Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. ágúst 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Víg­mund­ar Pálm­ars­son­ar varð­andi hanag­al við Reykja­hvol201406275

    Umsögn umhverfisstjóra og stjórnsýslusviðs vegna erindis Vígmundar Pálmarssonar þar sem hann kvartar vegna hanagals við Reykjahvol sem berst frá Suður- Reykjum.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­stjóra að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

    • 2. Lög­býli í Mos­fells­bæ2014081868

      Lagt fram yfirlit yfir skráð lögbýli í Mosfellsbæ.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að und­ir­bú­ið verði og þá eft­ir at­vik­um óskað eft­ir því við ráðu­neyt­ið að lög­býli í eigu sveit­ar­fé­lags­ins verði felld nið­ur.
      Jafn­framt verði hug­að að stöðu ann­arra lög­býla sem eru við eða tengd þétt­býli í Mos­fells­bæ.

      • 3. Fram­leng­ing á leyfi til Melm­is ehf.2014081187

        Framlenging á leyfi til Melmis ehf. m.a. til rannskókna í Þormóðsdal.

        Er­ind­ið lagt fram.

        • 4. Er­indi Mann­virkja­stofn­un­ar varð­andi út­tekt hjá slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins2014081490

          Erindi Mannvirkjastofnunar varðandi úttekt hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

          Er­ind­ið lagt fram.

          • 5. Nýr skóli við Æð­ar­höfða201403051

            Minnisblað vegna uppbyggingar við Æðarhöfða

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Björn Þrá­inn Þórð­ar­son (BÞÞ) fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmd­ir við 1. áfanga skóla­hús­næð­is Höfða­bergs við Æð­ar­höfða á ár­inu 2014 í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað. Fjár­mála­stjóra og fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs fal­ið að ganga frá gerð við­auka við fjár­hags­áætlun árs­ins í þessu sam­bandi og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

            • 6. Helga­fells­hverfi, fram­kvæmda­kostn­að­ur vegna skipu­lags­breyt­inga201406239

              Lagt fram minnisblað um kostnað sem leiðir af breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi í Helgafellshverfi að ósk lóðarhafa. Óskað eftir heimild til gerðar samkomulags við lóðarhafann um greiðslu hans á kostnaðinum.

              Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið eru mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði gerð sam­komu­lags við lóð­ar­hafa við Efsta­land, Uglu­götu og Sölku­götu
              vegna kostn­að­ar sem hlýst af skipu­lags­breyt­ing­um sem lóð­ar­hafi hef­ur óskað eft­ir.

              • 7. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 20142014081661

                Rekstraryfirlit A og B hluta Mosfellsbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2014.

                Af­greiðslu er­ind­is­ins frestað til næsta fund­ar.

                • 8. Ráðn­ing bæj­ar­stjóra201406078

                  Formaður bæjarráðs leggur fram ráðningarsamning við bæjarstjóra í samræmi við samþykkt á 630. fundi bæjarstjórnar. Formaður bæjarráðs fylgir samningnum úr hlaði á fundinum.

                  Af­greiðslu er­ind­is­ins frestað til næsta fund­ar.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.