætlana­gerð­ar fyr­ir árið 2024.
    Fræðslu­nefnd fagn­ar þess­um áfanga sem samn­ing­ur við Sam­tökin ´78 fel­ur í sér og tel­ur mik­il­vægt að börn og ung­menni ásamt starfs­fólki grunn­skóla og frí­stunda­selja, leik­skóla, fé­lags­mið­stöðva, Lista­skóla og íþróttamið­stöðva eigi nú greið­an að­g­ang að vönd­uðu fræðslu­efni um mál­efni hinseg­in fólks. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Gestir
    • Ragnheiður Axelsdóttir verkefnastjóri skólaþjónustu Mosfellsbæjar
    • 3. Út­hlut­un leik­skóla­plássa vor 2023202304525

      Upplýsingar um úthlutun leikskólaplássa vorið 2023 vegna aðlögunar haustið 2023 lagðar fram

      Fyrsta þrepi út­hlut­un­ar leik­skóla­plássa fyr­ir næsta skóla­ár er lok­ið. Búið er að út­hluta leik­skóla­pláss­um til barna sem fædd eru 2018 til og með ág­úst 2022. Við tek­ur út­hlut­un skv. öðru þrepi og nær yfir þær um­sókn­ir sem bár­ust eft­ir 1. mars og eft­ir að að­al­inn­rit­un lauk (fyrsta þrep) og eru þær um­sókn­ir tekn­ar fyr­ir frá maí til ág­úst.

      Gestir
      • Magnea S. Ingimundardóttir, verkefnastjóri á fræðslu- og frístundasviði
      • 4. Klöru­sjóð­ur 2023202301225

        Lagt fram yfirlit yfir umsóknir í Klörusjóð 2023

        Alls bár­ust sjö um­sókn­ir um styrk úr Klöru­sjóði frá kenn­ur­um og stjórn­end­um leik- og grunn­skóla. Að þessu sinni var aug­lýst eft­ir verk­efn­um með áherslu á Stoð­ir nýrr­ar mennta­stefnu sem eru: vöxt­ur, fjöl­breytni, sam­vinna.
        Yf­ir­skrift­ir verk­efn­anna eru eft­ir­far­andi:
        1. Lif­andi mál­fræði - Varmár­skóli
        2. Tónlist í Kvísl­ar­skóla - Kvísl­ar­skóli
        3. Sam­st­arf kenn­ara yngri barna um læsi, menn­ingu, list­ir og lýð­ræði - Varmár­skóli
        4. Söng­ur á allra vör­um - Leik­skól­inn Hlíð
        5. Í ná­lægð við nátt­úr­una - Leik­skól­inn Reykja­kot
        6. Náms­efn­is­gerð/námskrá fyr­ir gróð­ur­hús - Leik­skól­inn Reykja­kot
        7. Ra­fræn stærð­fræði­kennsla - Kvísl­ar­skóli

        Nið­ur­stöð­ur út­hlut­ana liggja fyr­ir síð­ar í maí.

        Gestir
      • 5. Mál­efni leik­skóla - nóv­em­ber 2022202211420

        Tillaga að breyttu fyrirkomulagi í leikskóla í tengslum við verkefnið "Betri vinnutími"

        Fræðslu­nefnd fel­ur fram­kvæmda­stjóra Fræðslu­sviðs að kynna til­lög­una fyr­ir stjórn­end­um leik­skóla, vinnu­hóp­um vegna stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar í hverj­um skóla og for­eldra­ráð­um. Að loknu því sam­ráði komi til­lag­an aft­ur fyr­ir nefnd­ina með þeim ábend­ing­um sem of­an­greind­ir að­il­ar leggja fram. Nefnd­in fellst á að mik­il­vægt sé að bregð­ast við til að bæta starfs­um­hverfi með það að mark­miði að við­halda stöð­ugu þjón­ustu­stigi og fag­legu starfi í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um

        • 6. Ráðn­ing skóla­stjóra Krika­skóla 2023202303286

          Ráðning skólastjóra Krikaskóla

          Kynn­ing á ferli við ráðn­ingu.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15