19. febrúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reykjahvoll 35 - frárennslislagnir201501084
Umbeðin umsögn um erindi frá Sesselju Guðjónsdóttur og Björgvini Svavarssyni þar sem þau óska eftir breytingu á fyrirhugaðri legu frárennslislagna við hús sitt
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Umhverfissviðs að fara í viðræður við húseigendur að Reykjahvoli 35 um að þeir beri hluta kostnaðar við færslu fráveituheimlagnar.
2. Vefarastræti 7-13, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201409209
Skipulagsnefnd vísaði 3. febrúar til bæjarráðs ákvörðun um hugsanlega gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða um tvær með deiliskipulagsbreytingu
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Vefarastræti 7-13 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð.
3. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum201004045
Vinnureglur til þrýsta á um framkvæmdir, úrbætur o.fl. og um beitingu dagsekta og annarra þvingunarúrræða lagðar fram
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagðar vinnureglur og felur byggingfulltrúa framhald málsins.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga201502158
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda inn athugasemdir á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn)201502118
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn). Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda inn athugasemdir á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
6. Erindi Sýslumannsins vegna umsóknar um rekstarleyfi201502184
Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Mosfellsbakarí
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugsemdir við umsókn Mosfellsbakarís um rekstrarleyfi fyrir kaffihús en erindinu er að öðru leyti vísað til umsagnar og afgreiðslu byggingarfulltrúa varðandi staðfestingu á því að afgreiðslutími og staðsetning umrædds kaffishúss sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag Mosfellsbæjar segja til um og önnur atriði sem kunna að skipta máli.
7. Erindi velferðarráðuneytisins varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu201502241
Erindi velferðarráðuneytisins varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að svara erindi velferðarráðuneytisins með vísan til bréfs Stefáns Eiríkssonar, formanns sérstakrar stjórnar yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks, til ráðherra frá 14. febrúar sl.
8. Erindi Sjálfsbjargar landssambands varðandi ferðaþjónustu fatlaðra201502075
Erindi Sjálfsbjargar varðandi ferðaþjónustu fatlaðra
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að boða til fundar kjörinna fulltrúa í Mosfellsbæ og fulltrúa Sjálfsbjargar.
9. Lögbýli í Mosfellsbæ2014081868
Lagt fram minnisblað lögmanns um afnám lögbýlisréttar
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að kanna afstöðu rétthafa á lögbýlum í eða við þéttbýli sem eru í eigu Mosfellsbæjar til þess að lögbýlisrétturinn verði felldur niður.
10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum fatlaðs fólks201502187
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum fatlaðs fólks
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs.
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn201502188
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn
Lagt fram.
12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála201502189
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.
13. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum201502193
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.