8. október 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) varamaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um landsáætlun til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum201509484
Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og jafnframt að það yrði sent umhverfis- og skipulagsnefnd til upplýsingar á 1229 fundi sínum. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs liggur nú fyrir.
Lagt fram.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs201509538
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa þingsályktunartillögunni til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
3. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja.201503299
Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir því að bæjarráð taki afstöðu til gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar skv. breyttu deiliskipulagi fyrir Litlakrika 3-5.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna viðbótaríbúðar við Litlakrika 3-5 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
4. Umsókn um lóð Desjamýri 5201509557
Umsókn um lóð með fyrirvara um breytingu á byggingareit.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tilllögu að breytingu á byggingareit til skipulagsnefndar. Bæjarráð er jákvætt fyrir úthlutun lóðarinnar til umsóknaraðila en úthlutun er frestað þar til skipulagsnefnd hefur fjallað um málið.