3. júlí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýr skóli við Æðarhöfða201403051
Lögð er fram niðurstaða verðkannana vegna flutnings og millbygginga við Æðarhöfða.
Varðandi millibyggingu er samþykkt með þremur atkvæðum að umhverfissviði verði falið umboð til að semja við lægstbjóðanda samhliða því að leitað verði leiða til hagkvæmari útfærslna á millibyggingu með það að sjónarmiði að lækka kostnað.
Varðandi flutning á kennslustofum er samþykkt með þremur atkvæðum að hafna framkomnu tilboði og heimila umhverfissviði umsjón verksins.
2. Erindi Vígmundar Pálmarssonar varðandi hanagal við Reykjahvol201406275
Erindi Vígmundar Pálmarssonar þar sem hann kvartar vegna hanagals við Reykjahvol sem berst frá Suður- Reykjum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umhverfisstjóra og stjórnsýslusviðs til umsagnar.