28. ágúst 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Vígmundar Pálmarssonar varðandi hanagal við Reykjahvol201406275
Umsögn umhverfisstjóra og stjórnsýslusviðs vegna erindis Vígmundar Pálmarssonar þar sem hann kvartar vegna hanagals við Reykjahvol sem berst frá Suður- Reykjum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfisstjóra að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
2. Lögbýli í Mosfellsbæ2014081868
Lagt fram yfirlit yfir skráð lögbýli í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að undirbúið verði og þá eftir atvikum óskað eftir því við ráðuneytið að lögbýli í eigu sveitarfélagsins verði felld niður.
Jafnframt verði hugað að stöðu annarra lögbýla sem eru við eða tengd þéttbýli í Mosfellsbæ.3. Framlenging á leyfi til Melmis ehf.2014081187
Framlenging á leyfi til Melmis ehf. m.a. til rannskókna í Þormóðsdal.
Erindið lagt fram.
4. Erindi Mannvirkjastofnunar varðandi úttekt hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins2014081490
Erindi Mannvirkjastofnunar varðandi úttekt hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Erindið lagt fram.
5. Nýr skóli við Æðarhöfða201403051
Minnisblað vegna uppbyggingar við Æðarhöfða
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ) framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdir við 1. áfanga skólahúsnæðis Höfðabergs við Æðarhöfða á árinu 2014 í samræmi við framlagt minnisblað. Fjármálastjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að ganga frá gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins í þessu sambandi og leggja fyrir bæjarráð.
6. Helgafellshverfi, framkvæmdakostnaður vegna skipulagsbreytinga201406239
Lagt fram minnisblað um kostnað sem leiðir af breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi í Helgafellshverfi að ósk lóðarhafa. Óskað eftir heimild til gerðar samkomulags við lóðarhafann um greiðslu hans á kostnaðinum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði gerð samkomulags við lóðarhafa við Efstaland, Uglugötu og Sölkugötu
vegna kostnaðar sem hlýst af skipulagsbreytingum sem lóðarhafi hefur óskað eftir.7. Rekstur deilda janúar til júní 20142014081661
Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2014.
Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.
8. Ráðning bæjarstjóra201406078
Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.
Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.