Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. febrúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Reykja­hvoll 35 - frá­rennslislagn­ir201501084

    Umbeðin umsögn um erindi frá Sesselju Guðjónsdóttur og Björgvini Svavarssyni þar sem þau óska eftir breytingu á fyrirhugaðri legu frárennslislagna við hús sitt

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs að fara í við­ræð­ur við hús­eig­end­ur að Reykja­hvoli 35 um að þeir beri hluta kostn­að­ar við færslu frá­veitu­heimlagn­ar.

    • 2. Vefara­stræti 7-13, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201409209

      Skipulagsnefnd vísaði 3. febrúar til bæjarráðs ákvörðun um hugsanlega gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um tvær með deiliskipulagsbreytingu

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Vefara­stræti 7-13 með deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli nema 1 millj­ón króna á hverja við­bóta­r­í­búð.

      • 3. Staða og ástand á ný­bygg­ing­ar­svæð­um201004045

        Vinnureglur til þrýsta á um framkvæmdir, úrbætur o.fl. og um beitingu dagsekta og annarra þvingunarúrræða lagðar fram

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fram­lagð­ar vinnu­regl­ur og fel­ur bygg­ing­full­trúa fram­hald máls­ins.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga201502158

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda inn at­huga­semd­ir á grund­velli fram­lagðs minn­is­blaðs.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um húsa­leigu­bæt­ur (náms­menn)201502118

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn). Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda inn at­huga­semd­ir á grund­velli fram­lagðs minn­is­blaðs.

            • 6. Er­indi Sýslu­manns­ins vegna um­sókn­ar um rekst­ar­leyfi201502184

              Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Mosfellsbakarí

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­hug­semd­ir við um­sókn Mos­fells­baka­rís um rekstr­ar­leyfi fyr­ir kaffi­hús en er­ind­inu er að öðru leyti vísað til um­sagn­ar og af­greiðslu bygg­ing­ar­full­trúa varð­andi stað­fest­ingu á því að af­greiðslu­tími og stað­setn­ing um­rædds kaffis­húss sé inn­an þeirra marka sem regl­ur og skipu­lag Mos­fells­bæj­ar segja til um og önn­ur at­riði sem kunna að skipta máli.

              • 7. Er­indi vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins varð­andi ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201502241

                Erindi velferðarráðuneytisins varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að svara er­indi vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins með vís­an til bréfs Stefáns Ei­ríks­son­ar, formanns sér­stakr­ar stjórn­ar yfir ferða­þjón­ustu fatl­aðs fólks, til ráð­herra frá 14. fe­brú­ar sl.

                • 8. Er­indi Sjálfs­bjarg­ar lands­sam­bands varð­andi ferða­þjón­ustu fatl­aðra201502075

                  Erindi Sjálfsbjargar varðandi ferðaþjónustu fatlaðra

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að boða til fund­ar kjör­inna full­trúa í Mos­fells­bæ og full­trúa Sjálfs­bjarg­ar.

                  • 9. Lög­býli í Mos­fells­bæ2014081868

                    Lagt fram minnisblað lögmanns um afnám lögbýlisréttar

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að kanna af­stöðu rétt­hafa á lög­býl­um í eða við þétt­býli sem eru í eigu Mos­fells­bæj­ar til þess að lög­býl­is­rétt­ur­inn verði felld­ur nið­ur.

                    • 10. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um fatl­aðs fólks201502187

                      Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum fatlaðs fólks

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Fjöl­skyldu­sviðs.

                      • 11. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um upp­bygg­ingu inn­viða fyr­ir ferða­menn201502188

                        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn

                        Lagt fram.

                        • 12. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um stjórn vatna­mála201502189

                          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs.

                          • 13. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um með­ferð elds og varn­ir gegn gróð­ureld­um201502193

                            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.