5. nóvember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bygging fjölnota íþróttahúss201510317
Ósk um viðræður um byggingu fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá bréfritara.
2. Desjamýri, fyrirspurn frá Víkurverk ehf um sameiningu lóða201510247
Arnar Barðdal f.h. Víkurverks ehf sendir 9. október fyrirspurn um möguleika á því að sameina lóðirnar Desjamýri 3 og 5 og fá leyfi til að byggja á þeim 7-8 þús. fm. geymsluhúsnæði sem yrði ein heild. Skipulagsnefnd samþykkti umsögn skipulagsfulltrúa um erindið og að hún yrði send bæjarráði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá bréfritara.
3. Erindi Reykjavíkurborgar um breytingu á staðarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar201510358
Reykjavíkurborg óskar eftir að gert verði samkomulag um breytingu á staðarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns.
4. Erindi varðandi forvarnir fyrir ung börn201510310
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Fyrirspurn - Tungubakkar201510344
Fyrirspurn Formark ehf. um aðstöðu á Tungubökkum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
6. Gjaldskrá 2016 - heilbrigðis- og mengunareftirlit201511005
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis vísaði breytingu á gjaldskrá vegna heilbrigðis- og mengunareftirlits til sveitarstjórnar til umræðu.
Samþykkt með þremur atkvæðum framlögð breyting á gildandi gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsýslu í samræmi við fyrirliggjandi tillögu þar um frá eftirlitinu.
7. Kjósarhreppur - ósk um endurnýjun samnings um félagsþjónustu201510204
Ósk um endurnýjun samninga Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar á sviði félagsþjónustu og barnaverndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
8. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, umsókn um styrk 2016201510373
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu sækir um styrk fyrir árið 2016.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
9. Umsókn um lóð Desjamýri 5201509557
Bæjarráð vísaði 8.10.2015 breytingu á byggingarreit til skipulagsnefndar, sem tók erindið fyrir á 399. fundi 27.10.2015 og fól skipulagsfulltrúa að gera umsögn um málið. Umsögnin lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá bréfritara.
10. Vefarastræti 7-11, fyrirspurn um fjölgun íbúða201510246
Skipulagsnefnd féllst á 399. fundi á erindi um fjölgun íbúða um eina, en vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna viðbótaríbúðar við Vefarastræti 7-11 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
11. Rekstur deilda janúar til september 2015201511013
Rekstraryfirlit janúar til september 2015 kynnt.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Rekstraryfirlitið er lagt fram og verður gert aðgengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar í samræmi við markmið bæjarins um birtingu fjárhagsupplýsinga úr bókhaldi bæjarins.
12. Ósk um lögheimilisflutning.201509490
Ósk um flutning lögheimilis.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar lögmanns.
13. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum.201510214
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Lagt fram.