24. júlí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Harpa Björt Eggertsdóttir stjórnsýslusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Nýr skóli við Æðarhöfða201403051
Lögð fram niðurstaða útboðs vegna lóðarframkvæmda við Æðarhöfða.
Tvö tilboð bárust í lóðaframkvæmdir við Æðarhöfða. Þar sem tilboðin voru talsvert yfir kostnaðaráætlun samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum að báðum tilboðunum verði hafnað. Bæjarráð heimilar umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda með það fyrir augum að minnka umfang verksins þannig að verksamningur um lóð við Höfðaberg verði sem næst kostnaðaráætlun.
Fundargerðir til kynningar
2. Fundargerð 134. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201407105
Fundargerð 134. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 11. júlí 2014.
Fundargerð 134. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 17. júlí 2014 lögð fram á 1174. fundi bæjarráðs.