12. júní 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýr skóli við Æðarhöfða201403051
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að viðhafa verðkönnun vegna byggingar tengibyggingar milli lausra kennslustofa sem staðsetja á við Höfðaberg og nýta sem kennsluhúsnæði næstkomandi haust. Um er að ræða 110 fermetra tengibyggingu sem hugsuð er til þess að tengja saman kennslustofur og nýta til sérkennslu o.fl.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa verðkönnun vegna tengibyggingar lausra kennslustofa við Höfðaberg.
2. Vatnsveita Mosfellsbæjar - þróun og endurbætur 2014-2019201405143
Lögð er fram skýrsla um endurbætur á Vatnsveitu Mosfellsbæjar þar sem settar eru fram tillögur um úrbætur og framkvæmdir árin 2014-2019.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela umhverfissviði að undirbúa og boða til kynningar á skýrslunni fyrir bæjarráði.