Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. júní 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi skáta­hreyf­ing­ar­inn­ar varð­andi söfn­un­ar­gáma Grænna Skáta í Mos­fells­bæ201401244

    Umsögn umhverfissviðs um söfnunargáma Grænna skáta

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða ekki við er­ind­inu að svo komnu máli þar sem í ráði er að end­ur­skoða fyr­ir­komulag grennd­ar­stöðva í Mos­fells­bæ og er um­hverf­is­sviði fal­ið að halda utan um þá end­ur­skoð­un.

    • 2. Nýr skóli við Æð­ar­höfða201403051

      Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að viðhafa útboð vegna lóðarfrágangs í og við nýjan skóla við Æðarhöfða.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út lóða­frág­ang, stíga­gerð o.fl. við nýj­an skóla við Æð­ar­höfða.

      • 3. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar varð­andi lýs­ingu á reið­leið201405260

        Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir því að sett verði upp lýsingu á reiðleið við Leiruvog.

        Af­greiðslu er­ind­is­ins frestað.

        • 4. Ósk um fulln­að­ar­frág­ang gatna í Leir­vogstungu norð­ur201406124

          Erindi LT-lóða vegna gatnagerðar á norðursvæði Leirvogstungu.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs þar sem tek­ið verði sam­an í hverju fulln­að­ar­frá­gang­ur er fólg­inn og kostn­að­ur við hann.

          • 5. Leir­vogstungu­skóli - sjálf­stæð­ur skóli201406184

            Lagt fram minnisblað um ráðningu leikskólastjóra við Leirvogstunguskóla

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fræðslu­sviði að aug­lýsa starf leik­skóla­stjóra við Leir­vogstungu­skóla sem þar með verð­ur sjálf­stæð­ur leik­skóli.

            • 6. Um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir Reykja­byggð 40201406206

              Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins óskar umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfis vegna heimagistingar að Reykjabyggð 40 í Mosfellsbæ.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

              • 7. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur varð­andi laun til áheyrn­ar­full­trúa í nefnd­um.201406251

                Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún leggur fram tillögu um að áheyrnarfulltrúar í nefndum fái þóknun fyrir störf sín líkt og aðrir fulltrúar.

                Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu að áheyrn­ar­full­trú­um í nefnd­um, að bæj­ar­ráði frá­töldu, verði ekki greidd þókn­un fyr­ir störf sín.


                Bók­un áheyrn­ar­full­trúa M lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
                Bæj­ar­full­trúi M-lista harm­ar að full­trú­ar D-lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar skuli ætla að við­halda þeirri mis­mun­un að áheyrn­ar­full­trú­ar fái ekki greidd laun fyr­ir sín störf í þágu sveit­ar­fé­lags­ins til jafns við að­al­menn og lýs­ir sér­stök­um von­brigð­um yfir því að full­trúi V-lista skuli taka und­ir gam­aldags sjón­ar­mið sem D-listi. Slíkt mis­rétti er tíma­skekkja í sveit­ar­stjórn sem gef­ur sig út fyr­ir að vinna á grund­velli lýð­ræð­is og jafn­ræð­is.
                Full­trúi M-lista lýs­ir einn­ig von­brigð­um sín­um yfir þeirri and­lýð­ræð­is­legu af­stöðu sem í þess­ari höfn­un felst og lít­ur á hana sem stað­fest­ingu á því að lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar verð­ur eft­ir sem áður orð­in tóm.
                Ef greiðsl­urn­ar eru bæj­ar­fé­lag­inu fjár­hags­lega of­viða bend­ir M-listi á að það mætti lækka laun ann­arra nefnd­ar­manna um það sem nem­ur greiðsl­um til áheyrn­ar­full­trúa M- og V-lista.

                Sigrún Páls­dótt­ir áheyrn­ar­full­trúi M-lista.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.