26. júní 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi skátahreyfingarinnar varðandi söfnunargáma Grænna Skáta í Mosfellsbæ201401244
Umsögn umhverfissviðs um söfnunargáma Grænna skáta
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða ekki við erindinu að svo komnu máli þar sem í ráði er að endurskoða fyrirkomulag grenndarstöðva í Mosfellsbæ og er umhverfissviði falið að halda utan um þá endurskoðun.
2. Nýr skóli við Æðarhöfða201403051
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að viðhafa útboð vegna lóðarfrágangs í og við nýjan skóla við Æðarhöfða.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út lóðafrágang, stígagerð o.fl. við nýjan skóla við Æðarhöfða.
3. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi lýsingu á reiðleið201405260
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir því að sett verði upp lýsingu á reiðleið við Leiruvog.
Afgreiðslu erindisins frestað.
4. Ósk um fullnaðarfrágang gatna í Leirvogstungu norður201406124
Erindi LT-lóða vegna gatnagerðar á norðursvæði Leirvogstungu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs þar sem tekið verði saman í hverju fullnaðarfrágangur er fólginn og kostnaður við hann.
5. Leirvogstunguskóli - sjálfstæður skóli201406184
Lagt fram minnisblað um ráðningu leikskólastjóra við Leirvogstunguskóla
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslusviði að auglýsa starf leikskólastjóra við Leirvogstunguskóla sem þar með verður sjálfstæður leikskóli.
6. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Reykjabyggð 40201406206
Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins óskar umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfis vegna heimagistingar að Reykjabyggð 40 í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
7. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi laun til áheyrnarfulltrúa í nefndum.201406251
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún leggur fram tillögu um að áheyrnarfulltrúar í nefndum fái þóknun fyrir störf sín líkt og aðrir fulltrúar.
Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu að áheyrnarfulltrúum í nefndum, að bæjarráði frátöldu, verði ekki greidd þóknun fyrir störf sín.
Bókun áheyrnarfulltrúa M lista Íbúahreyfingarinnar.
Bæjarfulltrúi M-lista harmar að fulltrúar D-lista í bæjarráði Mosfellsbæjar skuli ætla að viðhalda þeirri mismunun að áheyrnarfulltrúar fái ekki greidd laun fyrir sín störf í þágu sveitarfélagsins til jafns við aðalmenn og lýsir sérstökum vonbrigðum yfir því að fulltrúi V-lista skuli taka undir gamaldags sjónarmið sem D-listi. Slíkt misrétti er tímaskekkja í sveitarstjórn sem gefur sig út fyrir að vinna á grundvelli lýðræðis og jafnræðis.
Fulltrúi M-lista lýsir einnig vonbrigðum sínum yfir þeirri andlýðræðislegu afstöðu sem í þessari höfnun felst og lítur á hana sem staðfestingu á því að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar verður eftir sem áður orðin tóm.
Ef greiðslurnar eru bæjarfélaginu fjárhagslega ofviða bendir M-listi á að það mætti lækka laun annarra nefndarmanna um það sem nemur greiðslum til áheyrnarfulltrúa M- og V-lista.Sigrún Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi M-lista.